Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. júní 1983 Bítillinn hættulegi, John Lennon_____ Persónunjósnir í Bandaríkjunum Jóhn Lennon bítillinn frægi var hundeltur af FBI-alríkislögreglu Bandaríkjanna á árunum í kring- um 1972, í tlð Nixonstjórnarinnar. Nýverið var tíu ára hulunni svipt af ríkisleyndarmáli þessu sem tíma- ritið „The New Republic“ sagði frá í síðasta mánuði. í trúnaðarskjölum FBI um þetta mál, sem voru gerð opinber fyrir skömmu segir m.a. að J. Edgar Hoover foringi FBI um áratuga- skeið, hafí litið Lennon sérstöku hornauga og sett viðvörunarkerfi um öll Bandaríkin af stað vegna John Lennons. Lét hann fylgja þau ummæli að Lennon, sem var bresk- ur ríkisborgari, væri m.a. hættu- legur vegna þes að hann hygðist taka þátt í að hleypa upp flokks- þingi Repúblikanaflokksins 1972. Þannig hófst eftirförin og nú eru skýrslur um bítilinn John Lennon orðnar fjallháar í aðalstöðvum FBI, þar sem þær eru geymdar, meðal annarra um fólk sem hafa legið undir „grun um byltingar- sinnað athæfi“. Að tíu árum liðnum hefur FBI létt af hulunni, en einungis að hluta. Við lestur þessara skýrslna kem- ur berlega í Ijós sá ófsóknarandi sem var við lýði undir ríkisstjórn Nixons. Af skýrslunum sjást glögg- lega afleiðingar þeirrar ráðlegg- ingar sem John Dean gaf forseta sínum: „Við getum notað þær stofnarnir og pólitísku maskínur sem við höfum yfir að ráða til að gera útaf við pólitíska andstæðinga okkar“. Slíkur andstæðingur var John Lennon þó FBI hafi ekki gert útaf við hann, heldur geðveikur unglingur árið 1980. Saga þessi byrjaði þannig að hægri sinnaður þingmaður úr röðum Repúblikana vakti athygli Hvíta hússins á því að „róttækir foringjar vinstri hreyfingarinnar nýju„ ætluðu sér að hleypa upp flokksþinginu. Fyrirhugaðir rokktónleikar væru til þess að hita upp baklandið og stakk þingmað- urinn upp á að vegabréfið yrði Hinn grunaði Lennon og eiginkona hans Yoko Ono. Hættulegur öryggi Bandaríkjanna? tekið af John Lennon, sem þar átti að spila. Síðan hófst lögfræðileg þræta sem tók á sig ýmsar myndir ásamt meður því að FBI var stöðugt á hælunum á honum. Ýmsar fjar- stæðukenndar uppákomur birtast mönnum nú í skýrslunum. Eitt sinn hafði lögreglan tekið upp söng- texta Lennons (,John Sinclair"), skrifað niður og sent deildum út um allt land stimplað sem „trúnað- armál“. Um svipað leyti var sami söngtexti utaná plötuumslagi sem fékkst í verslunum um allan heim. í skýrslunum kemur fram að Lennon hafi verið kærður fyrir mis- notkun eiturlyfja að undirlagi FBI. Eltingarleikur þessi stóð allt til árs- ins 1975. En það sem vitað er um þetta FBI-mál gegn John Lennon er aðeins brot af sannleikanum, því meirihluta skjalanna sem varða málið er enn haldið leyndum „í þágu öryggishagsmuna þjóðarinn- ar“. - óg Kjartan Ólafsson skrifar gerð var snemma á þessu ári á vegum iðnaðarráðuneytisins varðandi fjárþörf til að tryggja út þetta ár nokkurn veginn óbreytt niðurgreislustig á olíu og rafmagni til húshitunar, þá var talið að til þyrfti um 135 miljónir króna á verðlagi í jan- úarmánuði s. 1. - Er þá reyndar meðtalinn smávægilegur stuðningur við þær hitaveitur sem verst eru settar. Á meðalverðlagi ársins má hins vegar ætla, að þessi upphæð sé ekki minni en 190 miljónir króna, - bara til að halda í horfinu. Fyrrverandi iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson hafði tii- búnar tillögur frá stjórnskipaðri nefnd með fulltrúum allra flokka varðandi fjáröflun í þessu skyni, umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Nú segist ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar ætla að bæta þarna við 20- 30 miljónum króna og þannig verði, alls varið 216,5 miljónum í þessu skyni á árinu. - Hafa verð- ur í huga þegar þetta er metið, að Landsvirkjun gerir kröfur um 31% hækkun á orkuverði til al- menningsrafveitna á þriggja mánaða fresti út þetta ár. Og fari ríkisstjórnin í aðalatriðum eftir þeirri verðlagningarstefnu, eins og fyrsta ákvörðun hennar um 19% hækkun ofan á 10% hækkun frá 1. maí bendir til, - þá mun verð á rafmagni til húshitunar hækka enn hrikalegar á síðari hluta þessa árs. Það má því búast við að þeir peningar, sem ríkisstjórnin þyk- ist ætla að verja til jöfnunar á hitakostnaði faci allir eða nær all- ir í að mæta þeim hækkunum, sem framundan eru á orkuverði og viðhalda því niðurgreiðsluh- lutfalli, sem nú þegar er fyrir hendi. Ur þessum sjóði kemur því lítið eða ekkert til að bæta fólki út um land þá 25% almennu kjara- skerðingu, sem lögboðin hefur verið. Hver er sínum gjöfum líkastur Hér að ofan hafa verið talin upp öll þau atriði, sem kynnt hafa verið sem „mildandi aðgerðir“ af hálfu ríkisstjórnarinnar. Með þessar upplýsingar í höndum get- ur hver og einn skoðað hvers hann má sjálfur vænta sem sára- bóta á móti 25% til 27% kauplækkun. Okkur sýnist tala Alþýðusambandsins um að þetta svari að jafnaði röskum 2% í kaupi fremur of há en of lág. ritstjórnargrein Hinar „mildandi aðgeröir” ríkisstjórnarinnar Það er hreint ótrúlegt hvernig reynt er í fjölmiðlum, að rugla almenning í ríminu, og bregða hulu yfir naktar staðreyndir varð- andi þá hrikalegu kjaraskerð- ingu, sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur lögfest. 3% eða 30% kauplækkun? „Kaupmáttur 3% minni en ella“, var aðalfyrirsögnin á bak- síðu Morgunblaðsins þann 9. júní. - „Kaupmáttur verður 3% lakari" var aðalfyrirsögnin á fors- íðu Tímans sama dag. Það á sem sagt að reyna að berja það inn í höfuðið á saklausu fólki, með illu eða góðu, að kjar- askerðingin sé aðeins 3%! - enda þótt fyrir liggi að Þjóðhagsstofn- un telur verðlag munu hækka um 60% frá 1. mars sl. til áramóta, en kaup á aðeins að hækka um 12,3% á sama tíma. Svo gagnsæjar blekkingar koma þó trúlega að litlu haldi. í því plaggi frá Þjóðhagsstofnun, sem Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra afhenti á fundi með fréttamönnum nú í vikunni stend- ur skýrum stöfum að kaupmáttur kauptaxta á mælikvarða fram- færsluvísitölu verði rösklega 25% lakari á síðari helmingi þessa árs, heldur en hann var að jafnaði ár- ið 1982. Og reyndar verður fall kaupmáttarins komið í 27% á síð- asta ársfjórðungi þessa árs sam- kvæmt sömu gögnum. Sú kenning Þjóðhagsstofnunar að ráðstöfunartekjur heimilanna muni lækka nokicru minna en kaupið er hins vegar byggð á miklu hæpnari forsendum, vegna þess að í spá Þjóðhagsstofnunar er ekki tillit til þess tekið, að vænta má samdráttar í atvinnulífi og minnkandi atvinnu í kjölfar þeirrar gífurlegu skerðingar á kaupgetu fólks, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Um launin sjálf liggur allt Ijóst fyrir, en hvað atvinnustigið og ráðstöfunartekj- urnar varðar er allt óljósara og best að láta reynsluna skera úr. Eins og áður hefur verið sagt hér í Þjóðviljanum, þá benda verðlagspár opinberra aðila til þess, að til þess að halda óbreyttum kaupmætti launa, þá hefðu meðalárstekjur starfandi manna þurft að hækka á þessu ári um 87% frá því í fyrra og verða um 300.000,- krónur á mann. Þegar kaupmáttur launa fellur um 25%, þá er því vérið að taka 75.000,- krónur af hverjum vinn- andi manni að jafnaði, en það gerir kr. 6.250,- á mánuði. Þessar tölur ættu menn að festa sér í minni. Húsbyggjendur fá greiðslufrest á hluta hrikalegrar kaupskerðingar. Smáaurar til baka En svo eru það þessar „mild- andi ráðstafanir", sem ríkis- stjórnin kallar svo. Að dómi Þjóðhagsstofnunar skila þær 6% í kaupi til baka fyrir þá lægst- launuðu þá sem hafa nú eftir hækkunina 1. júní innan við 10.348,- krónur í mánaðartekjur fyrir dagvinnu. f fyrsta lagi er þetta nú ekki stór hópur, sem betur fer, og í öðru lagi er mjög vafasamt að þessi tala standist í raun vegna þess að einmitt þær vörur, sem þetta verst setta fólk ver tekjum sínum til að kaupa, svo sem landbúnaðarvörurnar þær virðast hækka allra mest. Gagnvart almennu launafólki telur Þjóðhagsstofnun hins vegar að hinar mildandi ráðstafanir skili 4% í kaupi til baka á móti því 27% falli í kaupmætti iauna, sem lögboðið hefur verið. Alþýðu- sambandið telur hins vegar, að þarna sé ekki skilað til baka nema sem svarar 2 - 2,5% af kaupi, og sýnist það mat nær lagi, svo sem nánar verður rakið hér á eftir. Hinar „mildandi aðgerðir“ eru þessar: 1) Persónuafsláttur til lækkunar á tekjuskatti á að hækka um 1400,- kr. á mann. 2) Barnabætur hækka um kr. 3000,- með hverju barni, sem var innan við 7 ára aldur um síðustu áramót. 3) Mæðralaun einstæðra foreldra afborgana og vaxta en eru samt hækka um 247,- krónur á mán- uði með einu barni, um 402,- krónur með tveimur börnum og um 803,- krónur með þrem- ur börnum eða fleiri. 4) Lífeyrir aldraðra og öryrkja ásamt tekjutryggingu og heimilisuppbót á að hækka um 5% umfram laun frá 1. júní sl. Þannig eiga þá lágmarkstekjur aldraðra og öryrkja að hækka samtals um liðlega 18% frá 1. mars til ársloka á sama tíma og framfærslukostnaður er talinn munu hækka um 60% að mati Þjóðhagstofnunar! Þvílík mildi! Frestun greiðslu af íbúðalánum 5) Gefinn er kostur á frestun 25% greiðslu af íbúðarlánum frá opinberum byggingar- sjóðum, og stefnt að því að svo verði einnig með lán frá bönk- um og lífeyrissjóðum. Svavar Gestsson, fyrrverandi félags- málaráðherra flutti frumvarp á Alþingi á síðasta vetri, þar sem m.a. var kveðið á um, að greiðslur af íbúðalánum hækkuðu aldrei nema að há- marki sem svarar hækkun kaupgreiðsluvísitölu á hverj- um tíma, - að greiðslubyrðin fylgdi kaupinu þegar það hækkaðí minna en lánskjara- vísitalan. Um þetta hafði þá tekist fullt samkomulag í nefnd, sem Svavar skipaði með fulltrúum allra flokka. mun verr settir en áður vegna Frumvarpið náði hins vegar ekki fram að ganga í þinginu, vegna andstöðu þáverandi stjórnarandstöðu og hluta Framsóknarflokksins. Þegar málið er svo tekið upp nú af nýrri ríkisstjórn, þá hafa kjörin hins vegar verð skert svo geigvænlega að mun erfiðara vrður fyrir fólk að standa í skilum en áður, þrátt fyrir þessa breytingu. Þannig getum við tekið dæmi af manni, sem hefur varið 40% tekna sinna til greiðslu af ibúðalánum. Með frestun hluta af greiðslu íbúðalánanna eru heildarút- gjöld hans að vísu lækkuð um allt að 10%, - en á sama tíma eru tekjurnar skertar um 25% svo hann er auðvitað mun verr settur en áður. Auk þess er rétt að undir- strika, að með greiðslufresti á hluta íbúðalánanna, þá er ekki verið að gefa mönnum neitt, heldur aðeins verið að lengja lánin sem þessu svarar. Jöfnun húshitunarkostnaðar 6) Þá hefur ríkisstjórnin gumað af því, að hún ætli sér að „jafna og lækka húshitunar- kostnað", og segist munu verja til þess 150 miljónum króna umfram tölu á fjár- lögum. En gætum hér nánar að: Samkvæmt könnun sem

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.