Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 19
Helgin 11. - 12. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Járniönaðarmenn vana smíöi úr ryðfríu stáli og áli vantar strax til smíði fiskvinnsluvéla. Nýsmíði, bjartur og vistlegur vinnustaður. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 83503. TRAUST hí skák________________________________ Einvígi Kasparovs og Kortsnoj hefst í Texas í júlímánuði: Kasparoov alls ekki öruggur um sigur Viö keyptum stórt partí og fengum verðið stórlega niður, eða um kr. 4.658.- Sláðu til og skelltu þér á settið. Salan er í fullum gangi og tækin endast ekki lengi. Hagstæð kjör. Staðgreiðslu- afsláttur. Fréttir frá höfuðstöðvum FIDE sem nýfluttar eru frá Amsterdam til Luzern í Sviss herma að einvígi þeirra Kortsnojs og Kasparovs sem skákáhugamenn víða um heim bíða í óþreyju hefjist uppúr miðjum júl- ímánuði í Texas í Bandaríkjunum. Þá hefur verið ákveðið að einvígi Riblis og Smyslovs fari fram í Sam- einuðu furstadæmunum við Pers- aflóa. Þeir eru misjafniega hátt verðlagðir skákmennirnir þessa dagana. Þannig greiðir bandaríski mótshaldarinn fjórfalt hærra verð- launafé heldur en þeir sem standa fyrir einvígi Smyslovs og Riblis. Þar eru heildarverðlaunin 25 þús- und svissneskir frankar en í Texas eru þau 100 þúsund svissneskir fra- nkar sem svarar til rúmlega 1.4 miljóna íslenskra reiknað á ferða- mannagengi. Gamli og nýi skólinn Þetta einvígi er í raun stórvið- burður í skákinni fyrst og fremst fyrir þá sök að Kasparov sem verið hefur nær ósigrandi á skákmótum undanfarið mætir þeim skákmanni í hópi áskorendanna sem hvað hættulegastur er á braut hans til einvígis við Karpovs heimsmeist- ara. Þar mætast stálin stinn; Kasp- arov fulltrúi æskunnar hömluleysis og sóknarhörkunnar, en Kortsnoj fulltrúi eldri kynslóðarinnar, hinn eiturslungni bardagamaður sem virðist seint ætla að gefa uppá bát- inn drauminn um að einn góðan veðurdag beri hann titilinn heimsmeistari. Að sönnu var Vikt- or Kortsnoj í mikilli lægð á síðasta ári einkum þó seinni part árs þegar allt gekk á afturfótunum. Hinn glæsilegi sigur hans yfir Ungverjan- um Lajos Portisch bendir þó ein- dregið til þess að erfiðleikakaflinn, sem margir vilja meina að hægt sé að rekja til komu fjölskyldu hans til Sviss á síðastliðnu sumri sé að baki. Kortsnoj fann í þessu einvígi þann kraft sem einkenndi taflmennsku hans fyrstu árin eftir „flóttann" yfir í vestrið fyrir sjö árum. Ekki nóg með að taflmennskan væri fersk og skemmtileg, einnig hafði hann heppnina með sér. Eins og kunn- ugt er þá hafa Kortsnoj og Kaspar- ov aðeins einu sinni mæst áður yfir skákborðinu, í frægri skák á Olym- píumótinu í Luzern. Ein skák til eða frá skiptir engu þegar sigurm- öguleikarnir eru vegnir og metnir. í því sambandi má minna á að Port- isch hafði fram að einvíginu við Kortsnoj ávallt gengið vel í viður- eignum sínum við Kortsnoj en þeg- ar í einvígi er komið, þar sem sömu skákmennirnir sitja yfir hvor öðr- um dag eftir dag, viku eftir viku eða jafnvel mánuð eftir mánuð, þá taka nýjar viðmiðanir við; spurt er um taugar, líkamlegt atgervi, EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A - Sími 16995 undirbúning, fræðilegan sem sál- fræðilegan. Víst er að þegar Kort- snoj mætir Kasparov í Bandaríkj- unun í næsta mánuði á hann að hafa alla möguleika til að notfæra sér þá feikilegu reynslu, samfara keppnis- hörku og einbeitni, sem hann hefur viðað að sér á áratuga löngum kep- pnisferli. Því mun þetta 12 skáka einvígi verða æsispennandi og langtífrá víst, eins og nær allir virð- ast halda, að Kasparov vinni sigur. Hitt er víst að þeir eru til muna fleiri sem óska Kasparov sigri af þeirri einföldu ástæðu að fjögur einvígi Kortsnoj og Karpovs í röð þykir einum of mikið af því góða. Kasparov tók þá skynsamlegu ákvörðun að tefla ekki á Sovét- meistaramótinu sem fram fór í Moskvu í apríl síðastliðnum. Þess í stað kaus hann að leggjast undir feld og búa sig undir einvígið við Kortsnoj. Til fylgilags hefur Kasp- arov tvo lítt þekkta sovéska skák- menn Nikitin og Sakharov. Sak- harov er hinn fasti þjálfari hans, Nikitin aðstoðar hann jafnan þegar stutt er í mikilvæga keppni. ' Gífurleg orkuútlát Það er hald margra að ef eitthvað muni hindra Kasparov í að hrifsa skákkrúnuna af höfði Karp- ovs, þá verði það fyrst og fremst skortur á andlegu jafnvægi. Karp- ov hefur tamið sér jöfn orkuútlát þegar hann situr að tafli, yfir öllum aðgerðum hans hvílir staðfesta og ró hugans. Hann er hreinn meistari í því að láta tímann vinna með sér, situr lengi á litlum stöðuyfir- burðum, kann manna best þá list að gera sér mat úr litlu. Kasparov er hrein andstæða hans. Allt að því fólskulegum og „vitfirrtum“ árá- sum hans á skákborðinu fylgir ómæld áhætta og áhættunni fylgir gífurleg taugaspenna. Því er það svo að þegar Kasparov teflir þá bókstaflega skelfur salurinn. Hann á það til að æða um skáksalinn eins og mannýgt naut í flagi, en þegar andstæðingurinn hefur leikið þá sest hann snarlega niður og hugar- orka hans fær útrás. Þessi hegðan hefur lítt uppörvandi áhrif á skeflda andstæðingana sem oft missa áttanna og leika af sér. í ein- vígjunum eru hringferðir þær sem Kasparov hefur tamið sér, harð- lega bannaðar. Bobby Fischer kom þeirri skipan mála á, en í heimsmeistaraeinvígjum fyrri ára, s.s. eins og einvígi Tals og Botvinn- ik í Moskvu 1960, voru „gönguf- erðir“ ótakmarkaðar og gátu, þá sem nú, sett menn úr jafnvægi. Ætla má að einvígið í Texas verði skáklistinni mikil lyftistöng í Bandaríkjunum. Þátttaka Korts- nojs hlýtur að teljast viðburður hinni bandarísku pressu fyrir þá sök að þar fer einn frægasti sovéski útlaginn, og mótstöðumaðurinn ætti einnig að veka athygli fyrir æsku sakir, frábærrar frammistöðu á undanförnum árum. Þemað út- laginn gegn fulltrúa sovéska heimsveldisins hlýtur að geta af sér góðar sögur. Texas-búar státa ekki af skákhefð né heldur sterkum skákmönnum. Þeir eignuðust þó stórmeistara eigi alls fyrir löngu; skákmaður að nafni Ron Henley vann sterkt mót í Indónesíu öllum á óvart og tryggði sér með því nafn- bótina. Ekki þyrfti Kortsnoj að kvarta yfir mótstaðnum, Bandarík- in geta vart talist heppilegur vett- vangur fyrir Kasparov í svo mikil- vægri keppni. Vinsældir hans fyrir sakir dirfsku og hugmyndaauðgi þekkja þó fá landamæri og eitthvað ætti hann að þola hitann betur en Kortsnoj sem er 33 árum eldri maður. Allt settið á kr. 15.714.. Toshiba 3 way hátalarar. Umsjón Helgi Viðureignin sögufræga í Luzern í haust. Reynslan hefur sýnt að úrslit fyrri viðureigna skipta engu máli þegar út í einvigi er komið. Verðlaun afhent á Olympíumótinu í Luzern síðastliðið haust. Kasparov þiggur verðlaunapening sinn úr höndum svissnesku Olympíunefndarinn- ar. Aðrir á myndinn eru Friðrik Ólafsson sem þarna vann sín síðustu embættisverk sem forseti FIDE, Karpov heimsmeistari og Krogius liðsstjóri sovésku sveitarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.