Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 11
Helgin 11. - 12. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 verður þú að kunna fagið, kunna á hljóðfærið. Sem leikari og leik- stjóri þarft þú ekki að kunna nokk- urn skapaðan hlut. Þú kemst í gegnum lífið með lágmarks þekk- ingu og kunnáttu. Þetta sjáum við því miður í dag. Og ein stærsta orsökin á rætur að rekja til þess að leiklistarskólarnir voru skildir frá leikhúsunum. í dag er stór hópur ungra leikara, sem hafa aldrei fengið að læra fagið. - Þá skortir sj álfsvitund, viðmiðun, - ruglaðir í harðnandi samkeppni. Og þeir verða að finna eitthvað upp.“ „Hvernig laerðir þú fagið? Hvað byggði þig upp og gaf þér öryggi í starfi? „Það gerðist á mjög óútskýran- legan og skemmtilegan hátt þegar ég var ungur að fást við leiklist. Ég hugsaði aldrei: „Hvaða meining er í þessu?“ „Hvað þýðir þetta?" „Hvernig greini ég þetta?“ Ég bara var'í leiklist vegna þess að ég hafði hamslausan áhuga á því. Og auðvitað útskýrði ég sjálfan mig í því sem ég gerði, en ekki á þann hátt sem menn gera í dag. Og ég gerði það eftir bestu vitund - ég hélt að ég væri að gera höfundun- um greiða. Sem barn fór ég fyrst í leikhús að sjá Litla Kláus og Stóra Kláus á Dramaten í leikstjórn Alf Sjöberg. Þetta var um 1930. Það var stór- kostlegt, ég fékk hita og lá í rúminu á eftir - það var dýrðlegt. Síðan kom Draugasónatan, Þrettánda- kvöld og fleira. - Þetta varð mín innistæða. Úr þessari reynslu vinn ég enn - nýti eða hafna eftir því hvernig vindurinn blæs. Og ég er þakklátur fyrir að vera hluti af þessari hefð sem ég byggi á, breyti og flyt áfrarn." „Hér kemurðu að stórum vanda í sænsku leikhúsi 1 dag. Við sækjum svo mikð að utan, í staðinn fyrir að byggja á okkar eigin hefðum, leiks- tíl og verkum?“ „Maðurinn á að vera trúr upp- runa sínum. Sé maður sveitamaður á maður ekki að afneita því. Sé maður sænskur á maður ekki að afneita því, heldur sýna það. Mað- ur á að halda tengslunum við upp- runann. Væri eitthvert vit í okkur hér, þá lékjum við gömlu sænsku klassíkina á hverju ári - í stöðugt nýjum uppfærslum. En það er nú eitthvað annað. Við erum svo aum að maður gæti næstum því hætt við allt.“ „En nemendurnir sem nú eru að útskrifast úr leiklistarskólanum, þeir leita eftir upprunanum í list sinni - í staðinn fyrir að apa eftir öðrum.“ „Ég heimsótti leiklistarskólana nýlega í Gautaborg og Stokkhólmi. Það varfrábært. Viljann ogforvitn- ina vantar ekki. En maður verður jú að hafa eitthvað til að „máta“ sjálfan sig við - einhvern sem mað- .ur þarf að taka afstöðu til, þannig finnur maður sjálfan sig sem mann- „Er það kannski þess vegna sem kvenhlutverkin eru svo þýðingar- mikil hjá þér? - Sem karlmaður sér maður konuna sem eitthvað ólíkt - og andstæðurnar kveikja þann neista sem verður að lifandi sam- bandi.“ „Eiginlega finnst mér enginn munur - en konurnar eru miklu meðvitaðri um tilfinningar sínar. Þær hafa miklu meira vald á eðlis- hvötinni og kunna betur að nýta næmni sína. Samfélagið hefureyði- lagt svo mikið fyrir karlleikurum. Þeir eru tortryggðir, eins og dans- ararnir. Þetta er ekki almennileg vinna. Það á djúpar rætur í menn- ingararfi Vesturlanda, en í Austur- löndum er þetta alls ekki til. Þar dansa karlmenn. Strákarnir eiga þess vegna í miklu meiri erfiðleikum sem leikarar en stúlkurnar, svo ótrúlegt sem það kann að hljóma.“ „Það hefur stundum verið sagt um þig að þú værir uppteknari af forminu en innihaldinu.“ „Ég get ekki svarað því - mín afstaða til leikhúss er nánast algjör- lega tilfinningaleg og alls ekki vits- eskju og listamann. Aður var ég og Alf Sjöberg á Dramaten. Og við vorum fullkomnir félagar en við börðumst líka. Það gaf kraft og spennu og ég held að leikhúsið hafi gott af því. Leikhúsið er fullkomnasta form félagslegrar athafnar. Og án kær- leika er það einskis virði. Að vísu _eru til leikstjórar og leikarar sem hata hver annan, en það er undan- tekningin sem sannar regluna." munaleg. En vegna þess hvað leikhús rúmar mikið af tilfinning- um verður að gefa því ákveðið form, ef þú átt að geta notið þess, - það er sjálfsagt það sem ég geri. Annars hef ég aldrei verið skipu- lagður í minni vinnu, ég hef aðeins gert það sem mig hefur langað til. Eg hef næstum aldrei gert neitt sem mig hefur ekki langað til að gera. Mér hefur aldrei eitt andartak fundist ég vera brautryðjandi, ég hef áldrei sagt „leikhús er vopn“, ég hef aldrei haft þaulhugsaðar te- oríur. Ég hef fengist við leiklist af duttlungum og ástríðu, vegna þess að það veitir mér svo mikla gleði. Að fá að vera með leikurunum scm mér þykir vænt um, með texta sem ég elska og komast þannig í sam- band við áhorfendur og annað fólk. Það er engin önnur ástæða. Verk mín líkjast ekki innbyrðis- hvert verk verður að standa fyrir sig. Skáldskapurinn fæðist til af gíf- urlegri tilfinningaspennu hjá þeim sem skapar hann. Þessi spenna set- ur hjólið af stað: í hverju orði, hverri kommu, hverri línu og hverjum punkti liggur þessi gífur- lega tilfinningaspenna. Og það er okkar að leysa hana úr læðingi úr margræðum, leyndardómsfullum og oft villandi orðum - og snerta þannig áhorfendur á sem áhrifa- mestan hátt. Þannig finnst mér þetta vera. Þetta er ekki mikill boðskapur eftir fjörutíu og fimm ár, en það er þetta sem allt snýst um og hefur snúist um í þúsundir ára.“ Stytt og snarað þs Auglýsing um lögtök vegna fasteigna- og brunabóta- gjalda í Reykjavík. Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 9. þ.m. verða lögtök látin fram fara til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og brunabótaiðgjöldum 1983. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, hefjast að 8 dög- um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 9. júní 1983. UTBOÐ Sjóefnavinnslan h.f. óskar eftir tilboðum í raftöflur fyrir verksmiðju sína á Reykjanesi. Útboðsgögn eru afgreidd á Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar Höfðabakka 9, Reykjavík. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 21. júní kl. 14.00 á Skrifstofu Sjóefnavinnsl- unnar h.f. Vatnsnesvegi 14, 3.h., Keflavík. ÆviniyraieQi Æk. tiiboð w Tans kr. 6.490 - Innifalið: Flug Kef-PARÍS-Kef. Mótt. og aksturfrá ORLY flugvelli til Parísar. Gisting 1 nóttog morgunverður. Brottfór í8.júlí—heimkoma 14. ágúst. Aukþessfjölbreyttferðatilboð svo sem: Bílaleigur, lestarmiðar, hótel,ferðirtil Grikklands, Krítarof. of. Aðeins þetta eina tœkifæri Takmarkað sætaframboð * Verð er miðað viðgengi 30/5/83. Flugvallaskattur ekki innifalinn. Verðfyrirbörn 2-1 1 ára erkr. 5.490.- Sölustaður: Lækjargata4, sími 19377. Opiðkl. 13-18. UMBOÐSMENN FERÐAMIÐS TÖÐ VAR AUSTURLANDS HAGKAUP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.