Þjóðviljinn - 08.06.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.06.1983, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 8. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 RUV © 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn Gull í mund. 7.25 Leiktimi. 8.00 Fréttir 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö: Kristín Waage talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Dísa á Grænalæk" eftir Kára Tryggvason. Elísabet Porgeirsdóttir les (3). 9.20 Tónleikar. Emil Gilels leikur Píanó- sónötu nr. 6 í F-dúr, op. 10 nr. 2 eftir Ludwig van Beethoven. 9.40 Tilkynningar. Tónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.35 Sjávarútvegur og siglingar Umsjón: Ingólfur Arnarson. 10.50 Út með Firði. Þáttur Svanhildar Björgvinsdóttur á Dalvík (RÚVAK). 11.20 Létt lög frá árunum 1940-1945. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30Jass-stund. 14.30 „Gott land“ eftir Pearl S. Buck Magnús Ásgeirsson og Magnús Magnús- son þýddu. Kristín Anna Þórarinsdóttir' les (16). 14.30 Tónleikar a. Tyrkneskur mars tyrir blásarasveit og slagverk eftir Michael Haydn. Félagar úr Collegium Aureum tónlistarflokknum leika á gömui hljóðfæri. b. Artur Rubinstein leikur á píanó Fanta- sie-lmpromtu og „Minútuvalsinn" eftir Frédéric Chopin. c. Alfred Boskovsky leikur ásamt félögum úr Vinar-oktettinum á klarinettu „Adagio" fyrir klarinettu og strengjasveit eftir Richard Wagner. 14.45 Nýtt undir nálinni.Krisil'n Björg Þor- steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljóm- plötur. 15.20 Andartak. Umsjón: Sigmar B. Hauks- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar: Tónlist eftir Lu- dwig van Beethoven. a. Fílharmóníu- sveit Berlínar leikur „Prometheus" forleik op. 43; Herbert von Karajan stj. b. Fílharmoníusveitin í Vin leikur Sinfóníu nr. 4 í B-dúr op. 60; Leonard Bernstein stj. 17.05 Þáttur um ferðamál í umsjá Birnu G. Bjarnleifsdóttur. 17.55 Snerting Þáttur um málefni blindra og sjónskertra í umsjá Gísla og Arnþórs Helgasona. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.50 Við stokkinn Guðni Kolbeinsson heldur áfram að segja börnunum sögu fyrir svefninn. 20.00 Sagan„Flambardssetrið“ eftir K.M. Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les (2). 20.30 Þriggja sókna túr. Árni Johnsen spjallar við Ása i Bæ. 21.10 Robert Tear og Benjamin Luxon syngja lög frá fyrri öld. André Previn . leikur á pianó. 21.40 Útvarpssagan: Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilssonar Þorsteinn Hannesson les (25). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 Iþróttaþáttur Umsjón: Samúel Örn Erlingsson. 23.00 Djassþáttur. Umsjón: Gerard Chi- notti. Kynnir Jórunn Tómasdóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Myndir úr jarðfræði tslands 5. Árn- ar Fræðslumyndaflokkur i tíu þáttum. Umsjónarmenn: Ari Trausti Guðmunds- son og Halldór Kjartansson. Upptöku stjórnaði Sigurður Grímsson. 21.15 Dallas Bandarískur framhaldsflokkur. Þýöandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Ljómi þess sem liðið er Bresk mynd um Evelyn Waugh, höfund Ættaróðalsins og fleiri bóka, sem skipuðu honum á bekk með fremstu rithöfundum Breta á þessari öld. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.00 Dagskrárlok fr Sjónvarp miövikudag LJÓMI ÞESS SEM LIÐIÐ ER heitir þáttur, sem sjónvarpið sýnir í kvöld og er hann um breska rithöfundinn Evelyn Waugh, höfund „Ættar- óðalsins“ ög fleiri bóka. Þarna verð- ur rakinn æviferill höfundarins í stórum dráttum og einkum þó þeir atburðir, sem urðu honum tilefni til söguritunar. Úrslit síðustu alþingiskosninga urðu þau, eins og kunnugt erj að Framsókn og íhaldið mynduðu stjórn eftir miklar þrautir. Þessar stjórnir íhalds og framsóknar hafa verið einhverjar svörtustu afturhaldsstjórnir sem starfað hafa í landinu, og mun svo verða með þessa stjórn. Nú á að bjarga þjóðinni undan óráðsíu verka- manna, sjómanna og bænda, er hafa bruðlað með þjóðarauðinn á undanförnum árum svo allt er komið á vonarvöl. Atvinnurekendur, verslunar- stéttin og ýmsir bráðduglegir fram kvæmdamenn eru búnir að fá nóg af öllum þeim fórnum er þeir eru búnir að færa til að bjarga þjóðarbúinu. Ég var að hugleiða þetta einn vorbjartan daginn eftir að var búið að mynda stjórnina, i>En stjórn sem sviptir vinnustéttirnar samningsrétti á svo harkalegan hátt og gert hefur verið ætti ekki að verða langlíf í landinu, jafnvel þótt hótunum verði beitt“. Páll Hildiþórs skrifar: Nýir stjórnarherrar og átti leið niður Skálholtsstíg og ætlaði að fá mér kaffisopa á Skálanum. Kemur þá ekki upp í fangið á mér hann Jón vinur minn hjá íhaldinu, heldur en ekki kampa- gleiður:„Jæja sæll elsku vinur. Þetta sagði ég þér alltaf að við myndum fara í stjórn með Fram- sókn.“ „Já þið eruð komnir á rétta hillu. Auðvitað hafa helminga- skiftin ráðið eins og venjulega. S.Í.Sog kaupmennirnir.,, „Það er alltaf sami kjafturinn á ykkur kommunum, þið megið ekki heyra dugnaðarmenn nefnda á nafn, sem eruaðreyna að bjarga þjóðinni frá því að komast á von- arvöl . Nú blasir ekkert annað við eftir viðskilnað ykkar rauðliða en atvinnuleysi og kreppa, laxi.“ „Hvaða dauðans rugl er þetta í þér maður. í Gunnars tíð hefur verið bullandi vinna og vel- megun, þrátt fyrir slæmt árferði, svo stjórn Gunnars getur vel við unað í starfslok." „Þetta er ein andskotans lýgi í þér eins og fyrri daginn,,, sagði Jón og var nú orð- innvondur. „Ég er farinn“. „Nei, nei, Nonni minn, vertu ekki svona æstur. Þetta er allt í góðu á milli okkar. Vertu rólegur andar- tak. Ég þarf að segja þér dálítið“. „Þið kommarnir þurfið ekki að gera ykkur neinar grillur út af okkar mönnum. Það er sko allt í þessu fína lagi síðan við plötuðum Albert og Haukdal til að svíkja Gunnar.,, „En Gunnarsmennirn- ir í flokknum hvað segja þeir?“ „Þeir steinhalda kjafti enda er það eins gott fyrir þá.“ „Já, Jón minn, þetta vita allir, en það var annað sem ég ætlaði að segja þér af því við erum vinir og gamlir kunningjar þrátt fyrir pólitíkina. Eins og þú veist er ég ákaflega berdreyminn.“ „Já, já , það er rétt, þú ert það. Ég man hér um árið þegar þig dreymdi víxilinn og bjargaðir mér frá því að skrifa upp á hjá honum Stjána. Láttu drauminn koma“. „Það var þann- ig Jón minn að núna nýlega eftir að ríkisstjórnin tók við völdum dreymdi mig ríkisstjórnina nýju eins og hún leggur sig í stjórnar- ráðshúsinu við Lækjartorg. Ráð- herrarnir sátu allir keikir á stól- um sínum, en fyrir aftan tvo þeirra, utanríkisráðherrann og orkumálaráðherrann stóðu menn með skjalatöskur í hendi. Hvað eru þessir menn að gera þarna? spurði ég í draumnum. Þá er mér svarað með holri rödd: Þeir eru þarna til trausts og halds. Og iengri var draumurinn ekki. Hvernig ræður þú þennan draum Jón minn?“ „Ég má ekkert vera að drolla þetta lengur, ég tala við þig seinna.“ Og með það var Jón rokinn. Síðar frétti ég að Jón hefði blaðrað þetta í ýmsa félaga sína í flokknum en fengið mis- jafnar undirtektir og verið jafn- vel skammaður að vera að blaðra um svona viðkvæm mál og það við alræmdan komma. En látum nú Jón vin minn hverfa um sinn. „Ég skal segja þér laxi að það gerir enginn út á fisk lengur í þessu landi, það er öll útgerð far- in til andskotans. Annað mál er með orkuna. Við eigum að láta útlendinga virkja allt heila klabb- ið, þá geta menn unnið eins og þeir vilja. Síðan á að láta herinn hefja stórframkvæmdir þannig að allt fari í bullandi bísness. En að láta ykkur kommanna vera að standa í vegi fyrir slfku, það verð- ur ekki gert. Kaninn er ekki langt undan.“ Slæmur er nú hann Jón minn, en hann Valdi smali, hann á eftir að lenda á sorphaugunum. En látum nú þessa tvo íhalds- gaura liggja á milli hluta. Þeir eru hvorki verri né betri en þetta íhaldspakk sem vill gerast fóta- þurrkurerlends valds og virðist ekki eiga minnsta snefil af þjóðerniskennd og ættjarðarást, heldur leggjast eins og lafhrædd hundskvikindi undir erlent vald þegar það seilist eftir landsrétt- indum og umráðarétti yfir auð- lindum vorum með allskonar gylliboðum og lagakrókum. Ég horfði á sjónvarpsþáttinn með formönnum stjórnmálaflokka núna um daginn rétt eftir kosn- ingarnar. Um þann þátt mætti margt segja. Þar kom það fram hjá þeim báðum Steingrími og Geir að það er fyrst og fremst stóriðjan og hernámsfram- kvæmdir á vegum hersins sem á að dekka atvinnulífið í landinu. Á þetta hefur Svavar Gestsson margsinnis bent á að sé ætlun stjórnvalda íhalds og framsókn- ar, kannski þarna séu inni í dæm- inu 20 álverin hans Eyjólfs Konr- áðs sem frægt er. Ég tók eftir því að Sigríður Dúna, foringi Kvenn- alistans, var áhyggjufull vegna komandi stóriðju, vegnaminnk- andi smáiðnaðar, og er ég henni sammála um það. Stóriðöja í þeim mæli er íhald og framsókn ætla sér að framkvæma verður aldrei annað en tölvuvæðing og innflutningur á atvinnuleysi, í stað þess að við eigum að fara okkur hægt, og kappkosta að vinna dýra vöru úr okkar dýr- mætu orku, og fyrst og fremst undir íslensku húsbóndavaldi. Hinir nýju stjórnarherrar verða að gera sér það ljóst að peninga- skrímsliní hinum vestræna heimi telja sig vera komin í feitt þegar þessi stjórn var mynduð hér á dögunum. Núer tækifærið komið sem beðið hefur verið eftir að sölsa undir sig orkuna og víggirða hólmann, um þetta var talað í lág- ahljóðum fyrir kosningar, en nú er hættan minni. En stjórn sem sviptir vinnustéttimar samnings- rétti á svo harkalegan hátt og gert hefur verið ætti ekki að vera langlíf i landinu, jafnvel þótt hót- unum verði beitt. Nú er kisa í veiðihug, en ratar ekki að músarholunni. Getur þú hjálpað henni? (\ rr) rv^cx f Ljóð frá A uði Margréti Hús var mús og köttur svín, hestur, hundur, rolla. Amma situr ein heima, afí úti að vinna. Mamma saumar og syngur ein, pabbi úti í löndum. (Auður Margrét Coakley Mikalesdóttir í 7 ára bekk Æfíngaskólans).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.