Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVIL.HNN Miðvikudagur 22. júní 1983 Auglýsinq um frest á greiðslum af verðtiyggöum lánum GR BYGGINGARSJÓÐI VERKAMAMMA OG BYGGIMGARSJÓÐI RÍKISIMS Samkvæmt bráðabyrgðalögum nr. 57 frá 27. maí 1983 1. Frestunin nær til verðtryggðra lána, sem veitt hafa verið einstaklingum úr Byggingarsjóði verkamanna frá 1. júlí 1980 og úr Byggingarsjóði ríkisins frá 1. júlí 1974. 2. Fresturinn nær til lána, sem gjaldfalla á tímabilinu 1. maí 1983 til 30. apríl 1984, að því tilskildu að um fulla greiðslu á gjalddaga sé að ræða (þ.e. vextir, afborgun og verðbætur). 3. Þeirri fjárhæð, sem frestað er verður bætt við höfuðstól lánsins og kemur til greiðslu að loknum lánstímanum. Hún ber þá grunnvísitölu, sem í gildi var á þeim gjalddaga, sem til þess var stofnað. 4. Sé um vanskil að ræða reiknast fullir dráttarvextir af því sem gjaldféll að frádreginni þeirri Qárhæð sem frestað er. 5. Gjald fyrir breytingu láns verður reiknað samkvæmt gjaldskrá fyrir innlánsstofnanir. 6. Þeir lántakendur, sem óska eftir fresti, skulu afhenda skriflega beiðni á þar til gerðu eyðublaði, sem afhent er hjá veðdeild Landsbanka íslands, Reykjavík og hjá þeim bönkum og sparisjóðum úti á landi, sem móttekið hafa greiðslur af lánum Húsnæðisstofnunar ríkisins. 7. Frestun verður aðeins veitt innan þriggja mánaða frá gjalddaga. Reykjavík, 22. júní 1983 Húsnæðisstofnun ríkisins Gunnar Örn sýnir í Listmunahúsinu: Besta sýníng hans tíl þessa GunnarÖrn Gunnarsson sýnir nærfellt 100 myndir í Listmunahúsinu viö Lækjargötu. Sýningin markar tímamót í ferli hans, hún er nýstárleg aö formi og innihaldi. Undanfariö hefur Gunnar Örn verið aö fjarlægjast sinn fyrri stíl til aö gefa sig á vald beinni og frjálsari tjáningu. Hinn popp- ættaði stíll er horfinn og með honumviss höföuntil vélrænnarnáttúru umhverfisins. í staðinn er komin frumstæðari og lífrænni tónn í allt pródúktiö, semsversigíættvið hlutbundinn expressiónisma. Fyrir bragðið verða tvívíðar eigindir flatarins áþreifanlegri og allri blekkingu hinnar þriðju víddar er varpað fyrir róða. Verk- in verða malerískari, eigindir sem heyra til málverkinu njóta sín. Þetta sést strax í hinu stóra verki, sem hangir yfir stigaopinu. „Pá tók hann lagið“, nr. 38, er kröf- ugt mynd, örugg í framsetningu. „Þjóðsagan um prinsessuna og hendina með augun fimm“, nr. 67, gefur góðar vonir um fram- haldið. Sömuleiðis er „Með tón í eyra“, nr. 51, hlaðin þeim mögu- leikum sem fólgnir eru í hinum nýju stílbrigðum Gunnars Arnar. Reyndar er síðasttalda myndin unnin í olíu og virðist það gefa góða raun. Ef Gunnar Örn hefði söðlað um um í miðlinum og tekið upp olíumálun í stað akrylmálunar, hefði breytingin eflaust orðið meiri. En hann kýs að halda sig við ólífræna liti sem gefa verkun- um stundum eitrað svipmót, sem er undirstrikað af andstæðum lit- asamsetningum. Á hinn bóginn eru teikningarnar, vatnslitam- yndirnar og dúkristurnar dæmi um andstæður þessa. Þar kemst hið lífræna beint til skila, ekki aðeins sem stílbreyting, heldur gegnum efnið sjálft. Þetta er sterkasta sýning Gunnars Arnar fram til þessa, a.m.k. hin síðari ár. Ástæðan er hinn nýi þróttur sem virðist hafa sigrað stífni fyrri verka. Listam- aðurinn notar einfalt myndmál, slöngu og mann sem hann rissar upp á frjálslegan hátt. Vera má að slíkt leiðarstef virki til- breytingarlaust á fólk, en benda verður á þá staðreynd að fjöl- breytt myndmál er engin for- senda góðrar myndiistar. Enda bregður Gunnar Örn þessu þema upp í ótal tilbrigðum. Hann notar gjarnan dökkar og grafískar út- línur til að umlykja formin. Áhersla á teikningu er því rneiri en í fyrri verkum listamannsins og nýtir hann mun betur teikni- hæfileika sína nú en áður. Aðalfundur Leigjendasamtak- anna í kvöld Rætt um stofnun byggingar- félags Leigjendasamtökin halda aðal- fund sinn í kvöld, miðvikudaginn 22. júní, í Sóknarsalnum, Freyju- götu 27, kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa: skýrslu formanns, hugsan- legra lagabreytinga, stjórnarkjörs og annarra mála, verður rætt um stofnun Byggingarsamvinnufélags leigjenda. Ymsar hugmyndir hafa verið á lofti varðandi það mál og tími til kominn að velta fyrir sér mögulegum starfsgrundvelli, fjár- mögnun, samstarfsaöilum og öllu því er tengist slíkum stórfram- kvæmdum. Leigjendur eru hvattir til að mæta og þá ekki síst hugsanlegir áhugamenn og þátttakendur um stofnun Byggingarsamvinnufélags leigjenda. Halldór B. Runólfsson skrifar um myndlist Teikningarnar, vatnslitamynd- irnar og dúkristurnar eru ef til vill besta framlagið á sýningunni, þegar á heildina er litið. Blekt- eikningarnar nr. 21-24, standa sem samstæða og eru leikandi og sjálfsprottnar. Vatnslitamyndir á borð við nr. 27 og 28, eða „Austurlenskt ljóð“, nr. 42, og „Mynd“, nr. 8, sýnaskínandi tilþ- rif í meðferð þessa miðils. Áf dúkristunum eru myndir nr. 58 og 63, góð dæmi um persónulega notkun listamannsins á þessum einfalda grafíkmiðli. Báðar eru þær handmálaðar eftir að hafa verið þrykktar. Flest verkin eru unnin á þessu ári og er það til marks um afkast- agetu Gunnars Arnar, að hann leggur til atlögu við fleira en málverkið, staðráðinn í að gefa hvergi eftir. Það má segja að sýn- ing þessi búi yfir fleiri mögu- leikum en hún sýnir. Það er ekki langt síðan Gunnar Örn söðlaði um og því verður gaman að fylgj- ast með framhaldinu. Sýningunni lýkur sunnudaginn 26. júní. Askrifendasími 17336

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.