Þjóðviljinn - 16.06.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.06.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. júnl 1983 BLAÐAUKI Þarna eru nokkrir íslendingar, sem nú eru orðnir austurrískir „ríkisborgarar". Margrét Helgadóttir á reiðhesti sínum Hirti. Tapast stormurinn úr faxinu? - Ég komst fyrst í kynni við hestinn þegar ég var 9 ára gömui en þá keypti pabbi sinn fyrsta hest. Síðan hef ég átt við hann sálufélag og vona að það endist sem lengst, því það er góður félagsskapur. Það er Margrét Heigadóttir hjá auglýsingastofunni Argus hér í Síðumúlanum, sem mælir svo, fæddur og uppaiinn Reykvík- ingur. - Úr því að hesturinn var nú orð- inn heimilisvinur okkar þótti sjálf- sagt að senda mig í reiðskóla hjá Fáki, heldur Margrét áfram máli sínu. - Það er kannski ekki rétt að segja að ég hafi verið send því ég vildi þetta sjálf. Ég hef e.t.v. verið ofurlítið smeyk við að setjast á bak svona stórri skepnu eins og mér mhg ræðir við Margréti Helgadóttur um kynni hennar af fslenska hestinum heima og erlendis Margrét hefur brugðið sér á bak. fannst hesturinn vera, en áhuginn á að læra og sitja hest varð þó óttan- um fljótlega yfirsterkari, enda reyndust hestarnir, sem þeir settu undir mig hjá Fáki, ekki vera neinir villingar heldur stilltir og öruggir hestar. Það var eins og þeir vissu hvað mætti bjóða knapanum. Ekki voru nú þessir útreiðartúrar neirjar langferðir, oftast mun hafa verið farið á milli Fákshúsanna. Svo skiptumst við systkinin á að fara á bak um helgar og áhugi minn á hestinum jókst jafnt og þétt eftir því sem ég kom oftar á bak honum og kynntist honum meira. Hestaleiga í Skagafirði - Þannig liðu 8 ár. Þá bauðst mér að fara norður í Skagafjörð og starfa þar við hestaleigu, sem Björn Steinbjörnsson frá Haf- steinsstöðum rak. Hólf höfðum við fyrir hestana í Krossanesi í Vall- hólmi hjá Sigurði bónda Óskars- syni, miklum og þekktum hesta- og gleðimanni, og svo í Varmahlíð. Meiri hlutinn af viðskiptamönnum okkar voru útlendingar, sem voru að ferðast um landið, komu með rútubílum í Varmahlíð og stöldr- uðu þar við til þess að komast á hestbak. íslendingar slæddust svo dálítið með. Þessar ferðir voru yfir- leitt stuttar, hálftími til klukkutími en stundum þó lengri. Kannski hef- ur aðalatriðið verið að geta sagt frá því eftir á að komið hafi verið á bak íslenskum hesti. Að þessu starfaði ég í tvo og hálfan mánuð og líkaði vel í Skagafirðinum. Farið utan Ég var nú fyrir alvöru komin út í hestamennskuna og því var það að ég ákvað að drífa mig á Evrópu- mótið, sem þá var haldið í Dan- mörku. Raunar langaði mig mest til þess að komast á íslenskt hesta- bú í Þýskalandi en á því var nú ekki kostur í bili. Á mótinu hitti ég Jo- hanes Hoyos frá Austurríki. Hann rak reiðskóla og gistiheimili fyrir nemendurna og mötuneyti í sam- bandi við það. Johanes bauð mér vinnu, jöfnum höndum við hestana og mötuneytið og tók ég því boði fegins hendi. Síðan gerðist það er við vorum á leið gegnum Þýskaland í áttina til Austurríkis, að bíll okkar bilaði. Hoyos var þá svo heppinn að rekast þarna á þjóðverja, Heinkel að nafni, sem hann kannaðist við og nauð aðstoðar hans við að lag- færa bílinn. Á meðan þeir félagar brösuðu við bílinn fórum við kona Þjóðverjans að spjalla saman. Spurði hún mig þá hvort ég vissi um einhverja íslenska stúlku, sem væri til með að koma og vinna við hesta- bú þeirra hjóna, en þau voru með 70 íslensk hross og vildu gjarnan fá íslenska stúlku til aðstoðar. Ég lof- aði að athuga það er ég kæmi til Austurríkis og skrifaði þá heim í því skyni. Þegar til Austurríkis kom varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum. í stað þess að vinna, öðrum þræði a.m.k. við hestana, var ég mestan part í eldhúsinu. Það varð til þess að ég skrifaði Heinkel-hjónunum og sagðist koma sjálf. Og eftir að hafa verið þrjá og hálfan mánuð í Austurríki fór ég til Þýskalands um miðjan des. í Svartaskógi Hjónin áttu heima í litlu þorpi í Svartaskógi. Þar fannst mér mjög fallegt. Þetta var 1977 og þarna dvaldi ég í 8 mánuði en fór heim rétt fyrir landsmótið 1978. Þó að dvalartíminn væri ekki langur fannst mér þetta mjög góð og skemmtileg lífsreynsla, sem ég vildi ekki hafa farið á mis við. Ég kynntist þama nýjum hliðum á hestamennskunni og viðhorfum til hennar, sem ég tel að hafi verið lærdómsríkt. - Hvernig fannst þér íslensku hestarnir una sér í þessu umhverfi, sem trúlega er gerólíkt því, sem þeir voru aldir upp við? - Ég varð þess ekki vör að óyndi væri í hestunum. En auðvitað er umhverfið gjörólíkt, eins og þú segir. Reiðleiðir voru ekki aðrar en skógarstígir eða malbikið. Hest- arnir em geymdir í litlum hólfum og mikið dekrað við þá. Folöldin t.d. þau verða eins og heima- gangar. Þetta er nokkuð annað en víðáttan og frelsið hér heima. Svart og hvítt - Af hvaða ástæðum telurðu að útlendingar sækist svo mjög eftir íslenskum hestum? - Þar kemur nú ýmislegt til. Ein ástæðan er sú, að þessir stóru, út- lendu hestar eru að sumu leyti miklu viðkvæmari og þarf að passa þá betur, þótt ótrúlegt kunni að þykja. Þeír eru sterkir en stirðir og miklu viljadaufari en íslensku hest- arnir svo maður tali nú ekki um ganghæfnina. Þeir bara brokka, valhoppa og stökkva. Tölt og skeið fyrirfinnst ekki hjá þeim. íslenski hesturinn einn býr yfir fimm gang- ZEttbók SSISENZKA TlESrSINS <Á 20. ÖI5D ^*’^^****?!‘Jjgjjl OUNNAK‘t»«N*S<« -***»* CUNN«^^ ‘KÁiHWAtrruR VEttbók «*s BÓKAFORLAG 0DDS°BJÖRNSS0NAR • Akureyri Tryggvabraut 18-20 Pósthólf 558 • Sími 96-22500 602 Akureyri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.