Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. - 12. júní 1983. skammtur Af tölvuspilakassa- fíknivandamáli Stundum er mér nær aö halda aö allt sem aflaga fer í þjóðfélaginu sé andskotans unglingunum aö kenna. Þó þaö séu aö vísu ekki þeir sem hafa klárað síldina, loðnuna og þorskinn í sjónum, né hagbeitina, og skilið landiö eftir í flakandi sárum, pantsett fósturjöröina fyrir erlendum skuldum, hleypt verðbólgunni uppí á ann- aðhundrað stig o.s.frv., þá er það nú einu sinni svo, að þeir sem komnir eru til „vits og ára“ og eiga að sýsla um landsins gagn og nauðsynjar, hafa lítið svigrúm haft til annars en að velta vöngum yfir „unglingavand- amálinu", sem nú er loksins orðið eitt allsherjar full- orðinsvandamál. Hvert reiðarslagið af öðru hefur dunið á okkur undanfarið vegna unglinganna og nú síðast tölvu- spilakassafíknivandamálið. Þegar ég var að alast upp hérna vestur í bæ í kreppunni og stríðinu voru unglingavandamál ekki til. Þá voru félags-, atferlis- og unglingavísindi svo skammt á veg komin, að spilafíknin í okkur strákunum þótti ekkert tiltökumál. Og skaðlaust hefur þetta sýni- lega verið, því nú erum við allir orðnir meira eða minna fínir menn, það er að segja þeir okkar sem ekki eru búnir að drekka sig í hel, eða drepa sig á einhverju öðru, eins og gengur og gerist. Fjárhættuspil byrjuðum við að stunda strax uppúr fimmáraaldri í portinu bakvið Óla Rúnka á Vesturgötu 16 þar sem gamla Gröndalshúsið stendur enn. Spilað var stikk, stundum kallað klink, eða hark. Og til þess að mönnum leiddist ekki var þess jafnan gætt að aleigan væri alltaf undir. Þeir yngstu spiluðu tveggja- aurahark, þeir sem eitthvað voru að komast í álnir af blaðasölu fóru í fimmaurastikk og síðan með enn auknum auraráðum í krónuhark og túkallahark. Þegar svo manndómsárin fóru að nálgast var hangið á bil- jardinum myrkranna á milli, en þar urðu menn öreigar oft á dag og auðkýfingar jafnoft. Ég held að fullorðið fólk, sem komst ekki hjá því að fylgjast með þessum umsvifum okkar, hafi ekkert ver- ið að spöglera í því hvort við værum „munsturbörn" eða ekki. Nú er öldin önnur. Með aukinni sérfræðilegri þekk- ingu hafa fullorðnir komist að því að flest það, sem unglingar aðhafast, er vafasamt athæfi, öfugt við um- svif okkar þeirra eldri og viturri. Reynsla síðustu ára sýnir að flest það sem ung- lingar taka sér fyrir hendur er til þess fallið að skapa „próblemm", próblemm, sem við þurfum að leysa. Og nú hefur tölvuspilakassafíknivandamálaholskeflan riðið á okkur af úfnum hafsjó unglingavandamálanna eins og reiðarslag. Fyrir nokkru efndu æskulýðsfrömuðir til málþings útaf tölvuspilum almennt. Þar kom fram að tölvuspil eru venjulega leikin af einum unglingi og er þrautin í því fólgin að koma apa upp stiga, en gæta þess að hann hoppi í leiðinni yfir tunnur sem velta á móti honum. Þegar apinn er svo kominn á leiðarenda uppá efstu hæð, dettur annar api, stærri, á rassinn og þegar best lætur ofanaf háum rafti niður alla stigana. Leikur- inn gengur semsagt útá það að koma sem flestum öpum upp, svo að sem flestir apar hrapi niður aftur. Og nú er þetta apaspil orðið eitt mesta stórvanda- mál samtíðarinnar. „Af þessu spili...“ (svo notuð séu óbreytt orð eins fulltrúans á málþinginu) „Af þessu spili verða ungling- amir svo hugfangnir að líkja má við eiturlyfjaneyslu, þar sem sífellt þarf meira magn til að finna sömu áhrifin." í grunnskólunum kváðu vasatölvuspilin vera orðin alvarlegt vandamál. „Nemendur eru“ (sagði skóla- stjóri á þinginu) „farnir að nota óhóflega langan tíma á salerninu, þegar þeir eiga að vera í tímum, já langt framyfir staðlaða tímalengd dvalar á náðhúsi. Hér er það vasatölvan og ekkert annað sem dvelur nemend- ur.“ Einn af þátttakendumámálþinginu lagði til að tölv- uspilakössum yrði komið fyrir á bókasöfnum til að vekja hjá unglingum Ijóðelsku og ást á fögrum bók- menntum, og annar benti á að dvöl við tölvuspila- kassa eyddi árásarhneigð og stakk uppá að kössun- um yrði fjölgað á Hlemmi. Niðurstaða þingsins um tölvuspilakassafíknivanda- málið kom svo í öllum fjölmiðlum, og birti ég hana hér orðrétta uppúr einu af dagblöðunum, þar sem mér finnst hún varpa dæmigerðu og skýru Ijósi á þennan stórvanda, eins og hann blasir við; orðrétt uppúr Þjóð- viljanum: „Allir þeir kassar og tölvuspil, sem hér eru í notkun, hafa sameiginlegar áhrifabreytur, sem auka og viðhalda spiiafíkn. Áhrifabreyturnar eru þessar: Nýjabrumið er mikið; aðstæðurnar sem spilað er við eru afar sértækar; tækin bjóða uppá félags- skap; styrkingin er ákveðinnar gerðar; tíminn, sem líður milli atferlis og styrkingar, er ákveðinn á sérstakan hátt og hér er um að ræða svokallaða óreglulega hlutfallsstyrkingu, sem kallar fram bæði öra svörun og svörunartíðni, sem viðheldur svörun löngu eftir að styrking hættir." Þessi félagsfræðilega úttekt gefur óneitanlega glögga mynd af tölvuspilakassafíknivandamálinu sem slíku. Um síðustu helgi tókst prentvillupúkanum held- ur betur að pretta prófarkarlesarann og gera lítið, ómerkilegt vísukorn gersamlega óskiljanlegt. Vís- an átti að sjálfsögðu að vera svona: Fræðimanna frækið lið flókinn vanda greiðir, (ekki „fólkinu vanda“...) en próblemm er að próblemmið próblemm af sér leiðir. sHráargatió Jógúrtumbúðir Mjólkurbús Flóamanna hafa ver- ið nokkuð í blaðafréttum að undanförnu eftir að fréttist, að jógúrtin væri ódýrari hjá Mjólk- urbúi K.Þ. og Mjólkurbúi ís- firðinga heldur en frá Flóa- mönnum. Hafa Flóamenn vísað á umbúðaverðið sem skýringu á þessum verðmismun. Nú hefur heyrst, að verðmismunurinn liggi alls ekki í umbúðaverðinu, held- ur sjálfri jógúrtinni: Mjólkurbú Flóamanna selji einfaldlega dýr- ari jógúrt en Isfirðingar og Hú- svíkingar. Þessu til stuðnings má benda á, að þegar mjólkurafurðir hækkuðu í verði nýlega var heimiluð rúmlega 26 prósent hækkun á jógúrt, en Mjólkurbú Flóamanna hækkaði sína jógúrt um aðeins 19 prósent. Væntan- lega ætla Flóamenn ekki að reka jógúrtgerð sína með tapi.' Von- andi skýrist þetta mál á næstu dögum. Mikil mannaskipti eru á Helgarpóstin- um um þessar mundir. Ritstjór- arnir, Björn Vignir Sigurpálsson og Ámi Þórarinsson, eru komnir í annað og eru aðeins ritstjórar að nafninu til. Guðjón Arngrímsson er eins og er ritstjóri en um næstu mánaðamót hættir hann og fer í auglýsíngabransann. Þá tekur við verkstjórn á blaðinu Ingólfur Margeirsson og hefur hana á hendi a.m.k. í sumar en hann er nýbyrjaður við blaðið. Þá er einnig hættur Ómar Valdimars- son. Auk Ingólfs eru nýir blaða- menn þau Hallgrímur Thor- steinsson, sem verið hefur frétt- amaður á útvarpinu, Magdalena Schram, sem var ritstjóri Helgar- blaðs DV og Þröstur Haraldsson, sem verið hefur rit'stjóri Sæ- mundar, blaðs sem SÍNE gefur út. Pess sjást nú merki á ýmsan hátt að fólk er að draga saman seglin vegna efnahagsráðstafana ríkis- stjórnarinnar og aukinnar dýr- tíðar. Ekki síst munu ferðaskrif- stofurnar finna fyrir þessu. Mun vera mikið um afpantanir og undirboð. Er ekki ólíklegt að ýmsar af hinum smærri ferða- skrifstofunum muni leggja upp laupana eftir þetta sumar. Þó er ein ferðaskrifstofa sem aldrei mun hafa jafnmikið að gera og nú. Það er Ferðaþjónusta stú- denta. Hún býður upp á ódýrt leiguflug til útlanda og er löngu uppselt í allar ferðir. Þessi aukning er líka eðlileg í krepp- unni því að fólk fer nú síður í dýrar ferðir en kappkostar að komast til útlanda á sem ódýrast- an hátt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.