Þjóðviljinn - 16.06.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.06.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. júni 1983 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3 Geysisgos í sumar 5 þúsund krónur fyrir hvert gos í sumar gefst ferðahópum eða ferðaskrifstofum kostur á að „kaupa" sér Geysisgos, en verða að bera af því kostnað fyrir sápu. undirbúning og umsjón með gos- inu. Nemur sú fjárhæð 5 þúsund krónum og greiðist til Ferðaskrif- stofu ríkisins sem tekur við gos- pöntunum og ákveður hvort hægt sé að verða við þeim. Það er Geysisnefnd, sem hefur umsjón með Geysi íflaukadal og hefur hún ákveðið þessa skipan mála. Ekki verður leyft að setja sápu í hverinn oftar en á 4ra daga fresti. Fyrir nokkru var lokið við að, setja upp girðingu umhverfis Geysi bæði af öryggisástæðum og til að hlífa Geysishólnum við á- troðningi. Athygli er vakin á því að fara verður mjög varlega um Geysissvæðið. Það er Þórir Sig- urðsson, garðyrkjubóndi í Haukadal sem hefur umsjón með Geysissvæðinu fyrir Geysisnefnd og Ferðaskrifstofu ríkisins. Ferðalangar í Kýrskarði með Hornvík í baksýn. Hælavíkurbjarg fjær. Ljósm.: GFr. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum Eldfjörug lög og smellnir textar verða á boðstólnum í Laugardalshöll að kvöldi 17. júní. Hér eru það Sigríður Hagalín, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Steindór Hjörleifsson sem taka lagið á æfingu. Skrúðganga frá Borgarleikhúsinu að kvöldi 17 . júní LR býður í Höllina Leikfélag Reykjavíkur hefur í samráði við borgina ákveðið að bjóða borgarbúum til kvöld- skemmtunar í Laugardalshöll að kvöldi 17. júní undir hcitinu „Við byggjum leikhús“. Gamanið í Höll- inni hefst kl. 21, en áður verður farin skrúðganga frá Borgar- leikhúsinu og eru leikhúsgestir í Iðnó fyrr og nú hvattir til þess að fjölmenna. Safnast verður saman við Borgarleikhúsið kl. 20 og lagt af stað kl. 20.15. Lúðrasveit verka- lýðsins spilar í göngunni. Yfir 20 leikarar og starfsmenn LR koma fram á skémmtuninni, en, höfundar efnis eru Jón Hjartarson," Karl Ágúst Úlfsson og Kjartan Ragnarsson, sem einnig annast leikstjórn, en tónlistarstjórn er í höndum Sigurðar Rúnars Jóns- sonar. Undirleik annast Jóhann G. Jóhannsson og Tóntas Einarsson. Megnið af lögunum er eftir finnska leikhústónskáfdið Kaj Chydenius, en einnig verða fluttar söngva- syrpur úr leikritum eftir ýmsa höf- unda. Auk Iðnó leikaranna mun fjöldi annarra leikara og leikhús- 'fólks aðstoða við skemmtunina. Heiöursgestir kvöldsins verða forseti íslands og borgarstjórinn, sem jafnframt flytur ávarp. Stefnt er að því að Borgarleikhús verði tekið í notkun eftir 3 ár, á 200 ára afntæli Reykjavíkurborgar. Aðgangurinn að skemmtun LR í Laugardalshöll er ókeypis, en meiningin er að með mikilli þátt- töku og frjálsum framlögunt leggi borgarbúar áherslu á vilja sinn til þess að byggja sér og LR leikhús. - ekh Farið verður8.júlí á Hornstrandir Hin árlega sumarferð Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum verð- ur að þessu sinni farin norður í Hornvík. Lagt verður af stað með Djúp- bátrium Fagranesinu frá ísafirði föstudaginn 8. júlí kl. 2 eftir há- degi, og komið til baka á sunnu- dagskvöld. Farið verður á Horn- bjarg og í gönguferðir um ná- grennið undir leiðsögn kunnugra manna. Dvalið verur í tjöldum þessar 2 nætur. - Kvöldvaka og kynning á Horn- ströndum - Verð fyrir fullorðna kr. 980,- Öllum heimil þátttaka. Nánar auglýst síðar. Kjördæmisráð Alþýðubandalags- ins á Vestfjörðum Tij aðildarfélaga í Ölfusborgum Gróðursetning verður í Ölfusborgum laugar- daginn 18. júní. Rútuferðir verða frá Lindargötu 9 kl. 13. Nánari upplýsingar í síma 25633. Stjórnin jg| Lausar stöður heilsugæslulækna á Akureyri og Seltjarnarnesi Laus er til umsóknar ein staða heilsugæslu- læknis á Akureyri og ein á Seltjarnarnesi. Stöðurnar veitast frá og með 1. september 1983. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðuneytinu á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást í ráðuneytinu og hjá landlækni fyrir 14. júlí n.k. Allar nánari upplýsingar veittar í ráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Fulltrúi sumars.sólar og heilbrigði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.