Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 11
Jón Haukur öruggur sigurvegari Jón Haukur Guðlaugsson, NK, sigradi nokkuð örugglega í Pierre Robert golfmótinu sem haldið var á Nesvellinum um helgina. Jón Haukur lék á 69 höggum en nœstir komu Magnús Ingi Stefánsson, NK, og Sigurður Sigurðsson, GS, á 73. í kvennaflokki án forgjafar sigr- aði Sjöfn Guðjónsdóttir, GV, en Kristín Eide, NK, í kvennaflokki með forgjöf. Jóhannes Gunnars- son, NK, sjgraði í opnum flokki án forgjafar, Jóhann Steinsson, GR, í opnum flokki með forgjöf, Helgi Eiríksson, GR, í unglingaflokki með forgjöf, Björgvin Björgvins- son, GR, í drengjaflokki með for- 8Íöf og Sigurjón Arnason, GR, í drengjaflokki án forgjafar. Hvaða lið komast í 1. umferð? / kvöld fæst i'ir því skorið hvaða lið úr neðri deildunum komast í I. pmferö bikarkeppni KSÍ, með einni undantekningu þar sem úrslit liggja ekki fyrir á Austurlandi vegna frestana. Liðin sem mcetast í kvöld eru þessi: Víkverji-ÍK Grindavík-FH HV-Fylkir Leiftur- Tindastóll Völsungur-KS Að auki mœtast Einherji og Próttur frá Neskaupstað á Vopna- firði og sigurvegarinn þar leikur við Valfrá Reyðarfirði um sœti íI. um- ferð. Naumur sigurhjá Brössum Brasilía vann nauman sigur á Sviss, 2:1, þegar þjóðirnar mœttust í vináitulandsleik í knattspyrnu í Sviss um helgina. Egli skoraðifyrst fyrir Svisslendinga en Socrates og Carera tryggðu Brasilíumönnum sigur. Guðrún Fema vann fimmfalt Guðrún Fema Ágústsdóttir, sundkonan snjalla úrÆgi, sigraði í fimm greinum á Reykjavíkurmeist- aramótinu í sundi sem haldið var um síðustu helgi í Laugardal. Ólafur Einarsson, Ægi, sigraði í fjórum greinum. Ægirsigraði f stig- akeppni félaga þrettánda árið í röð. Stórsigur Arroðans Árroðinn vann stórsigur á Svarf- dœlum frá Dulvík, 6:0, í E-riðli 4. deildar í knattspyrnu i fyrrakvöld. Par með stendur Eyjafjarðarliðið, sem lék í 3. deild ífyrra, vel að vlgi, ersennilega með unna kœru á hend- ur Leiftri frá Ólafsfirði úr fyrstu umferð og vinnist hún liafa Arroða- menn sex stig úr þremuf fyrstu leikjunum. Miðvikudagur 22. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐÁ 11 íþróttiT Víðir Sigurðsson Söguleg Akureyrarferð hjá Grími Sæmundsen Tíu Valsmenn héldu út síðari hálfleikinn og náðu stigi Hún var söguleg Akureyrarferð- in hjá Grími Sæmundsen, fyrirliða 1. deildarliðs Vals í knattspyrnu, í gærkvöldi þegar Valsmenn léku við Þór á aðalleikvanginum á Akur- eyri. Grímur skoraði gott mark fyrir Valsmenn í fyrri hálfleik, hef- ur lítið gert af slíku á ferlinum, enda vamarmaður, en lét síðan reka sig útaf á þriðju mínútu síðari hálf- leiks fyrir óþarfa brot, greip í Þórs- Þrátt fyrir mikla spennu og gíf- urlegan hasar í vítateigum beggja liða, einkum ísfirðinga, undir lok leiks KR og ÍBÍ á Hallarflötinni í Laugardal í gær, tókst hvorugu liði að skora mark. Markalaust jafn- tefli urðu því úrslitin, en það segir lítið um gang leiksins, marktæki- færin voru fyrir hendi en þau voru einfaldlega ekki nýtt. KR var sterkari aðilinn allan tímann og náði oft ágætum sam- leiksköflum en grimmir fsfirðingar gáfu þeim eins lítinn frið og þeir mögulega gátu. Mesta hættan var við ísafjarðarmarkið um miðbik fyrri hálfleiks, Hreiðar Sigtryggs- son markvörður ÍBÍ varði þá naumlega frá Sæbirni Guðmunds- syni, bjargað var í horn á síðustu stundu þegar Willum Þórsson var arann Sigurbjörn Viðarsson sem var kominn framhjá honum. Tíu Valsmönnum tókst þó að verjast og halda öðru stiginu, staða í leikhléi var 2-2 og hvorugu liði tókst að komast á blað í síðari hálfleiknum. Þórsarar voru ekki lengi að opna leikinn. Á annarri mínútu björg- uðu varnarmenn Vals naumlega í horn frá Halldóri Áskelssyni, Bjarni Sveinbjörnsson tók horn- kominn í dauðafæri eftir glæsilegan undirbúning Óskars Ingimundar- sonar og Magnús Jónsson renndi knettinum naumlega framhjá stöng ísafjarðarmarksins eftir ein- falda en fallega KR-sókn. í síðari hálfleik fékk Óskar tvö bestu færin, skaut framhjá af mark- teig í fyrra skiptið og lét Hreiðar krafla boltann í horn í það seinna ^taðan: Vestm.eyjar 7 3 2 2 13-6 8 Breiðablik 7 3 2 2 6-4 8 KR 7 2 4 1 8-9 8 6 3 1 2 7-3 7 Valur 7 3 1 3 12-14 7 ísafjörður 7 2 3 2 7-9 7 ÞórAk 7 1 4 2 8-9 6 Þróttur R 7 2 2 3 8-12 6 6 13 2 5-7 5 Keflavik 5 2 0 3 7-8 4 spyrnuna og sendi fyrir mark Vals, Guðjón Guðmundsson skallaði til Sigurðar Pálssonar sem var einn á markteig og átti ekki í vandræðum með að skora, 1-0. Á elleftu mín- útu munaði engu að annað mark kæmi, Sigurður Haraldsson mark- vörður Vals sló þá knöttinn í horn eftir hörkuskot Óskars Gunnars- sonar úr aukaspyrnu af 30 m færi. Sigurður Pálsson, sem lék með eftir að hafa vaðið inní vítateiginn aleinn. Hinum megin voru einnig færi, Stefán Arnarson bjargaði góðu skoti Jóns Oddssonar í horn. Isfirðingar björguðu á línu frá Helga Þorbjörnssyni og Elíasi Guðmundssyni undir lokin og síð- asta færið fékk Ámundi Sigmunds- son fyrir ÍBÍ, slapp í gegn en var of seinn að skjóta og Stefán gómaði knöttinn. Jón G. Bjarnason og Magnús Jónsson voru yfirburðamenn hjá KR og Sælpörn og Óskar voru frískir. Hjá IBÍ var aftasta vörnin sterkust með Benedikt Einarsson sem besta mann. Jón Oddsson var hættulegur að vanda. Óli Ólsen hafði góð tök á leiknum en einstakir dómar voru umdeildir. -VS þar sem Helgi Bentsson var í leikbanni, var aftur á ferðinni á 15. mínútu. Hann var að dútla með knöttinn um 40 m frá marki Vals, leit upp og sá að Sigurður mark- vörður var staddur utarlega í víta- teignum, gerði sér lítið fyrir og sendi boltann alla leið í mark Vals, yfir nafna sinn. Staðan orðin 2-0 fyrir Þór. Aðeins þremur mínútum síðar fékk Grímur boltann við vítapunkt Þórs og afgreiddi hann í netið með óverjandi skoti. Mínútu fyrir hlé tókst svo Valsmönnum að jafna, Ingi Björn Albertsson fékk bolt- ann frá Hilmari Sighvatssyni og skoraði af stuttu færi, 2-2. Gegn tíu Valsmönnum sóttu Þórsarar mjög í síðari hálfleik en tókst ekki að skapa sér nein færi. Valur var hins vegar nálægt þriðja markinu á 58. mínútu, boltinn stefndi efst í markhorn Þórsara eftir gott skot Jóns Grétars Jóns- sonar en Þorsteini Ólafssyni tókst að verja á ótrúlegan hátt. Eftir það gerðist ekkert við mörkin, Þórs- urum tókst ekki að skipuleggja sóknaraðgerðir sínar nægilega og máttu sætta sig við annað stigið. Óskar var bestur Þórsara í þess- um leik, barðist vel og átti góðar skottilraunir. Sigurður marka- skorari lék vel í fyrri hálfleik en var síðan tekinn útaf rétt eftir hlé. Hjá Val var Ingi Björn langbest- ur, ávallt stórhættulegur vörn Þórs- ara. Hilmar Sighvatsson var einnig sterkur og Sigurður markvörður greip vel inní leikinn. Friðgeir Hallgrímsson dæmdi og var ekki nægilega sannfærandi. K&H/VS Gífurleg spenna í lokín en engin mörk Sleglst um stólinn hjá City Alan Ball og Alex Ferguson meðal líklegra kandídata Alan Ball, heimsmeistari með enska landsliðinu í knattspyrnu 1966, er nú efstur á lista af þeim sem líklegastir eru taldir til að taka við stöðu framkvæmdastjóra hjá Manchester City, sem féll í 2. deild í vor. Skotarnir kunnu, Alex Fergu- son frá Aberdeen og Billy McNeill frá Celtic, eru einnig ofarlega á blaði ásamt Jackie Charlton, sem hefur stjórnað Sheffield Wednes- day síðustu fimm árin. Þá hefur Tommy Docherty, sem nú dvelst í Ástralíu, lýst yfir að hann hafi mik- inn áhuga á starfinu. Phil Thompson, miðvörður Li- verpool og enska landsliðsins, fer líklega til Portsmouth, nýliðanna í 2. deild. Thopmson komst varla í lið hjá Liverpool sl. vetur. Annar varnarmaður Liverpool, Alan Kennedy, er sterklega bendlaður ,við sitt gamla félag, Newcastle. Newcastle vill þó heldur John Ryan frá Oldham, einn efnilegasta bak- vörð í ensku knattspyrnunni, en Kennedy er númer tvö á óskalist- anum. Þá eru líkur á að Martin Thomas, velski landsliðsmark- vörðurinn frá Bristol Rovers, gangi til liðs við Newcastle. Brighton,semféllí2. deildívor, hefur mikinn hug á að ná í írann Ashley Grimes sem vill fara frá Manchester United. Everton býður þessa dagana í hinn stórefnilega leikmann Burn- ley, Trevor Steven, og er reiðubúið að láta bæði Peter Reid og mark- .vörðinn Martin Hodge í staðinn. Mark Smith, aðalstjarna Sheffi- eld Wednesday, hefur skrifað öll- um 1. deildarliðunum, 22 að tölu, bréf og spyr hvort þau hafi áhuga á sér. Mike Robinson, írski landsliðs- miðherjinn frá Brighton, bíður eftir tilboði frá meistuðum Liverp- ool sem hafa sýnt honum mikinn áhuga. Robinson hefur fengið til- boð frá Sevilla á Spáni og Torino á Ítalíu en er lítt spenntur fyrir því að yfirgefa England. Brian Horton, fyrirliði Luton, hefur fengið stórgirnilegt tilboð frá Crystal Palace sem hann getur tæp- lega hafnað. Norwich hefur fengið írska landsliðsbakvörðinn John Devine frá Arsenal án kaupverðs. Southampton nælir líklega í Skotann rauðhærða, Willie Young, sem hefur verið gefin frjáls sala frá Nottingham Forest. Dave Sexton hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Bobby Robson, landsliðseinvalds Englendinga. -VS Bgi . Lögreglulandsliðið í knattspyrnu sem þessa dagana herjar gegn öðrum Norðurlandapólitíum í Osló. Löggur leika á NM í Osló Landslið lögreglumanna í knatt- spyrnu er nú statt í Osló þar sem það tekur þátt í Norðurlandamóti lögreglumanna. I liðinu eru nokkr- ir kunnir kappar, úr knattspyrnu og handknattleik, og má þar nefna Sigurð Gunnarsson stórskyttu í handknattleik sem þótti geysiefni- legur knattspyrnumarkvörður fyrir nokkrum árum, Gunnlaug Kristvinsson, fyrrum Víking og nú þjálfara Gróttu í knattspyrnu, Hörð Harðarson og Kristin Peters- en. Stjórnandi er Karl Hermanns- son, fyrrum landsliðmaður úr Keflavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.