Þjóðviljinn - 08.06.1983, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Byggmgameim
✓
Arnessýslu
Mótmæla
afnámi
samnings-
réttar
Aðalfundur Félags byggingar-
manna Árnessýslu var haldinn 30.
maí sl..
Þar var samþykkt að mótmæla
harðlega afnámi samningsréttar og
þeirri skerðingu verðbóta sem felst
í bráðabirgðalögum ríkisstjómar-
innar. Þá skorar fundurinn á ríkis-
stjórnina að endurskoða afstöðu
sína til samningsréttar verkalýðsfé-
laga.
Búið að
draga
Fjórir blaðberar Þjóðviljans
munu um miðjan júní eiga þess kost
að fara til Kaupmannahafnar í
skemmtiferð. Dregið hefur verið í
blaðberahappdrætti Þjóðviljans og
komu upp þessi númer: Nr. 87 -
111 - 898 - 911.
Vinningshafar em vinsamlega
beðnir að gefa sig fram við Baldur
Jónasson afgreiðslustjóra í Síðu-
múla 6.
Allir þeir sem sjá um að bera
Þjóðviljann í hús hafa fengið miða í
happdrættinu og þeir flesta sem
haldið hafa út öll vetrarveðrin.
Vinningshafarnir munu ferðast til
Kaupmannahafnar á vegum F^rð-
askrifstofunnar Sögu og er stefnt
að því að leggja upp um miðjan
þennan mánuð. Fararstjóri verður
afgreiðslustjóri Þjóðviljans.
Jógúrtmálið:
Það var að loknum flutningi 9. sinfóníu Beethovens sl. laugardag sem undirbúningsfundur að stofnun
áhugasamtaka um byggingu tónlistarhúss i Reykjavík hófst. Ljósm. Atli.
Áhugamenn um byggingu tónlistarhúss:
700 hafa skráð síg
Að loknum endurflutningi á 9.
sinfóníu Beethovens í Háskólabíói á
laugardaginn var, hófst undirbún-
ingsfundur að stofnun áhugasam-
taka um byggingu tónlistarhúss í
Reykjavík. Tónleikarnir og fund-
urinn voru vel sóttir og meðal gesta
var forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, og fjármálaráðherra
Albert Guðmundsson. í fundarlok
voru síðustu gleðitónar 9. sinfóní-
unnar leiknir og sungnir aftur en
flytjendur gáfu alla vinnu sína í
þágu húsbyggingarinnar.
Það var Hákon Sigurgrímsson,
formaður stjórnar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, sem setti fundinn
og skipaði hann Erlend Einarsson
forstjóra fundarstjóra og Jón Þór-
arinsson, tónskáld, fundarritara.
Þrír höfðu framsögu á fundinum:
Sveinn Einarsson þjóðleikhúss-
stjóri ræddi nauðsyn þess að byggja
hús yfir tónlistina á íslandi, Ar-
mann Örn Ármannsson, viðskipta-
fræðingur, rakti stærðartölur og
kostnað við slíka byggingu og Ingi
R. Helgason forstjóri skýrði drög
að samþykktum fyrir samtökin,
sem eru opin almenn samtök á-
hugafólks um byggingu tónlistar-
húss í Reykjavík. 700 manns hafa
þegar skráð sig í samtökin.
A fundinum var kjörin 12 manna
undirbúningsnefnd sem er ætlað að
halda stofnfund í haust og kanna
lóðarval og kostnaðartölur þannig
að allt liggi sem ljósast fyrir þegar
stofnfundurinn verður haldinn. I
undirbúningsnefndinni eru: Ár-
mann Örn Ármannsson, viðskipta-
fræðingur, Björgvin Vilmundar-
son, bankastjóri, Einar Jóhannes-
son, klarinettleikari, Finnur Torfi
Stefánsson, framkvæmdastjóri
FÍH, Gunnar Egilsson, klarinett-
leikari, Hákon Sigurgrímsson,
stjómarformaður Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar, Ingi R. Helgason,
forstjóri, Jón Nordal, tónskáld,
Jón Þórarinsson, tónskáld, Karó-
lína Eiríksdóttir, tónskáld, Rut
Magnúsdóttir, óperusöngkona, og
Sigurður Helgason forstjóri. Nefn-
din hélt sinn fyrsta fund á sunn-
udag.
-ÁI
Hvert rennur 300 milljóna „gengismunur”?
__ i
Akvörðun næstu daga
segir sjávarútvegsráðherra
Samkvæmt upplýsingum sjávar-
útvegsráðherra er enn ekki fullljóst
hvernig um 300 miljónum króna
„gengismun“ til styrktar sjávarút-
veginum verður varið. „I mínum
huga er þó ljóst“, sagði Halldór Ás-
grímsson, „að þessu fé verður fyrst
og fremst ráðstafað í þágu flotans,
togaraflotans, það er sú grein sem á
í mestum erfiðieikum núna“.
í bráðabirgðalögum nýju ríkis-
stjórnarinnar um ráðstafanir í sjáv-
arútvegsmálum er kveðið á um
skattlagningu á þann hagnað sem
útflytjendur sjávarafurða fá í sinn
hlut vegna mismunar á íslensku
söluverði afurðanna fyrir og eftir
gengisfellingu, og er almennt gert
ráð fyrir að þetta verði um 300 milj-
ónir króna. í lögunum er sagt að
þessu fé verði varið til eflingar sjá-
varútveginum, en ekkkert tiltekið
hvert þetta fé rennur.
„Þessum gengismun hefur síð-
ustu árin yfirleitt verið varið til að
mæta áhrifum gengisbreytingar á
erlend lán hjá sjávarútveginum",
sagði sjávarútvegsráðherra við
blm. Þjóðviljans í gær, „og ég á von
á að eitthvað svipað verði nú uppi á
teningnum. Það er verið að
ráðgast um þetta mál núna, og úr-
slita að vænta næstu daga“.
-m
E1 Salvador-nefndin
✓
á Islandi:
Leitar
stuðnings
verkalýðs-
félaga
Takmarkið er 60
þúsund krónur til
styrktar þjóðfrelsis
öflunum í E1 Salvador
E1 Salvador-nefndin á íslandi
hefur hafíð fjársöfnun til styrktar
þjóðfrelsísöflunum í þessu stríðs-
hijáða landi. Hefur nefndin sent ís-
lenskum verkalýðsfélögum bréf,
þar sem þau eru hvött til að fylgja
fordæmi Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar, sem veitti 10 þúsund
krónum til söfnunarinnar á aðal-
fundi sínum í mars sl.. Bankanúm-
er söfhunarínnar er 303-25-59957 og
inn á þann reikning má leggja í öll-
um bönkum og pósthúsum.
Björk Gísladóttir, sem er fulltrúi
í E1 Salvador-nefndinni, sagði í
samtali við Þjóðviljann að undir-
tektir verkalýðsfélaga við þessari
bón væru enn sem komið er góðar.
Fram að þessu hefur opinber
stuðningur verkalýðsfélaga við
FMLN/FDR verið fremur lítill en
þó eru þar tvær miklar undantekn-
ingar á, sagði Björk, þar sem eru
samþykktir 32. þings BSRB frá í
fyrrasumar og aðalfundarsam-
þykkt Dagsbrúnar frá í vor. í þess-
um samþykktum er vakin athygli á
ógnaröldinni í E1 Salvador og
skorað á fslensk stjórnvöld að við-
urkenna FMLN/FDR sem rétt-
mæta fulltrúa E1 Salvador þjóðar-
innar. Þá sagði Björk að Iðja, Sókn
og Framsókn hefðu veitt fé til sér-
staks verkefnis á vegum Ames,
Samtaka kvenna í E1 Salvador, sem
hyggjast koma á fót saumastofu og
skapa þannig atvinnu fyrir flótta-
konur frá E1 Salvador í Nicaragua.
Björk sagði að lokum að markið
sem nefndin hefði sett sér, að safna
60 þúsund krónum, væri ekki hátt
miðað við fjölda launþega hér á
landi, hvað þá ef borið væri saman
við þær 30 miljónir dollara sem Re-
agan Bandaríkjaforseti veitir til
viðbótar við fyrri stuðning sinn til
stjórnarhersins í E1 Salvador.
Hvatti hún verkalýðsfélög og ein-
staklinga til að bregðast vel við
þessum tilmælum E1 Salvador—
nefndarinnar og sagðist vonast til
að enginn skærist úr leik.
Umbúðir of dýru verði keyptar?
,Jógúrtmálið“ svokallaða fékk
skjótan endi í síðustu viku, er
Framleiðsluráð landbúnaðarins
stöðvaði sölu Mjólkursamlags
Kaupfélags Þingeyinga á jógúrt til
Hagkaupa í Reykjavík. Eins og fólk
rekur minni til var þessi jógúrt tals-
vert ódýrari en neytendur á höfuð-
borgarsvæðinu eiga að veniast og
gæðin voru hin sömu. Fram-
leiðsluráðið skírskotaði þar til
laga, sem Framleiðsluráð hafði
sjálft sett í desember 1981 um að
mjólkursamlögin skyldu ekki
keppa við hvert annað í sölu á jóg-
úrt og skyldum afurðum (áður
höfðu þessi lög náð til mjólkur,
rjóma og skyrs).
Forsvarsmenn Mjólkursamsöl-
unnar og Haraldur Gíslason,
mjólkursamlagsstjóri K.Þ., telja
allir verðmuninn stafa af mismun-
andi umbúðum. Mjólkursamalan
kaupir sín box af Reykjalundi og
kostar nú hálfslíters box af jógúrt
krónur 32,20. Hálfslíters fema
með sama magni kostar krónur 29
hjá Mjóikursamlagi K.Þ. eftir síð-
ustu hækkun búvara. Haraldur
sagði í samtali við blaðið í gær, að
umbúðirnar kostuðu 1,80 krónur,
þannig að mismuninn á umbúðun-
um greiðum við. Umbúðir Mjólk-
ursamlags K.Þ. em pappafernur,
sama gerð og mjólkurfernurnar,
sem hafa gefist vel. Spurningin er
því hvort réttlætanlegt sé, að
neytendur greiði hátt verð fyrir
umbúðir, sem flestir neytendur
vita að eru alls ekki nógu góðar.
Forráðamenn Mjólkursamsölunn-
ar hafa lýst því yfir, að þeir hugleiði
nú umbúðaskipti og muni þá
verðið á þeirra jógúrt lækka.
Það má geta þess, að Mjólkur-
samlag ísfirðinga selur hálfslíters
jógúrt á sama verði og Mjólkur-
samlag K.Þ. eða á krónur 29. Um-
búðir þeirra em frá Ero-pak,
norsku fyrirtæki, og em þær svip-
aðar og mjólkurfemurnar sem við
þekkjum fyrir sunnan. Mjólkur-
samlag KEA notar umbúðir frá
Sigurplast h.f. í Reykjavík og er
jógúrtin á sama verði og hj á Mjólk-
ursamsölunni í Reykjavík og um-
búðirnar svipaðar. Það ætti því að
vera nokkuð augljóst, að pappa-
femumar em betri og kostur fyrir
neytendur.
ast
joGuex
ílbonönum og appéshwn
a&i.i i _____
með kaffibro$
jwawái-MS
íyytræ. íyku'. ■} JL
banönum og appek
* $#***»»
íSapt&iri ,, ....
:jógúkt' iM^ÓGÖHT ,1jógukt
Jógúrtumbúðirnar frá Mjólkursamsölunni kosta sitt, einsog neytendur
hafa lesið um í blöðunum undanfarið. Mjólkursamlag K.Þ. og Mjólkur-
samlagið á ísaflrði pakka jógúrtinni i pappafernur og spara þannig tals-
vert í umbúðakostnaði. Þannig kostar hálfslfters dós frá þeim 29 krónur
eftir síðustu hækkun, en við hér sunnanlands greiðum 32,20 fyrir dós með
sama magni. Er þetta ekki of dýru verði keypt? (Ljósm. -eik)