Þjóðviljinn - 22.06.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 22.06.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. júní 1983 Ólafur R. Eínarsson Framhald af bls. 5 Kona Ó'lafs er Jóhanna Axels- dóttir Jónssonar alþingismanns og Guðrúnar Gísladóttur. Jóhanna og Ólafur eignuðust tvo drengi, Gísla Rafn, 14 ára, og Þorvarð Tjörva 6 ára. Ólafur var dulur maður en því gat enginn maður leynt hversu gott og einlægt samband þeirra Jó- hönnu var. í veikindunum síðustu árin hefur Jóhanna staðið sig með ólíkindum, orðið „hetja“ kemur í hug minn, þegar ég hugsa um allar næturnar sem hún vakti yfir Óla síðasta sprettinn eða alla óvissuna milli vonar og ótta sem hún hefur mátt búa við á síðustu árum. f þeirri baráttu sýndi Jóhanna þrek og styrk svo að fá dæmi eru slíks. Henni auðnaðist þá ekki einasta að auðveida Ólafi erfiða baráttu, henni tókst einnig með styrk sínum og reisn að hjálpa öðrum þessa síð- ustu daga. Sérstaklega koma mér í hug Einar og Sigríður. Öllu þessu fólki sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Því miður erum við Nína, konan mín, ekki heima á útfarardaginn, en með þessum orðum flytjum við kveðjurokkar. Ég færi Ólafi þakk- ir fyrir vináttu og hlýhug í tvo ára- tugi, björt unglingsár og skemmti- legt samstarf síðan. Fyrir hönd Al- þýðubandalagsins og Þjóðviljans flyt ég og samúðarkveðjur. Áhrifin af ævistarfi Ólafs R. Ein- arssonar eiga eftir að koma betur í ljós á komandi árum. Hann er í raun fyrsti maðurinn sem sinnir sögu íslenskrar verkalýðshreyfing- ar af sérstökum myndarskap í sam- felldu starfi með útgáfu bóka og greina, kennslu og fyrirlestra. Það starf var unnið í ljósi alþjóðahyggj- unnar með sýn um heim allan þar sem alþýða berst fyrir rétti sínum gegn kúgun og arðráni. Sú barátta heldur áfram lengi, lengi. Á þeirri vegferð mun starf Ólafs R. Einars- sonar verða að liði. Þannig er hann samferða okkur þrátt fyrir allt. Svavar Gestsson. Við kveðjum í dag Ólaf Rafn Einarsson sagnfræðing og mennta- skólakennara, en hann lézt hinn 11. júní sl. eftir stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ólafur fæddist í Reykjavík hinn 16. janúar 1943, sonur hjónanna Einars Olgeirs- sonar, alþingismanns, og Sigríðar Þorvarðardóttur. Hann lauk stúd- entsprófi úr máladeild Mennta- skólans í Reykjavík 1963, en hélt að því búnu til Noregs til náms. Stundaði Ólafur síðan nám í forn- leifafræði og sagnfræði við Oslór arháskóla árin 1963-1966, en hóf þá nám í sagnfræði við Háskóla ís- lands og lauk þaðan cand.mag. prófi árið 1969. Árið 1971 lauk hann prófi í uppeldis- og kennslu- fræði frá sama skóla. Kennsla varð gildasti þátturinn í ævistarfi Ólafs R. Einarssonar. Hann hóf kennslu samhliða námi sínu í HÍ og var stundakennari í Víghólaskóla í Kópavogi árin 1966-1969. Á árunum 1969-1971 kenndi hann við Barna- og gagn- fræðaskólann á Hvolsvelli, en sum- arið 1971 réðst hann sem kennari í sögu að Menntaskólanum við Tjörnina (nú Menntaskólinn við Sund), sem þá var nýlega tekinn til starfa, og var fastur kennari við skólann unz yfir lauk. Ólafur var um nokkurra ára skeið stunda- kennari við sagnfræðiskor Háskóla íslands, þar sem hann kenndi námskeið um sögu íslenzkrar verkalýðshreyfingar. Þá var hann um árabil leiðbeinandi í Félags- málaskóla alþýðu. Ólafur var frá unga aldri mikill félagsmálamaður og hafði mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum. Sáust merki þessa þegar í menntaskóla, en þá tók hann virkan þátt í starfi Æskulýðsfylkingarinnar og átti einnig sæti í stjórn Framtíðarinnar, málfundafélags Menntaskólans í Reykjavík. A námsárum sínum í Osió var hann formaður í Félagi íslenzkra námsmanna í Osló og ná- grenni. Eftir að Ólafur kom heim frá námi sínu í Noregi, tók hann mjög virkan þátt í starfi Alþýðubandalagsins, sem var nokkuð umbrotasamt um þær mundir, og átti góðan þátt í að hasla flokknum þann starfsgrund- völl, sem enzt hefur honum til góðra verka síðan. Ólafur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu- bandalagið, og verða þau fæst upp talin hér. Þess skal þó getið, að árið 1971 var hann í framboði fyrir flokkinn í Suðurlandskjördæmi og 1974 í Reykjaneskjördæmi. Þá sat hann um árabil í stjórn Aðstoðar íslands við þróunarlöndin, og full- trúi í útvarpsráði var hann frá 1974, formaður ráðsins 1979-1980, en síðan varaformaður. Einnig átti hann sæti í útvarpslaganefnd og byggingarnefnd útvarpshúss. Það leiðir af líkum, að maður, sem hafði jafnmörg járn í eldi og Ólafur, hefur haft knappan tíma til að stunda rannsóknir í fræðigrein sinni. Til slíkra verka stóð þó hugur hans alla tíð og einkum á seinni árum. Þegar litið er til anna hans við önnur störf, má segja, að tals- vert liggi eftir hann á þeim vett- vangi. Kjörsvið Ólafs var saga ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar. Lokaritgerð hans til cand.mag. prófs í sagnfræði fjallaði um Upp- haf íslenzkrar verkalýðshreyfingar 1887-1901, og var hún brautryðj- andaverk á sínu sviði. Ritgerð þessi birtist í tímaritinu Sögu 1969, en var einnig gefin út í bókarformi af MFA. Árið 1977 gaf Ólafur út, ásamt Einari Karli Haraldssyni, bókina Gúttóslagurinn 9. nóvemb- er 1932. Höfundarnir kenndu verk sitt við ,-,blaðamennskusagnfræði“, og hvað sem um þá skilgreiningu má segja er víst, að hér var á ferð markvert framtak í þá veru að skrifa á alþýðlegan og áhugavekj- andi hátt um sagnfræðileg efni fyrir almenning, án þess að slakað væri á fræðilegum kröfum. Vorið 1978 átti Ólafur þess kost að dveljast um 3 mánaða skeið í Húsi Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn. Þann tíma notaði hann til að leita uppi á Arbejderbe- vægelsens Arkiv heimildir, er vörðuðu samskipti danskrar og ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar og flokka hennar. Afrakstur þessarar leitar var bæði mikill og forvitni- legur, eins og sjá má af þeim sýnis- hornum,. sem Ölafur birti af þess- um rannsóknum sínum í tímaritinu Sögu 1978 og 1979. í fyrra bindinu birti hann ritgerðina Sendiförin og viðræðurnar 1918, sem fjallaði um viðhorf íslenzkra jafnaðarmanna til sambandsmálsins og hlut þeirra að lausn þess 1918. Síðari ritgerðin nefndist Fjárhagsaðstoð og stjórn- málaágreiningur og fjallar um fjár- hagsleg tengsl Alþýðuflokksins við danska sósíaldemókrata á 3. tug aldarinnar, og þau áhrif, sem þessi tengsl höfðu á stefnu flokksins. Af öðrum ritstörfum Ólafs má nefna, að hann tók saman kennslu- bók í íslandssögu: Frá landnámi til lútherstrúar. Þættir úr íslandssögu fram til 1550, sem notuð hefur ver- ið til kennslu í ýmsum framhalds- skólum um árabil. Einnig á þessum vettvangi fræði- starfa og útgáfumála lét Ólafur sig varða hina félagslegu hlið mál- anna. Til marks um það er, að hann átti um skeið sæti í stjórn Sagn- fræðingafélags íslands og var um árabil fulltrúi í félagsráði Máls og menningar. Undirritaður átti því láni að fagna að vera vinur, félagi og sam- starfsmaður Ólafs R. Einarssonar um tveggja áratuga skeið. Við vor- um samstúdentar árið 1963, og héldum síðan báðir til náms í sagn- fræði í Noregi þá um haustið. Það var á þessum námsárum okkar á erlendri grund, að við tengdumst vináttuböndum, sem héldust æ síð- an. Þessi vináttubönd styrktust síð- an enn frekar, þegar við urðum samkennarar í Menntaskólanum við Tjörnina. Þar eins og annars staðar tók Ólafur virkan og lifandi þátt í því starfi, sem unnið var. Hann var snemma kosinn fulltrúi kennara í skólastjórn, og hann gegndi lengst af starfstíma sínum við skólann starfi deildarstjóra, fyrst í félagsgreinum, en síðar í sögu. Þá annaðist hann um árabil umsjón og eftirlit með félagslífi nemenda í umboði rektors skólans. Fyrir öll þessi störf, og ekki síður kennslu sína, ávann Ólafur sér virðingu og hylli jafnt samstarfs- manna sinna sem nemenda skólans. Ólafur var mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Hann kvæntist árið 1968 Jóhönnu Axelsdóttur jarðfræðingi og kennara, mikil- hæfri konu, sem reyndist honum ómetanleg stoð í erfiðum veikind- um hans. Þau áttu tvo syni, Gísla Rafn, 14 ára, og Þorvarð Tjörva, 6 ára. Það var á haustdögum 1979, að Ólafur kenndi þess meins, er varð honum að aldurtila. Hann þurfti þá að gangast undir mikla læknisað- gerð, sem bar þann árangur, að hann gat hafið störf að nýju um vorið 1980. Gegndi hann síðan störfum sínum í Menntaskólanum við Sund tvö næstu skólaár og'allt fram í október sl. að sjúkdómurinn braut heilsu hans að nýju. Önnur læknisaðgerð tryggði Ólafi nokk- urn bata um skeið, en að endingu hlaut hann að lúta í lægri haldi í stríði sínu við hinn skæða sjúkdóm. Ég hef margs að minnast eftir löng kynni okkar Ólafs, en kannski rís hann hæst í endurminningunni einmitt í stríði sínu við sjúkdóm- ,inn, sem hann háði af þeirri karl- mennsku og æðruleysi, að fátítt má telja. Aðstandendur hans hafa mikið misst, og öll hluttekningar- orð hljóta að hrökkva skammt, en það má vera harmbót eftirlifandi aðstandendum, jafnt foreldrum, eiginkonu, sonum og systur, að þá var Ólafur sterkastur, er mest á reyndi, og þannig gaf hann okkur, sem eftir Iifum, fordæmi sem ekki mun fyrnast. Sigurður Ragnarsson. Ólafur R. Einarsson, mennta- skólakennari, lést í Reykjavík, 11. júní s.l., eftir þungbær veikindi. Það mun hafa verið á árinu 1979, sem Ólafur kenndi sér þess meins, sem nú hefur orðið honum að fjör- tjóni. í lok árs 1979 gekkst hann undir mikla skurðaðgerð og var það von allara að honum tækist í það skiptið að bera sigur úr býtum við manninn með ljáinn. Þó Ólafur næði sér furðanlega eftir að- gerðina, kom þó að því að sláttu- maðurinn slyngi hafði betur í þeirri viðureign, sem fer fram milli lífs og dauða. Satt best að segja man ég ekki lengur, hvenær við Ólafur kynnt- umst fyrst. Æska okkar og ung- dómsár voru reyndar svo samofin og minningin um góðan dreng og félaga svo sjálfsögð, að í mínum huga skiptir litlu máli, hvenær okk- ar fundum bar fyrst saman. Á árunum eftir 1950 voru Norðurmýrin og Hlíðarnar eins konar Breiðholt síns tíma. í sér- hverju húsi og íbúð voru glaðvær börn á öllum aldri við leik og störf. í þessu umhverfi í Norðurmýrinni ólumst við Ólafur upp. Það fór ekki framhjá krökkunum í hverf- inu, að Ólafur væri sonur hins stór- brotna stjórnmálamanns, Einars Olgeirssonar, og konu hans Sig- ríðar Þorvarðsdóttur. Á þessum árum, í upphafi kalda stríðsins, hefur Ólafur væntanlega ekki kom- ist hjá því, frekar en börn annarra stjórnmálamanna, að verða fyrir aðkasti jafnaldra sinna í hverfinu, þar sem hann var sonur eins um- deildasta og hæfileikamesta stjórn- málaleiðtoga þjóðarinnar. Ef svo hefur verið, hefur Ólafi tekist með góðri framgöngu og hegðun að afla sér trausts og vináttu jafnaldra sinna, því aldrei heyrði ég hann hallmæla sínum gömlu leikfé- lögum, og var í þeim efnum um gagnkvæma vináttu og trúnað að ræða. Þó við Ólafur slitum barns- skónum í sama hverfinu, urðu kynni okkar ekki náin fyrr en 1959, er við gengum báðir í Æsku- lýðsfylkinguna, félag ungra sósíal- ista í Reykjavík. Á næstu árum unnum við Ólafur mikið saman í Æskulýðsfylkingunni og áttum sæti í ýmsum nefndum og stjórnum á vegum hreyfingarinnar. Kunn- ingjahópur Ólafs náði þó langt út fyrir raðir Æskulýðsfylkingarinn- ar, enda var Ólafur vinsæll meðal skólaskystkina sinna og þeirra fé- laga, sem hann kynntist á lífsleið- inni. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík,árið 1963, stundaði Ólafur sagnfræði- nám við Oslóarháskóla og lauk cand. mag. prófi frá Háskóla ís- lands árið 1969. Eins og vænta mátti valdi Ólafur sem sérgrein að fjalla um sögu íslenskrar verka- lýðshreyfingar og árið 1970 kom út bók hans „Upphaf íslenskrar verkalýðshreyfingar. “ Vegna hæfileika Ólafs og mann- kosta varð ekki hjá því komist að á hann hlæðust ýmis trúnaðarstörf. Ólafur átti sæti í stórn „Aðstoðar íslands við þróunarlöndin" og var það viðfangsefni honum mjög kært. Þá var Ólafur í stjórn Æsku- lýðssambands fslands og um skeið formaður þess. í framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins var hann um árabil, þar af tvö ár sem formaður. Auk þess var Ólafur fulltrúi flokksins í útvarpsráði frá árinu 1974 til dauðadags. Þó fundum okkar Ólafs bæri ekki eins oft saman hin seinni ár og á árum áður, áttum við þó ýmsa sameiginlega vini og kunningja, auk góðra minninga um glaðar samverustundir, sem rifjaðar voru upp í dagsins önn. Við hið ótímabæra fráfall Ólafs R.Einarssonarhverfur hugurinn til þess tíma, sem við Ólafur áttum sem mest saman að sælda. Ólafur var traustur félagi og góður dreng- ur. Það er huggun harmi gegn, að þegar vináttan er byggð á traustum grunni, verður minningin ævar- andi. Ég veit að í þeim,efnum mæli ég fyrir munn sameiginlegra félaga okkar Ólafs. Við Kristín sendum eiginkonu Ólafs, Jóhönnu Axelsdóttur, drengjunum tveimur, Gísla Rafni og Þorvarði Tjörva, svo og öllum öðrum aðstandendum, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Hrafn Magnússon „Það kemur alltaf nógur tími“ er máltæki sem gjarnan er kennt Fær- eyingum. Frá sjónarhóli mannsins í himingeimnum eru það víst orð að sönnu, en okkur dauðlegum er nærtækast að leggja þau út sem af- sökun fyrir því að geyma það sem gera má í dag til morguns. En rétt- ast held ég sé að skilja þessi orð sem forna reynsluspeki er segir okkur að hlaupa ekki frá neinu við- fangsefni vegna tímaskorts, heldur að leggja rækt, alúð og hugsun í hvaðeina sem við tökum okkur fyrir hendur. Nú er tími Ólafs R. Einarssonar allur. Það er erfitt að sætta sig við svo skamma ævi manns sem tíminn vann með og óx að viti og virðingu ár frá ári. Við höfðum ætlað að gefa okkur tóm til þess að vinna úr fjölda símtala sem okkur höfðu far- ið á milli síðustu misserin en úr því varð aldrei. Þar var illa varið tímanum og skotið á frest nauðsynjamáli, sem hefði komið fleirum að notum en þeim sem þessar línur ritar. Áhugamál Ólafs og verkefni sem hann hafði á hönd- um voru mörg, og hugmyndir um útvarpsmálefni, flokksstarfið, fræðslumálin og útgáfustarfsemi var gott til hans að sækja. En fyrst og fremst er þess nú sárt saknað að tímaskynið skuli enn vera svo van- þroskað að húsbyggingarogvinnu- streð ganga fyrir samvistum við félaga sem er á förum. Þegar ég var að taka fyrstu skref- in í flokksstarfi á vegum Alþýðu- bandalagsins um 1973 var Ólafur R. Einarsson formaður fram- væmdastjórnar flokksins. Leiðir okkar lágu fyrst saman í umræðum á flokksvettvangi um flokksstarfið. Það var upphafið að góðri sam- vinnu sem ekki bar skugga á. Ólafur stóð þá á þrítugu og manni duldist ekki að hann bjó þá þegar að mikilli reynslu í stjórnmálum og kennslustörfum, og að sögu- þekkingu, sem oft kom að góðum notum. Hann var enginn hávaða- maður og fór beinar leiðir að fólki fremur en krákustigu. Með greinargóðum málflutningi og hæglátri staðfestu náði hann þó oft- ar en ekki sínu fram og var áhrifa- maður innan Alþýðubandalagsins. Allan síðasta áratug var Ólafur R. Einarsson í margvíslegum verk- um fyrir Þjóðviljann. Einkum á sumrin og í kennsluhléum þegar á þurfti að halda. Hann gekk þar í öll verk með okkur hinum, og leysti af ritstjóra. Þjóðviljinn stendur í þakkarskuld við Ólaf og menn brugðu sér þar óhræddir af bæ vit- andi að blaðið var í traustum hönd- um hans. Ritstjórnarverk fóru honum vel úr hendi. Hann vann skipulega og hafði tekið þann arf úr föðurætt og fengið það uppeldi í pólitískum störfum að það var fjarri honum að gefast nokkurn tíma upp þó að á móti blési. Það var upp úr samverustundum á Þjóðviljanum sem sú hugmynd kviknaði að við ynnum saman að bók um níunda nóvember 1942, og allt það mikla baráttuár í verka- lýðssögunni. Enda þótt við yrðum báðir að gera þetta á hlaupum með öðrum verkum minnist ég þess tíma sem samfelldra ánægju- stunda. Ég kynntist því þá af eigin raun að Ólafur var hafsjór af fróð- leik úr sögu verkalýðshreyfingar- innar, og það mátti nánast fletta upp í honum um hvaðeina er á þurfti að halda. Ég minnist líka góðra vinnu- og samverustunda úr sumarbústað tengdafólks hans, þar sem hugurinn reikaði frjáls í frjó- um samræðum, milli þess sem teknar voru skorpur við bókina. Ég hika ekki við að fullyrða að verkalýðshreyfingin á íslandi hefur mikils í misst við fráfall Ólafs R. Einarssonar. Ritstörf hans í verka- lýðssögu, háskólakennsla í sama efni og aðstoð við mótun fræðslu- starfs Menningar og fræðslusam- bands alþýðu á þessu svið bera þess órækt vitni að í Ólafi átti verkalýðs- hreyfingin lykil að sögu sinni. Éftir því sem verkalýðsfélögum hefur vaxið fiskur um hrygg, og lengra verður í tíma milli frumherjanna og þeirra sem nú fást við verkalýðs- mál, hefur þörfin á fræðslu um sögu verkalýðsbaráttunnar aukist. Nú verður ekki lengur leitað í sjóð reynslu og þekkingar hjá Ólafi nema í ritað mál, sem eftir hann liggur, og mun það að sönnu reynast mönnum drjúgt. Þegar litið er til baka yfir það sem Ölafur R. Einarsson hefur rit- að og starfað kemur vel í ljós hversu staðfastur hann var f sinni pólitísku hugsjón. Hún var einföld en hefur löngum reynst traust hald- reipi íslenskum sósíalistum. Hún felst í því að gera sjáfstæðisbarátt- una að höfuðmáli, hvort sem hún snýst um landhelgismál, hersetu eða erlenda ásælni í efnahagslífinu. Hún felst í því að setja baráttuna um brauðið-, heima fyrir og er- lendis, skör ofar en bóicstafskenn- ingar um framtíðarríki í anda sósí- alismans. Hún felst í því að gera baráttuna fyrir lýðræði og mann- réttindum að megininntaki í dag- legum pólitískum störfum. Þennan þráð má finna óslitinn í öllum skrifum og störfum Ólafs, hvort sem um er að ræða greinar um sjáfstæðismál, baráttu gegn heimsvaldastefnu, um hungur og fátækt í heiminum og nauðsyn aukinnar þróunarhjálpar, og um aukið frjálsræði í útvarpsrekstri; eða störf hans í Alþýðubandalag- inu, Samtökum herstöðvaand- stæðinga, Æskulýðssambandi ís- lands, Aðstoð íslands við þróunar- löndin og í útvarpsráði. Sú er og trú mín að þessi þráður hafi einnig ver- ið gildur þáttur í kennslu Ólafs og áhuga hans á fræðslumálum. Ólafur tók sjúkdómi sínum af því æðruleysi sem honum var svo eiginlegt. Hann var maður úthalds og þrautseigju og því er að hans skamma tíma meiri eftirsjá. Hann var líklegur til enn meiri verka í sínum fræðum og í starfi sósíalista. Sárastur er þó harmur eiginkonu hans og drengjanna tveggja, for- eldra, systur og annarra ættingja og aðstandenda. Traustur og hugljúf- ur heimilisfaðir, eiginmaður, son- ur, bróðir og frændi er genginn löngu fyrir aldur fram. Megi þeim allt verða til huggunar. Við Steinunn sendum þeim öll-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.