Þjóðviljinn - 16.06.1983, Síða 1
DJQÐVIUINN
„Skattalækkun til
ráðherra- og
forstjóraliðsins er
gerð í krafti
ránsfengssem
fjármálaráðherra
útvegaði sér í
láglaunabótafé
Sjá5
júní 1983
fimmtudagur
130. tölublað
48. árgangur
Hjúkrunar-
fræðingar
í BSRB
Meirihlutinn
andsnúinn úrsögn úr
heildarsamtökunum
Hjúkrunarfræðingafélag Islands
gengur ekki út úr BSRB samkvæmt
ákvörðun sem tekin var í allsherj-
aratkvæðagreiðslu starfandi
hjúkrunarfræðinga. Atkvæði voru
talin í gær:
1348 hjúkrunarfræðingar voru á
kjörskrá, en það eru starfandi
hjúkrunarfræðingar í byrjun júní.
810 greiddu atkvæði eða 60%
þeirra sem eru á kjörskrá. Atkvæði
féllu þannig að 444 eða 54.8% voru
á móti því að ganga úr BSRB, en
358 eða 44.1% voru því fylgjandi
að segja sig úr BSRB. 9. eða 1.1%
voru auð og ógild.
Þarmeð hafna hjúkrunarfræð-
ingar því að ganga úr heildarsam-
tökum opinberra starfsmanna. Til
að úrsögn hefði haft lagagildi,
hefðu 2/3 hluta atkvæða þurft að
gjalda tillögunni um úrsögn já-
kvæði sitt.
-óg.
Útgáfufélag
Þjóðviljans:
Ný stjórn
Á aðalfundi Útgáfufélags Þjóð-
viljans sem haldinn var í gær var
kjörin ný stjórn félagsins og voru
kjörin þau Adda Bára Sigfúsdóttir,
Kjartan Ólafsson, Ólafur Ragnar
Grímsson, Skúli Thoroddsen,
Svavar Gestsson, Svanur Krist-
jánsson, Úlfar Þormóðsson, Val-
þór Hlöðversson og Þorbjörn Guð-
mundsson. Auk þeirra eiga sæti í
stjórn Einar Karl Haraldsson, til-
nefndur af Miðgarði hf., og Ingi R.
Helgason,tilnefndurafPrentsmiðju
Þjóðviljans.
í varastjórn voru kjörin Ragnar
Árnason, Kristín Ólafsdóttir, Gísli
B. Björnsson og Guðmundur
Ágústsson.
Á fyrsta fundi stjórnarinnar var
Svavar Gestsson kjörinn formaður
stjórnarinnar.
íslensku þátttakendurnir á sundmótinu. Frá v. Hrafn Logason, ína Valsdóttir, Jónas Óskarsson í
lauginni, Sigurður Pétursson og Gunnlaugur Sigurgcirsson. Á myndina vantar Sigurrós Karls-
dóttur. Mynd-eik.
Skipan stjórnarinnar í viðræðunefnd við
Alusuisse og nýja stóriðjunefnd:
Boðar ekki gott
segja fulltrúar stjórnarandstöðunnar
„Hér er um svo stór mál að ræða
að það væri eðlilegt að í þessum
nefndum öllum sætu menn sem eru
í tengslum við stjórnarandstöðuna.
Þetta gildir sérstaklega um nefnd til
viðræðna við Alusuisse og stór-
iðjunefndina“, sagði Svavar Gests-
son formaður Alþýðubandalagsins
í gær, þegar Þjóðviljinn leitaði álits
stjórnarandstöðunnar á nefndar-
skipunum Sverris Hermannssonar,
iðnaðarráðherra í gær
Ráðherra skipaði þá í þrjár
nefndir, „einhendis", eins og hann
orðaði það, þannig að í þeim eru
aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks. Stjórnar-
andstaðan er því útilokuð frá þess-
um nefndum, sem m.a. eiga að
leita valkosta í uppbyggingu stór-
iðju hér á landi, gera tillögur um
jöfnun hitakostnaðar og semja við
Alusuisse og aðra útlendinga um
raforkusölu.
„Hér er um svo mikilvæga mála-
flokka að ræða að það hlýtur að
vera allra hagur að fulltrúar allra
flokka hafi beinan aðgang að upp-
lýsingum“, sagði Svavar Gestsson.
„Þessi framkoma ríkisstjórnarinn-
ar er hins vegar sömu ættar og
neitunin á að kalla saman sumar-
þing og kemur því ekki á óvart. Það
er kannski viðhorf þessara tveggja
flokka að þegar þeir lenda í stjórn-
arandstöðu, sem verður vonandi
fyrr en seinna, að þá eigi ekki að
gefa þeim kost á að fylgjast með
málum! Ég teldi slíkt óeðlilegt og
vinnubrögð þeirra nú minna óneit-
anlega á kaldastríðstímann.“
„Það boðar ekki gott ef snið-
ganga á stjórnarandstöðuna með
alla hluti“, sagði Eiður Guðnason
formaður þingflokks Alþýðu-
flokksins. „Þó svo að þessir tveir
flokkar hafi sterkan þingmeirihluta
þá geta þeir ekki hundsað stjórnar-
andstöðuna."
Eiður Iagði áherslu á nauðsyn
samstöðu í þessum málum og kvað
vinnubrögð stjórnarinnar ekki þau
ákjósanlegustu.
Kristín Halldórsdóttir, þing-
maður Samtaka um kvennalista,
kvað þessi vinnubrögð „fullkom-
lega óeðlileg“ og taldi að fulltrúar
stjórnarandstöðunnar ættu að eiga
aðild að öllum hinum umræddu
nefndum. Hún kvað hugsanlegt að
stjórnarflokkarnir teldu að Al-
þýðubandalagið hefði fengið að
spreyta sig nóg á viðræðum við
Álusuisse og vildi af þeim sökum
ekki hafa þá með. Sú afstaða bitn-
aði ef til vill á hinum stjórnarand-
stöðuflokkunum. „En stjórnar-
andstaóan á að sjálfsögðu að eiga
aðild að öllum þessum nefndum."
Vilmundur Gylfason formaður
Bandalags jafnaðarmanna sagði
um málið: „Það hefði verið eðlilegt
auðvitað að stjórnarandstaðan ætti
þarna fulltrúa, en hins vegar ber þó
að geta að þetta er ekki rangt.“
- ÁI/lg.
Norðurlandamót
í sundi fatlaðra
um næstu helgi:
6 synda
fyrir
ísland
Sex íslendingar taka átt í Norð-
urlandamóti í sundi fyrir fatlaða
sem haldið verður í Svíþjóð um
næstu helgi.
Á mótinu verður keppt í flokk-
um hreyfihamlaðra, blindra og
sjónskertra og þroskaheftra. Þeir
sem keppa fyrir íslands hönd eru
þau: ína Valsdóttir, Gunnlaugur
Sigurgeirsson, Hrafn Logason og
Sigurður Pétursson sem öll keppa í
flokki þroskaheftra og Jónas Osk-
arsson og Sigurrós Karlsdóttir sem
keppa í flokki hreyfihamlaðra.
í frumvarpi
til laga um
óháð ríkisinat
sjávarafurða
felst grund-
vallarbreyting
sem er viðsjárverð
og hættuleg,
segir
Jóhann J.E. Kúld
í Fiskimálum.
Hestamennska er orðin
fjölmenn og fjölbreytt
íþróttagrein, og enn er
hesturinn hinn þarfasti
þjónn sem sálufélagi,
sjúkraþjálfari, og til
íþrótta. Með blaðinu í dag
fylgir blaðauki um
hestamennsku.
Alusuisse söfnuninni lokið:
5000,92 kr. söfnuðust
Andvirði 38.468
kíló- vattstunda
I Alusuisse söfnuninni, sem Ný
sjónarmið stóðu fyrir söfnuðust kr.
5000,92 - flmm þúsund krónur og
níutíu og tveir aurar. Sem jafngild-
ir andvirði 38.468 kílóvattstunda á
því verði sem Landsvirkjun selur
raforku til Alusuisse. Þetta kemur
fram í skýrslu um söfnunina, sem
samtökin Ný sjónarmið hafa sent
frá sér um söfnunina, en henni er
nú lokið.
Af því fé sem safnaðist kom mest
inn á gíróreikning samtakanna eða
kr. 3.731.17. Afgangurinn safn-
aðist einkum á vegum samtakanna
Vorhvöt, sem eru kvennadeild
Nýrra sjónarmiða.
Það vekur athygli, að þeir virð-
ast hafa brugðist söfnuninni sem
síst skyldi. Þannig söfnuðust aðeins
kr. 13.60 á fundi Sjálfstæðismanna
í Hóla- og Fellahverfi, og 30.65 kr á
fundi Þórs félags Sjálfstæðismanna
í launþegastétt í Hafnarfirði. Mætti
af þessu ætla, að stuðningur við
málstað álhringsins sé minni en for-
ysta Sjálfstæðisflokksins hefur
talið.
Nettókostnaður við söfnunina
reyndist vera 31.625 kr. og hafa
forystumenn þessara makalausu
samtaka ákveðið að bera hann
sjálfir, „enda berast æ átakanlegri
fregnir af bágri stöðu fyrirtækis-
ins,“ eins og segir í fréttatilkynn-
ingu samtakanna. Ennfremur
segja þeir: „Vér teljum oss hins-
vegar borgunarmenn fyrir þeim lít-
ilfjörlega kostnaði, sem orðið hef-
ur af þessu stórbrotna átaki, enda
flestir opinberir starfsmenn, sem
njótum góðs af þeim hagnaði sem
íslenska ríkið hefur haft af skiptum
sínum við Alusuisse“.
- eng