Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 5
Helgin 11.-12. júní 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 5 viðræðum við Alusuisse um endur- skoðun á samningi íslenska ríkisins við fyrirtækið um rekstur íslenska álfélagsins", en þá ósk hafði ríkis- stjórnin borið fram röskum tveimur árum áður og ítrekað margsinnis síðan. Efnislega var að öðru leyti með tillögunni tekið undir kröfur Alusuisse um stækkun álversins og nýjan hluthafa og að fallist verði á að setja deilumál um skatta í gerðardóm sem aðilar komi sér saman um. Ekki var dregin dul á það af aðstandendum þessarar tillögu, að hún væri andsvar við stefnu Al- þýðubandalagsins í álmálinu, m.a framkomnu frumvarpi okkar þing- manna flokksins í Neðri deild um leiðréttingu á raforkuverðinu tii ísal, en með því var stefnt áð þre- földun á raforkuverðinu með laga- boði og/eða samningum innan árs. Með flutningi umræddrar tillögu „meirihluta atvinnumálanefndai" sameinuðust þau öfl, sem leynt og ljóst höfðu unnið gegn því að fylgt væri af festu eftir kröfum stjórn- valda um leiðréttingu á raforku- verðinu og samþykktum ríkis- stjórnarinnar þar að lútandi. í hópi flutningsmanna voru varaformenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og Jón Baldvin, sem ákafast stefndi að því að keyra Alþýðuflokkinn inn í hægri stjórn að loknum kosn- ingum og ritaði á sínum tíma dæmalausar greinar um álmálið í Alþýðublaðið í desember 1980 undir fyrirsögninni „Álverið er leiðarljós"! Erfitt er að meta hvort réði. meira um málabúnað „meirihlutai atvinnumálanefndar" hefndarhug- ur í garð Alþvðubandalagsins eða glámskyggni á stöðuna gagnvarl: Alusuisse, sem hlaut að líta á þessa tillögu, borna fram af fulltrúum þriggja flokka á sjálfu Alþingi, sem sérstakan sigur fyrir sinn málstað, jafnvel þótt hún næði ekki af- greiðslu. Það er sannarlega ekki öf- undsverður heimanmundur fyrir nýjan iðnaðarráðherra að hafa orðið meðflutningsmaður að líku piaggi, og hætt er við því að Alu- suisse móti sína stöðu gagnvart honum í samræmi við það. Sama fenið og 1975? í.ljósi þeirra átaka sem fram fóru um stefnuna gagnvart Alusuisse í byrjun þessa árs varð ekkl hjá því komist að upplýsa Alþingi og al- þjóð um reynsluna af endurskoðun álsamninganna frá 1975. Sjáifir höfðu talsmenn Alusuisse ekki legið á því, að þeir teldu þessa samninga hafa verið kaup kaups eða „slétt skipti", sem þeir væru reiðubúnir að leggja til grundvallar nýrri endurskoðun samninga. Töluleg úrvinnsla af hálfu Ríkisendurskoðunar leiddi líka í Ijós, að til síðustu áramóta hafði Alusuisse í reynd hagnast á þessari endurskoðun, sem þeir áttu mestan hlut að Steingrímur Hermannsson, Jóhannes Nordal og Ingólfur Jóns- son. Svo var að sjá sem alþingis- menn, jafnt stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar á þeim tíma, hefðu aðeins að takmörkuðu leyti áttað sig á, hvað fólst í endur- skoðuninni 1975, og afstaða Fram- sóknarforystunnar og síðan tii- lögur „meirihluta atvinnumála- nefndar" sýndu það svart á hvítu, að menn virtust þess albúnir að ana út í sama fenið og láta hina slyngu og ófyrirleitnu samningamenn Alu- suisse draga sig á asnaeyrunum í þriðja sinn. Líkindin með gagnkröfum Alu- suisse á síðasta vetrí og samningun- um frá 1975 leyna sér ekki í ýmsum atriðum, m.a. sú hugsun að tengja endurskoðun rafmagnssamnings- ins við stækkun álversins nú eins og þá. Er þar raunar um velþekkta aðferð að ræða, sem skiiaé hefur fjölþjóðafyj-irtækjum góðum ár- angri víðar en hérlendis. Nýmæli má það hins vegar telj- ast, að tekið er nú undir þá kröfu Alusuisse, að auðhringurinn fái að gerast einskonar umboðsaðili eða aðgöngumiðasali að íslenskum orkulindum með því að geta veifað 50% hlutafjár í Isal til sölu á al- þjóðlegum markaði ásamt heimild til stækkunar álversins. Það er eng- in smábiti sem þannig er verið að afhenda Alusuisse gegn því einu að Ijá máls á viðræðum um endur- skoðun samninga og án þess að fyrir liggi nokkur trygging fyrir hækkun raforkuverðsins, hvað þá þeirri þreföldun sem eðlileg verður að teljast. Þá er það ekki síður skothent að ætla Alþingi að samþykkja þá stefnu að bjóða skuli Alusuisse upp á sameiginlegan gerðardóm varðandi...„deilumál um verð á súráli, rafskautum ogskatta...til að stuðla að því að viðræður geti haf- ist án tafar,“ eins og orðrétt segir í margnefndri tillögu „meirihluta atvinnumálanefndar“, sem nú hef- ur náð saman í ríkisstjórn og leggur þar m.a. til tvo ráðherra. Á þeim tíma sem tillagan var flutt höfðu rétt stjórnvöld endurákvarðað skatta á ísal og byggt þar á niður- stöðum alþjóðlegrar endurskoðun- ar. Það sýnist því eðlileg viðleitni skattþolans fremur en Alþingis að leita eftir upptöku þess máls fyrir dómi! Morgunblaðið: Stækkun forsenda orkuverðshækkunar Þegar hér var komið sögu hafði Morgunblaðið hætt öllu tali um umtalsverða hækkun raforkuverðs til álversins. Þannig sagði t.d. í rit- stjórnargrein 11. janúar sl.: „Ollum er ljóst að miðað við stöðu áliðnaðarins í heiminum er varanleg verðhækkun á raforku til álversins í Straumsvík óraunhæf nema samþykkt verði að auka megi framleiðslugetu þess.“ Hér staðhæfír Morgunblaðið, að óraunhæft sé að gera ráð fyrir leiðréttingu á núgildandi rafmagnssamningi við ísal, aðeins viðbótarorka til stækkunar fáist greidd hærra verði en 6,45 mill. í ljósi þessara orða og margra álíka staðhæfinga forystumanna Sjálf- stæðisflokksins má mönnum skilj- ast hvað Sjálfstæðisflokkurinn er að fara með kröfu um stækkun ál versins, sem sett hefur verið á oddinn um árabil: Það þýðir ekki að biðja Alusuisse um hækkun á raforkuverði til álbærðslunnar eins og hún er nú, aðeins með því að selja þeim rétt til viðbótarorku munu þeir fallast á einhverja hækk- un. Þeir sem þannig hugsa og tala eru fyrirfram búnir að fallast á að auðhringurinn hasli þeim völl með sínum „sléttu skiptum", sem Fram- sóknarmenn og Sjálfstæðisflokkur hafa æfingu í að túlka sem ávinning íslandi til handa. Það er í þessu sem stærsta hættan er fólgin nú, þegar þessir flokkar fara bónarveginn að Alusuisse. Og enn er Morgunblaðið að berja lóminn fyrir vesalings Alu- suisse, og það með skipulegri hætti en áður eftir að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur lagt til iðnaðarráðherra í nýja ríkisstjórn. Þremur dögum eftir að hún tók til starfa birti Morgunblaðið langt og vel undir- búið viðtal við einn af tólf stjórnar- mönnum Alusuisse, dr. Celio að nafni. Sá var raunar stjórnarfor- maður fyrirtækisins á sjöunda ára- tugnum, þegar álsamningurinn um ísal var undirbúinn og frágenginn. og því öllum hnútum kunnugur. I viðtalinu upplýsir dr. Celio, eins og ekkcrt sé sjálfsagðara, að fjárfest- ing Alusuisse í Straumsvík hafí nú þegar borgað sig. Kemur það að vísu ekki alveg heim og saman við ársreikninga álversins á þessu tímabili, en þeim mun betur við það sem dregið hefur verið fram í dagsljósið við endurskoðun ís- lenskra stjórnvalda og raunar er altalað mcðal innvígðra í álheimin- um, að bræðslan í Straumsvík hafí frá upphafí verið arðgæfasta álver Alusuisse. Vinur sem í raun reynist Leiðarahöfundi Morgunblaðsins hentar hins vegar ekki að draga þennan athyglisverða fróðleik fram í leiðara blaðs síns, heldur er þetta sérkennilega viðtal notað sem tilefni tii að biðja íslendinga um að sýna nú auðhringnum skilning á erfiðum tímum. Hinn nafnlausi rit- stjóri Morgunblaðsins hefur þetta að segja um samningsstöðuna gagnvart Alusuisse, eins og blaðið spáir í hana nú þegar álverð er á hraðri uppléið (Mbl.31.maí 82): „í frásögn af nýlegum aðalfundi Alusuisse sem birtist í Morgun- blaðinu á sunnudag kom fram að í fyrsta sinn á þessari öld og í annað sinn frá því að fyrirtækið var stofn- að 1888 fá hluthafar í því ekki greiddan arð vegna þess hve af- koman er léleg. Sætti dr. Paul Múller sem verið hefur formaður framkvæmdastjórnar fyrirtækisins og aðalsamningamaður við ísland harðri gagnrýni á aðalfundinum fyrir lélega afkomu fyrirtækisins. Gefur frásögnin af fundinum til kynna, að hinn nýi forstjóri Alu- suisse, Bruno F. Sorato, hafi ekki mikið svigrúm þcgar þráðurinn verður tekinn upp að nýju yið fyrirtækið af nýrri ríkisstjórn Is- lands. - Eins og kunnugt er skildi Hjörleifur Guttormsson við þetta mikilvæga mál óleyst og neitaði að ræða við Alusuisse um stækkun álversins í Straumsvík samhliða því sem ákveðin yrði hækkun á orku- verði til fyrirtækisins. Morgun- blaðið hefur lagt á það áherslu að þetta mál verði leyst sem fyrst á fyrrnefndum grundvelli jafnframt því sem skattareglur verði endur- skoðaðar." Já, frásögnin af fundinum, sem Morgunblaðið matreiddi, gefur til kynna að Sorato hafi ekki mikið svigrúm þegár þráðurinn verður tekinn upp að nýju. Vituð ér enn eða hvat? Hafa menn oft séð annan eins málflutning í blaði, sem ætla mætti að liti á það sem hlutverk sitt að ryðja brautina fyrir nýjan ráð- herra og marka sókndjarfa stefnu? í staðinn er hér skriðið fyrir er- lendum hagsmunum og sótt rök gegn ístenskum málstað til stjórn- armanns í Alusuisse. Sá góði mað- ur, dr. Celio, á að sögn Morgun- blaðsins einnig sæti í „fjölda ann- arra fjölþjóðafyrirtækja". Hann hafði m.a. eftirfarandi að segja fréttamanni Morgunblaðsins um hið vanþakkláta hlutskipti stjórn- armanna í Alusuisse: „Tólf karlar sitja í stjórn Alu- suisse. Þeir koma saman nokkrum sinnum á ári og fá 75.000 sv.franka (rúmar 750.000 ísl.kr.) í laun. Fimm þeirra, þar á meðal Celio,,. skipa ráðgjafanefnd sem hittist oft- ar og þiggur helmingi hærri laun ... Mayér svaraði spurningum og varði stjórn fyrirtækisins og sagði m.a. að laun stjórnarmanna væru alls ekki of há. Ábyrgð þeirra væri mikil og erfitt að fá hæfa menn í hana.“ Hækkun í reynd eða bara stækkun? Það voru íslenskir umboðsmenn þessara tólf illa höldnu stjórnar- manna Alusuisse, sem gengu á fund Sverris Hermannssonar iðnaðarráðherra 2. júní sl.. Þar voru á ferð Halldór H. Jónsson stjórnarformaður ísal og Ragnar Halldórsson framkvæmdastjóri álversins, formaður Verslunrráðs íslands og einn helsti ráðgjafí nú- verandi utanríkisráðherra. Þeir fé- lagar tjáðu ráðherranum að hans sögn, að þeir óskuðu eftir „undir- búningsviðræðum" f.h. Alusuisse, vafalítið með tilvísun í stjórnarsátt- mála ríkisstjómarinnar. Þann sama morgun fékk Sverrir-Her- mannsson með ríkisstjórnarsam - þykkt sér til halds og trausts í vænt- anlegum 'aðræðum þá Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra og Steingrím Hermannsson forsætis- ráðherra, þá hina sömu og mynd- uðu ríkisstjórnina og gengu frá ál- málinu í texta stjórnarsáttmálans og ef til vill gott betur. Sjálfur tjáði hinn nýi iðnaðar- ráðherra fjölmiðlum nýstiginn í embætti, að hann myndi því aðeins semja við Alusuisse, að fengist „stórhækkað raforkuverð“. Aðspurður um „mill“ vék hann sér undan, enda sú frtælieining honum ótöm í munni. Osvarað er enn m.a. þeirri spurningu, hvort „stórhækk- un raforkuverðs" eigi að fást fyrir þær 1300 gígavattstundir, sem nú streyma fyrir litið til álversins ár hvert, eða hvort hækkunin mikia eigi að koma samkvæmt „fyrrnefndum grundvelli" Morg- unblaðsins, þ.e. út á stækkun ál - versins, nema hvorttveggja sé.Við skulum vona að Sverrir Hermanns- son megi sín nokkurs í glímunni við þá Geir og Steingrím, því að það er trúa mín að þar mæti hann fyrstu fyrirstöðunni á leið sinni að „stór- hækkuðu raforkuverði" úr hendi Alusuisse. Því var til skamms tíma haldið á lofti, að meginhindrunin fyrir hækkuðu raforkuverði væri forysta Alþýðubandalagsins í iðnaðar- ráðuneytinu. Þjóðin mun fylgjast með framhaldinu nú eftir að sá Þrándur er úr Götu og ekkert ætti að trufla lengur að góðir samningar takist milli vina. Hjörleifur Guttormsson. er ekki með happdrætti heldur býður þér vinning Athugið að við eigum aðeins fáa bíla á þessu gamla verði Árgerð 1983 á íslandi, Vatnagörðum 24, símar 38772 — 39460 ■ ------------ ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.