Þjóðviljinn - 16.06.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. júní 1983
MOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir.
Ftitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúövik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson.
íþróttafréttaritari: Vtðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríöur KriStjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson,
Ólafur Björnsson.
Pökkup; Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Alusuisse þekkir
sína
• í gær bárust fréttir frá íslandi til höfuöstöðva auðhringsins
Alusuisse í Ziirich. Það voru gleðifréttir fyrir ráðamenn
auðhringsins. Hinn nýi íslenski iðnaðarráðherra tilkynnti um
skipan nýrrar nefndar til viðræðna við auðhringinn og lét vita
hverja hann hefði valið í nefndina. Öll var sú mannaskipan á þann
veg, að hún hefði vart orðið með mjög ólíkum hætti þótt forráða-
menn Alusuisse hefðu sjálfir átt að kjósa sér menn til samninga-
viðræðna úr hópi Islendinga.
• Formaður nefndarinnar verður Jóhannes Nordal, sem öllum
íslenskum embættismönnum fremur ber ábyrgð á því hneyksli, að
fyrir orkukaup sín á íslandi þarf Alusuisse aðeins að borga liðlega
17 aura á kílówattstundina á sama tíma og auðhringurinn greiðir
að jafnaði yfir 50 aura á kílówattstund í þeim 12 verksmiðjum
öðrum, sem hann á að einhverju eða öllu leyti í 7 ríkjum hér og þar
í veröldinni.
• Jóhannes Nordal var við hlið ráðherra viðreisnarstjórnarinnar
helsti samningamaður íslendinga í upphaflegu samningunum við
Alusuisse á sjöunda áratugnum. Hann ásamt Steingrími Her-
mannssyni, núverandi forsætisráðhérra og Ingólfi Jónssyni gengu
frá endurskoðun þeirra samninga árið 1975 með slíkum hætti, að
það var Alusuisse sem enn hagnaðist.
• Þeir Alusuissemenn kunna vel að koma sínum málum fram í
samningum við Jóhannes Nordal.
• Við hlið Jóhannesar er settur Guðmundur G. Þórarinsson,
fyrrverandi alþingismaður. Þeir Múller og Meyer, Celio og Sorato
vita líka deili á honum.
• Það var þessi sami Guðmundur, sem hljóp til í desembermánuði
í fyrra og vildi bera fram við Alusuisse sitt einkatilboð auðhringn-
um til handa, - tilboð sem þingflokkur Framsóknarflokksins skrif-
aði síðar upp á fyrir Guðmund. An þess Alusuisse hefði boðið
okkur nokkurn eyri í hækkun, þá vildi Guðmundur G. Þórarinsson
bjóða auöhringnum í forgjöf heimild til að stækka verksmiðjuna í
Straumsvík og taka inn nýjan erlendan eignaraðila út á það eitt að
fá orkuverðið hækkað um 2 til 3 aura. Væri tillaga Guðmundar
lögð til grundvallar nú, þáætti orkuverðið að hækka úr 17 aurum í
liðlega 20 aura á kwst í stað þess að sanngirniskrafa íslenskra
stjórnvalda hefur verið sú að orkuverðið hækkaði í 50 aura, og yrði
þannig hið sama og Alusuisse greiðir í öðrum álverksmiðjum að
jafnaði, en það verð samsvarar einnig framleiðslukostnaðarverði
hér. - Það er ekki amalegt fyrir Alusuisse að fá í hendurnar mann,
sem fyrirfram hefur boðið þeim stækkun verksmiðjunnar og upp-
fyllingu fleiri óska gegn aðeins 20% hækkun orkuverðsins, þegar
öll rök mæla með 200% hækkun á orkuverðinu.
• Þriðji maður í viöræðunefndinni Gunnar G. Schram er ó-
reyndur á þessum vettvangi. En telji þeir Alusuissemenn sig í
einhverri óvissu um hann, þá bætir vitneskjan um baknefndina það
örugglega upp. í henni eru nefnilega þeir tveir stjórnmálamenn
íslenskir, sem ráðamenn auðhringsins telja sig af reynslu geta
treyst öllum öðrum betur, þeir Steingrímur Hermannsson og Geir
Hallgrímsson. Á milli þeirra situr þar iðnaðarráðherrann nýi undir
strangri vakt.
• Og svo hefst fyrsti fundurinn nú á jónsmessu. Það verður góðra
vina fundur.
• En nú er það ekki svo að þeir Jóhannes Nordal og Steingrímur
Hermannsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Geir Hallgrímsson
vilji ekki gjarnan fá hærra raforkuverð, ef auðhringnum þóknaðist
að líta til [jeirra í náð. Það sem er að er hitt, að þessir herramenn
geta með engu móti hugsað sér að fara í hart við auðhringinn.
Pólitísk samviska þeirra bannar þeim það. I þeirra augum er sú
leið, sem farin hefur verið víða um heim með árangri við hliðstæð-
ar aðstæður, það er einhliða beiting fullveldisréttar, - bannorð.
• Þetta vita ráðámenn auðhringsins því miður alltof vel og munu
hegða sér samkvæmt því. Þeir eru ekki vanir að gera mikið með
bænakvak, hvorki hér né annars staðar, en máske fást þeir þó til að
láta einhverja smáaura af hendi rakna, þó ekki væri nema til að
efna í svolitla gyllingu á sína vildarvini hér.
• Við munum hins vegar ekki betur en stjórnarandstaðan á síð-
asta kjörtímabili hafi stundum verið að kvarta yfir skorti á samráði
við sig meðan Hjörleifur Guttormsson bar ábyrgð á samningatil-
raunum við Alusuisse. Á þeim tíma var þó talið sjálfsagt, að hafa
fulltrúa stjórnarandstöðu með í álviðræðunefnd. Hinum nýju hús-
bændum í stjórnarráðinu þykir slíkt hins vegar greinilega ekki við
hæfi, þegar þeir eru sjálfir sestir í stólana. Þeir gera greinilega
meiri kröfur til annarra en sjálfra sín í þessum efnum. .Hvorki í
þeirri viðræðunefnd, sem ræða á við Alusuisse, né í svokallaðri
stóriðjunefnd, sem skipuð var sama dag, er að finna nokkurn
einasta mann frá núverandi stjórnarandstöðuflokkum. - En Guð-
mundur G. Þórarinsson er hafður í báðum nefndunum!
klippt
Millivegur Páls
Páll Pétursson formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins kom
í útvarp í fyrrakvöld og sagði frá
umræðum í efnahagsmálanefnd
Norðurlandaráðs, þar sem
atvinnuleysið var í forgrunni.
Viðurkenndi hann þar að með
stjórnvaldsaðgerðum væri hægt
að stuðla að atvinnuleysi m.a.
með leiftursókn og snöggum
samdrætti. Þegar fréttamaður
spurði hvað Páll segði þá um þær
einkunnir sem efnahags-
aðgerðum núverandi ríkisstjórn-
ar væru gefnar, eins og t.d. lög-
bundin leiftursókn, sagði
þingflokksformaðurinn með
semingi að um slíkt væri ekki að
ræða, heldur milliveg. Úr því að
millivegur Höllustaða-Páls felur í
sér afnám samningsréttar og 25-
30% lækkun kaupmáttar, hvar
eru þá öfgarnar að hans mati?
Jaruselski og
millivegurinn
Um þennan milliveg Fram-
sóknar var einmitt fjallað í „ekki
átta fréttum" í morgunútvarpi í
gær. Þar var greint frá því að Jar-
uselski hinn pólski hefði komið til
íslands vegna þess að greinar
Haraldar Blöndals og Magnúsar
Bjarnfreðssonar um „pólskt
ástand á íslandi" hefðu vakið
forvitni hans. Var hann nú kom-
inn í kynnisför og líkaði stórvel.
Til fyrirmyndar fannst honum að
sjálfsögðu bann við samningum
verkalýðsfélaga og kauphækkun-
in en ekki svo frábrugðið því sem
tíðkast í Póllandi. Hinsvegar var
hann stórhrifinn af því að hér
skuli blöð hreinlega vera bönnuð
og útvarpsráð skuli hafna erind-
um óséðum. Taldi hann þar vera
komið gott fordæmi og leið til
þess að létta álagi af pólsku rit-
skoðuninni, sem væri að kafna í
lestri greina og útstrikunum. Þá
væri íslenska leiðin betri að
hreinlega banna útgáfu eða hafna
útvarpsefni að óséðu.
Miðjan
langt til hœgri
Fleira í þesum dúr var tíundað
um milliveg Páls Péturssonar, og
Páll Pétursson.
þetta litla skopdæmi sýndi í hnot-
skurn hversu langt til hægri
miðjan í íslenskum stjórnmálum
er komin. Jafnvel herforingja-
stjórnir hafa ekki haft hug-
kvæmni á við íslensk stjórnvöld á
sínum millivegi.
Allt orðið gott
Þjóðfélagið er sem óðast að
falla í sínar eðlilegu skorður. Jó-
hannes Nordal er aftur tekinn að
stýra samningaviðræðum við
Alusuisse eins og hann gerði með
þessum líka árangri 1966. og 1975.
„Kóngurinn á eyjunni" er aftur
tekinn til við að manga við al-
þjóðakapítalið og fær að launum
klapp á öxlina í peningamála-
stofnunum erlendis, en íslenskir
skattborgarar greiða tapið af
Jóhannes Nordal.
Jaruselski.
samningunum sem gerðir eru
auðhringum til dýrðar.
Sigurgeiri Jónssyni banka-
stjóra skýtur upp í stóriðjunefnd,
og að sjálfsögðu teflir
Framsóknarflokkurinn fram
hetju sinni úr álviðræðum Hjör-
leifs, sjálfum Guðmundi G. Þór-
arinssyni bæði til þess að berjast
við Svissara og aðra áhugamenn
um fjárfestingar hérlendis.
Ekki er að efa að árangur þess-
ara herramanna verður stórfeng-
legur eins og fyrri daginn. Þeir
geta sérstaklega vænst góðs
veðurs hjá álhringnum nú þegar
íslendingar hafa sýnt hug sinn til
Alusuisse í verki með góðum
undirtektum við söfnun Nýrra
sjónarmiða, og þeir Svisslending-
ar geta gengið að kr. 5 000.92
með vöxtum hvenær sem er.
-ekh
Guðmundur G. Þórarinsson.
Sársauki
Framsóknar
Tveir fyrrverandi ráðherrar,
þeir Ólafur Jóhannesson og Ingv-
ar Gíslason mættu ekki á aðal-
fund miðstjórnar Framsóknar-
flokksins sem haldinn var um sl.
helgi. í leiðara Morgunblaðsins
segir, að fulltrúar SÍS hafi ráðið
lögum og lofum á fulltrúaráðs-
fundi framsóknarmanna í
Reykjavík á dögunum og sé
greinilegt að SÍS-valdið ætli sér
stóran hlut í flokknum á höfuð-
borgarsvæðinu einsog úti á landi.
í leiðaranum segir m.a. að
Ólafur Jóhannesson sé á leið út
úr stjórnmálum aldurs sökum.
Tómas Árnason hafi talið sér
fyrir bestu að bjóða sig ekki fram
til endurkjörs sem ritari Fram-
sóknarflokksins. En í hans stað
hafi verið kosinn Guðmundur
Bjarnason sem „fékk ekki að
verða ráðherra vegna andstöðu
Ingvars Gíslasonar“. Þá segir að
Þorsteinn Ólafsson fulltrúi for-
stjóra SÍS hafi fellt Harald Ólafs-
son varamann Ólafs Jóhannes-
sonar í kosningu til framkvæmda-
stjórnar flokksins. Segir í leiðar-
anum: „innan Framsóknar-
flokksins fer fram uppstokkun á
mönnum sem ekki er sársauka-
laus og ræður líklega mestu um
það, að þingflokkurinn treystir
sér ekki að mæta til þings“. í
Tímanum er ekki minnst á þessa
viðburði.
Langsótt skýring
Hinsvegar kemur Þórarinn
Þórarinsson ritstjóri með sér-
kennilega skýringu á því hvers-
vegna ekki megi kalla þing
saman. Sósíalistaflokkurinn hafi
árið 1951 gert harða hríð að
Bjarna Ben. fyrir að láta ekki
kalla Alþingi saman þegar gengið
var frá samningnum um herset-
una. Sama sé upp á teningnum nú
hjá Alþýðubandalaginu og „leitt
til þess að vita, að sumir þeirra,
sem réttilega vörðu afstöðu
Bjarna Benediktssonar 1951,
skuli nú hafa villst undir fána só-
síalista." Þetta er ákaflega undar-
leg söguskýring í ljósi þess að
þingflokkur Sjálfsstæðisflokks,
Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks sameinuðust um ályíctun
þess efnis að þing skyldi kveðja
saman skömmu eftir kosningar,
m.a. vegna ákvarðana í efnahags-
málum og umræðna um breyting-
ar á stjórnskipunarlögum. Ihald-
ið hefur kosið að hlaupa frá þessu
samkomulagi til þess að þýðast
Framsóknarflokkinn. Samlíking
Þórarins gæti á hinn bóginn verið
til vitnis um að hann teldi bráða-
birgðalagasúpu stjórnarinnar og
afnám samningsréttarins álíka
mikið feimnismál og hersetu-
samninginn á sínum tíma, sem
þoli ekki dagsins ljós á Alþingi.
En hver veit nema Moggaskýr-
ingin sé næst lagi.
-ekh
K.