Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 13
Helgin 11. - 12. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 ■ ■ ||| < "N Á sóldekki. Róbert ágústsson, ljósmyndari Tímans leikur listir sínar fyrir blaðamenn og ferðaskrifstofufólk. Sitjandi f.v. eru Hildur Kjartansdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Jóhannes Þorsteinsson, Sigríður Magnúsdóttir, Helga Þorsteinsdóttir, Jón Baldvin Hannibalsson,- Margrét Matthíasdóttir, Bryndís Schram, Guðrún Jónsdóttir, Valgerður Einarsdóttir, Elías Snæland Jónsson og Bjarnleifur Bjarnleifsson. Standandi eru Jón Ásgeir Sigurðsson, Þórir Haraldsson og Ásbjörn Magnússon. EDDU sýndar þar ýmsar kvikmyndir. Svo er hægt að fara í hárgreiðslu, verslanir, banka og fríhöfn. í skipinu er líka sérstök kaffitería. Tónlistarmennirnir Björgvin Halldórs- son og Magnús Kjartansson voru boðsgest- ir í þessari fyrstu ferð og skemmtu á kvöldin og stundum á daginn ásamt pólsku hljóm- sveitinni. Gestirnir reyndu líka að skemmta stundum á kvöldin með heimatilbúnum dagskrám og þá var mikið fjör. Bryndís Schram stóð t.d. fyrir spurningakeppni þar sem hjón voru leidd saman hvort í sínu lagi og gengið úr skugga um hversu sammála þau yrðu. Þá keppni unnu heiðursgestirnir í förinni, Vala og Gunnar Thoroddsen. Sjálfskipuð skemmtinefnd blaðamanna gekkst líka fyrir tískusýningu með gríni eitt kvöldið og var það vel þegið af farþegum. í rauninni ríður töluvert á að fólk leggi sig sjálft fram um að skemmta sér svolítið því að svona skip er eins og stórt hótel þar sem engum er hleypt út og verða því hótelgestir að vera samvistum hver við annan hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Annars er skip þetta svo stórt að þó eitthvert fyllerí sé um borð geta menn al- gerlega leitt það hjá sér og ekkert orðið varir við það frekar en þeir þurfa. Þetta skip léttir nokkuð átthagafjötrum af t.o. fátækum námsmönnum eða þeim sem hafa úr litlu fé að spila en langar samt til útlenda. Þeir geta keypt sér dekkpláss fyrir 2-3000 krónur og farið þá með svefn- poka og nesti með sér. Skipið er ferja og það þýöir að svefnpokafólk getur lagst fyrir í svefnpokum sínum hvar sem það finnur pláss. Það er ekki hægt að banna því. Einnig eru seld stólpláss og er sérstakur salur aftur á með flugvélastólum fyrir það. Þar hreiðruðu sig flestir fyrir sem ekki voru í klefum. Þó að klefar séu misjafnir og seld séu dekk- og stólpláss er ekki farrýmisskipt- ing áskipinu. Allir geta notfært sér þá þjón- ustu sem fáanleg er um borð. Þó er ókeypis í sundlaug og sauna fyrir klefafarþega en dekkfarþegar verða að borga hvorki meira né minna en 110 krónur til þess að komast þar inn. Kjör starfsfólks Eins og áður sagði var allt þjónustufólkið mjög lipurt og elskulegt. íslendingarnir í þessum þjónustustörfum eru flestir skólanemendur sem hafa ráðið sig með sér- stökum samningi til alls sumarsins en þegar í þessari fyrstu ferð voru farnar að renna tvær grímur á þá marga. Vinrtuálagið er mjög mikið, 11-16 tíma vinna alla daga vik- unnar og aðeins tveggj a vikna frí allt sumar- ið. Aðra hverja viku fær fólk að fara tvo tíma í land í Reykjavík en aldrei í út- löndum. Þetta unga fólk fær ekki heldur að notfæra sér neina þjónustu um borð sem ætluð er farþegum, ekki einu sinni að setj- ast í reyksalinn. Pólverjarnir um borð eru flestir í uppvaski og þrifum en þeir vinna fjórar vikur í einu og fá svo fjórar vikur frí. Ekki komst ég að því hver laun þeirra eru en þau munu lág. Kjaramál þessa fólks hafa nokkuð verið til umræðu í íslenskum blöðum að undanförnu og verður ekki fjöl- yrt frekar um það nú. Þeir sem nutu þessarar ferðar kannski hvað best voru litlu krakkarnir. Þetta skip er hejlt ævintýri fyrir þau og auðséð á þeim að þau nutu ferðarinnar í ríkum mæli. Á C-dekki ersérstakur gæsluvöllur fyrir börn- in með ýmsum leiktækjum. Að lokum skal þess getið að ég tel ferju- siglingar frá Reykjavík til útlanda mjög til bóta og góður valkostur fyrir okkur öll. Ég vona því að þessi tilraun í sumar megi vel takast. - GFr Pólski skipstjórinn sýnir gervitunglaveðurkort sem berst á fjögurra tíma fresti. Konurnar eru f.v. Guðrún Jónsdóttir, Bryndís Schram og Hildur Kjartansdóttir. Heiðursgestir í förinni voru Gunnar og Vala Thoroddsen. Haraldur Björnsson fyrrverandi skipherra á íslensku varðskipunum fór í jómfrúarferð m.s. Eddu í tilefni af áttræðisafmæli sínu. Hann er bundinn við hjólastól en naut lífsins í ríkum mæli. Þjónustufólk í veitingasal. Pólsk og íslensk samvinna. Gunnar Atlason barþjónn að störfum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.