Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 5
Miðvíkudagur 22. júní 1983 fJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Minning:_______________________
Ólafur R. Einarsson
Fæddur 16. janúar 1943 — Dáinn 11
Eftir harða baráttu við erfiðan
sjúkdóm lést vinur minn og félagi i
tvo áratugi, Ólafur Rafn Einars-
son, 11. júní síðastliðinn, aðeins40
ára að aldri. Sár harmur er kveðinn
að fjölskyldu hans og okkur öllum
sem þekktum hann. Þann harm
getum við ekki sefað, en hitt verð-
ur gert í minningu Óla að fara vel
með tilfinningar sínar - einkum
hinar sáru.
Ólafur Rafn Einarsson var fædd-
ur 16. janúar 1943 í Reykjavík.
Hann var yngra barn hjónanna
Einars Olgeirssonar og Sigríðar
Þorvarðardóttur. Eldra barn
þeirra er Sólveig kennari við
Menntaskólann við Sund. Ólafur
ólst upp í foreldarhúsum og naut
þar óvenjulegs ástríkis foreldra
sinna og fjölskyldu. Aðstæður i
uppeldi hans voru um margtóvenju-
legar; Einar Olgeirsson um-
deildur stjórnmálaleiðtogi. Virtur
var hann og dáður af samherjum og
vinum, en andstæðingarnir spör-
uðu ekki stóryrðin þegar fjallað var
um Einar og verk hans. Það er erf-
itt að alast upp við slíkar kringum-
stæður, en Sólveig og Ólafur báru
engin merki þess. Aldrei man ég
eftir því að Ólafur hafi á neinn hátt
skýlt sér á bak við frægð föður síns.
Þvert á móti held ég að hann hafi
stundum fremur kosið að fara fram
í eigin nafni svo sem fremst var
kostur.
Ólafur gekk í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar. Hann fór síðan í
Menntaskólann í Reykjavík sem
leið lá. Var í máladeild. Saga var
hans eftirlætisnámsgrein og kom
það snemma í ljós að söguna tók
hann fram yfir allar aðrar náms-
greinar. Hann tók virkan þátt í fé-
lagslífi nemenda, var meðal annars
í stjórn málfundafélagsins Fram-
tíðarinnar, þegar við Fylkingarfé-
lagar réðum þar nokkru um skeið.
Hann var á þessum árum virkur
félagi í Æskulýðsfylkingunni í
Reykjavík og hafði snemma auga
fyrir skipulagningu og forystustörf-
um. Hann var glöggur og raunsær
og gerði hvað hann mátti snemma
til þess að hið pólitíska starf skilaði
sem bestum árangri.
Eftir stúdentsprólf, 1963, hélt
Ólafur til náms í Noregi, við há-
skólann í Osló. Hann lagði stund á
sagnfræði og fornleifafræði og lauk
þar ígildi BA-prófs vorið 1966,
eftir þriggja ára nám. Hann komst
þar í kynni við róttæka strauma
sem síðan birtust meðal annars í
stúdentahreyfingunni vorið 1968.
Meðan hann var við nám í Osló
starfaði hann á sumrin að nokkru
leyti við fornleifauppgröft að Hvít-
árbakka og Húsafelli.
Heimkominn á ný hóf hann svo
framhaldsnám við Háskóla íslands
og lauk þar cand. mag. prófi
snemma árs 1969. Hann lagði aðal-
lega stund á sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar og helgaði þessum
þætti sagnfræðinnar krafta sína
fyrstur Islendinga. Liggja eftir
hann mikil verk á þessu sviði, í
raun ótrúlega mikil miðað við það
hversu skammur tími vannst til
þess að sinna þeim störfum, -
aðeins um 10 ár, því Ólafur veiktist
í árslok 1979. Óg þau 10 ár varð
hann að sinna hugðarefni sínu við
hliðina á kennslustörfum og veru-
legri þátttöku í pólitísku starfi
stjórnmálahreyfingar fslenskra
sósíalista.
Eftir að Ólafur hafði lokið cand.
mag. prófi hóf hann kennslustörf.
Hann kenndi fyrst á Hvolsvelli við
unglingaskólann. Það hefur ekki
verið talið róttækt byggðarlag en
áhrifa hins unga kennara varð strax
vart og ég þekki nokkra einstak-
linga sem líta á kynnin af Ólafi á
Hvolsvelli sem sína fyrstu pólitísku
lexíu. Ég man að minnsta kosti
eftir tveimur ungum drengjum sem
komu að austan í starfskynningu á
Þjóðviljanum á þessum árum.
Annar þeirra er við blaðið enn
þann dag í dag.
Meðan Ólafur var á Hvolsvelli
tók hann virkan þátt í starfi flokks-
ins á Suðurlandi og varð þriðji
maður á framboðslita Alþýðu-
bandalagsins á Suðurlandi vorið
1971. Það voru erfiðar kosningar
fyrir flokkinn, en frambjóðenda-
sveitin ung og vösk. Til þess var
tekið að málflutningur efstu manna
listans hefði vakið mikla og já -
kvæða athygli, hvort heldur var á
fundum eða í kosningablöðunum.
Ólafur átti mikinnþátt íblaðaútgáf-
unni í kjördæmin j, einkum uppi á
landinu, þetta vorið.
Síðan hélt Ólafur suður og settist
fljótlega að í Kópavogi þar sem
hann bjó til dauðadags. Hann
kenndi sögu við Menntaskólann
við Tjörnina, síðan við Mennta-
skólann við Sund. Hann þótti góð-
ur kennari, dáður af nemendum
sínum, og ég man að hann lagði sig
mjög fram um að kynna þeim
námsefnið sem best þannig að það
vekti áhuga þeirra. Síðustu árin
leiðbeindi Ólafur svo um sögu
verkalýðshreyfingarinnar í Há-
skóla Islands.
Hér hefur nokkuð verið tínt til
en þó ekki nema brot. Eins og ég
gat um fyrr urðu árin sem hann
hafði til fræðistarfa ekki mörg, en
það sem hann afkastaði var bæði
mikið að vöxtum og þar kom margt
nýtt fram úr sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar sem skiptir
sköpum um viðhorf manna til
veigamestu kaflaskipta í sögu ís-
lenskrar verkalýðshreyfingar.
Þessi rit og greinar vil ég nefna hér,
en listinn er alls ekki tæmandi:
- Upphaf íslenskrar verkalýðs-
hreyfingar 1887-1901. Þessi bók er
meginrit Ólafs, gefin út af
Menningar- og fræðslusambandi
alþýðu í Reykjavík 1970.
- Bernska reykvískrar verka-
lýðshreyfingar frá 1887-1916. Þátt-
ur í Reykjavík í 1100 ár, útgefandi
Sögufélagið og Reykjavíkurborg
1974.
- Ágrip af sögu Félags járn-
iðnaðarmanna, afmælisrit 1970.
- Frá landnámi til lúterstrúar,
þættir úr íslandssögu fram til 1550,
útgefandi Heimskringla Reykjavík
1975.
- Gúttóslagurinn 9. nóvember
1932, ásamt Einari Karli Haralds-
syni,gefið út í Reykjavík 1977.
- Sendiförin og viðræðurnar
1918. Sendiför Ólafs Friðrikssonar
til Kaupmannahafnar og þáttur
jafnaðarmanna í fullveldisviðræð-
unum. í Sögu, tímariti Sögufélags-
ins XVI Reykjavík 1978.
- Fjárhagsaðstoð og stjórnmála-
ágreiningur. Áhrif erlendrar fjár-
hagsaðstoðar á stjórnmálaá-
greining innan Alþýðuflokksins
1919-1930. í Sögu XVII Reykjavík
1979.
- Draumsýn Ólafs Friðrikssonar
árið 1914. í Söguslóðir, afmælisriti
Ólafs Hanssonar. Útg. Sögufélagið
Reykjavík 1979.
- Þættir úr baráttusögu Sóknar,
afmælisrit árið 1975.
- Islands arbejderbevægelses
historie 1887-1971 í Meddelelser
om Forskning í Arbejderbevægels-
ens Historie Nr. 12 1978, Kaup-
mannahöfn 1979.
Hér hefur aðeins það helsta ver-
ið talið og þó áreiðanlega eitthvað
sem vantar, því ekki hefur verið
unnt að fara sem skyldi yfir þau rit
sem Ólafur skrifaði helst í. í þessari
upptalningu er þó sleppt öllum
greinum í Rétti og í Þjóðviljanum.
Ekki hef ég neina möguleika á
því að meta fræðistörf Ólafs í ein-
stökum atriðum. Þó er ljóst að
ýmsir þættir þeirra setja mark sitt á
viðhorf þeirra sem skoða sögu ís-
júní 1983
lenskra sósíalista frá liðnum ára-
tugum. Árið 1978 var Ólafur í húsi
Jóns Sigurðssonar í Kaupmanna-
höfn. Þar fór hann yfir mikilvæg
gögn úr samskiptum íslenskra Al-
þýðuflokksmanna við sósíaldemó-
krata á Norðurlöndunum, eink-
um í Danmörku. í grein sem
Ólafur skrifaði um þetta skeið
kemur fram að Alþýðuflokkurinn
fékk mjög verulega fjárhagsaðstoð
frá dönskum sósíaldemókrötum
1928. Augljóst er af bréfaskriftun-
um að þessi fjárhagsaðstoð var ein
ástæða þess að kommúnistar voru
reknir úr Alþýðuflokknum árið
1930. Þannig urðu útlend áhrif til
þess - ekki í síðasta sinn - að tvístra
íslenskum sósíalistum. Þetta sýndi
Ólafur fram á með skrifum sínum,
og þar með var hrundið villandi
kenningum um það að kommúnist-
ar hefðu í rauninni tekið sig út úr
Alþýðuflokknum af þjónkun við
kröfur Kominterns. Þessi niður-
staða Ólafs markar því veruleg
þáttaskil í rannsóknum á sögu ís-
lensku verkalýðshreyfingarinnar.
Ólafur starfaði mikið að útgáfu
Réttar ásamt Einari föður sínum.
Hann hafði forystu um að gjör-
breyta útgáfunni að útliti og upp-
setningu 1967- en áður hafði Réttur
verið óbreyttur að uppsetningu og
útliti frá upphafi vega! Ölafur skrif-
aði mikið í Rétt og má segja að
greinar hans hafði einkum snúist
um tvennt: Annars vegar um sögu
hinnar skipulögðu íslensku verka-
lýðshreyfingar; hins vegar um bar-
áttu hinna fátækustu þjóða við
hungur, fátækt og fáfræði. Þetta
tvennt einkenndi einmitt helstu
áhugasvið Ólafs; þar var um að
ræða rótfestu í íslenskri verkalýðs-
hreyfingu með sýn til allra átta
hinnar alþjóðlegu baráttu fyrir
jafnrétti, lýðræði og sósíalisma.
Mörg sumur starfaði Ólafur með
mér við Þjóðviljann sem ritstjóri.
Hann var laginn verkstjóri, ósér-
hlífinn blaðamaður og starfsamur
með afbrigðum og hafði líka glöggt
áróðursauga. Það var gott að starfa
með Ólafi. Aldrei varð okkur
sundurorða þessi sumur þó vinnu-
dagurinn væri oft langur og menn
þreyttir á kvöldin þegar líða tók á
vaktina. Það var einkum fáliðað
sumarið sjötíu og eitt þegar miklar
sviptingar voru á blaðinu. Þá voru
þar með mér í forystuhlutverki þeir
Ólafur og Magnús Jónsson. Nú eru
þeir báðir fallnir svo allt of langt
um aldur fram.
Frá unglingsárum var Ólafur
virkur félagsmaður í stjórnmála-
samtökum íslenskra sósíalista.
Hann átti sæti í stjórn Æskulýðs-
fylkingarinnar, bæði Reykjavíícur-
deildarinnar og sambands ungra
sósíalista. Hann átti sæti í fyrstu
miðstjórn Alþýðubandalagsins
eftir endurskipulagninguna 1968,
en hafði einnig verið kosinn í mið-
stjórninasem stýrði stofnun Al-
þýðubandalagsins sem stjórnmála-
flokks. Sú miðstjórn var kosin á
fyrsta landsfundi Alþýðubanda-
lagsins 1966. Þar urðu miklar svipt-
ingar - en á yfirborði þess fundar
var þó allt mjög slétt og fellt.
Ólafur átti sæti í miðstjórnum Al-
þýðubandalagsins af og til á árabil-
inu 1968-1978. Hann var formaður
framkvæmdastjórnar Alþýðu-
bandalagsins 1972-1974 og sat oft
ella í framkvæmdastjórn. Hann var
einnig virkur í starfi Alþýðubanda-
lagsins á Reykjanesi og var í fram-
boði í því kjördæmi 1974. Ólafur
sinnti fræðslustarfi sérstaklega í
flokknum og beitti sér meðal ann-
ars fyrir stofnun fræðslumiðstöðv-
ar. Hann varð formaður í heimilda-
nefnd Alþýðubandalagsins en ent-
ist ekki heilsa til þess að sinna því
verki eins og hann sjálfur hefði
helst kosið.
Auk þessara fjölþættu starfa
innan flokksins, sagnfræðirann-
sókna og kennslu, sem þegar hefur
verið drepið á, sinnti hann trúnað-
'arstörfum á öðrum vettvangi:
Hann var einn af fyrstu forystu-
mönnum Sambands íslenskra
námsmanna erlendis og Varð full-
trúi SÍNE í stjórn Æskulýðssam-
bands íslands. Ölafur varð svo for-
maður ÆSÍ, - fyrstur sósíalista -
sem þá þóttu mikil firn og tíðindi.
Hann sat fyrir Alþýðubandalagið í
útvarpsráði - fyrst sem varafulltrúi
1972-1975. Þá sem aðalfulltrúi frá
1975. Hann var formaður 1978-
1980 og varaformaður frá 1980 til
dauðadags. Hann sat í útvarpslaga-
nefnd og í byggingarnefnd ríkisút-
varpsins. Alls staðar þótti Ólafur
tillögugóður og raunsær, sanngjarn
og hafði lag á að leita lausnar erf-
iðra vandamála. Hann var þó fast-
ur fyrir með sín grundvallarsjón-
armið, en átti auðvelt með að taka
tillit til allra aðstæðna og var vel
látinn af samstarfsmönnum sínum í
Ríkisútvarpinu.
Ólafur var kosinn í stjórn Útgáf-
ufélags Þjóðviljans í fyrra og var
hans sérstaklega minnst á fundi Út-
gáfufélagsins sem haldinn var nú á
dögunum.
Hér hefur margt verið rakið, en
þó vantar fleira, einkum það sem
ég vildi helst sagt hafa af okkar
kynnum. Sú grein verður þó aldrei
fullskrifuð því okkar kynni í tvo
áratugi eru ekki síður blandin til-
finningum sem ég kann ekki að
færa í orð.
Ólafur var í fjórða bekk, ég í
þriðja bekk menntaskólans er við
kynntumst. Fyrst á leshringjum
Einars Olgeirssonar klukkan hálf-
sex á laugardögum. Það voru un-
aðslegir tímar sem ég er þakklátur
fyrir að hafa fengið að njóta. Við
Óli urðum síðan vinir og kunningj-
ar í félagsstarfi í Framtíðinni og
Fylkingunni. Þegar ég fór vestur í
brúarvinnu skrifaði hann mér bréf
um pólitíkina syðra og ég svaraði
honum um hæl. Þá voru enn skrif-
uð sendibréf, sennilega vegna þess
að við urðum fyrir svo miklum á-
hrifum af fortíðinni þegar menn
voru enn að tjá hug sinn í bréfum.
Eftir að Ólafur fór utan til náms
skiptumst við enn á nokkrum
bréfum og lögðum á ráðinum'póli-
tíkina og náttúrlega byltinguna. ■
Við fylgdumst af ákafa með því
sem gerðist í heiminum, til dæmis í
Víetnam um þessar mundir. Við
tókum af alhug þátt í starfi til að-
stoðar við þróunarlöndin og þar
starfaði Óli mikið - var í stjórn Áð-
stoðar íslands við þróunarlöndin
frá 1971 til 1981. Hann kynnti fyrir
okkur baráttuaðferðir - pólitíska
söngva og pólitískar plötur sem
þóttu nánast undur og stórmerki.
Það lá beint við að við legðum
saman krafta okkar á blaðinu að
minnsta kosti á sumrin. Það voru
oft góð sumur með löngum, björt-
um nóttum. Þá þurftu menn sára-
lítið að sofa - helst ekki neitt. Að
morgni var svo haldið beint í vinn-
una rétt eins og við værum að koma
af hvíldarheimili, endurnærðir eftir
umræður og gleði kvöldsins og næt-
urinnar.
Óli var dulur og flíkaði ekki til-
finningum sínum. Hann gat þó orð-
ið reiður, snögglega, og átti þá erf-
itt með að leyna skaphita sínum.
Þess minnist ég alltaf nóttina forð-
um þegar flokkurinn valdi sér ráð-
herra 1978. Þá heimtaði Lúðvík að
þrír ungir menn yrðu ráðherrar;
tveir þeirra höfðu aldrei setið á al-
þingi, einn þeirra alls ókunnugur
stjórnkerfinu. Ég fór lengi undan,
og þegar sú lota stóð sem hæst lýsti
Lúðvík því yfir að hann færi til for-
seta íslands og tilkynnti að Al-
þýðubandalagið væri að vísu tilbú-
ið til þess að fara í ríkisstjórn - en
það hefði enga ráðherra! Þá hló
mér hugur í brjósti, því ég trúði
þessu að sjálfsögðu ekki og sýndist
að Lúðvík hlyti að renna af hólmi
og ganga sjálfur inn í ríkisstjórn-
ina. Svo varð þó ekki, því í þeim
töluðum orðum kvaddi Ólafur sér
hljóðs og kvað undarlegt að menn
skyldu gefa kost á sér til þess að
skipa efsta sæti flokkslistans í
Reykjavík en þyrðu ekki að vera
ráðherrar. Þá fannst að Ólafi varð
skapbrátt, enda hittu orð hans í
það mark sem þeim var ætlað.
Eftirleikinn þekkja menn.
Ólafur veiktist í nóvember 1979.
Það reyndist vera æxli í höfðinu.
Hann var skorinn upp og var kom-
inn heim fyrir jól. Hann náði sér
allvel og í fyrra sumar var hann
orðinn allfrískur. Síðla sumars
1982 kenndi hann sjúkdómsins á
nýjan leik. í þetta sinn fór hann
halloka í baráttunni við sjúkdóm-
inn sem svo leiddi til þes sem við nú
stöndum frammi fyrir í dag, þegar
Ólafur er lagður til hinstu hvílu.
Ég hitti Ólaf síðast á fundi G-
listans fyrir alþingiskosningarnar í
vor. Það var einn ánægjulegasti at-
burður kosningabaráttunnar þegar
ég hitti þá feðga eftir fundinn í and-
dyri Háskólabíós. Síðarfrétti ég að
honum hefði hrakað og að hann
væri kominn á spítala á nýjan leik.
Ég leit til hans tveimur sólarhring-
um áður en hann dó og var honum
þá mjög brugðið. Augljóst var að
hverju fór. Þar með er lokið löngu
og ströngu stríði.
Framhald á 6. sIBu