Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 3
MÍðvikudagur 22. júni 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3=_. Vigdís á Vestf j örðum Vestfjarðaför forseta íslands hófst í gær er sýslumaður A-Barða- strandarsýslu, Stefán Skarphéðins- son, og kona hans Ingibjörg Ingi- marsdóttir tóku á móti Vigdísi og fylgdarliði hennar á sýslumörkum í botni Gilsfjarðar. í förunevti sýslu- manns voru sýslunefndarmenn: Hafsteinn Guðmundsson úr Flatey, Grímur Arnórsson á Tindum, Ein- ar Hafliðason úr Fremri-Gufudal og Sveinn Guðmundsson, Mið- húsum. í Bjarkarlundi var snæddur há- degisverður í boði sýslunefndar og hreppsnefndarmanna úr Reykhóla-, Gufudals- og Geir- hólahreppi. Um kl. 14 var ekið í átt W* i LwWI tfíé- í Barmahlíð gróðursetti forsetinn þrjár trjáplöntur, og naut til þess verks aðstoðar yngispilta sem fylgdu henni á ferðinni í gær. Myndir - EJt- ÞalTvar margt forvitnilegt að skoða í Þörungavinnslunni í Reykhólasveit, að Reykhólum en í Barmahlíð gróðursetti forseti að venju þrjár trjáplöntur. Næst var komið að Börmum þar sem gamall torfbær hefur verið endurbyggður og á Reykhólum var Þörungavinnslan skoðuð undir leiðsögn Kristjáns Þórs Kristjánssonar, forstjóra. Síð- an var haldið í skólann, þar sem fjöldi barna með íslenskan fána tók á móti forseta sínum og lítil stúlka færði henni blóm. Þegar komið var í skólann gægðist sólin fram úr skýjum en veður var með eindæm- um milt allan daginn þótt eilítið rigndi framan af. Austur-Barðstrendingar fjöl- menntu í skólann á Reykhólum og heilsuðu Vigdísi og drukku með henni kaffi. Myndarleg dagskrá var flutt undir stjórn Gríms Arnórs- sonar á Tindum og leyndi hlýhugur Barðstrendinga í garð Vigdísar sér ekki. Austur-Barðstrendingar færðu forseta að gjöf bókina „Umluktur ölduföldum" eftir Játvarð Jökul Júlíusson frá Miðjanesi í Reyk- hólasveit. Sýslunefndarmenn kvöddu Vig- dísi á bryggjunni á Stað og fylgdu tveir eyjamenn henni til Flateyjar, sem var næsti viðkomustaður, þeir Jón Daníelsson frá Hvallátrum og Hafsteinn Guðmundsson, úr Flatey. Allir eyjamenn voru saman komnir á bryggjunni í Flatey og fylgdu forseta að samkomuhúsinu gamla, þar sem boðið var upp á sérstakan drykk: „Sofandi breið- firskar hafmeyjur". Drykkurinn er e.k. tengiliður milli Flateyjar og heimsmenningarinnar, upprunn- inn í Kína, og í hverju glasi logandi kerti, teistufjöður og rækjur. Eyja- menn gáfu Vigdísi sæng fyllta fyrsta flokks æðardúni, tíndum og unnum í Breiðafjarðareyjum. í Veitingahúsinu Vogi í Flatey var síðan sest að „Eyjaborði" og snædd egg, grafin Vorsala-lúða og reyktar lundabringur. Gengið var um eyna og loks lagt af stað í átt að Brjánslæk þegar kvölda tók. Dag- skráin var þá orðin nokkuð langt á eftir áætlun en Vestur-Barðstrend- ingar héldu Vigdísi kvöldsamsæti í Flókalundi, en þangað er rúmlega klukkutíma akstur frá Brjánslæk. í dag heldur forseti til Látra og er ætlunin að fara út á bjargið ef vel viðrar og síðan bjóða Rauðsend- ingar í hádegisverð í Fagra- hvammi. -EÞ Fá ekki að nota scrakreinar SVR. Leigubílar í RVK: Fá ekki að nota sér- akreinar Borgarráð hafnaði í gær erindi leigubílstöðvanna sem óskað hafa eftir því að fá afnot af þeim örfáu sérakreinum SVR sem í borginni eru. Var erindinu hafnað einróma en áður höfðu stjórn Strætisvagna Reykjavíkur og bílstjórar SVR lýst yfir andstöðu við hugmyndina. -ÁI Borgarstjórn í sumarfrí: Næsti fundur 15. september Borgarstjórn Reykjavíkur hefur nú tekið sér sumarfrí og er það í lengra lagi þetta árið. Síðasti fundur fyrir sumarleyfi var sl. fimmtudag, 16. júníjog næsti fundur verður ekki fyrr en 15. sept- ember nk.. Á meðan gegnir borg- arráð störfum borgarstjórnar, en það starfar allt árið. Svo gera einn- ig flestar nefndir borgarinnar, þó sumar fækki fundum yfir sumar- mánuðina. Þriggja mánaða sumar- leyfi borgarstjórnar var samþykkt samhljóða sl. fimmtudag. -ÁI Leiðrétting John E. Löfblad frá Alþjóða- sambandi byggingarmanna, sem viðtal var við í Þjóðvilja gærdags- ins, var ranglega titlaður formaður sambandsins. Hið rétta er að Löf- blad er aðalritari. Sumarferð Alþýðu- bandalags- ins 1983 Jónsmessuhátíð íViðey 25. júní Menningarleiösögn annast Björn Th. Björnsson Iistfræöingur. Mun hann skýra frá sögu staöarins og umhverfi hans. HjörleifurStefánsson arkitekt lýsir Viöeyjarstofu og Viðeyjarkirkju. Guöjón Friðriksson blaöamaður segir frá Stöðinni í austurenda eyjarinnar og athafnalifi þar á fyrri hluta aldarinnar. Fararstjóri er Guðrún Hallgrimsdóttir matvæla- fræöingur. Matast verður viö langeld, stórt útigrill sem komið verður fyrir I nágrenni Viöeyjarstofu. Útveguð veröa kol og olía en fólk hafi sjálft meö sér nesti, bæöi eitthvað til aö grilla og eins brauð, kaffi, gos eöa mjólk. Nafnlausa tríóið, sem skipaö er þeim Kristínu Ól- afsdóttur, Kolbeini Bjarnasyni og Guðmundi Hallvarðssyni, skemmtir. Gunnar Guttormsson stjórnar fjöldasöng og Elías Davíðsson annast harmoníkuleik. Farið verður ( leiki og reiptog og dansinn stiginn. Hafsteinn Sveinsson ferjar fólkið yfir Viðeyjar- sundog leggur uppfráSundahöfn kl. 10og 10.30 á laugardagsmorgun. Fólki gefst færi á aö komast til baka milli kl. 17 og 18 eða 20 og 21. Miðar kosta 150 kr. en ókeypis er fyrir 12 ára og yngri. Miðarnir eru til sölu á skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105 kl. 8 - 16 dag hvern. Siminn er 17500. Tryggið ykkur miða sem fyrst. Björn Th. Björnsson Guðjón Elfas Gunnar Guðrún Kristin Guðmundur Tjaldbúðir Geithálsi v/Suðurlandsveg, simi 44392. TRÍÓ-tjald er trygging fyrir góðum fjölskylduferðum um mörg ókomin ár. TRÍO-tjalddúkurinn er umfram allt vatnsheldur, litsterkur og þéttur. TRÍÓ-tjaldstengurnar eru úr léttu stáli og þola sitt af hverju. Það sýnir átta ára reynsla á Islandi. 5 stærðir TRÍÓ-hústjalda. Verð frá kr. 10.500.- 5 manna tjald með himni kr. 5.700.- Tjaldstólar frá kr. 205.- Tjaldbekkir kr. 640.- Svalastólar úr áli og stáli kr. 280.- SENDUM UM LAND ALLT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.