Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. júní 1983. -----------£i-------------------------------- S Sannteiksins elskari! Immanúel! Aö þú vitir hversu tiigekk á þeim hörmungardögum, þá æruverðugur guðs kennimann séra Björn Jónsson og margir aðrir flýðu úr Meðallandi burt frá eldinum árið 1783 þá skrifast þetta eftirfylgjandi, vottorð sem ég undirskrifaður sannast veit nefnilega: Laugardagskvöldið fyrir þann fyrsta sunnudag eftir trinitatis sem var sá 21. júní laust fyrir sólarlag kom Jón Gunnarsson piltur frá Eystri Lyngum til mín útyfir Kúðafljót, sendur af séra Birni frá Hámaseli, eínn af mönnum þeim, er þangað voru þá komnir að bjarga prestinum úr fári eldsins, er hann sagði mér þá kom- inn væri rétt norðan undir bæinn. Ég var þá staddur á Sauðhúsnesi nær pilturinn kom. Hann bar mér þau orð prestsins, að hann beiddi mig að koma hið fljót- asta og hjálpa sér undan eldinum með svo marga hesta, sem ég gæti og gjöra þesslegt boð mínum sóknarmönnum. Að þessu heyrðu fór ég strax af stað, og hafði sama piitinn með mér, fyrst heim að klaustrinu til klausturhaldarans Magnúsar Andrés- sonar og bar honum þau tíðindi um Hólmasel ásamt prestsins bón til hans og annarra; svo þaðan til allra í minni sókn, beiddi þá og bar þeim bón prestsins til þeirra. Þeir tóku því aliir góðmótlega. En svo sem regnhvolfurinn úr loftinu með stormi á austan var þá svo mikill að ei var út úr húsum vel farandi, töldu menn vandkvæði sín á að fara strax um kvöldið, þar hestarn- ir væru óvísir og dimman með óveðrinu í hendi. Leið svo þessi nótt, þar til á sunnudagsmorguninn um miðsmorgunsbii, að ég kom austur að Langholti að nokkrum úr Álftaveri þangað þó undan mér komn- um. En þessa sömu nótt í óveðrinu og ósköpunum hafði séra Björn orðið að flýja þangað frá Hólmaseii með sitt fólk 14 manns og þrjár kerlingar vanfærar er ei kunnu sjálfar án stuðnings að ríða eður ganga, og það hrafl, er hann í hasti og ofboði frelsa kunni af góssi sínu. Svo (Degar við fundustum þar hefði sérhverjum af mannlegri viknan og meðaumkvan, svo vel sem mér, til hjarta gengið bæði prestsins sjálfs sorglegur og óttafullur yfirlitur og habitus; hans hræðslufullt tal að eldurinn mundi fyrr yfirgína en fólkið kæmist út yfir fljótið: Hans og annars fólks rölt og ról, sem hvergi hafði þar rúms né rólegheit í hríðinni inni í kofunum fyrir þrengslum og góss hans hrakið og svívirt í svað- inn liggjandi. Og svo einnig sá ótti og ofboð, vitleysu- og vandræðatal, sem þar var þá á hverjum manni. Ekki einastan þeim sem voru af uppbæjunum eður þeim sem næstir voru eldinum og svælunni, sem komnir voru á flótta. Heldur og þeim af syðstu bæjun- um viö sjóinn, sem voru að biðja hver annan að koma sér til hjálpar með þann og þann vanfæra mann út yfir fljótið. Slíkum flótta og ofboðsótta fólksins (hvern mér- ,sem og sjálfur var veikur, tókst ekki að stilla né stöðva með nokkrum fortölum guðs verndar og almættis). Er þessi mín saga sem svipur hjá sjón hvern ég veit sérhver sá mun geta vorkennt, sem vildi ímynda sér eitt fjall af logandi eldgrjóti er rennur áfram og væri að honum komið, til að veltast ofan yfir hann og hans heimili með reyk og svælu er ei sæist í gegnum, skruggum og eldingum úr hverri átt og gufum og strók- um upp úr jarðarinnar holum og gjám framundan allt í kring og þenkja hann myndi sleppa öllum þönkum og svifum öðrum en forða lífi sínu í bráð, magnlega hræddur, hann gæti það ei svo fljótt sem skyldi, eink- um hafi hann haft vorkunnfullan dul til lengstra laga, og beðið af sér hlé nokkurt; þangað til eldrennslis kastið kom svo hart og ákaft að enginn sá fyrir að nokkurn bæ mundi það frían láta allt fram í reginhaf; svo gekk það hér til fyrir allra manna sjónum. Sérhver biðji guð allsherjar um miskunn og fulltingi! Þennan sunnudagsmorgun, þá ég var nýkominn að Langholti voru átta menn sendir upp að Hólmaseli að vita hvað liði um kirkjuna og bæinn og bjarga nokkru, ef þeir gætu; þeir komust ei alla leiö að þeldur sneru aftur og sögðust hafa séð kirkjuna og bæinn í báli og svælu. Um það skeið kom klausturhaldarinn Mr. Magnús Andrésson, utan yfir fljótið tók af plöggum prestsins upp á hesta sína, fór af stað aftur og stóð ei víðar við. Þetta var að menn ágiskuðu eitthvað laust fyrir hádegisbil. Síðan fórum við að lesa húslesturinn, og eftir hann, var þar nýfætt barn komið með til skírnar, hverju séra Björn beiddi mig að gegna fyrir sig og ég_gjörði. Þar eftir, þegar á leið dagin, bjó prestur- inn séra Björn sig með sitt fólk útyfir fljótið með mér, og voru þá margir í þeirri aumkunarlegu ferð, bæði gang- andi menn og konur, með börnin, og aldraða vesal- inga bundna ofan á trússahestana; rekandi kýr og kálfa undan sér, svo útyfir fljótið voru reknar það kvöld af kúpeningi um 80 allt í hrakveðri og kuldaregni. Var svo presturinn hér hjá mér um nóttina. En á mánudag- j inn fór hann vestur yfir Mýrdalssand sjálfur að útvega sér hæli og svo hans fólk allt þrem dögum síðar hverju ég fylgdi á leið, og við skyldi með angri. Sá góður guð sem lagt hefur hrísið á oss gæfi oss með auðmýkt á vöndinn að kyssa, niðurþagga vora öfundarmenn og upphefja oss á vitjunarinnar tíma. Skrifað á Mýrum í Álftaveri ej 20. febr. 1784 Jón Jónsson prestur ad interins í brunaplássinu. Flóttinn frá Hólmaseli undan eldinum Eiginhandarvitnisburður séra Jóns Jónssonar á Mýrum í Álftaveri, mágs séra Jóns Steingrímssonar, um flótta séra Björns Jónssonar og heimamanna hans (14 manns og 3 kerlingar vanfærar) frá Holmaseli í Meðaliandi undan eldinum aðfaranótt 21. júní 1783. Birtist í Sunnanfara VI11898, en hefur ekki birst síðar á prenti, að því ervitaðer. Od h !t ií l7v' -^l JlA r* „ . crnt*i *l*i u o ( '4$ pu, ~ L 4*^ —%.oío r/ss /X. ’ «uS>. «3 V—, 'T’WLiÁ L. -jrntUjf* * dÍcJuux.fcU. n... n-: ’ JcuÚÍuíTlÆ Uí. tjULrlZ ‘L-r. frUuu |Ttfy t*tr- UríátUI1ltÁr Minífcnxf L. -h ****ru~u~y. v* ’éu+Jlini JUc.aJ*. X+UU.L. C,;, ** h+UÁ. Loj +**‘~-*3*-—- ^ „ fýÁ iL&.LtUc Un C,xCj<J t5 I, agku-tre t *. hílpúnu-, *r> ^ ■.*-«, tfLu Lljuu tLn. Ju.Lt~n* ■w'1,, *5.. -fo guZ I gufi. Ar. tbfLL hj* & • -n- *+ .nt,* ‘*6* hrj *nanC..... Þetta bréf Jóns Jónssonar prests er skrifaö 20. febrúar 1784,enbirtistí Sunnanfara VI11898. Og hér lýsir séra Jón Steingrímsson í Eldritinu atburðum þeim, sem séra Jón Jónsson segir frá í bréfinu. „ Þann 22. Júnii áöur talda, sem var fyrsti sunnudagur eftir trinitatis, afbrann sú væna og nýbyggöa Hólmskirkja, 8 stafgólfa lengd, há og breið að því skapi; í henni brunnu öll kirkjunnar ornamenta, bækur og graftól, item fórst þar sú væna klukka frá Þykkvabæjarklaustri, er vó 24 fjórðunga, er þangað hafði áður með biskupsleyfi léð verið, þar til forsvaranleg klukka væri til kirkjunnar lögð, sem búið var að gjöra, og þar með befalað að flytja hana aftur i klaustrið, en það drógst til þess enda, að kirkjunnar skrúði og annað, sem henni heyrði til, sem hæglega mátti burtu flytja, brann þar og eyðilagöist. Hafa sumir lagt prestinum, sem þar var, til lýta, þar hann burttók sitt og annarra úr kirkjunni, læsti henni svo og lét lykilinn í annaö hús, áður burt fór á föstudaginn, svo maðurinn, sem sagt var að á laugardaginn var þar eftir vildi hafa náð skrúðanum, gat það þess vegna ekki, enn síður kirkjuna upp brotið til þess, því hún var svo rammbyggilega byggð. En hvað skal hér um segja annað en það, að þá guð vill straffa duga mikilmenni ekkert, sem hans orð segir: Mannleg skynsemi og forstand verður þá að vitleysu og óráði, sem víða augiýstist í þessum eldsvoða, þó hvergi svo hatramlega sem á þessum presti. Hann var persónumikill og lifði í lukku og velmakt, að varla mun honum hafa sýnzt nokkur standa sér hér jafnfætis, og margir álitu hann þann forstöndugasta og drifnasta mann i öllu. En nú reyndist hann einn sá hugminnsti og hræddasti, að nema kona hans og vissir sóknarmenn hefðu gengizt fyrir þvi með harðfylgi að koma þaðan eignum þeirra og fatnaði undan eldinum, mundi hann hafa lítið skipt sér af því að sögn, þó mikið hefði af því farið; svo varð hann frá sér numinn. En að hann tók sig svo seint í vakt hjá því sem aðrir að flytja sínar eigur í burtu, hefur eflaust sá dulur dregið hann, að hann hefur hugsað, að eldurinn mundi stanza við og slökkna í fljótinu, sem var fyrir ofan bæinn, en það sló honum og jafnvel fleirum feil á því, þar eð það var svo náttúrlegt að stærri hlutur í náttúrunni ynni á þeim minni eins og hér á stóðst. En hér við var meira að segja: vatnið, á meðan eldurinn var að falla og renna í það, varð að eldsneyti og logaði sjálft, sem tærasta lýsi væri, hvar til bæði ég og margir að.ir erum að lifandi sjónarvitnum. Annað dæmið til eftirtektar: Bóndi sá er bjó í Botnum, þar nærri afrétt Meðallendinga, græddi vel fé á fáum árum; þá hann var að flytja sig í burtu, samansafnaði hann miklu af fé sínu í einn hólma í fljótinu þar hjá bænum, sem hann ætlaði að burtreka, en eldurinn hljóp þá fljótara en hann hugði yfir fljótið og hólmann, svo á lítilli stundu sást ei hold né hár af því. Hvað aflast fljótt, eyðist ástundum og svo fljótt." —MFA----------------------------- Leikþátta- samkeppni Menningar- og fræðslusamband alþýðu hefur ákveðið að efna til samkeppni um gerð leikþátta. Leikþættirnir eiga að henta til sýninga á vinnii stöðum, fundum og öðrum samkomum stéttarfélaganna. Efni þeirra þarf að skír- skota til málefna verkalýðshreyfingarinnar. Miðað er við einfaldan sviðsbúnað og fáa leikara (2-5). Sýningartími 20-30 mínútur. Veitt verða ein verðlaun, 35.000.00 krónur fyrir þann þátt sem dómnefnd velur. Um flutning þess þáttar erverðlaun hlýturog annarra sem valdir yrðu til sýninga verður samið sérstaklega við höfunda. Leikþættirnir sendist til skrifstofu MFA, Grensásvegi 16, pósthólf 5281, 125 REYKJAVÍK fyrir 15. október n.k. Höfundar gangi frá samkeppnisgögnum í tveim umslögum, sendi leikþáttinn með dul- nefni í öðru, en höfundarnafn sem til þess vísar í hinu. Dómnefndina skipa: Stefán Ögmundsson prentari, Brynja Benediktsdóttir leikari og Hörður Zophaníasson skólastjóri. Nánari upplýsingar varðandi leikþáttasam- keppnina og fyrirkomulag hennar veitir Tryggvi Þór Aðalsteinsson á skrifstofu MFA Grensásvegi 16, sími 84233. Menningar- og fræðslusamband alþýðu ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð Sauðárkróksbrautar innan Sauðárkróks. Helstu magntölur eru: Lengd Skering Fylling Burðarlag 2.2 km 5400 rúmmetrar 11200 rúmmetrar 11300 rúmmetrar Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. okt. 1983. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Vega- gerðar ríkisins Borgarsíðu 8 Sauðárkróki frá og með mánudeginum 13. júní n.k. gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega eigi síðar en 20. júní. " Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins Sauðárkróki fyrir kl. 14.00 23. júní 1983 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, í júní 1983. Vegamálastjóri. FJORAR 4 af helstu málningarvöru og innréttingaverslunum á höfuðborgarsvæðinu Ath. Málningin er á sama veröi sem út úr verksmiðjum. TIL DAGLEGRA N0TA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.