Þjóðviljinn - 08.06.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN Miðvikudagur 8. júnl 1983.
Þriðja stœrsta útflutningsvara sjávarafurða_
270 þús. tunnur
af sumargotssíld
ÞÚS. TUNNUR
300 —
meoalsöltun SÖLTUN SUÐURLANDSSÍLDAR 1975-1982
NOROANLANDS
OG AUSTAN
Súluritið sýnir glöggt hversu mikil búbót sQdveiðin síðustu ár hefur verið
fyrir þjóðarbúið.
„Ég held að almenningur í
landinu hafi alls ekki áttað sig á því
ennþá að síðustu 5 ár hefur verið
árlega saltað meira af sumargot-
sfld, en að meðaltali var saltað ár-
lega af norðurlandssíldinni um-
töldu fyrir norðan og austan á ár-
unum 1935-1969“, sagði Gunnar
Flóvenz hjá Síldarútvegsnefnd í
samtali.
Þessi staðreynd sést svart á hvítu
á súluriti því sem er hér til hliðar og
nýlega var birt í Ægi tímariti Fiski-
félagsins.
Á síðasta ári var sumargotsíld
söltuð í nærri 270 þús. tunnur. Öll
saltsfldin er seld fyrirfram og eru
stærstu markaðslöndin Sovétríkin,
Svíþjóð, Finnland, Pólland, V-
Þýskaland og Noregur.
„Á undanförnum árum hefur
saltsfld verið í þriðja sæti yfir út-
fluttar sjávarafurðir_ á eftir fers-
kfiski og saltfiski. Menn átta sig
ekki almennt á því hve síldin er
orðin stór þáttur í útflutningi okk-
ar“ sagði Gunnar.
Auk þeirra tæplega 270 þús.
tunna af síld sem verkaðar voru á
síðustu haustvertíð, var mikið fryst
af síld á vertíðinni eða rúmlega
13.000 tunnur.
Á síðustu vertíð var síld söltuð á
45 söltunarstöðum í öllum lands-
fjórðungum, langmest á
Áustfjörðum og alls tóku þátt í
veiðunum 76 hringnótaskip, 51
reknetabátar, og hundruð báta
lögðu lagnet. _ig.
Varmadælan
Varml úr umhverflnu
Þegar olíuverðið tók fjörkippinn
1873-1974 tóku menn að gefa ýmsu
því gaum, sem að einhverju leyti
gæti komið í stað olíunnar. Meðal
þess var varmadælan.
„Eðli“ hennar er það að hún
tekur varma úr umhverfi sínu, t.d.
lofti, vatni, jörðu, kælir hann niður
og skilar honum aftur en notar til
þess minni orku en hún gefur.
í nóvember 1981 var sett upp
varmadæla á Þórgautsstöðum í
Hvítársíðu. Var það gert á vegum
iðnaðarráðuneytisins en með
aðstoð Landsvirkjunar, Raf-
magnsveitna ríkisins og Orkustofn-
unar. Iðnaðarráðuneytið sá um
fjárhagshliðina en dælan var keypt
frá Þýskalandi.
frXloft
1C.700W
í þessum uppdrætti má sjá hvernig
loft- og varmaskiptin fara fram.
Að sögn Gísla Júlíussonar, verk-
fræðings fær dælan varma úr 16,8
stiga heitu vatni, sem tekið er úr
brunni ofan íbúaðarhússins. Dælan
skilar vatninu 55 stiga heitu inn á
miðstöðvarkerfi íbúðarhússins og
sömuleiðis heitu neysluvatni. Dæl-
an hefur annað fullkomlega allri
hitaþörf hússins í mestu frostum.
Nokkrir byrjunarörðugleikar
komu í ljós, en þeir hafa nú verið
yfirstignir með öllu.
Þá hafa og verið settar upp varm-
adælur á Hofsstöðum í Mývatns-
sveit og á Ingveldarstöðum í Keld-
uhverfi.
Með varmadælum má m.a. nýta
hita úr haughúsum, þvaggryfjum
og ekki síst úr gripahúsunum. Með
þeim má þannig spara dýrt elds-
neyti með því að endurnýta þann
hita, sem annars fer forgörðum.
- mhg
Neytendasamtökin
Samtök búvöruframleiðenda
beita geðþóttaákvörðunum
í andstöðu við eðlilega viðskiptahætti
Stjórn Neytendasamtakanna
samþykkti samhljóða á fundi sín-
um þann 5. júní ályktun um verð-
lagningu og dreifingu búvara. Þar
er þess m.a. krafist, að úrelt
verðlagningarkerfi á búvörum
verði afnumið, en atburðir síðustu
daga, jógúrtmálið, hækkunin á bú-
vörum o.fl, sýni, að samtök fram-
leiðenda búvara geti beitt valdi
sínu án tillits til neytenda eða smá-
söluaðila. Við birtum ályktun
Neytendasamtakanna í heild.
Úrelt lagaákvæði
Neytendasamtökin benda á, að
undanfarna daga hefur komið
skýrt í ljós að samtök framleiðenda
hafa þá stöðu á markaðnum, vegna
úreltra lagaákvæða og styrks í
stjórnkerfinu, að þeir geta farið
sínu fram án tillits til hagsmuna
neytenda eða smásöluaðila. Þessu
valdi sínu hafa samtök fram-
leiðenda beitt með þeim hætti, að
ekki verður við það unað. Síðustu
hækkanir á búvörum eru óeðlilegar
miðað við launahækkanir.
Neytendum er meinað að kaupa
ódýra búvöru vegna þess að sam-
keppnishömlum er beitt. Áformað
er að koma á einokunarsölu á
eggjum, sem stríðir gegn hagsmun-
um neytenda.Neytendum er boðið
upp á stórgallaðar kartöflur, sem
fyrsta flokks vöru. Innflutningur
og sala á grænmeti er óviðunandi,
enda hneppt í viðjar einokunar og
úreltrar tollalöggjafar. Samtök
framleiðenda á búvörum fá mikla
styrki frá hinu opinbera, meðan
stuðningur hins opinbera til sam-
taka neytenda er óverulegur.
Samkeppnishömlur
verða afnumdar
Neytendasamtökin krefjast þess
í ljósi framangreinda atburða, að
úrelt verðlagskerfi á búvörum
verði afnumið.
- að samkeppnishömlur á fram-
leiðslu og sölu búvara verði af-
numdar, þannig að smásalar geti
fengið ódýra jógúrt eða aðra
framleiðslu til sölu óháð því hvar
verslunin er staðsett;
- að landbúnaðarráðherra setji
ekki reglur um einokunarsölu á
eggjum;
- að neytendum standi jafnan til
boða ætar kartöflur, þannig að
innflutningur kartaflna hefjist
áður en óviðunandi ástand
skapast;
- að farið verði eftir mats- og
gæðareglum um kartöflur;
- að neytendum séu tryggðir val-
kostir með því að smásalar geti
haft á boðstólum fleiri en eina
tegund af kartöflum;
- að einokun á innflutningi á græn-
meti verði afnumin.
- að stjórnvöld styrki kynningar-
starf neytenda á sama hátt og
þau styrkja samtök fram-
leiðenda til að jafnræði ríki með
markaðsaðilum.
Óviðunandi
geðþóttaákvarðanir
Neytendasamtökin ítreka
ábendingar um, að flestar landbún-
aðarafurðir, sem framleiddar eru
innanlands, eru háðar einokunar-
sölu og framleiðslustjórnun, sem
tekur fyrst og fremst mið af hags-
munum framleiðenda. Staða
neytenda hér á landi er í þessu efni
veikari en í nágrannalöndum okk-
ar. Það er óviðunandi að samtök
framleiðenda skuli geta beitt
geðþóttaákvörðunum algerlega í
andstöðu við hugmyndir um eðli-
lega viðskiptahætti.
■ stuttu
máli
Skotvopn bönnuð
á Hornströndum
Þann 7. maí sl. var haldinn aðalfundur í Landeigendafélagi
Sléttu- og Grunnavíkurhrepps að Hótel Esju í Reykjavík. Eitt af
fyrstu verkefnum nýkjörinnar stjómar var að endumýja samstarf
við Náttúruvemdarráð um málefni Homstrandafriðlands, en fé-
lagið var m.a. stofnað til þess að starfa með Náttúruvemdarráði að
málefnum friðlandsins. Á fundi þessara aðila nú.nýverið varð
tíðrætt um fréttir, er borist hafa frá Hornströndum þess efnis að þar
hefðu skotglaðir menn verið á ferð, sem hlíft hefðu fáu kviku.
Vegna þess hafa Náttúruvemdarráð og stjóm Landeigendafélags-
ins samþykkt að banna alla meðferð skotvopna á friðlandinu á
tímabilinu júní til september og að utan þess tíma verði hún einung-
is heimil landeigendum sjálfum.
Vígslubiskupskjör
í Skálholtsstifti
Nú stendur yfir kjör vígslubiskups í Skálholtsstifti hinu forna en
dr. Sigurður Pálsson núverandi vígslubiskup stiftisins hefur sagt
embætti sínu lausu frá 1. ágúst.
Skálholtsstifti markast af sýslumörkum Strandasýslu í norðvestri
og nær síðan yfir vesturhluta landsins, suður- og austurland allt
norður á Langanes. Sóknarprestar á þessu svæði, guðfræðikennar-
ar og prestar sem gegna sérþjónustu á vegum þjóðkirkjunnar eiga
kosningarétt og kjörgengi við vígslubiskupskjörið í Skálholtsstifti.
Kosningu lýkur um miðjan júní og verða úrslit því væntanlega
kunn fyrir Prestastefnu sem hefst 21. júní hér í Reykjavík.
Hinn nýi vígslubiskup verður vígður biskupsvígslu á Skálholts-
hátíð 24. júlí n.k.
Ný hljómplata
frá Grafík
Nýverið kom út ný hljómplata með hljómsveitinni Grafik og
nefnist húh „Sýn“. Þetta er önnur plata hljómsveitarinnar en fyrri
plata þeirra „Ut í kuldann" kom út haustið 1981. „Sýn“ var tekin
upp í stúdíó Graf, en blönduð í stúdíó Stemmu.
Oll lög og textar eru samin af meðlimum hljómsveitarinnar og
annast þeir allan hljóðfæraleik nema í einu lagi þar sem þeir njóta
aðstoðar saxófónleikaranna Sigurðar Flosasonar og Þorleifs Gísla-
sonar. Hljómsveitina Grafik skipa: Rafn Jónsson, trommur og
ásláttarhljóðfæri, Ramó, söngur, Rúnar Þórisson, gítar og söngur,
Vilberg Viggósson, hljómborð og söngur og Örn Jónsson, bassi.
Graf s.f. gefur plötuna út en Steinar h.f. annast dreifingu.
Bifröst rekin sem
hótel á nýjan leik
Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn hefur tekið við rekst-
ri Bifrastar í Borgarfirði og mun reka hana hér eftir sem Hótel
Bifröst. Undanfarin ár hefur verið þar orlofsheimili og gestir dvalið
frá einni og upp í þrjár vikur. Nú geta ferðamenn hinsvegar gist þar
eina nótt, yfir helgi eða þá í nokkrar vikur ef svo ber undir. Ef gist
er meira en þrjár nætur er veittur 20% afsláttur.
Hebergi eru 31, eins, tveggja og þriggja manna, og auk þess er
svefnpokapláss í skólastofum. Gufubað og bókasafn stendur gest-
um opið. Á hótelinu er notalegur matsalur með vönduðum mat-
seðli og vínveitingum og þangað eru allir ferðamenn velkomnir
hvort sem þeir eru hótelgestir eða eiga leið framhjá. Góð aðstaða
er til að halda ráðstefnur og hverskonar hópsamkomur. Það er gott
að njóta hvfldar og næðis í fögru umhverfi Borgarfjarðar en við
hótelið er líka útivistarsvæði og margar skemmtilegar gönguleiðir.
Hótelstjóri á Hótel Bifröst er Auður Ingólfsdóttir.
Nýr prófessor við
jarðfrœðiskor
Hinn 19. maí s.l. skipaði forseti íslands að tillögu menntamála-
ráðherra dr. Sigurð Steinþórsson prófessor í bergfræði við
jarðfræðiskor verkfræði og raunvísindadeildar Háskóla íslands frá
1. júlí 1983 að telja. Auk dr. Sigurðar sótti um embættið dr.
Haraldur Sigurðsson.
Ennfremur skipaði forseti íslands 26. maí s.l. að tillögu mennta-
málaráðherra Ásmund Brekkan, yfirlækni, prófessor í geislalækn-
isfræði við læknadeild Háskóla íslands frá 1. september 1983 að
telja. Auk Ásmundar sótti Jón L. Sigurðsson, yfirlæknir um em-
bættið.
Breyting á yfirstjórn
Plastprents
1. júní sl. urðu þær breytingar á yfirstjóm Plastprents hf, að
Garðar Sverrisson, verkfræðingur, sem verið hefur framleiðslu-
stjóri fyrirtækisins, tók við tæknilegri framkvæmdastjórn þess.
Jafnframt tók Guðmundur Amaldsson, viðskiptafræðingur, við
framkvæmdastjóm rekstrar- og fjármálasviðs.
Haukur Eggertsson, stofnandi Plastprents hf, og Eggert Hauks-
son, viðskiptafræðingur, annast eftir sem áður yfirframkvæmda-
stjóm fýrirtækisins.
Plastprent hf er 25 ára á þessu ári og er stærsta fyrirtæki sinnar
tegundar í plastiðnaði á íslandi og hjá því starfa um 100 manns.