Þjóðviljinn - 16.06.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.06.1983, Blaðsíða 9
BLAÐAUKI „OKKÚR SKILA ÍÁTTINA Þann 18. des. í vetur eru 34 ár liðin síðan Landssamband hestamanna var stofnað. Stofnun þessi átti sér alllangan aðdraganda. En ef rekja á hann þá má spyrja eins og Matthías gerði þegar hann leityfir Skagafjörð: „Hvar skal byrja, hvar skal standa?“ Hann valdi Tindastól sem sjónarhól. Ég kýs að byrja 15. júlí 1940 en þá ritaði Jón Pálsson, dýralæknir á Selfossi, formaður Hestamanna- félagsins Sleipnis, stjórn Fáks í Reykjavík bréf, þar sem hann mæltist til þess, að Fákur gengist fyrir samkomu hestamanna á Þing- völlum sumarið 1941. Féllust Fáks- menn á það og laugardaginn 28. júní 1941 kom stór hópur ríðandi manna saman á Pingvöllum. Voru þeir af svæðinu frá Selfossi, Reykjavík og Vesturlandi allt norður í Dali. Þarna var samþykkt að hittast aftur á Þingvöllum að 9 árum liðnum. Gunnar Bjarnason, þáverandi hrossaræktarráðunaut- ur, flutti tillögu þess efnis, að jafn- hliða yrði þá efnt til sýningar á kyn- bótahrossum og varð það fyrsta landsmótið. L.H. lítur dagsins Ijós Á fundi Fáks 5. maí 1944 var kosin þriggja manna nefnd til að undirbúa stofnun landssambands hestamannafélaga: Gunnar Bjarn- ason, hrossaræktarráðunautur, Bjarni Eggertsson frá Laugardæl- um og Einar E. Sæmundsen, skógarvörður. Á fundi, sem þessi nefnd boðaði til 3. ágúst 1949, þar sem mættir voru fulltrúar frá 9 hestamannafélögum, var endan- lega ákveðið að stofna sambandið og kosin ný undirbúningsnefnd: Gunnar Bjarnason, Hjalti Gests- son, ráðunautur á Selfossi, Björn Gunnlaugsson, fyrrverandi for- maður Fáks og Bogi Eggertsson frá Laugardælum. Endanlegur stofnfundur var svo haldinn í Reykjavík 18. des. 1949 og voru stofnfélögin 12 en nokkru síðar bættust tvö við. Markmið Landssambandsins var skilgreint þannig: „... að vinna að bættri meðferð hesta, sérræktun reiðhestsins og framgangi reiðhestaíþrótta". Fyrstu stjórnina skipuðu þeir H.J. Hólmjárn Reykjavík formaður, Ari Guð- mundsson, Borgarnesi ritari, Pálmi Jónsson, Reykjavík gjald- keri og meðstjórnendur þeir Hermann Þórarinsson, Blönduósi og Steinþór Gestsson Hæli. - Og nú, 34 árum síðar, er blaðamaður staddur á skrifstofu L.H. í Reykja- vík og spyr Sigurð Ragnarsson, fra- mkvæmdastjóra þess hvernig hon- um finnist að L.H.hafi tekist að ingamanna. Þar að auki eru svo fé- lög, sem mynduð hafa verið í skólum. í hestamannafélögunum eru 7300 manns en miklu fleiri þó, sem stunda hestamennsku, svo sem eins og börn og unglingar. Er á- reiðanlega óhætt að segja að það séu ekki undir 10 þús. manns, sem stundar hestamennsku reglulega og fer þeim sífjölgandi. Félögin halda eitt aðalþing á ári, Ársþing L.H., þar sem saman koma stjórn Sambandsins og kjörnir fulltrúar frá hestamanna- félögunum. Á þingunum eru rædd hagsmuna- og áhugamál hesta- manna og gerðar ályktanir og sam- þykktir um þau. Framan af voru mhgræðirvið Sigurð Ragnarsson, framkvæmda- stjóra Lands- sambands hestamanna. vinna að þeim markmiðum, sem forkólfar þess settu því í öndverðu. Horfir rétt - Upphafsmennirnir að stofnun L.H. voru hvorttveggja í senn miklir hestamenn og miklir hest- aunnendur. Þeir voru kröfuharðir en þeir vissu líka að til mikils mátti ætlast af íslenska hestinum ef hon- um voru sköpuð þau skilyrði og veittur sá aðbúnaður sem þurfti til þess að hann fengi sýnt hvað í hon- um býr. Það var markmið L.H. og ég held að okkur hafi skilað veru- lega í áttina að því marki, segir Sig- urður. Um þetta leyti var bíla- og vélaöldin fyrir alvöru að ganga í garð. Hesturinn átti í harðri sam- keppni við þessi sálarlausu tæki. Forkólfar L.H. munu hafa ætlast til að Sambandið yrði einskonar brjóstvörn fyrir reiðhestinn, sem gerði honum ekki aðeins kleift að halda sfnum hlut heldur brjótast á ný til þess vegs, sem hann er borinn til. En ég held, að starf L.H. hafi ekki einungis miðað að því að bæta reiðhestinn og auka notkun hans og kynningu á honum heldur einn- ig til þess að efla samstöðu og fé- lagsþroska hestamanna. 45 félög - 7300 manns - Og ef við víkjum þá ofurlítið að Landssambandinu og störfum þess? - Já, þess má þá fyrst geta að í L.H. eru 45 hestamannafélög, dreifð um allt land. Tengd L.H., þótt ekki séu þeir beinir aðilar, eru svo Dómarafélagið og Félag tamn- þau mál tiltölulega fá sem fyrir þingin komu en þeim hefur farið sífjölgandi. Þingið kýs svo ýmsar nefndir til þess að vinna að einstök- um málaflokkum. Hestamannamótin Veiga- og þýðingarmikill þáttur í starfi L.H. er mótahaldið. Lands- mót eru haldin fjórða hvert ár en fjórðungsmót þess á milli. Þá eru og einstök hestamannafélög stund- um með stórmót. Annars lít ég svo á að mótin séu að verða of mörg. Það þyrfti að fækka þeim og sam- ræma. Það er blátt áfram orðið erf- itt að koma þeim öllum fyrir svo að ekki verði árekstrar. Þau eru kostnaðarsöm svo aðsókn þarf að vera góð ef þau eiga að bera sig fjárhagslega. Þarna þarf að koma til meira skipulag. En á mótunum kemur fram árangurinn af ræktun og reiðkennslu og þar gefst okkur eini möguleiki til þess að meta heildarárangurinn af starfinu. Og mótin sýna alveg ótvírætt að stór- felldur árangur hefur náðst í hross- aræktinni. í undirbúningi er að næsta lands- mót verði á Hellu 1986 en um það þarf að taka ákvörðun nú fyrir lok mánaðarins. - Og úr því að við erum að tala um mótin þá má skjóta því hér að, að nú er röðin komin að Þýskalandi með Evrópu- mót. Við munum taka þátt í því og er nú verið að undirbúa keppnis- sveit og val á hestum. Við höfum tekið þátt í öllum Evrópumótunum og með góðum árangri. En sam- keppnin fer síharðnandi og menn vilja ógjarna senda sína bestu hesta því keppnishestarnir koma ekki til baka. Þátttaka í þessum mótum er mikil landkynning fyrir okkur ís- lendinga og í sjálfu sér býsna al- hliða. Eg er ekki frá því að íslenski hesturinn sé búinn að greiða tölu- vert fyrir sölu á íslenskum afurðum áður en hann er seldur sjálfur. Það er eins og þeir, sem kynnast honum erlendis, verði hálfgerðir íslend- ingar í háttum og hugsun. Að því er stefnt að halda Evrópumót hér á landi 1985 og verður þá að útvega öllum þátttakendum keppnishesta hér innanlands. Trúlega verður dregið um hestana fyrir mótið og verður þá hver keppandi með sinn hest mótið út. Nú er verið að undirbúa fjórðungsmót, sem haldið verður á Melgerðismelum í sumar. Búið er að vinna þar mikið undirbúnings- starf og vonandi verður það fjölsótt bæði af hestum og mönnum. Eyfirðingar voru bjartsýnir og við skulum ekki láta þá verða fyrir vonbrigðum. - Eru hestamannafélögin nokk- uð með kynbótastarfsemi á sínum vegum? - Nei, svo mun ekki vera núorð- ið. Sú starfsemi er í höndum hross- aræktarsambandanna. En þetta helst raunar með nokkrum hætti í; hendur og við höfum góða sam- vinnu við Búnaðarfélag íslands og hrossaræktarráðunaut þess. Margháttuð verkefni - Vð höfum nú nokkuð rætt um mótin en hvað um önnur verkefni? - Verkefnin eru býsna mörg en eitt af okkar brýnustu verkefnum er að græða upp með áburðargjöf, áningarstaði á hálendinu. Njótum við til þess aðstoðar Land- græðslunnar. Unnið er að gerð reiðvega, eftir því, sem fjármunir hrökkva til. Á vegaáætlun hverju sinni er ákveðin fjárhæð ætluð til reiðvega. Stjórn L.H. úthlutar því fé til hestamann- afélaganna eftir umsóknum og mati á þörfum og aðstæðum. Og nú hafa náðst samningar við Vega- gerðina um lagningu reiðvega meðfram þeim vegum sem lagðir eru bundnu slitlagi á ári hverju. Er það mikill ávinningur og á Vega- gerðinþakkir skildar fyrir. Þetta skerðir ekkert reiðvegaféð en er einskonar viðbót við það. í samráði við Þingvallanefnd er nú unnið að því að koma upp án- ingarstað fyrir hestamenn í Skógar- hólum á Þingvöllum. Koma þarf þar upp snyrtiaðstöðu, bæta gróðurlendið o.fl. Þarna gæti skapast aðstaða fyrir minni háttar mót, fjölskyldubúðir o.fl. Hafa þyrfti þar einnig eftirlitsmann, sem starfaði í samvinnu við þjóðgarðsvörð. Enn vil ég nefna það verkefni, að koma á fót reiðskóla. Það mál er enn á undirbúningsstigi en Bún-' aðarþing hefur nú tekið það upp og má ætla að því verði fylgt þar eftir. Viðræður eru hafnar um gerð reiðhallar og athugun á því hvað kosta muni að koma henni upp. Reiðhöll mundi gerbreyta hér allri aðstöðu til kennslu og námskeiða- halds. Til tals hefur komið að efna til sýninga á hestum innanhúss, og Laugardalshöllin þá höfð í huga en á því munu þó vera einhverjir tæknilegir örðugleikar, sem stefnt er að lausn á. En með reiðhöllinni væri aðstaðan fengin. - Svo eruð þið með útgáfustarf- semi? - Já, og er þá fyrst að nefna tímarit L.H., Hestinn okkar, sem kemur út fjórum sinnum á ári. Svo gefum við einnig út kynningar- og auglýsingablað, sem nefnist Hest- ar. Er það gefið út í tvennum til- gangi: að kynna störf hestamanna og afla fjár til starfsemi samtak- anna. Af Hestum kemur út eitt tbl. á ári og er blaðið í ár nýkomið út. Það er gefið út í 15 þús. eintökum Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.