Þjóðviljinn - 16.06.1983, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
BLAÐAUKI
Moksturstæki
TRIMA
á allar
dráttar
★ Einn stjórnarmur
★ Allir strokkar tvívirkir
}t ★ Fljottenging á og af
{ ★ Fljóttenging skóflu og gaffals
Fjöldi aukahluta:
Votheyshnífur
Heykvísl
Sópari
Ýtublað
Gaffall
s
Islenska
hestaleigan sf. HES1AR
Nokkrar af þeim ferðum
sem ákveðnar eru
og nokkur sæti eru laus í:
8. júlí: 2 daga ferð Laugarvatn - Geysir - Gullfoss.
8. júlí: 4 daga ferð Laugarvatn - Geysir - Gullfoss
- Flúðir - Skálholt.
12. júlí: 2-3 daga ferð Laugarvatn - Geysir - Gullfoss
19. júlí: 2-3 daga ferð Laugarvatn - Geysir - Gullfoss
15. júlí: 5 daga ferð Laugarvatn - Hlöðufell - Geysir - Flúðir - Skálholt. Ath.
mjög góð ferð
16. júlí: 3 daga ferð Laugarvatn - Geysir - Skálholt
6. ágúst: 7 daga ferð yfir Kjöl. Laugarvatn - Geysir - Gullfoss - Fremstaver
- Hvítárnes - Hveravellir - Galtará - Skagafjörður.
Ævintýraferð um hálendið. Rétt er að
benda á að hægt væri að bóka
sig inn í hluta ferðarinnar.
Bíll er með í ferðinni og við útvegum allan útbúnað.
Einnig er að sjáifsögðu boðið upp á
1-2 daga ferðir aila daga.
Þá skal bent á að boðið er upp á
stuttar ferðir 2svar á dag frá Miðdal.
Hægt er að taka á móti minni og stærri hópum.
PANTANIR í SÍMUM 99-6169 OG 43420.
Framkvæmdanefnd Fjórðungsmótsins.
Nordlenskir hestamenn:___
Fjórðungsmót á
Melgerðismelum
Fjórðungsmót norðlenskra
hestamanna verður haldið á Mel-
gerðismelum í Eyjafirði dagana 30.
júní til 3. júlí í sumar. Að því
standa hestamannafélögin frá
Eyjafirði og austur um til Þistil-
fjarðar. Hestamenn úr þessum fé-
lögum sýna gæðinga sína á
kynbóta- og góðhestasýningum
mótsins og öll fótfráustu kapp-
reiðahross landsins reyna með sér á
hlaupabrautinni.
Undirbúningur mótsins hófst í
ársbyrjun og hefur framkvæmda-
nefnd frá öllum félögunum haldið
mánaðarlega fundi en framkvæmd-
aráð þess á milli. Megin þunginn
hefur þó hvílt á framkvæmdastjór-
anum, Ævari Hjartarsyni og for-
manni undirbúningsnefndar,
Gunnari Egilssyni.
Mótssvæðið á Melgerðismelum
er sameign hestamannafélaganna
við Eyjafjörð: Funa, Léttis og Þrá-
ins. Leigja þau landið af hreppn-
um. Ungmennafélag sveitarinnar
er og aðili að uppbyggingu
svæðisins.
Framkvæmdir á Melgerðismel-
um höfust 1975 og árið eftir var þar
haldið fjórðungsmót. Síðan hafa
árlega verið þar stærri og smærri
mót, m.a. íslandsmót í hestaíþrótt-
um. í sumar verður gerður 300 m
hringvöllur, byggt nýtt hús fyrir
snyrtingar, veitingaskáli stækk-
aður og öll aðstaða stórbætt. Upp-
græðsla á melunum er á góðum
vegi.
Þorkell Bjarnason, hrossarækt-
arráðunautur, sér um val á kynbót-
ahrossum og stendur það nú yfir.
Kappreiðahross þurfa að hafa náð
ákveðnum lágmarkstíma til þess að
hafa þátttökurétt: 150 m skeið á 17
sek., 250 m skeið á 26 sek., stökk-
hross þurfa að hafa hlaupið 250 m á
21 sek., 350 m á 28 sek, og 800 m á
65 sek. Brokkarar hafi hlaupið 300
m á 39 sek.
Mikil áhersla verður lögð á ung-
lingakeppnina. Fer hún fram í eldri
og yngri flokkum á aðalvellinum.
Unglingar verða þarna engar horn-
rekur.
Búist er við 300-400 keppnis-
hrossum. Mótsstjórnin á von á fjöl-
menni, 5-6 þús. manns. Kappkost-
að verður að hafa alla þjónustu
sem besta, í því hestamannaþorpi,
sem þarna mun vænganlega rísa. í
stóru þjónustutjaldi verður kjör-
búð frá KEA. Og þótt eitthvað
kárni um reiðtýgi verður unnt að
bæta úr því á staðnum. Seldir verða
veggplattar og aðrir minjagripir
tengdir mótinu.
Allt er þarna unnið í sjálfboða-
vinnu. Og þessa 4 daga, sem mótið
stendur þurfa norðlenskir hesta-
menn að vinna um 500 klst. við
sjálft mótið, samkvæmt vaktaskrá,
sem þegar hefur verið gengið frá.
Allar nánari upplýsingar veita:
Gunnar Egilsson, vinnusími 23012,
heimasími 25896, Ævarr Hjartar-
son, vinnusími 22455, heimasími
21159 og Gísli Sigurgeirsson, vinn-
usími 24222, heimasími 21986.
- mhg
Þarft þú
að veita vatni ?
Tveggja áratuga reynsla af plaströrum
frá Reykjalundi hefur sannað að
ekkert vatnslagnaefni hentar betur
íslenskum aðstæðum.
Plaströr eru létt og sterk og sérstak-
lega auðveld í notkun.
Plaströr þola jarðrask og jarðsig.
Plaströr má leggja án tenginga svo
hundruðum metra skiptir.
Plaströr eru langódýrasta en jafnframt
varanlegasta vatnslagnaefni á markaðnum.
Plaströrin frá Reykjalundi fást í stærð-
um frá 20 m/m- 315 m/m (’/a" -12").
Grennri rör fást í allt að 200 metra
rúllum (20-90m/m) en sverari rör í 10
og 15 metra lengdum (110-315 m/m).
Við höfum allar gerðir tengistykkja og
veitum þjónustu við samsuðu á rörunum.
Þurfir þú að veita vatni skaltu hafa
samband við söludeild okkar.
REYKJALUNDUR
lor'wíMl Címí AAOnA
SUOURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SIMI 86500