Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. - 12. júní 1983. 200 ár frá upphafi Skaftárelda: „TIL AÐ STRAFFA VONDAR ATHAFNIR MANNANNA Skaftfellingar minnast mestu plágu er yfir landið hefur dunið í rigningarsudda safnast fólk saman að Minningarkapellunni á Kirkjubæjarklaustri. Menn líta til himins: „Ojæja“, heyristí gömlum bónda. „Hvorki er veðrið heiðríkt né spakt í dag“, en þannig viðraði fyrir 200 árum, þegar upphófust þær mestu náttúruhamfarir sem yfir ísland hafa dunið. Á Síðumannaafrétti hófst þá mesta flæðigos á jörðinni, sem orðið hefurá sögulegum tíma. í kjölfar þess urðu hörmungarþærsem kenndar eru við móðuna miklu, móðuharðindin, sem felldu um 1/5 hluta þjóðarinnar. Hér í Minningarkapelluni, sem reist var til minningar um séra Jón Steingrímsson, sem í eldritum sínum tveimur hefur skráö ýtarlegastar sjón- arvottslýsingar á náttúruhamförunum, er samankominn fjöldi manns til að minnast þessara atburða. Og það er kannski ekki að undra þótt einhver líti til himins og hlusti eftir hljóðum, því fyrir nákvæmlega 100 árum varð annað gífurlegt gos, eitt ægilegasta sprengigos sem vitað er um að orðið hafi á jörðinni síðustu árþúsundin, gosið í sundinu á milli Jövu og Súmötru. En þessi dagur leið án nokkurra stór- gosa eða annarra náttúruhamfara. Einu náttúruundrin urðu örstutt upp- stytta á meðan Máríuvers Páls ísólfs- sonar var leikið. En síðan tók að rigna á ný. Séra Sigurjón Einarsson bauð gesti velkomna, en forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir opnaði sýninguna. Er- indi fluttu dr. Þorleifur Einarsson og dr. Sveinbjörn Rafnsson, en Rut Ing- ólfsdóttir og Hörður Áskelsson léku saman á fiðlu og orgel. Síðan skoðuðu gestir sýninguna, sem sett hafði verið upp í kapellunni, en hana skipulögðu þeir Gylfi Már Guðbergsson, land- fræðingur og Þorleifur Einarsson jarðfræðingur, en Sveinbjörn Rafns- son var til ráðuneytis. Að opnunarhá- tíðinni lokinni bauð Ferðaskrifstofa ríkisins öllum gestum til kaffidrykkju á Hótel Eddu í Kirkjubæjarskóla og var þar margt um manninn. Jón Helgason ráðherra ávarpaði gesti og að lokum Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum. Jón Hjartarson skólastjóri Kirkjubæjarskóla bauð gestum síðan að skoða sýningu skólabarna um Skaft- árelda og áhrif þeirra og vakti sýning nemendanna mikla athygli. Sýningarnar á Klaustri verða opnar fram til 15. ágúst, þann 17. júlí verður kirkjuhátíð á Prestsbakka og Kirkju- bæjarklaustri, þar sem minnst verður hinnar frægu „Eldmessu" séra Jóns Steingrímssonar, þegar hraunið stöðvaðist undir messu klerks. í „Sýningarnefnd Skaftárelda", sem kosin er af sveitarstjórnum „milli sanda“ eiga sæti auk séra Sigurjóns, Jón Helgason ráðherra og Ólafía Da- víðsdóttir, Fossi. Líkan af sveitabæ á 18. öld. Frá sýningunni í Kirkjubæjarskóla. Úr upphafi Eldritsins: „Góðfúsum lesara óskast náð og friður. Meðal höfuðskepnanna er eldurinn sá allra nytsam- legasti, því án hans kunna þær ei né nokkur hlutur af þeim samansettur að við- haldast. En þar aftur á móti verður hann sá allra skað- samlegasti, þá illa er með hann höndlað eður þá sjálfur náttúrunnar herra lætur sér þóknast að hleypa honum lausum, til að straffa vondar athafnir mannanna." Dr. Þorleifur Einarsson talar í kapellunni. Úr útvarpserindi Pálma Hannessonar, flutt 1935: „Árið 1783 voraði bæði vel og snemma um Suðurland, svo að jörðin var orðin algræn í fardögum og hugðu menn því gotttil sumarins. En 1. júní fundust jarðskjálftakippir víða um Vestur- Skaftafellssýslu, og héldust þeir fram á hvítasunnu, sem bar upp á 8. júní. Hvarf nú uggur að ýmsum hinum eldri mönnum, og drógu þeir saman ýmsa kynlega atburði, sem orðið höfðu. Sumir höfðu heyrt hringingar í lofti eða hljóð úr jörðu, en aðrir séð svonefndar pestarflugur, -ferleg kvikindi, bröndótt að lit, og enn fleiri undur. Og svo hafði prófasturinn fengið einhverjar vitranir, enda hafði hann kennt hart undanfarið. Hann hafði átt að dreyma ræðutextann, sem hann lagði út af um daginn, og líka einhvern ægilegan gest, sem nefndist Eldriðagrimurog kominn varofan affjöllum.“ Á sýningunni í Minningarkapellunni getur að líta mikið af fornum ritum og munum, m.a. Eldrit séra Jóns. „Það verður um alla ævi allra stærsta forundran, að hér skyldi á Síðu nokkurt lifandi hold af komast“ íslendingasaga Arnórs Sigurjónssonar kom fyrst út áriö 1930. Segir þar: „Ertíðindiaf Móðuharðindunum fréttust til Kaupmannahafnar, skipaði stjórnin nefnd manna, til að leggja ráð á, hvernig létta mætti hörmungar þjóðarinnar. í þeirri nefnd átti Jón Eiríksson sæti... Sú tillaga til bjargráða var rædd með nefndinni í fullri alvöru, að flytja alla íslendinga á Jótlandsheiðar, þar sem beitilyngið og melgresið börðust við foksandinn." (291 -292).“ Þorkell Jóhannesson, Andvari: „Með sumri 1785 má kalla, að létti móðuharðindunum, eftir samfelld tvö ár. En ömurlegt er þá að líta yfir uppskeru hungurdauðans. Eftir því sem næst verður komizt, hafði fólki fækkað á árunum 1783-85 um rúm 9 þús. Fullyrða má, að mikill þorri þessa fólks lézt af harðrétti, hungri og hungursóttum, með nokkrum hætti, þ.e. af ónógu og óhollu viðurværi. Hér bættist svo við óskaplegt tjón á kvikfénaði. Er talið, að þessi árfélli 28 þúsund hross, 11.461 nautgripurog 190.488 sauðkindur.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.