Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. júní 1983 DJOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýöshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir ! Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafssen. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdótfir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H, Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafrettaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. ritsijórnargrcin úr aimanakinu Thatcher tapar - en vinnur sigur • Breski íhaldsflokkurinn hefur ekki haft jafn sterka stöðu á þingi og nú að loknum kosningum í áratugi. Meirihluti hans á þingi þrefaldaðist og er nú um 130 sæti í stað 40 áður. Samt fékk íhaldsflokkurinn aðeins 42% atkvæða, og tapaði 3% frá síðustu kosningum. Fylgi hans er svipað og Sjálfstæðisflokks 1974. Þá fékk ís- lenska íhaldið 25 þingmenn af 60, en nú fær breska íhaldið um 400 af 650 þingmönnum út á svipað kjör- fylgi. Bandalag jafnaðarmanna og Frjálslyndra, sem er með svipað fylgi og Framsókn hefur oft fengið á ís- landi, fær hinsvegar aðeins um 20 þingmenn. Ekki er því að furða þótt meirihluta Breta þyki kosningakerfið óréttlátt. • Bresku kosningarnar þóttu mikilvægur prófsteinn á vinsældir harðrar hægri stefnu í efnahagsmálum. Járn- frúin Thatcher reif sig út úr miðjumoði og fékk íhalds- flokkinn inn á hraðlínu-kapítalisma. Þessi stefna var síður en svo vinsæl og heldur ekki helsti merkisberi hennar. Fað var Falklandseyjastríðið sem færði Thatcher viðurkenningu sem leiðtoga og nærði særðan þjóðarmetnað og söknuð margra Breta yfir glötuðu heimsveldi. Síðan hefur breska forsætisráðherranum gengið betur að sannfæra bresku þjóðina um að fyrst verði hún að ferðast lengi í djúpum táradal áður en hið fyrirheitna land nýkapítalista kemst í augsýn. • En það er hægt að hafa miklar efasemdir um að Bretar hafi í raun verið að hrópa á efnahagsaðferðir Thatchers. Bent hefur verið á að það eina sem járnfrúin hafi fært Bretum sé í raun dálítill skammtur af heppni eftir ólukku-skeið áratugum saman. Norðursjávarolían | kom inn í breska efnahagsdæmið um svipað leyti og Thatcher hreiðraði um sig í Downingstræti 10. Tekj- urnar af bresku olíunni eru sagðar eiga meiri þátt í lækkun verðbólgu heldur en efnahagsstefna Thatcher, sem fyrst og fremst hefur stuðlað að atvinnuleysi og félagslegu misrétti. Síðan kom Falklandseyjastríðið eins og himnasending fyrir óvinsælan forsætisráðherra. • íhaldsflokkurinn hafði öll ráð í hendi sér í nýaf- staðinni kosningabaráttu. Hann telfdi fram stefnufestu og umdeildum en ótvíræðum leiðtoga. Á móti var óformlega og formlega klofinn Verkamannaflokkur undir veikri forystu. Kosningabandalag frjálslyndra og jafnaðarmanna átti og stóran þátt í því að svipta Verka- mannaflokkinn von um að geta aflað stjórnarpró- grammi sínu víðtæks trausts. OII bresk dagblöð hróp- uðu á sigur Thatchers nema tvö og sjónvarpið lagði sig fram um að sýna bestu hliðar forsætisráðherrans meðan slík tillitsemi var ekki sýnd öðrum leiðtogum. En þrátt fyrir samstilltan fjölmiðlakór og klofning andstæðinga er andúðin á íhaldsstefnu Thatchers svo sterk að íhalds- flokkurinn tapaði fylgi þó honum væri færður þingsigur á silfurfati vegna sundrungar til vinstri. • Ekki er að efa að meðal vígbúnaðarsinna og hægri manna mun útkoma kosninganna í Bretlandi ýta undir hauka og harðalínumenn, og styrkja stöðu þeirra. Á íhaldsbæjum hér sem annarsstaðar verður reynt að apa eftir Thatchers-línunni. Feir íhaldsmenn sem enga hafa járnfrú, ekkert stríð og enga olíu geta hinsvegar orðið ærið grátbroslegir í slíkum rullum. En lærdómur kosn- inganna í Bretlandi er fyrst og fremst sá að sundrung íhaldsandstæðinga og vinstri manna býður íhaldi allra landa til ódýrrar veislu. Slík veisluhöld eru nýafstaðin hér á landi og stórveislan sem vinstri öflin í Bretlandi hafa haldið Thatcher minnir enn á þessi einföldu sann- indi. -ekh lenskri stjórnmálasögu. Verður eins nú? Þá voru grunn- kaupshækkanir bannaðar með lögum í eitt ár. Þá voru verkföll og aðrar aðgerðir einnig bann- aðar í eitt ár og á var sérstakur gerðadómur skipaður til að á- kveða kaup ogkjör og hafa hönd í bagga með þróun verðlagsins. Auðvitað héldu verkföllin áfram og auðvitað voru gerða- dómslögin brotin á bak aftur. Og um haustið fékk Sósíalistaflokkurinn 10 þing- menn kjörna á Alþingi af þeim 52 sem þá sátu, en grunnkaup í landinu hækkaði hvorki meira né minna en um 40% og 8 stunda vinnudagur varð viðurkenndur. Afturhaldinu nú í dag og fyrir 40 árum svipar saman - því er ekki að neita. Menn virðast seint ætla að átta sig á þeirri einföldu staðreynd að það er til hugsandi fólk í landinu og þetta fólk hefur með sér samtök. Það getur vel verið að eftir þeim leiðum sem nú er verið að reyna, verði hægt að lækka verðbólguna um svo og svo mörg prósent. En ef það er keypt of dýru verði út frá hagsmunum vinnandi fólks séð, gengur dæmið einfaldlega ekki upp. Ríkisstjórn sem hefur ætlað sér að stjórna í blóra við verkalýðshreyfinguna getur aldrei setið lengi. Henni verður fyrr en síðar sparkað af alþingi götunnar og þar er ekki spurt um fundasköp og reglu- gerðir hins borgaralega þjóðfé- lags. Þess vegna verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum verkalýðshreyfingarinnar á næstu mánuðum því hún • er auðvitað það afl sem ákveður hvort ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar fær að sitja áfram eða ekki. Vonandi stendur hreyf- ingin undir þeirri miklu ábyrgð sem á herðar hennar hefúr verið lögð. - v. Þeir geta aldrei lært „Þessi gerræðisfulla aðgerð á sér ekki fordæmi hér á landi í sögu lýðveldisins og hefur engin ríkisstjórn leyft sér að svipta alla launþega landsins samningsrétti á einu bretti. Jafnvel hin illræmdu gerðardómslög frá 1942 jafnast ekki á við þessa valdbeitingu“. Þannig segir m.a. í ályktun 7. þings Rafiðnaðarsambands ís- lands um bráðabirgðalög ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar þegar verkafólk í þessu landi var svipt rétti sínum til að ákveða lífskjör sín með frjálsum kjarasamningum. Það kemur ekki á óvart í sjálfu sér að samtök launamanna, eins og rafvirkja í þessu tilfelli, skulu álykta á þenn- an veg. Hver ærleg taug hvers einasta launamanns hlýtur að taka við sér þegar á hann er hall- að með svo ruddalegum hætti sem þeir Steingrímur og Geir gera sig nú bera að. En það sem vekur athygli og hvað mig varðar, eilífa umhugsun, er sú staðreynd að í forsvari fyrir fjölmörgum verkalýðsfélögum eru afdankaðir íhaldsmenn. Eða hvar skyldu þeir félagar Björn Þórhallsson,- Magnús L. Sveinsson og Guð- mundur Hallvarðsson vera í pó- -litík? Þeir eru innvígðir í Sjálf- stæðisflokkinn, flokk burgeisa og árásarlýðs á lífskjör verkafólks. Og hvaða tiltrú ætli maður hafi á ályktunum eins og þetta greinarkort byrjar á? Hvað mig varðar: enga. Ég man þá tíð þegar fráfarandi ríkisstjórn hjó í kaupmáttinn okkar með margfalt mildari hætti en nú er gert, að VR-blaðið, mál- gagn Magnúsar L. Sveinssonar, birti línurit og töflur á töflur ofan um gerræðið. Hagfræðingur Verslunarmannafélags Reykja- víkur var hafður við þá iðju viku eftir viku að reikna út fyrir okkur hvað við hefðum í kaup ef kjara- skerðingarlögin hefðu ekki kom- ið til framkvæmda. Þá var verið að skera niður um 2-5% en nú er verið að lækka kaupið um 30%. Það verður gaman að sjá næsta VR-blað... Það er út af fyrir sig fróðlegt að velta fyrir sér þeim tvískinnungi og raunar pólitíska geðklofa sem hlýtur að hrjá verkalýðsforingja sem um leið eru innvígðir í samtök burgeisanna. Öllu alvar- legri er hins vegar sú staðreynd að annar hver launamaður í þessu landi skuli í kosningum eftir kosningum kjósa yfir sig úrræði afturhaldsins. Eða hvernig í ó- sköpunum geta launamenn kvartað undan 30% niðurskurði á launum ef þeir sjálfir bera ábyrgð á þeirri gjörð? Eða héldu menn að inn í kjörklefanum við síðustu kosningar færi fram ein- hvers konar leikaraskapur? Vissu lega bera ekki allir launamenn ábyrgð á núverandi ríkisstjórn. En allt of margir gera það. Það er ekki síst til komið vegna þeirra pólitísku sjónhverfingarmanna, sem um allt of langt skeið hafa komist upp með það að vera hlið- hollir verkafólki frá 9-5 á daginn en klappa svo fyrir kjaraskerð- ingartillögum á flokksfundum á kvöldin. Það var áður minnst á gerðar- dómslögin 1942. Þau voru undan- fari einhverra mestu þáttaskila sem nokkru sinni hafa orðið í ís- Valþór Hlöðversson skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.