Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. júni 1983 DIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guörún Guðmundsdóttir. Bitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Augiýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurösson. Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Husmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun; Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og augiýsingar: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. Kjarajöfnun eða kauprán • í kosningabaráttunni á liðnu vori var það ein höfuðkenning Framsóknarflokksins, að „vísitalan'1 væri helsti óvinur vinnandi fólks á íslandi, og henni þyrfti umfram allt að koma fyrir kattarnef. Saklausir kjósendur Framsóknarflokksins skyldu þetta tal fæstir á þann veg, að þarna væri verið að boða mönnum 25-30% almenna launalækkun eins og nú hefur komið á daginn. • Fyrir kosningar létu talsmenn Framsóknarflokksins jafnan að því liggja að „vísitöluna" þyrfti að taka úr sambandi vegna þess að hún mældi fólki með háar tekjur fleiri krónur í verðbætur heldur en lágtekjufólki, og þess vegna væri afnám „vísitölunnar“ rétt- lætismál og til þess fallið að jafna lífskjörin. • Þannig var með nokkrum árangri reynt að blekkja fólk fyrir kosningar. • Að loknum kosningum kom hins vegar í ljós með óyggjandi hætti, að það var ekki jöfnun lífskjara af einu né neinu tagi, sem vakti fyrir Framsóknarforingjunum með tali þeirra um vísitöluna, heldur einhliða kauplækkun upp á 25-30%. • í viðræðum þeim, sem fram fóru um stjórnarmyndun í vor, þá lagði Alþýðubandalagið fram tillögur um með hvaða hætti mætti takast að verja lífskjör láglaunafólksins í landinu og jafna byrðun- um niður á þá, sem betur voru settir. • í viðræðum við Framsóknarflokkinn lögðu fulltrúar Alþýðu- bandalagsins m.a. fram skriflega tillögu um þak á verðbætur launa, þannig að þeir sem hæst hafa launin fengju hlutfallslega minni verðbætur en aðrir. Framsóknarflokkurinn hafnaði þessari tillögu. • Þá Iagði Alþýðubandalagið fram skriflega tillögu, sem m.a. fól í sér, að lægst launaða fólkið fengi greiddar fullar verðbætur á sín laun þann 1. júní sl., og allir aðrir fengju svo bara þessa sömu krónutölu greidda í verðbætur, eins og láglaunafólkið. Þetta var tillaga Alþýðubandalagsins skýr og afdráttarlaus. En Framsóknar- foringjarnir, sem í kosningabaráttunni höfðu þóst ætla að jafna lífskjörin með því að afnema vísitölukerfið, þeir vildu hvorki sjá né heyra slíka tillögu. Þegar Steingrími Hermannssyni og félögum hans hafði verið afhent þessi tillaga Alþýðubandalagsins þann 20. maí sl., þá létu þeir sig hverfa, eins og kölski þegar honum var sýnd biblían forðum. Þeir siitu á augabragði viðræðunum um hugsan- lega vinstri stjórn, og hlupu beint yflr í herbúðir íhaldsins. • Og þá þurfti ekki langan tíma til að semja og mynda stjórn, því Sjálfstæðisflokkurinn var eins og Framsókn algerlega andvígur því, að verðbótakerfinu væri á neinn hátt beitt til kjarajöfnunar, því þær skitnu 200,- krónur á mánuði, sem slett var aukalega í fólk með innan við kr. 10.000,- í mánaðarlaun, ná engu máli. • Þegar Framsóknarforingjarnir bölsótuðust út í „vísitöluna“ fyrir kosningar, og þóttust ætla að jafna kjörin með afnámi henn- ar, þá var það annað sem fyrir þeim vakti, eins og nú er komið á daginn. Þegar á hólminn kom voru þeir hvorki til viðtals um sérstaka skerðingu á verðbótagreiðslum til þeirra sem hæst hafa launin, né heldur um það, að verðbætur yrðu greiddar í krónutölu, og kjör hinna lægst launuðu þannig varin, þótt lækka yrði launin hjá öðrum. Það er sérstök ástæða til þess að allir þeir, sem glæptust til að kjósa Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum, leggi sér einmitt þetta á minnið til framtíðar. • Það er nú komið í ljós svo ekki verður um villst, hvað leyndist á bak við allt tal Framsóknarforingjanna um „niðurtalningu“ og afnám „vísitölunnar“. • Það sem fyrir þeim vakti var, að frá síðustu verðbótagreiðslu á laun fyrir kosningar og til næstu áramóta, þá skyldi kaupið hjá almennu launafólki aðeins hækka um 12.3% samtals í krónutölu, en verðlagið um 60% á sama tíma. Það er þetta sem nú hefur verið lögbundið af ríkisstjórninni samkvæmt tillögum Framsóknarfor- ingjanna, og það án þess að nokkrar umtalsverðar ráðstafanir séu gerðar til þess að vernda lægst launaða fólkið fyrir þessum ósköpum. • Framsóknarforingjana skorti hins vegar hreinskilni til þess að segja mönnum fyrir kosningar hvað fyrir þeim vakti. Enda hætt við að atkvæðin hefðu þá orðið eitthvað færri. • Ritstjóri Tímans segir í forystugrein fyrir nokkrum dögum: „Á síðustu árum hefur þjóðin lifað langt umfram þjóðartekjur". Vafa- laust er það fólk finnanlegt í landinu, sem lifað hefur og sóað verðmætum umfram það, sem okkar þjóðartekjur gáfu tilefni til. Þetta fólk lætur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hins vegar í friði að mestu leyti og hyggsl reyndar auka möguleika þess til auðsöfnunar á kostnað almennings. Og hvernig svo sem reiknim- eistarar Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar setja dæmið upp, þá geta þeir aldrei fengið útkomu sem sýnir, að kaup fólks sem nú hefur 10 til 20 þúsund krónur í mánaðarlaun hafi verið að setja þjóðarbúið á hausinn! Slíkar blekkingar eru engum sæmandi. k. klippt Allt f lagi með erlend lán, segir iðnaðarráðherra eftir kosningar. Á myndinni má sjá Júlíus Havsteen, sem smíðaður var hjá skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi, en þeir fá heimild fyrir einu skipi í viðbót í raðsmíðaverkefninu. Við Albert svíkjum engan Það vakti athygli í kosninga- baráttunni í vor, þegar Ólafur Jó- hannesson mærði Albert Guð- mundsson mjög í sjónvarpi og til- kynnti alþjóð að þeir Albert hefðu aldrei svikið neinn. Ekki vitum við um Albert, en hitt vitum við, að margur Fram- sóknarmaðurinn hefur talið sig svikinn af þeirri Natóglýju, sem Ólafur hefur haft í augum, eink- utn hin seinni árin. En nú er Albert kominn í ráðu- neyti, og þá skal manninn reyna. „Erlendar skuldir aukist ekki“ segir í kosningastefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins fyrir síðustu kosningar. Var þetta þó mjög hófsamt orðalag miðað við þær voðalegu lýsingar, sem dag eftir dag mátti lesa á síðum Morgun- blaðsins, um að við værum að sökkva í fen erlendra skulda. Á þessum grundvelli mætti ætla, að frekari erlendar lántökur væru bannorð hjá nýjum fjár- málaráðherra. Fyrsta yfirlýsing hans í þeim efnum vekur því at- hygli. „Erlend lán koma alveg til greina“, segir hann í sambandi við vegaáætlun, en þar vill hann ekki afla nauðsynlegra tekna. - Við Albert svíkjum engan - sagði Óli Jó. Skyldu ekki einhverjir Sjálfstæðismenn vera vonsviknir yfir lántökugleði fjármálaráð- herrans. Á hitt má svo einnig benda, að það er hrein blekking hjá fjár- málaráðherra þegar hann stillir erlendum lántökum og skattlagn- ingu til vegagerðar upp sem val- kostum. Auðvitað þýða erlendu lánin ekkert annað en að skatt- lagningunni er frestað um sinn. Lánin verða að greiðast seinna, og þá af skattfé. Sverrir vill líka erlend lán En það er ekki bara fjármála- ráðherrann, sem allt í einu hefur skipt um skoðun varðandi er- lendar lántökur. Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra hefur einnig gleymt því að í stefnuskrá flokksins segir „erlendar skuldir aukist ekki“. Hann ætlar að halda áfram með hið góða raðsmíða- verkefni Hjörleifs Guttorms- sonar, sem tryggir skipasmíða- stöðvunum verkefni. Um fjár- mögnun segir iðnaðarráðherra í viðtali við Morgunblaðið: „Hann kvað rétt vera að sjóðir þessir ættu við fjárþröng að búa og auðvitað yrði að taka erlend lán til fjármögnunar“. Man nú ein- hver móðursýkistóninn í Mogg- anum fyrir kosningar? Æ, ég gleymdi þessu En meðan fiskiskip eru á dag- skrá og stækkun flotans. Nú eru þrjú pólsk fiskiskip að bætast í flota okkar á næstunni. Heimild- in var veitt af þáverandi sjávarút- vegsráðherra og núverandi for- sætisráðherra, Steingrími Herm- annssyni. Margir komu af fjöllum þegar þetta fréttist, enda stærð flotans viðkvæmt mál, en mest hissa varð ráðherrann sjálfur. Hann var „satt að segja eiginlega búinn að gleyma þessu“. Væri nú ekki rétt að einhver minnugur Framsóknarmaður færi yfir gjörðir Steingríms í ráðunéytum undanfarin ár, þannig að við þurfum ekki að eiga von á ein- hverjum óvæntum uppákomum, sem ráðherrann var „eiginlega búinn að gleyma"? Þú, kalviður klári Steingrímur gleymir, en aðrir frammarar rifja upp. Ingvar Gíslason, sem ku vera fúll yfir þátttöku flokks síns í ríkisstjórn, samfara hvarfi eigin ráðherra- dóms, ritar grein mikla íTímann í gær um „styrk og stöðu Fram- sóknarflokksins í 20 ár“ og hann spyr: „Hvar er vaxtarbroddur- inn?“ En fátt verður um svör hjá fv. ráðherra þegar hann hefur rennt fránum augum yfir kalviði flokks síns. Grípum niður í játn- ingasögu Ingvars: „Minnkandi kjörfylgi flokksins getur því ekki verið því að kenna að flokkurinn hafí ekki haft áhrifastöðu í ríkis- stjórn.“ „Því miður virðist vera gjá milli Framsóknarfíokksins og ýmissa félagslegra áhrifaafla og kjósendahópa, sem nú fara stækkandi og láta meira að sér kveða en áður“ og ennfremur: „Flokkurinn hefur æ ofan í æ tekið á sig ábyrgð, sem hann gat ekki risið undir...“ „Hér hljóta að vera að verki félagsleg öfl, þjóðfélagshreyfingar og lífsvið- horf, sem ekki eru hliðholl Fram- sóknarflokknum, eða Framsókn- arflokkurinn ekki hliðhollur þeim. Gildir einu hvort heldur er, atkvæðamissirinn er samur við sig.“ Kal í túni Framsóknar vekur ugg í brjósti Ingvars Gíslasonar. En hvar er vaxtarbroddurinn? Ekki hjá Framsókn. Um hvaða Ólaf er talað? En Ingvar hefur einnig á- hyggjur af því að kalið í fylgistúni Framsóknar leiði til mannfórna: „Hætt er við að árgæskan í Fram- sóknarflokknum ykist lítið við það fremur en hjá Svíum forðum, þegar þeir fóru að Ólafi konungi Ingjaldssyní og fórnuðu til árs og friðar.“ Auðvitað er hér verið að fjalla um annan Ólaf. Þann Ólaf sem ásamt Ingvari er fúll yfir núver- andi stjórnarþátttöku Framsókn- ar, en hefur sjálfur verið í farar- broddi fyrir þeirri hrakför flokks- ins til hægri, sem er hin raunveru- lega skýring á fylgistapi Fram- sóknar. Hin „félagslegu öfl“ sem Ingvar spyr um eru nefnilega vinstra fólkið, sem Framsókn hefur svikið. og skoriö Frjálsir og óháðir stjórnarsinnar Morgunblaðið hefur aldrei get- að fyrirgefið þeim Dagblaðs- mönnum að þeir sýndu ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen sæmilegan velvilja framan af og gerðust ekki flokksmálgagn Sjálfstæðisflokksins fyrr en eftir sameininguna. Þess vegna segja þeir í leiðara: „Dagblaðið var enn við lýði þegar ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsen kom til sögunnar í febrúar 1980 og tók blaðið þá skýra afstöðu með stjórninni meðal annars vegna niðurstöðu í skoðanakönnun þess um álit al- mennings á ríkisstjórninni". Ja, ekki hafa þeir Moggamenn mikið álit á siðferðisþreki skoðana- bræðra sinn á DV. Og áfram segir Mogginn „Eftir stjórnar- skiptin er málum þannig háttað að annar ritstjóra Dagblaðsins- Vísis er ábyrgðarmaður ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar. Stóð ritstjórinn að öllum ákvörðunum þingflokks Sjálf- stæðismanna í stjórnarmyndun- arviðræðunum." Það er semsé ekki einungis svo, að ráðherrar og þingmenn sem standa að ríkisstjórninni séu ósáttir mjög, heldur eru flokks- blöðin þrjú, sem að stjórninni standa, DV, Morgunblaðið og Tíminn, komin í hár saman. Verður fróðlegt að fylgjast með þegar virkilega fer að reyna á í haust. eng.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.