Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 16
maviuiNN
Miðvikudagur 22. júní 1983
Aðalsími Þjóðvlljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná I afgreiðslu blaðsins I síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Viðeyjarferðin
á laugardag:
Miðasala til
kl. 19 í dag
og á morgun
Nú fara að verða síðustu forvöð
að tryggja sér miða í sumarferð Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík til
Viðeyjar nk. laugardag. Miðarnir
kosta 150 krónur fyrir fullorðna og
unglinga, en ókeypis er fyrir börn
12 ára og yngri. I dag verða skrif-
stofur Alþýðubandalagsins opnar
kl. 8-13 og frá 16 til 19 og á morgun
fimmtudag verður opið frá kl. 8 til
kl. 19. Sjá nánari upplýsingar um
ferðina í auglýsingu á bls. 3.
Skipholtið:
Bílasalan
flutt
annað
Hætt hefur verið við að úthluta
BQasölu Guðfínns ióð á auða svæð-
inu neðan Sjómannaskóians við
Skipholt vegna andstöðu íbúa þar.
Sendinefnd frá íbúum við Skip-
holt sat fyrir borgarráðsmönnum í
gærmorgun, þegar þeir mættu á
sinn vikule;>a borgarráðsfund. Er-
indið var að útskýra andstöðu gegn
bílasölu á þessum stað. Aður hafði
borgarstjórn samþykkt að taka út-
hlutunina til endurskoðunar og
reyna að finna annað svæði í borg-
inni fyrir bílasöluna og á borgar-
ráðsfundinum í gær var ákveðið
einróma að hætta við úthlutunina á
þessum stað.
Mjög erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins um borð í Gunnjóni. Þessi mynd var tekin skömmu eftir að
skuttogarinn Bjarni Ólafsson kom að rækjuskipinu norðaustur af Hornbjargi á mánudag. Bjarni er nú með
Gunnjón í togi á leið til Njarðvíkur. Mynd - Kristinn Árnason.
Gunnjón GK væntanlegur í togi
til Njarðvíkur í kvöld
Þetta er mikið áfall”
segir Sigurður Guðmundsson útgerðarstjóri
„Þetta er mikil sorg og mikið
áfall. Það var farið að ganga vel á
veiðum og við farnir að sjá björtu
hliðarnar þegar þessi mikla ógæfa
dundi yfir“, sagði Sigurður Guð-
mundsson útgerðarstjóri Gunnjóns
GK-506 í samtali í gær.
Von er á rækjuskipinu til
Njarðvíkur seint í kvöld, en um
miðjan dag í gær gat skuttogarinn
Bjarni Ólafsson AK-70 loks hafist
handa við að draga skipið suður,
eftir að tekist hafði að ráða endan-
lega niðurlögum eldsins sem var
laus um borð. Þá hafði verið barist
við eldinn í rúman sólarhring sem
gaus sífellt upp aftur.
Þrír skipverjar af 10 manna
áhöfn létu lífið í eldsvoðanum en
þeir voru staddir í íbúðum neðan
þilja þar sem eldurinn kom upp.
Um hádegi í gær var búið að
koma líkunum úr skipinu og flutti
varðskipið Þór þau þá til ísafjarðar
þaðan sem þau voru flutt til
Reykjavíkur í gærkvöld.
Nokkur halli kom á Gunnjón
meðan á slökkvistarfinu stóð í
fyrrinótt og gærdag, og komst sjór
m.a. í vélarrúm skipsins, en búið
var að rétta það af síðdegis í gær.
Þeir sem létu lífið í brunanum
hétu: Haukur Ólason 1. vélstjóri,
Akurgerði 4, Reykjavík, fæddur
5/1 1958. Hann lætur eftir sig unn-
ustu og 9 mánaða gamlan son.
Eiríkur Ingimundarson háseti,
Tunguvegi 12, Njarðvík, fæddur
30/4 1963. Hann var ókvæntur og
barnlaus.
Ragnar Júlíus Hallmannsson,
Ásgarði 5, Keflavík, fæddur 18/6
1966. Hann var ókvæntur og barn-
laus.
-lg-
V erður malbikað út í Lækinn?
Agreiningur um útfærslu á miðbæjarskipulagi Hafnarfjarðar
„Ég tel afgreiðslu bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar á deiliskipulagstillögu
miðbæjar brjóta í bága við skipulagslög
og byggingarlög og mun óska eftir úr-
skurði skipulagsstjórnar ríkisins og fé-
lagsmálaráðuneytisins um réttmæti
þessarar afgreiðslu“, sagði Rannveig
Traustadóttir bæjarfulltrúi AB í Hafn-
arfirði m.a. í bókun á bæjarstjórnar-
fundi í gærkvöldi þegar afgreidd var
þar tillaga að nýju miðbæjarskipulagi.
„Ástæðan fyrir því að ég tél hér laga-
lega rangt að farið er sú að útfærsla á
Lækjargötu þar sem hún er sýnd á
skipulagsuppdrættinum breikkuð 4-5
metra út í Lækinn á við nýsamþykkt
aðalskipulag bæjarins", sagði Rannveig
í samtali við Þjóðviljann.
Þegar aðal- og miðbæjarskipulag
voru auglýst sl. vor bárust fjölmargar
athugasemdir bæjarbúa við þeirri til-
lögu að Lækjargatan yrði breikkuð á
kostnað Lækjarins, og ein höfuðprýði
bæjarins þannig skert verulega. Þessar
athugasemdir voru þá afgreiddar með
aðalskipulaginu þannig að ákveðið var
að Lækjargata frá Öldugötu að Strand-
götu skyldi í náinni framtíð vera óbreytt
að öðru leyti en því að bifreiðastöður
yrðu bannaðar á götunni.
„Þessi ákvörðun er óumdeilanlegur
hluti af aðalskipulaginu sem hlotið hef-
ur staðfestingu félagsmálaráðherra.
Þrátt fyrir þctta þá er í miðbæjarskipu-
lagsuppdrættinum sem bæjarstjórn
samþykkti í gærkvöld sýnt að Lækjar-
gata verði breikkuð út í Lækinn. Lög-
leysan er í því fólgin að deiliskipulag
stangast á við staðfest aðalskipulag“,
sagði Rannveig.
Aðrir bæjarfulltrúar vildu þrátt fyrir
þetta líta svo á, að enn hefði ekki verið
tekin endanleg afstaða um breikkun
götunnar og samþykktu tillögu um að
unnið skyldi deiliskipulag að Lækjar-
götu og nánasta umhverfi, sem inni-
haldi ýmsa valkosti um útfærslu göt-
unnar sem síðan verði kynntir bæjarbú-
um áður en bæjarstjórn tekur endan-
lega ákvörðun.
„Að öðru leyti en þessari útfærslu
Lækjargötunnar lýsti ég yfir ánægju
minni með miðbæjarskipulagið sem
heild“, sagði Rannveig Traustadóttir
að lokum.
-Ig-
58 rúm á þessu ári
Starfsmenn Borgarspítalans, borgarfulltrúar og fjöldi gesta voru við form-
lega opnun B-álmunnar í gær. A myndinni sést Davíð Oddsson borgar-
stjóri ávarpa gesti.
Fullbúin rúmar deildin 172 rúm
Mikið fjölmenni var við form-
lega opnun B-álmu Borgarspítalans
í gærdag og var greinilegt á svip
gesta að þeim líkaði vel við þetta
bjarta og fallega húsnæði, sem hýsa
á langlcgudeild fyrir aldraða.
Davíð Oddsson borgarstjóri
ávarpaði gesti og rakti aðdragand-
ann að húsbyggingunni, sem full-
búin á að rúma 174 rúm á 2.-7.
hæð. Sagði borgarstjóri m.a. að
stefnt væri að því að byggingin yrði
fullgerð árið 1986 og að heildar-
kostnaður á núverandi verðlagi
myndi verða um 220 miljónir
króna. Það var 6. hæðin sem tekin
var í notkun í gær og í haust standa
vonir til að 5. hæðin verði fullgerð.
Hvor um sig rúmar 29 sjúkrarúm
og fullkomna aðstöðu fyrir hjúkr-
un aldraðra.
í lok máls síns þakkaði borgar-
stjóri öllum þeim sem að málinu
hafa unnið á undanförnum árum
og núverandi og fyrrverandi heil-
brigðisráðherra sérstaklega. Matt-
hías Bjarnason heilbrigðisráðherra
ávarpaði gesti og óskaði starfsemi
B-álmunnar alls góðs, en Svavar
Gestsson, fyrrverandi heilbrigðis-
ráðherra, sem dvelst erlendis um
þessar mundir sendi símskeyti til
athafnarinnar þar sem hann óskar
Reykvíkingum til hamingju með
þennan áfanga og lýsir þeirri von
sinni að B-álman eigi eftir að nýtast
öldruðum borgarbúum vel og ör-
ugglega í framtíðinni.
Jóhannes Pálmason aðstoðar-
framkvæmdastjóri Borgarspítalans
þakkaði hlý orð og bauð gestum
síðan að skoða sjúkradeildina, og
þiggja veitingar.
-ÁI
Ólafur Ólafsson
landlæknir:______
Viljum
útrýma
legháls-
krabba
Krabbameinsleit
í körlum hefst
eftir 1—2 ár
„Eg vænti þess að við munum
hefja takmarkaða krabbameinsleit
í körlum eftir 1-2 ár. Undirbúning-
ur krabbameinsleitar I körlum er
geysiviðamikið verk og þarfnast
margra ára undirbúnings. Það má
t.d. nefna að enn eru menn ekki
alveg komnir niður á hvar leita
skuli krabbameins, þó svo krabba-
meinsleit í ristli og endaþarmi sé
það sem einna helst kemur til á-
lita“, sagði Ólafur Ólafsson land-
læknir á blaðamannafundi sem
haldinn var að loknum fundi Nor-
ræna krabbameinssambandsins er
lauk 16. júní síðastliðinn eftir
þriggja daga þinghald.
Meðal þeirra sem tóku þátt í
fundinum á Laugarvatni voru
Anders Egelund framkvæmda-
stjóri alþjóðasamtaka krabba-
meinsfélaga, Jan Stjernswárd fra-
mkvæmdastjóri krabbameinsleitar
Alþj óða heilbrigðismálastofnunar-
innar. Af íslands hálfu sátu m.a.
fundinn Ólafur Ólafsson landlækn-
ir, Hrafn Tulinus og Almar Gríms-
son deildarstjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu. Þar var rætt um stöðu ís-
lands og hlutverk í krabbameinsleit
og var niðurstaðan á þá leið, að
ísland væri um margt fyrirmyndar-
land hvað varðaði leit að legháls-
krabbameini. Með fjöldaleit minn-
kaði dánartíðni kvenna með leg-
hálskrabbamein um 60% á árunum
1959-1970. Þá liggur það fyrir að
dánartíðni þeirra kvenna sem ekki
hafa undirgengist leit er tíu sinnum
hærri en meðal skoðaðra. Stefnt er
að því að leghálskrabbamein verði
óþekkt fyrirbæri um næstu
aldamót.
Það kom fram á blaðamanna-
fundinum að með söfnun þeirri
sem gekk undir nafninu Þjóðará-
tak gegn krabbameini hefði öll
aðstaða til krabbameinsleitar batn-
að stórkostlega og því er talið til-
tölulega stutt í að krabbameinsleit í
körlum geti hafist. Ólafur Ólafsson
landlæknir sagði að jafnvel þó svo
leit myndi hefjast eftir 1-2 ár yrði
aðeins um' mjög takmarkaða leit að
ræða, könnunarrannsókn, og úr
niðurstöðum yrði síðan unnið að
fjöldaleit í körlum sambærilega við
þá sem verið hefur meðal kvenna.
Á fundi Norræna krabbameins-
sambandsins voru tekin fyrir fjöl-
mörg mál önnur en þau sem ten-
gjast leit. Þannig var rætt um þau
tilfelli sem ávallt skjóta upp kollin-
um er sjúklingur hefur fengið bata
af einhverri ákveðinni tegund
krabbameins, en fær síðan sjúk-
dóminn á öðrum stað í líkamanum.
-hól.
Skrifstofur
A lþýðubandalagsins:
Lokað
kl. 13—16
Skrifstofur Alþýðubandalagsins
við Hverfisgötu 105 verða lokaðar í
dag kl. 13-16 vegna útfarar Ólafs
R. Einarssonar, sagnfræðings.