Þjóðviljinn - 16.06.1983, Side 2

Þjóðviljinn - 16.06.1983, Side 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN; Fimmtudagur 16. júní 1983 síðan Bridge I tilefni af Evrópuför landsliös okkar í næsta mánuöi, verða rifjuð upp nokkur gullvæg spil frá fyrri árum úr Evrópumót- um. Og fyrsta spiliö er frá EM I Aþenu 1971, einmitt úr leik viö nv. Evrópumeist- ara, Pólverja: Norður DG52 K Á3 KD10752 Vestur Austur 1098 K76 962 ÁG7543 10972 64 986 Suður Á43 D108 KDG84 Á4 G3 Þetta spil kom fyrir í seinni hálfleik, en þann fyrri unnu Pólverjar meö hvorki meira né minna meö 77-49... Og eitthvað varö aö gerast í seinni hálf- leik, til aö rétta hlut okkar manna. I lokaöa salnum varð lokasögnin 5 lauf í Norður og unnin sex, 620 til Pollands. En I oþna salnum varö annaö uppi á teningnum: Vestur Norður Austur Suður Mankew Ásm. Polek Hjalti Pass 1 sp. 1 gr. 2gr 3 gr. 4 lauf Pass 4 tíglar Dobl Redobl 4 hj. Dobl Pass Pass Pass Eftir þessar furöulegu sagnir í opna saln- um, varö Austur sagnhafi í fjórum hjörtum dobluðum og fékk hann fjóra slagi, sem gerði 1100 til íslands eöa 10 stig unnin á spilinu. ísland vann svo seinni hálfleikinn meö 78-13 og leikinn þvl 18-2. Einn besti árangur okkar á EM gegnum tíðina, því Pólverjar náðu 2. sæti árið á undan. Skák Karpwv að tafli - 154 Viktor Kupreitchik, sovéski skákmeistar- inn sem tefldi hér og sigraði á alþjóölega mótinu i Reykjavík 1980, afrekaði þaö aö tefla þrisvar í úrslitum Sovétmeistaramóts- ins og verða alltaf neðstur! Þegar hann tefldi i mótinu i fjórða skiþtið var honum tekiö aö leiðast þófiö enda vann hann fimm fyrstu skákirnar í því móti. Hann er þaö sem sumir vilja kalla, dæmigeröur „kaffihúsa- skákmaður", býður hættunni birginn sjái hann tveggja leikja kombínasjón í órafjar- lægö. Nokkur hætta stafar af slíkum skák- mönnum; þeir eiga það til aö vinna hvern sem er. Á Sovétmeistaramótinu 1976 varð Kupreitchik neöstur, hlaut 6 vinninga af 17 mögulegum. Hann vann fimm skákir, (Smyslov, Geller og Taimanov m.a.) tap- aði ellefu! og gerði tvö jafntefli. Hann tefldi viö Karpov í 6. umferð og þá var Karpov allur aö hressast fyrir næsta ævintýralega björgun úr hartnær töpuðu hróksendatafli gegn Petrosjan: Karpov - Kupreitchik Hvftur á rakinn vinning í þessari stöðu. 37. Bc7! Bxc7 38. He7+ Kf8 39. dxc7 Hc6 40. Hxh7 Ke8 41. h4! - Kupreitcik gafst upp, því hvítur er tempói á undan. T.d. 41. - gxh4 42. g5 b5 43. c8(D)+ Hxc8 44. Hh8+ Kd7 45. Hxc8 Kxc8 46. g6 og vinnur. Eftir 6 umferöir var Karpov kominn meö 3'h vinning, en efstur var óþekktur skákmaður Dorfmann með 4 v. Þeir tefldu í 7. umferð. Þotan sem hrapaði suður af íslandi__ Tilgátur um dular- fullt flugvélarhrap Flugvélarhrapið fyrir hvíta- sunnuna, þegar þota flaug þvert yfir Evrópu og hrapaði um 300 km suður af Islandi, hefur orðið tilefni til margs konar kenninga blaða og sérfræðinga um raun- verulega ástæðu 'þess að flug- mennirnir létust og vélin hrapaði. Eins og menn muna voru þrír flugmenn um borð i flugvélinni sem flaug frá Vín áleiðis til Hamborgar í Vestur-Þýskalandi, en í stað þess að komast þangað flaug hún yfir Atlanshaf þartil hún hrapaði af eldsneytisskorti. Flugmenn á leitarflugvélum hafa haldið því fram að flugmaður týndu vélarinnar hafi verið látinn þegar þeir sáu til hans. Og sú skýring hefur verið algengust meðal sérfræðinga að þeir hafi allir látist af súrefnisskorti tiltölu- lega fljótlega eftir að vélin fór í háloftin. Haft er eftir sérfræðingum að aldrei verði hægt að skýra þetta flugvélarhrap til fullnustu. Og yfirmaður hjá bandaríska flug- umferðareftirlitinu segir að ekk- ert sé til að byggja á í þessu sam- bandi. Ýmsar ævintýralegar kenning- ar hafa farið á loft í þýskum blöðum um þetta mál. Þannig hefur sú hugdetta komið fram, að flugmennirnir um borð í vélinni hafi ekki verið þrír heldur fjórir. Og þessi leyndardómsfulli fjórði maður hafi ekki átta að vera um borð. Standi vera hans í sam- bandi við það að hann hafi ætlað að láta sig „hverfa“ til nýs og betra lífs með að stökkva í fall- hlíf. Enn eina kenningu hefursíð- degisblaðið Bild-Zeitung sett fram í sínum dálkum, um að loft- steinn hafi skemmt súrefniskerfi flugvélarinnar og flugmennirnir kafnað. Spiegel hefur einnig eftir „yfirmönnum á bandarísku Nató- herstöðinni í Keflavík", að súr- efnisskortur hafi valdið slysinu, vegna bilunar í súrefniskerfinu. Margir draga í efa að flugmenn á Phantom flugvélum sem sendar voru til leitar, hafi getað séð í sólarbirtunni hvort nokkur var við stýrið á flugvélinni eða ekki. Flugvélin var í (ilraunaflugi þegar slysið varð og flugmennirnir höfðu allir mikla reynslu. Sú til- gáta þykir einna líklegust að því er tímaritið Spiegel hermir að þrýstijafnvægisútbúnaður í flug- vélinni hafi bilað og enn fremur öryggisútbúnaður sem á að fara af stað í því tilfelli. í umræddri flugvélategund er einfalt öryggis- kerfi við þess konar bilunum en í flestum öðrum tvöfaldur öryggis- útbúnaður. Svar við þessari ráðgátu fæst áreiðanlega seint því talið er að flakið liggi á 1000 metra dýpi. Yfirleitt ráða sérfræðingar í tætl- ur og flök af flugvélum, þegar þeir reyna að finna orsakir flug- slysa. En í þessu sérstaka tilfelli er engum slíkum leifum til að dreifa. -óg Fjölbrautaskólanum á Sauðárk- róki var slitið laugardaginn 21. maí sl. í Sauðárkrókskirkju. Sr. Hjálm- ar Jónsson prófastur fiutti ávarp og Kirkjukór Sauðárkróks söng undir stjórn Jóns Björnssonar frá Haf- steinsstöðum. Einleik á orgel lék, auk Jóns Björnssonar, Rögnvaldur Valbergsson. Jón Hjartarson skólameistari hélt skólaslitaræðu, afhenti brottfararskírteini og verð- iaun þeim nemendum, sem skarað höfðu framúr. Það kom fram í ræðu skóla- meistara að í febr. sl. gerðu stærstu sveitarfélög á Norðurlandi vestra samning við mennta-og fjármála- ráðuneyti um Fjölbrautaskólann. Siglufjörður, Hofsós, Sauðárkrók- ur, Blönduós og nokkur sveitarfé- lög önnur eru aðilar að þessum samningi. Samningurinn felur það m.a. í sér að ríkissjóður tekur að sér allan stofnkostnað við gerð heimavistar, en hann bar Sauðár- króksbær áður, ásamt ríkissjóði. Þau sveitarfélag, sem að samning- num standa, bera nú reksturskosj naðinn að hálfu á móti ríkissjóði Nýstúdentar. Mynd St. P. Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki Síaukinn nemendafjöldi Síðastliðið haust flutti skólinn í eigið húsnæöi þegar sex stofur í hinu nýja verknámshúsi voru tekn- ar í notkun til bóknáms. Er það bráðabírgðaráðstöfun en þá fyrst rætist úr kennsluaðstöðu þegar bóknámshúsið rís af grunni í brekkunni fyrir ofan verknámshús- ið. Teikningar að því liggja fyrir og sótt hefur verið um fé til að ljúka sem fyrst hönnun þess. Stefnt er að því að kennsla í raf- iðn hefjist á hausti komanda. Er þess og vænst að verklegt nám í málmiðnum megi hefjast á næst- unni. Skrifstofur skólans og kenn- ararstofa voru fluttar í verknáms- húsið úr húsnæði Gagnfræða- skólans nú í vor. Ný álma við heimavistina er í byggingu og standa vonir til að fyrsta hæð hennar verði tilbúin næsta haust. Til að leysa bráðan húsnæðisvanda heimavistar hefur fengist leyfi fyrir því að presthúsið við Kirkjutorg verði notað til heimavistar næsta vetur. Uppbygging Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki hefur gengið vonum framar. Síaukinn nemendafjöldi ber þess m.a. vitni. Síðastliðið haust komu til leiks 206 nemendur Um áramót hættu 38 og 47 bættust við. Þannig sóttu 253 nemendur skólann í vetur, auk 12 nemenda meistaraskólanámi. Eru þá ótaldir nemendur kvöldskóla, en þar voru á annað hundrað manns í venju- iegu öldungadeildarnámi eða á námskeiðum, sem skólinn stóð fyrir. Við skólaslit gat Jón Hjartarson um hlýjan hug nemenda og aðstandenda þeirra til skólans og þakkaði gjöf, sem skólanum barst frá Sigurði Jónssyni, lyfsala á Sauðárkróki. bh/mhg JWiuTC Learjet 25 B, samskonar og flugvélin sem hrapaði 330 km suður af íslandi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.