Þjóðviljinn - 22.06.1983, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 22.06.1983, Qupperneq 9
Miðvikudagur 22. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Myndin er tekin á slysstað, skammt frá bænum Búlandshöfða í Eyrarsveit, en þar fór bifreið út af veginum hinn 17. júní sl. með þeim afleiðingum að fimm ungmenni slösuðust. Vegurinn er ekki glæsilegur eins og sjá má. Bifreiðin liggur gjörónýt utan vegar. Fimm ungmenni flutt á sjúkrahús eftir bílveltu Hver er sekur? uð sem kærkomin at'sökun fyrir því að taka úr umferð róttæka verkalýðs- og bændaleiðtoga, grunaða um hermdarverkastarf- semi og veikja þar með baráttuafl þessara þjóðfélagsstétta. Annar áfanginn er í fullum gangi og hillir undir lok hans að mati for- ingja Sendero. Hreyfingin hefur sýnt bardagahæfni sína á áþreifan- legan hátt gagnvart löggæslu og hervaldi. Og þótt „frelsuðu svæð- in“ séu ekki enn komin í gagnið í hefðbundinni merkingu þessa hug- taks, eru samtökin í reynd nær alls- ráðandi í stórum hluta Ayacucho héraðsins. - Skæruliðarnir, sem yfirleitt eru kornungt fólk, fara ferða sinna að vild, enda njóta þeir þegjandi stuðnings þorpsbúa og sveitafólks. f raun fer Sendero með raunverulega löggæslu á stórum svæðum héraðsins. Haldið á Maríu mey Meðlimirnir gera sér far um að virða hefðbundið líf og siðvenjur íbúanna. Sú saga er sögð af skærul- iðum, að hópur þeirra kom til eins þorpsins, daginn fyrir trúarlega há- tíð, vann hörðum höndum að því að hreinsa og fága kirkju staðarbúa og daginn eftir gengu svo þessir harðsvíruðu byltingarseggir um plássið undir styttu af heilagri jóm- frú, Maríu mey. íbúarnir fá sern sé að fara sínu fram. Skæruliðarnir láta sér nægja að taka-höndum „svikara“ og aðra „fjandmenn fólksins". Oft er kom- ið á fót byltingardómstóli á þorps- torginu og sakborningar að því loknu hýddir eða teknir af lífi í aug- sýn þorspbúa. - Lögreglumenn og aðrir beinir fulltrúar kerfisins eru að sjálfsögðu vinsæl skotmörk. En skæruliðar hafa einnig tekið af lífi smákaupmenn fyrir að græða á fá- tækum smábændum, syni lögreglu- manna vegna faðernis þeirra og fólk, sem vinnur fyrir lögregluna. T.d. var fyrir skömrnu tekin af lífi eldabuska öryggislögreglunnar vegna starfa í þágu kúgaranna. Svoleiðis verknaðir, ef rétt er skýrt frá í fréttum, varpa óneitan- lega skugga á málstað skæruliða og eru víðast hvar fordæmdir, einnig af vinstrihreyfingunni. Samt er oft erfitt að meta málavöxtu, einkum þar sem samtökin hafa þá stefnu að skýra ekki einstakar aðgerðir sín- ar, en láta sér nægja almennar yfirlýsingar annað veifið. Sendero gerðu samt undantekningu á þessu eftir árás á nautgriparæktarstöð háskólans í ágústmánuði sl. þar sem drepnar voru 25 kýr og jafn- mörgum kynbótanautum rænt, jafnframt því sem stöðin var sprengd í loft upp. - Hin almenna fordæming á þessum verknaði kall- aði fram yfirlýsingar frá Sendero um að stöðin hefði ekki kornið inn- fæddum íbúum til góða heldur hefði árangur starfsins verið fluttur út til annarra landshluta. Þessi röksemdfærsla undirstrik- ar staðbundið eðli Senderos. En hvernig er þá ástandið í Ayacucho- héraði, hver er sá þjóðfélagslegi veruleiki, sem samtökin endur- spegla? Nokkrar tölur frá Ayacucho í öllu héraðinu búa ekki nema um 400 þúsund manns, þaraf 60% í 5. grein sveitum. Aðeins 5% ræktanlegs lands er ræktaður, 30% er beiti- land og 65% í órækt. 36.5% skóla- skyldra barna ganga í skóla og ólæsiprósentan er tæplega 70. Flest þorp á svæðinu eru bæði án raf- magns og rennandi vatns. Ibúarnir fá ekki nema rúmlega helming af nauðsynlegum kalóríum. Tölurnar eru teknar úr opinberum heimild- um og draga upp mynd af svæði, sem býr við þvíiíka örbirgð að langt mætti leita til að finna svipað ástand, jafnvel á þriðja heims mæl- ikvarða. - Ayacucho-héraðið hef- ur ætíð verið fyrir utan venjulegt þjóðfélagslíf á landsmælikvarða. Sem dæmi má nefna, að stærstu stjórnmálaflokkarnir eru hér varla til eða starfa neðanjarðar. Vinstri hreyfingin í Perú, sem nú starfar í breiðri samfylkingu (Izquierda Unida) á hér heldur engin ítök. Sjálfsagt er hér að finna skýringuna á algerri höfnun Senderos á flestu því, sem kemur utanað, og sterkri stöðu samtakanna heima fyrir. Þáttur háskólans En hvers vegna sprettur upp skæruliðahreyfing einmitt á þess- um tíma? Rektor San Cristóbals- háskólans í Ayacucho vill skýra þetta með tilkomu háskólans fyrir 20 árum. Lítið, lokað og fátækt samfélag verður óhjákvæmilega fyrir áhrifum af stofnum, sem m.a. fæst við að skilgreina þjóðfélagið á gagnrýninn hátt. Þróunarkenning Darwins rekst á hefðbundnar trú- arskoðanir íbúanna, kyn- og líffær- afræðsla brýtur niður kynlífsmóra- linn, þjóðfélagskerfið er skoðað niður í kjölinn í félagsfræði- og hagfræðitímum. Þessutan brýtur hegðun aðfluttra kennara og starfs- manna í bága við hefðbundið lífs- mynstur íbúanna. Smám saman skapar því tilvist háskólans aukna meðvitund um samfélagið og vekur kröfur og óskir um betra líf, sem kerfið megnar ekki að uppfylla. Comandante Edith Að lokum er hér sagan af Edith Lagos, 19 ára gamalli stúlku, sem lét lífið fyrir málstað skæruliða í september sl. Ásamt öðrum liðs- mönnum Senderos hafði hún tekið þátt í vopnaðri árás á lögreglustöð og að sögn yfirvalda verið skotin til bana. Samstundis dundu yfir ásak- anir um að Edith hefði verið pynt- uð til bana á hryllilegasta hátt. Eftir mikla pressu almenningsálits- ins var líkið grafið upp og fundust á því merki um misþyrmingar. Ekki var frekar aðhafst í málinu. Edith var jörðuð á ný, í þetta sinn í heimaborg sinni Ayacucho, þar sem 15 þús. manns eða um helm- ingur íbúanna, fylgdu henni til grafar. Nú í ársbyrjun skall ný alda árása og skemmdarverka yfir Ayacucho- hérað. Belaúnde forseti sendi strax fjölmennar hersveitir á staðinn, sem hafðar eru í viðbragðsstöðu til stuðnings öryggissveitunum. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í 8 héruðum alls, enda er ætlunin að ganga á milli bols og höfuðs á skær- uliðum í eitt skipti fyrir öll. En hvernig er hægt að komast fyrir ræturnar á fyrirbæri, sem sprettur beint úr hinum þjóðfélagslega ver- uleika, nema með miskunnarlausri valdbeitingu? Og hversu lengi fær stjórn, sem beitir slíkum aðferð- um, varðveitt lýðræðisbraginn? Það óhapp varð skammt frá bænunr Búlandshöfða f Eyrarsveit þann 17. júní kl. 24.30, að bifreið á leið frá GrundarFirði til Ólafsvíkur lcnti í drulluslarki á veginum og mun ökumaður þá hafa misst stjórn á bílnum sem valt eina veltu á veginum og kastaðist síðan útaf. Fimm ungmenni voru í bílnum og voru öll flutt á sjúkrahúsið í Stykk- ishólmi. Sem betur fer reyndust meiðsli ekki alvarleg og fengu þrjú að fara heim strax og gert hafði verið að sárum þeirra. Tvær stúlk- ur urðu hinsvegar að vera eftir á sjúkrahúsinu. Bifreiðin er gjör- ónýt. Fréttir af þessu tagi eru því mið- ur alltof algengar í fjölmiðium. Nú er mikil herferð í gangi til fækkunar umferðarslysum og er sú herferð kölluð „Norrænt umferðaröryggis- ár“. Er þar varið ómældum upp- hæðum í það að auglýsa hvernig ökumenn og gangandi vegfarendur eigi að haga sér. I kringum þetta er sjálfsagt mikið bákn og fjöldi vand- amálasérfræðinga sem vinna að því að finna einhverja lausn á vanda- málum sent aðrir vandamálafræð- ingar hafa búið til. A reikningum er hún 263 þúsund Borgarráð hefur nú til athugun- ar tillögu um að endurskoða sam- komulag við Seltjarnarnes- kaupstað um hlutdeild Seltirninga í rekstri SVR. Það var Kristján Bencdiktsson, borgarfulltrúi Tramsóknarflokksins sem flutti til- löguna á síðasta borgarstjórnar- fundi í framhaldi af athugasemdum endurskoðunardeildar við sam- komulagið. I skýrslu endurskoðunardeildar vegna reikninga ársins 1982 kemur fram að í árslok námu skuldir Sel- tjarnarneskaupstaðar 263 þúsund- um króna. Samkvæmt samkomu- laginu um SVR greiðir Seltjarnar- neskaupstaður 3.18% af rekstrar- halla SVR, en gjaldið reiknast ekki fyrr en árinu eftir og greiðist nokk- uð seint. Ekki er tekið neitt tillit til þátttöku í endurnýjun vagnaflot- Þetta slys er fjórða slysið á til- tölulega skömmu tíma sem rekja má beint íil Vegagerðar ríkisins. Þá er bara átt við þessa sveit og ef dærnin eru svipuð í öðrum sveitum ætti yfirvöldum umferðarmála að vera Ijóst hvar helst er að vænta árangurs til fækkunar umferðar- slysa. Ég tek því undir með Bergþóru Árnadóttur þegar hún syngur „Ég ákæri ráðherra samgöngumála". Ef þær myndir sem teknar eru á slysstað prentast vel sést glögglega hvernig ástand vegarins er þar sem slysið átti sér stað. Myndirnar af veginum eru teknar úr þeirri átt sem bíllinn kom úr. Ástæður þess að vegurinn lítur svona út eru þær, að að undanförnu hafa starfsmenn Vegagerðar ríkisins unnið við hefl- un vega og hefur kantheflun verið ríkur þáttur í sumarviðhaldi vega hér um slóðir, en hún er fólgin í því að ryðja stórgrýti, lausamöl, mold- arbörðum og aur uppá veginn, allt eftir því hvaða efni er næst veg- inum. Augljóslega eru starfsmenn Vegagerðar ríkisins á Snæfellsnesi ans eða í öðrum framkvæmdum og engir vextir eða verðbætur reiknast á þá upphæð sem Seltirningar greiða. Sem fyrr segir er skuld Seltirn- að reyna að gera sitt besta. Því er ekki rétt að áfellast þá. Hinsvegar er athugandi fyrir yfirmenn þeirra í Borgarnesi aö kynna sér ntjög vel hvernig ástandið er með því að heimsækja sveitirnar og eiga við- ræður við sveitarstjórnarmenn og leggjast síðan á eitt með þeim að krefjast úrbóta. Það þarf nokkuð seiga karla til að standa undir jafn mikilli gagnrýni og yfirmenn vega- mála í þessum landshluta verða að standa undir. Því hlýtur þeim að vera það kappsmál að þessum hlutum verði komið í lag. Lang- tíma áætlun í vegamálum ber hins- vegar rneð sér að Snæfellsnes er ekki á kortinu hjá Vegagerð ríkisins. Að lokutn aðeins þetta: Ég full- yrði að það slys sem varð tilefni þessa greinarkorns, skrifast að öllu leyti á kostnað Vegagerðar ríkis- ins. Þaðskulu vandamálafræðingar Vegagerðarinnar hafa hugfast að þeir sluppu með skrekkinn, þeir verða kannske ekki eins heppnir næst. Grundarllrði 18. júní 1983. Ingi Hans Jónsson. inga nú 263 þúsund krónur en ef miðað væri við lánskjaravísitölu ætti skuldin að nerna 2 miljónum og 45 þúsund krónum! -ÁI Hersveit sérhæfð { að berjast gegn skæruliðum. Strætó tapar grimmt á Seltirningum: Verðtryggð næml skuldin 2 miljónum Strætó tapar grimmt á Seltirningum:

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.