Þjóðviljinn - 16.06.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.06.1983, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 400 mUjóna blekking Ólafur Ragnar Grímsson skrifar Þegar ríkisstjórnin ákvað að færa kjör almennings 30 ár aftur í tímann og svipta verkalýðsfé- lögin sjálfsögðum lýðréttindum, töldu ráðherrarnir nauðsynlegt að sviðsetja blekkingarleik. Dag- inn eftir fundinn á Bessastöðum birtist Steingrímur í sjónvarpinu og þrástagaðist. á því að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að „verja 400 milljónum í þágu láglauna- fólksins í landinu". Albert Guð- mundsson gaf svo út sín fyrstu lög undir hinu virðulega og lævíslega heiti „Bráðabirgðalög um fjár- málaráðstafanir til verndar lífs- kjörunum“. Albert hefur haft orð á sér fyrir að liðsinna lítilmagnanum. Þess vegna þótti sérstaklega sniðugt í þágu blekkingarleiksins að láta hann gefa út lög með slíkum titli. Síðan hafa málgögn ríkis- stjórnarinnar sungið sí og æ um þessar blessaðar 400 milljónir. Sú áróðursiðja byggist á takmarka- lausri fyrirlitningu á dómgrein al- mennings. Ríkisstjórnin treystir því að fólkið í landinu skoði ekki meira en fyrirsögnina. Það takist að hylja þá staðreynd að bráða- birgðalögin „til verndar lífskjör- um láglaunafólks" séu ekki síður í þágu ríkisbubba og forstjóra, stóreignamanna og spekúlanta. Ráðherrar og forstjórar Þegar Albert Guðmundsson tók ásamt Davíð við stjórn Reykjavíkurborgar, töldu þeir félagar brýnasta nauðsyn að lækka fasteignagjöld á stóreigna- mönnum. Þjónustugjöld almenn- ings voru hins vegar hækkuð til að skerða hin daglegu lífskjör. Þessi stefna er kjarninn í fyrstu lögum Alberts fjármálaráðherra. Skattalækkunin sem felst í 1. gr. laganna kemur nefnilega honum sjálfum, ráðherrunum öllum, forstjóraliðinu í Verzlunarráð- inu, stóreignarmönnunum í Vinnuveitendasambandinu og öllum hinum burgeisunum í landinu til góða. í lögunum er enginn greinar- munur gerður á þeim sem lágar tekjur hafa og hinum sem velta sér upp úr mánaðarlaunum sem nema tugum þúsunda. Skatta- lækkunin er látin ná til allra. Það er greinilegt að ráðherrarnir hafa talið nauðsynlegt að byrja á því að vernda eigin lífskjör og lags- bræðranna sem hönnuðu með þeim kjaraskerðingarfrumvarp- ið. Láglaunamaðurinn fær ekkert meira út úr skattalækkuninni en forstjórinn. Iðnverkakonan ekk- ert meira en ráðherrann. Hitunarkostnaður útgerðarmanna Annað meginefni laga „til verndar Iífskjörunum", sem lengi verður minnst sem fyrsta verks Alberts fjármálaráðherra, er að veita 150 milljónum kr. til lækk- unar hitunarkostnaðar íbúðar- húsnæðis. Steingrímur blessaði sérstaklega þessa gjörð í sjón- varpinu daginn eftir valdatök- una. Þetta átti nú aldeilis að vera handa láglaunafólkinu. Stór- Nr. 56 27. mai IV83 BRÁÐABIRGÐALÖG um fjármálaráðstat'anir til verndar lífskjöruni. Forseti Íslands gjörir kunnugt: Fjármálarádhcrra hclur tjáO mcr. að i stjórnarsáttmála llokkanna. scm nú hafa myndaö ríkisstjórn, scu ákvcönar víðtickar ctnahagsráöstalanir cr hrýna naúösyn beri til aö hrinda i framkvæmd jicgar i staö til þcss aö draga úr veröbólgu. tryggja atvinnuöryggi og trcysta stööu þjóöarbúsins út á viö. og vcrnda hag hcirra scm viö lökust kjör búa; þar á mcöal scu ráöstafanir til aö hækka barnabætur og bætur almannatrygginga. aö lækka tekjuskatt mcö auknum pcrsónualslætli og til aö jafna húshitunarkostnaö. Fyrir því cru hcr mcö sctt bráöabirgöalög samkvæmt 2«S. grcin stjórnarskrárinnar á þessa lciö: framlag til að mæta kjaraskerð- ingunni. Staðreyndin er hins vegar allt önnur. Upphæðin rennur ekkert sérstaklega til hinna bágstöddu í þjóðfélaginu. Útgerðarmaðurinn og kaupfélagsstjórinn taka einnig hér ríkulega sinn hlut. Líkt og skattalækkunin var látin ná til allra án tillits til tekna verður hit- unarkostnaðurinn greiddur til sérhvers íbúa á viðkomandi svæðum. Þessar 150 milljónir eru því á engan hátt sérstök tekjujöfnun- araðgerð í þágu láglaunafólks. Hún er fyrst og fremst almennur byggðastyrkur frá þéttbýlinu á suðvesturhorninu til þeirra sem búa við dýrari orku. Ránsfé Og hvernig ætla svo Albert og Steingrímur að afla fjár til þess- ara almennu skattalækkana og niðurfærslu á hitunarkostnaði út- gerðarmanna landsbyggðarinn- ar? Jú, svarið er einfalt. Þeir grípa meðal annars til þess ráðs að taka ránshendi það fjármagn sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði sérstaklega ætlað láglaunafólk- inu í landinu. Eins og kunnugt er átti eftir að greiða veigamikinn hluta þeirra láglaunabóta sem ákveðnar voru í samræmi við viðræður sem fram höfðu farið við forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar. Þessar láglaunaþætur taka þeir félagar Steingrímur og Albert nú trausta- taki. Skattalækkanir til ráðherra og fjorstjóraliðsins eru framdar í krafti þess ránfengs sem fjár- málaráðherrann útvegaði sér í láglaunabótafé sem til var á reikningi í ráðuneytinu. Hrói Höttur rændi eins og kunnugt er hina ríku til að gefa hinum fá- tæku. Albert fjármálaráðherra rænir hins vegar hina fátæku til að geta líka fært hinum ríku skatta- lækkun. ara og Valtýs Péturssonar gjald- kera er Listmálarafélagið félag 23 málara sem fást við olíumálverk en nú sýna 17 þeirra. Félagar í List- málarafélaginu eru allir félagar í FÍM en vilja halda hópinn sérstak- lega og halda uppi þó nokkurri fé- lagsstarfsemi.Ekkivildu þeirviður- kenna að aldursmeðaltalið væri sérstaklega hátt en ekki lágt held- ur. Til að geta orðið félagi í List- málarafélaginu þurfa 2/3 félags- manna að samþykkja inngönguna enda góður standard í því að sögn þeirra þremenninga. I tengslum við sýninguna verður gefin út vönduð skrá og mun elsti meðlimur félagsins, Þorvaldur Skúlason, verða kynntur þar sérstaklega. Ætlunin er að kynna þannig einn félagsmann árlega í sýningarskrá. Sýningin er sölusýning og töldu þeir félagar verðið mjög sann- gjarnt, frá sjöþúsund krónum og uppúr... Tveir nýir félagar sýna nú með í fyrsta sinn, þeir Jóhannes Geir og Björn Birnir, en auk þeirra Ágúst F. Petersen, Bragi Ásgeirs- son, Elías B. Halldórsson, Einar Hákonarson, Einar G. Baldvins- son, Einar Þorláksson, Guðmunda Andrésdóttir, Hafsteinn Aust- mann, Hrólfur Sigurðsson, Jó- hannes Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson, Kristján Davíðsson, Sigurður Sigurðsson, Þorvaldur Skúlason og Valtýr Pétursson. Nýútskrifaðir Hópurinn sem stendur að sýn- ingunni Ný grafík eru nýútskrifaðir nemendur úr Grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans. Myndirnar eru flestar unnar á loka- árinu og eru sumar þeirra unnar með nýstárlegri tækni. Að sýning- unni standa Anna Henriksdóttir, Elín Edda Árnadóttir, Kristbergur Ó. Pétursson, Lára Gunnarsdóttir og Tryggvi Árnason. Sýningin er sölusýning og mun meðalverð myndanna vera um 2000 krónur en sumar kosta allt niður í 700 krónur. EÞ. Kjarval á Þingvöllum, List- málarafélagið og Ný grafík í dag, fimmtudaginn 16. júní, verða opnaðará Kjarvalsstöðum þrjár myndlistarsýningar. í austursal sýningin Kjarval á Þingvöllum, í vestursal samsýning Listmálarafélagsins og í anddyri samsýning fimm grafíklistamannasem nefnist Ný grafík. T vær síðarnefndu sýningarnar verða opnaðar til 10. júlí en Kjarvalssýningin verður opin fram á haust. Á Kjarvalssýningunni eru 44 olíu- málverk og vatnslitamyndir sem Jóhannes S. Kjarval málaði á Þing- völlum, aðallega á árunum 1929- 1962. Stefna Kjarvalsstaða er að hafa ætíð eina sýningu á verkum Kjarvals uppi á sumrin og er nú safnað saman myndum úr ýmsum áttum sem málaðar eru á Þingvöll- um. Fimm myndir eru í eigu Kjarv- alsstaða en leitað var til Listasafns ASÍ, Listasafns íslands og Lista- og menningarsjóðs SÍS um myndir og til einkaaðila sem eiga 30 myndir á sýningunni. Ekki eru þetta allar þær myndir sem Kjarval málaði á Þingvöllum en leitast var við að velja myndir frá ólíkum tímabilum og myndir sem ekki hafa sést opin- berlega áður. Má þar nefna mynd af Jóni Hreggviðssyni á Þingvöllum sem Kjarval gaf Halldóri Laxness, fimmtugum, mynd af Gullfossi á Þingvöllum sem hann gaf forstjóra Eimskipafélagsins og mynd af eiginkonu Jónasar frá Hriflu á Þingvöllum. Nefnist sú mynd í blíðu og stríðu og var gefin Jónasi. Á sýningunni eru einnig 25 ramm- ar með eftirprentunum, kortum og ljósmyndum. Nefnast þeirStarfs- ferill Jóhannesar S. Kjarvals í máli og myndum. Þessir rammar voru unnir af Gylfa Gíslasyni fyrir Lista- hátíð á Kjarvalsstöðum í fyrra og vöktu mikla athygli. Sérstaklega kváðu útlendingar hafa orðið undr- andi á hve afkastamikill og fjöl- breyttur Kjarval var á listamanns- ferli sínum. Nýlega var hafist handa við að skrásetja og ljósmynda verk eftir Kjarvaí í einkaeign í Reykjavík. Um 800 verk eru þannig komin á spjaldskrá og er það liður í undir- búningi að afmælissýningu sem halda á árið 1985 en þá hefði Kjar- val orðið 100 ára. Hann fæddist 15. október 1885. Á sýningunni Kjarval á Þingvöllum eru 44 myndir sem Kjarvai málaði á Þingvöllum. Margar þeirra hafa ekki sést opinberlcga fyrr. 17 félagar sýning Listmálarafélagsins en sú fyrsta var haldin í fyrra. Að sögn Einars Þorlákssonar formanns fé- Sýninginívestursalnumerónnur lagsins, Hafsteins Austmanns rit- Listmálarafélagsins Þrjár sýningar opnaSarí dag á Kj ar valsstöðum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.