Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. júní 1983 ÞJÖÐVlLjlM- SÍÐA 7 um innilegar samúðarkveðjur og munum geyma minninguna um fé- laga Ólaf sem helgan dóm. „Það kemur alltaf nógur tími". Mannsævin er að vísu stutt, en tími hreyfinga og hugsjóna stendur meðan einhverjir eru til þess að hugsa. Við skulum því skilja hism- ið frá kjarnanum og gefa okkur tóm til þess að hugleiða það lífs- starf, sem nú er lokið, og rækta þær hugsjónir sem Ólafur R. Einarsson helgaði krafta sína. Einar Karl Haraldsson Félagi og vinur er látinn. Ólafur R. Einarsson sagn- fræðingur lést 11. júní síðast liðinn að lokinni langri og erfiðri baráttu við illvígan sjúkdóm. Löngu stríði er lokið. Starfsvettvangur Ólafs R. Einarssonar var stór, en einkum var hann kennari og fræðari. Þess nutum við margir félagsmenn verkalýðssamtakanna. í langan tíma var Ólafur nátengdur fræðslu- starfi verkalýðshreyfingarinnar og ávallt reiðubúinn að leggja því lið. Ég minnist þess, að fyrir næstum einum og hálfum áratug, er við í iðnnemasamtökunum stóðum fyrir fræðslustarfi, þá var það einmitt Ólafur, sem ásamt öðrum fræddi okkur um sögu íslenskrar verka- lýðshreyfingar. Þar kynntist ég honum fyrst og síðan lágu leiðir okkar oft saman. Eftir að Menningar- og fræðslu- samband alþýðu tók til starfa árið 1969 var það eitt fyrsta viðfangs- efni þess að gefa út rit Ólafs „Upp- haf íslenskrar verkalýðshreyfing- ar“. Það var engin tilviljun. því telja má þá bók undirstöðurit unt upphafsár hreyfingarinnar. Það er fyrsta heildarrit, sem samið hefur verið um félagssamtök verkafólks hér á landi á síðari hluta 19. aldar og framtil 1901. Þar er m.a. rakin stofnun fyrstu stéttarfélaganna og starf brautryðjenda. Viðfangsefni Óiafs R. Einars- sonar á sviði sagnfræðinnar voru hvað mest viðvíkjandi verka- lýðssögunni. í því efni liggur eftir Ólaf auk áðurnefnds rits bókin um 9. nóvember 1932, sem hann tók saman ásamt EinariKarliFIaralds- syni og kom út 1977. Auk þess ritaði hann margar greinar um ein- stök félög, tímabil og atburði. íslensk verkalýðshreyfing stend- ur í þakkarskuld við Ólaf R. Ein- arsson vegna þess dýrmæta starfs, sem hann vann í hennar þágu. Verkalýðshreyfingin þarf á hverjum tíma að þekkja sögu sína og draga af henni lærdóma. Skiln- ingur manna á því hefur aukist og styrkst hin síðari ár. Það er meðal annars að þakka starfi Ólafs R. Einarssonar. Fræðsla um sögu verkalýðshreyfingarinnar er einn þeirra föstu þátta, sem finna má í fræðslustarfi MFA. Þá kennslu annaðist Ólafur lengst af og lagði grunn að þeirri fræðslu, eins og hún er í dag, með skipan hennar og sérstöku námsefni, sem hann skrif- aði í því sambandi. í nafni Menningar- og fræðslusambands alþýðu vil ég leyfa mér að þakka það starf. Ríkisútvarpið og málefni þess var, sem kunnugt er, eitt af viðfangsefnunt Ólafs R. Einars- sonar. Sem Útvarpsráðsmaður um árabil og formaður Útvarpsráðs 1979 til 1980 má í mörgu sjá þess merki að Ólafur lagði áherslu á menningar- og fræðsluhlutverk Ríkisútvarpsins. Honum var reisn íslensks útvarps metnaður og mót- aði hugi annarra í því efni. Einn þeirra er sá, sem þessar'línur ritar, en ég átti þess kost undanfarin ár að njóta leiðsagnar Ólafs varðandi málefni Útvarpsins sem varamaður hans í Útvarpsráði. Á stundum er nokkur styrr um þau mál, sem þar er fjallað um eins og ekki er óeðlilegt þegar ólík við- horf mætast.' í starfi sínu iagði Ólafur áherslu á að sjónarmið manna fengju notið sín, enda trúr þeirri skoðun sinni að Ríkisútvarp- inu bæri að þjóna landsntönnum öllum. Áhrif Ólafs R. Einarssonar á vettvangi Ríkisútvarpsins og sent fræðimanns á vettvangi verkalýðs- hreyfingarinnar munu lengi standa. Þau áhrif eru góð og þess njótum við nú, þrátt fyrir það að Ólafur er nú kvaddur. Hafi hann heila þökk. Jóhönnu, foreldrum, börnum og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð á kveðjustund. Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Það skipast fljótt veður í lofti og við Islendingar höfum oft mátt reyna það. Vorið var kalt og í júní kom mik- ið norðanáhlaup með snjókomu á Norðurlandi og hlíðar Esjunnar gránuðu. Það er eins með dauðann, hann kenrur oft svo skyndilega, stundum einunt um of. Samt megum við víst alltaf búast við honum, þó oftast séum við óviðbúin, jafnvel þegar við teljum okkur hvað best undirbúin. Ólafur R. Einarsson lést í Borg- arspítalanum aðfararnótt laugar- dagsins 11. júní sl. Hann hafði veikst skyndilega af þeim sjúkdómi sem um hríð hafði blundað í hon- um, og eins og norðanáhlaupið hel- tók þessi sjúkdómur hann svo gjör- samlega að innan stundar var hann allur. Stuttu áður er ég leit þennan ágæta vin minn í síðasta sinn, hel- sjúkan, fann ég ennþá og sá í augum hans speglast gamla kraft- inn og löngunina til að tjá hugsanir sínar sem hann átti svo auðvelt með. En orðin vildu ekki koma og líkaminn neitaði og á örskots- stundu var hann skilinn við. Ég leitaði lengi í ruglingslegum huga mínum að einhverju sem gæti lýsti þeirri tilfinningu minni að hann hefði ætlað að segja eitthvað sent máli skipti. Þá datt mér í hug kvæði Steins Steinars, Leyndarmálið, sem mér fannst vera það svar sem ég gæti sætt mig við. Þeim stutta tíma, fyrr en skip mitt fer semflytur mig á brott í hinsta sinni, ég vildi gjarna verja í návist þinni og velta þungri byrði af hjarta mér. Við börðumst lengi dags við óvin einn, og oftast litlum sigri hrósa máttum, hann beið við fótmál hvert í öllum áttum og andlit hans ei þekkti máður neinn. Að sigra þennan óvin eða deyja var okkur báðum tveim á herðar lagt. Og þér, sem eftir verður, vil ég segja: Eitt vopn er til, eitt vopn, þó enginn þekki, og vegna þess skal leyndarmálið sagt. Nei, skip mitt býst á brott; ég get það ekki. Ólafur Rafn Einarsson fæddist í Reykjavík 16. janúar 1943 sonur hjónanna Sigríðar Þorvarðardótt- ur og Einars Olgeirssonar fyrrv. al- þingismanns. Hann var yngra barn þeirra hjóna, eldri er systir hans Sólveig. Ólafur lauk stúdentsprófi frá MR 1963 og fór þá til náms í Nor- egi. Lauk hann BA prófi frá Os- lóarháskóla í sögu og fornleifa- fræði. Síðar cand. mag. prófi í sagnfræði frá Háskóla íslands árið 1969. Samfara náminu hér heima, árin 1966-69, kenndi Ólafur við Gagnfræðaskóla Kópavogs síðar Víghólaskóla. Árin 1969-71 kenndi hann á Hvolsvelli, en hóf síðan kennslu við Menntaskólann við Tjörnina 1971 (síðar Sund) og var kennari þar til dánardægurs. Jafn- framt var Ólafur stundakennari við Háskóla íslands þar sem hann kenndi verkalýðssögu. Ólafur hafði alla tíð mikinn áhuga á stjórnmálum, enda honum í blóð borin. Hann var í fyrstu mið- stjórn Alþýðubandalagsins, síðar í framkvæmdastjórn og um tíma for- maður hennar. Þá var Ólafur tvis- var í framboði til Alþingiskosninga árin 1971 og 1974. í fyrra skiptið á Suðurlandi en síðara skiptið í Reykjaneskjördæmi. Þá átti Ólafur sæti í útvarpsráði allt frá ár- inu 1974 og árin 1979-81 var hann formaður ráðsins en síðan varafor- maður. Mörg önnur trúnaðarstörf innti Ólafur af hendi m.a. hjá Æskulýðssambandi íslands þar sem hann var formaður unt tíma. Einnig átti Ólafur sæti í Aðstoð Is- lands við þróunarlöndin allt frá setningu laganna um þá stofnun ár- ið 1971 og til 1981 eða í 10 ár. Fyrir utan ofantalið stundaði Ólafur rnikið fræði- og ritstörf. Hann gaf út kandidatsritgerð sína í bókar- formi, en hún fjallaði um íslenska verkalýðshreyfingu. Einnig liggur eftir hann fjöldi greina aðallega í Þjóðviljanum og Rétti, en hann hafði mikil afskipti af útgáfu hans alla tíð. Þá samdi Ólafur bókina Ntundi nóvember ásamt Einari Karli Haraldssyni. Leiðir okkar Ólafs lágu fyrst santan haustið 1967 er ég hóf kennslu við Gagnfræðaskólann í Kópavogi. Þá vorum við báðir að undirbúa okkur undir cand. mag. próf í sagnfræði og störfuðum báðir innan vébanda Æskulýðssambands Islands. Er Aðstoð íslands við þróunar- löndin var sett á laggirnar störf- uðunt við þar saman allan tímann. Strax í upphafi tókst með okkur góð vinátta, sem aldrei bar skugga á, enda voru áhugamál okkar þau hin sönru og samstarf okkar frá upphafi með miklum ágætum, jafnt við gerð útvarpsþátta okkar um þróunarlöndin sem og samstarf okkar að þeim verkefnuni senr upp komu innan Aðstoðar íslands við þróunarlöndin. Ekki skaðaði það santband okkar að góð vinátta tókst og nteð fjölskyldum okkar sem æ hafa haldist síðan, enda höf- um við hjónin átt ntargar ánægju- stundir með þeim Ólafi og Jó- hönnu gegnum árin. Stundir sem geymast í minningunni og gera manni hugarhægra, þegar frarn í sækir. Ólafur var hugsjónamaður og kom það best fram í því hversu ó- þreytandi hann var að berjast fyrir réttlátari heimi, jafnt í eigin samfé- lagi sem samfélagi þjóðanna. Þótt svo að sjaldan hafi sigrarnir verið margir né stórir, gafst hann aldrei upp heldur hélt ótrauður áfram að kynna málstað hins fátæka heims í ræðu og riti og hvenær sem tækifæri gafst. Það fór ekki hjá því að mað- ur smitaðist af áhuga hans og bar- áttugleði. Ólafur var samkvæmur sjálfum sér og ákveðinn, en anaði þó aldrei að neinu. Hann var hæg- látur í fasi, þótt stundum gæti hvesst, ef honum þótti hallað á ein- hvern sem ekki átti þess kost að verja sig. Hann var farsæll í starfi og hinn ágætasti kennari. Nú er skarð fyrir skildi, þegar Ólafur er farinn og við sem eftir stöndum, störum hljóð á autt sætið. Það er alltaf erfitt að skilja hvernig á því stendur að ungt fólk í blóma lífsins skuli hverfa svo skyndilega af sjónarsviðinu, en við því er ekkert að gera, við þekkjum ekki leyndarmálið. Bestu vinarkveðjur fylgja Ólafi á vit hins ókunna. Jóhönnu, drengj- ununi, öldruðum foreldrum, tengdaforeldrum og öðru skyld- fólki bið ég blessunar alls þess góða í þessari veröld og minni á síðara erindið í kvæði Stephans G. Step- hanssonar Við verkalok: En þegar hinzt er allur dagur úti og upp gerð skil, og hvað sem kaupið veröld kann að virða, sem vann ég til: í slíkri ró ég kysi mér að kveða eins klökkan brag, og rétta heimi að síðstu sáttarhendi um sólarlag. Björn Þorsteinsson. Kynni okkar Ólafs R. Einars- sonar voru kannski ekki ýkja löng. Þau hófust að marki, þegar nýkjör- ið útvarpsráð kom saman á árinu 1978. Við höfðum þá vitað hvor ai öðrum næsta lengi, hafandi vaxið úr grasi í námunda hvor við annan í Norðurntýrinni. Það fer ekki hjá því að menn kynnist allvel, þegar þeir sitja saman fundi að jíifnaöi tvisvar í viku allan ársins hring. Ólafur hafði mikinn áhuga á málefnunt Ríkisútvarpsins. Hann var í störf- um sínum þar athugull og tillögu- góður og lét sig hag og stöðu stofn- unarinnar miklu varða. Veit ég fyrir víst aðhann var samur í öðrum störfum, að kennslu og sagnfræði- rannsóknum, enda þótt ég þekki þar minna til. Sitt af hverju hefur verið og er sagt um útvarpsráð. Þar eru menn ekki ævinlega á einu máli, og víst vorunt við Ólafur ekki ætið sam- rnála. Sá ágreiningur var þó aldrei djúpstæður, og við áttum að nokkru santeiginlegan bakhjall í skoðunum, enda þótt hin pólitíska þróun hafi verið á þá lund. að leiðir lágu ekki eins ntikið santan og báð- ir hefðu viljað. Ólafur R. Einarsson hafði til að bera víðsýni og umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra, sem gerði það að verkunt, að með hon- um var ævinlega gott að starfa. Mér eru t.d. nrinnisstæðir fundir. þar sem hann kom fram nteð málalista uni atriði, sem útvarpsráð hafði fjallað um, en einhverra hluta vegna lent í útideyfu og ekki orðiö úr framkvæmdum. Ólafur var mál- afylgjumaður, fastur fyrir, en ávallt sanngjarn. Við sem með honum störfuðum vissum, að hann hafði undanfarin misseri átt við vanheilsu að stríða. Engan okkar mun þó hafa grunaö að kallið kæmi svo skjótt. Eftirsjá er óneitaníega rík í huga, þegar góðir drengir eru kvaddir. Ólafur hafði skilaðdjúgu dagsverki, en hann átti miklu ólokið. Síðast sáurnst við þegar horn- steinn var lagöur að nýju útvarps- húsi við Háaleiti. Sú minning sem hann skilur eftir í hugum okkar er með honum störfuðu, er þó öllum hornsteinum varanlegri, minningin um góðan dreng. Ástvinum hans sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Eiður Guðnason. • Með fáeinum orðunt langar ntig til að minnast fyrrum kennara míns, Ólafs R. Éinarssonar, en hann lést 11. júní síðastliðinn. Ólafur var fæddur 16. janúar 1943 og var því aðeins fertugur er hann andaðist. Ég kynntist Ólafi fyrst er ég hóf nám í Menntaskólanum við Tjörn- ina haustið 1971. Hann kenndi mér íslandssögu þann vetur og síðar nam ég hjá honum í tvo vetur til viðbótar. í stofu 15 í ganila skóla- húsinu við Tjörnina átti ég ntargar ánægjulegar og þroskandi stundir með Ólafi. Strax í upphafi varð nrér Ijóst að þar var mikilhæfur maður á ferð. Hann var vel að sér í sínum fræðum, áhugasamur og vin- samlegur í garð þeirra ungmenna, sem til hans sóttu menntun. Hisp- urslaus framkoma hans og hóg- værð áunnu honum strax virðingu nentenda. Til marks unt þetta var sú ró, sem ætíð ríkti í tímum hjá Ólafi. Að vera með læti hjá honum kom hreinlega aldrei til greina; hann var yfir allt slíkt hafinn. Fyrir starf sitt hlaut Ólafur hylli og vin- sældir meðal nemenda. Sögu- kennsla hans var ekki innantóm upptalning staðreynda. Gagnrýnið hugarfar og rökfesta var í hávegunt haft, en jafnframt víðsýni og um- burðarlyndi þegar mismunandi sjónarmið komu fram. Ólafur gætti þess að kennslan þroskaöi og auðgaði hugsun nemenda og var- aðist að innræta ákveðin sjónar- miö. Vegna alls þessa mun ég alltaf minnast kennslustundanna hjá Ólafi sem mikilvægs þáttar á leið minni til aukins þroska og mennt- unar. Skarpskyggni Ólafs gerði honum auðvelt að greina kjarnann frá hisminu hverju sinni. Þannig varð umfjöllun hans markviss og hnitmiðuð og augu nemenda opn- uðust fyrir því, sent torskilið var eða óljóst í kennslubókununt. Þetta varð líka til þess að Ólafur þurfti ekki að flýta sér um of í kennslustundunum. Þvert á móti hafði hann einatt tíma til að kafa djúpt í einstök atriði eða að ræða unt heima og geinta. Slíkt þótti mér ákaflega mikilvægt þegar ég var í menntaskóla og þykir raunar enn. Ólafi var mjög annt um að nent- endur tækju þátt í umfjölluninni um söguna hverju sinni. Hann forðaðist að tala stöðugt sjálfur heldur beindi spurningum út í bekkinn þegar honum þótti við eiga. Hann gætti þess líka að fá einhver svör frá okkur þótt hann þyrfti stundum að hjálpa okkur af stað. Þannig krafðist hann þess að við værum með, en þurfti þó aldrei að segja það beint. Hann kunni líka að hrósa mönnum fyrir það sem þeir gerðu vel, hvort sem það fólst í góðu svari við spurningu frá honum eða í ágætri ritgerðarsmíð. Hann vissi um þá ánægju, sem slík viðurkenning veitti góðunt nem- endunr og hvílík hvatning það var til að gera vel. Eitt atvik er mér ofarlega í huga frá samskiptum okkar Ólafs í M.T. Ég kont þá að nráli við hann á kennarastofunni til að biðja hann um meðmæli til að senda með um- sókn nrinni til háskóla í Bandaríkj- unum. Þegar Ólafur heyrði hvert ég hugðist fara svaraði hann: „Það er sjálfsagt að gefa þér meðmælin, en heldurðu að ég sé rétti maður- inn til þess?" Ég hef ætíð litið á þetta svar sem vott unt það hvernig hreinskilni hans og glettni gat blandast saman. Ég mun aldrei vita hversu hann óttaðist að pólitískar skoðanir hans ófrægðu nteðmælin í augum manna vestan hafs, en ég hef þó aldrei efast um að þessi sam- skipti mín við Ólaf urðu ntér til gæfu. Hann var einfaldlega einn þeirra manna, sem ég treysti best til þessa verks. Langt um aldur fram er Ólafur nú horfinn yfir móðuna miklu eftir langa og erfiða baráttu við banvæn- an sjúkdóm. Mikill atgervismaður er fallinn í valinn. Hann hefur verið kallaður burt frá ástvinum sínum og burt úr starfi sínu. Við hefðum þó betur notið hans lengur því hann var vandaður maður og góð- ur. Þungur liarmur er nú kveðinn að eiginkonu hans, sonum og ætt- mennum öllum. í hinu langa stríði reyndist eiginkona Ólafs, Jóhanna Axelsdóttir, ntanni sínum hin styrkasta stoð allt til hinstu stund- ar. Ég og Margrét, eiginkona rnín, vottum Jóhönnu, sonum þeirra og öðrum ættingjum dýpstu samúð okkar. Björn Guömundsson. • Það var unt þetta leyti árs fyrir u.þ.b. 25 árum, að leiöir okkar Ólafs R. Einarssonar lágú saman í fyrsta sinn. Á fegursta tíma ársins, í einni af fegurstu sveitum þessa lands, unnunt við saman að gróðursetningu skógar að Hreða- vatni í Norðurárdal. Af einhverjum ástæðum atvik- aðist það svo að við urðunt þrír sent að mestu héldunt hópinn í þeim vinnuflokki sent þar var sumar- langt. Það átti skömmu síðar fyrir mér að liggja að yfirgefa heinta- byggðina og flytja til Reykjavíkur. Aftur fóru mál á þann veg að heim- ili mitt varð í næsta nágrenni við Ólaf. Næstu 3 árin var oft farið á ntilli Flókagötu 12 og Hrefnugötu 2, enda aðeins eitt hús á milli. Það mun ekki vera of mikið sagt, að á þessunt fyrstu árum mínum í Reykjavík, á viðkvæmum aldri og á miklum umrótatímum, átti ég því láni að fagna að eiga félgsskap og vináttu Ólafs. Saman störfuðum við í þeim góða félsgsskap sem Æskulýðsfylk- ingin í Reykjavík var á þeim árum, og forðaði mörgum unglingum frá hálum götum borgarlífsins. Ólafur var vinur vina sinna, prúður maður í allri umgengni og virtur af öllum sent honum kynnt- ust. Vegna langdvalar minnar í öðr- um löndum urðu samskipti okkar minni hin síðari ar, en enn eimir eftir af þeim manngildishugsjónum og lífsviðhorfum sem hann átti ríkan þátt í að skapa í mínum huga á unglingsárunum. Það var gróðursetning sem Ólafur stundaði alla ævi í sínu um- hverfi af söntu alúð og í skógrækt- inni forðum, en nú er lífstré hans sjálfs fölnað. Skarð er fyrir skildi, og á slíkum stundum er oft erfitt um mál, þegar drengir góðir kveðja í blóma lífsins. Framhald á bls. 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.