Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 22. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
RUV 0
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn
7.25 Leikfimi.
7.30 Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
8.00 Fréttir8.15 Veöurfregnir. Morgunorð:
Kristín Waage talar. Tónleikar.
8.40 Tónbilið. a. Sónata nr. 2 í F-dúr fyrir
horn og strengjasveit eftir Luigi Cheru-
bini. Barry Tuckwell og St. Martin-in-the-
Fields kammersveitin leika; Neville Marr-
iner stj. b. Sinfónía nr. 5 í Es-dúr, óp 35
nr. 5 eftir Luigi Boccherini. Filharmóniu-
sveitin i Bologna leikur; Angelo Ephrikian
stj.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Stroku-
drengurinn" eftir Astrid Lindgren.
9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynningar.
leikar
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
10.35 Sjávarútvegur og siglingar Umsjón:
Ingólfur Arnarson.
10.50 Út með Firði. Þáttur Svanhildar
Björgvinsdóttur á Dalvík (RÚVAK).
11.20 íslensk dægurlög frá liðnum árum.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30„Hálftíminn“. Létt rokk
14.00 „Gott land“ eftir Pearl S. Buck i
þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar og
Magnúsar Magnússonar. Kristín Anna
Þórarinsdóttir lýkur lestrinum (25).
14.20 Miðdegistónleikar. Trió í Es-dúr, K.
498 fyrir klarinettu, víólu og píanó eftir
Wolfgang Amadeus Mozart. Gervase de
Peyer, Cecil Aronowitz og Lamar Crow-
son leika.
14.45 Nýtt undir nálinni. Ólafur Þórðarson
'kynnir nýútkomnar hljómplötur.
15.20 Andartak. Umsjón: SigmarB. Hauks-
son.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar
17.05 Þáttur umferðamál í umsjá Birnu G.
Bjarnleifsdóttur.
17.55 Snerting Þáttur um málefni blindra
og sjónskertra í umsjá Gísla og Arnþórs
Helgasona.
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
Daglegt mál. Árni Böðvarsson flytur
þáttinn. Tónleikar.
19.50 Við stokkinn Heiðdís Norðfjörð held-
ur áfram að segja börnunum sögu fyrir
svefninn.
20.00 Sagan„Flambardssetrið“ eftir K.M.
Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les þýð-
ingu sína (6).
20.30 Þriggja sókna túr. Árni Johnsen
spjallar við Ása i Bæ (síðasti þáttur).
21.15 Einsöngur. a. Elly Ameling syngur
„Frauenliebe und Leben", lagaflokk op.
42 eftir Robert Schumann; Dalton Bald-
win leikur með á píanó.
21.40 Útvarpssagan: „Leyndarmál lög-
reglumannsins" eftir Sigrúnu Schnei-
der. Ólafur Byron Guðmundsson byrjar
lesturinn
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins
22.35 Iþróttaþáttur Hermanns Gunnars-
sonar.
23.00 Djassþáttur. Umsjón: Gerard Chi-
notti. Kynnir Jórunn Tómasdóttir.
RUV 0
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Myndir úr jarðfræði íslands 6.
Landrek Fræðslumyndaflokkur i tíu
þáttum. Umsjónarmenn: Ari Trausti
Guðmundsson og Halldór Kjartansson.
Upptöku stjórnaði Sigurður Grímsson.
21.15 Dallas Bandariskur framhaldsflokk-
ur. Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.00 Úr safni Sjónvarpsins íslendingar
í Kanada 1 Vestur i bláinn Myndaflokk-
ur um vesturferðir Islendinga og búsetu
þeirra í Kanada gerður i tilefni af 100 ára
búsetuafmæli íslendinga í Kanada. I
fyrsta þætti er fjallað um aðdraganda
vesturferða af íslandi, fólksflutninga
héðan, frumbýlingsár í Kanada og
hvernig islenska stofninum hefur vegnað
í nýjum heimkynnum. Umsjónarmaður
Ólafur Ragnarsson. Kvikmyndun: Örn
Harðarson. Hljóð og tónsetning: Marinó
Ólafsson og Oddur Gústafsson. Klipping:
Erlendur Sveinsson. Þættirnir voru áður
á dagskrá Sjónvarpsins sumarið 1976 en
eru nú fyrst sýndir í lit.
Sjónvarp kl. 22
Vestur
í bláinn
Kl. 22.00 í kvöld verður sýndur
i sjónvarpinu myndaflokkur um
vesturferðir íslendinga og bú-
setu þeirra í Kanada, gerður í til-
efni af 100 ára búsetuafmæli ís-
lendinga þar. í fyrsta þættinum
er fjallað um aðdraganda vestur-
ferða af íslandi, fólksflutninga
héðan, frumbýlingsár í Kanada
og hvernig íslenska ættstofnin-
um hefur vegnað í nýjum
heimkynnum. -mhg
Biðin
varð
lengri
Ferðalangur skrifar:
í Þjóðviljanum 16. júní sl. birt-
ist all-greinargott svar blaðafull-
trúa Flugleiða við umkvörtunum
mínum vegna mikilla óþæginda,
sem ég varð fyrir er flugi til Akur-
eyrar var frestað föstudaginn 20.
maí.
Ég vil samt benda blaðafuiltrú-
anum á, að biðin í flugstöðinni á
Keflavíkurvelli var lengri en
hann vill vera láta í bréfinu. Hygg
ég að þessi bið hafi verið a.m.k.
hálf klukkustund. Að auki vil ég
Benda á, að blaðafulltrúinn gefur
engar ástæður upp fyrir því, að
enginn starfsmaður Flugleiða var
á staðnum til að greiða úr spurn-
ingum farþega, svo sem nauðsyn-
legt hlýtur að teljast, þegar svona
stendur á.
Að endingu vil ég taka það
fram, að það er ekki ætlun mín að
sverta nafn Flugleiða heldur sú,
að þrýsta á betri þjónustu, sem
Islendingar, eins og aðrir farþeg-
ar Flugleiða, eiga heimtingu á.
Ur
„hugarfylgsninu“
Fjöðrin
Góðog
lipur
þjónusta
Þess er allt of sjaldan getið sem
gott er, því miður. Ég vil gera hér
litla bragarbót á og koma á fram-
færi þakklæti til starfsmanna í
púströraverksmiðju Fjaðrarinn-
ar. Þangað átti undirritaður er-
indi á dögunum og fékk sérstak-
lega góða þjónustu, veitta af
mikilli lipurð, þar sem menn
vildu greiða götu mína á sem
bestan veg.
Það er því miður allt of sjald-
gæft að maður verði aðnjótandi
slíkrar þjónustu, þar sem í stað
þess að gera alla hluti flókna,
dýra og fyrirhafnarmikla, eru
vandamálin leyst á fljótan og
auðveldan máta á ódýrastan hátt.
Hafið þökk fyrir, verkstæðis-
menn.
Viðskiptavinur.
Tornæmur skrifar:
Laust fyrir síðustu helgi rakst
ég á eftirfarandi klausu í víðlesnu
blaði:
„Vandamálið ýfði hugarfylgsnið
við að heyra í niðurstöðu fiski-
fræðinga um ekki-aflahorfur í
þorskveiðum framtíðarinnar".
Og skilji nú hver sem betur get-
ur. Mitt er að yrkja, ykkar að
skilja, er haft eftir Gröndal. Og
kannski hefur blaðamaðurinn
haft Gröndal í huga þegar hann
setti þetta á pappírinn. Ég held
nú samt, að þeir sem svona orða
hugsanir sínar, ættu að reyna að
finna sér starf, sem þeim léti bet-
ur en blaðmennska.
barnahorn
Hvers vegna
eru stundum
29 dagar
í febrúar?
Hvers vegna verða 29 dagar í febrúar á
næsta ári? Mörg ykkar hafa eflaust velt
slíku fyrir sér án þess að komast að niður-
stöðu. Jú, það verður að vísu hlaupár þá, en
hvers vegna er einum degi fleira í hlaupári
en venjulegu ári? Til að finna svar við því
verðum við að fara 2000 ár aftur í tímann.
Þá var Róm aðal-menningarmiðstöð
heimsins og þá réði þar ríkjum maður að
nafni Júlíus Cæsar.
46 árum áður en okkar tímatal byrjar
lögleiddi hann hið svonefnda júlíanska
tímatal sem er raunar mjög líkt okkar tíma-
tali.
Að öllum líkindum hefur Cæsar að
nokkru fa.rið eftir tímatali Egypta þegar
hann gerði þessa breytingu. Egyptar
miðuðu tímatal sitt við svonefnt sólarár, en
hjá Rómverjum var tímatalið þannig að ár-
ið 46 átti að hafa 455 daga. Eftir þessa
breytingu Cæsars höfðu öll ár 365 daga en
fjórða hvert ár var nefnt hlaupár og þá bætt-
ist einn dagur við í febrúar, sem þá var
síðasti mánuður ársins.
í einu sólarári eru 365 dagar og tæpir 6
tímar. Útreikningur Cæsars var ekki alveg
nákvæmur af því að hann reiknaði með að í
árinu væru 365 dagar og nákvæmlega 6
tímar. Hann misreiknaði aðeins um nokkr-
ar mínútur, en það var nóg til þess að á
næstu öldurn kom misrænn milli sólarinnar
og gildandi tímatals.
Arið 1582 ákvað Gregor páfi 13. að
sleppa úr 10 dögum til að laga þessa
skekkju. Næsti dagur á eftir 4. október það
ár, varð þess vegna ekki 5. heldur 15. okt-
óber.
Til þess að slík skekkja kæmi ekki fyrir
aftur var ákveðið að síðasta hlaupár hverrar
aldar skyldi ekki vera hlaupár nenta að ártal
aldarinnar væri deilanlegt með 400. Árið
1600 var þessvegna hlaupár en ekki árið
1700, árið 1800 var hlaupár en ekki árið
1900. Þetta tímatal er nefnt gregoríska
tímatalið og hefur verið tekið upp í flestum
löndum heims. Síðast var það tekið upp í
Sovétríkjunum árið 1917 en þá var tímatal-
ið þar orðið 13 dögum á eftir okkar tímatali.
Gátur
1. Hvers vegna stendur stytta Jóns
Sigurðssonar á Austurvelli?
2. Er einhver bær á íslandi sem heitið
getur Kindaelfarkriki?
3. Hvað getur þú ekki nefnt án þess
að skemma það?
4. Hvers vegna er gölturinn aldrei í
buxum?
5. Getur þú heyrt þegar grasið grær?
6. Hver hefur alltaf gesti í mat?
7. Hvað fer yfir vatn undir vatni en
snertir aldrei vatnið?
8. Hvar getur þú sest en ég ekki?
9. I hvaða rúmi getur enginn hvílst?
10. Hvaða dagur er lengstur?
Svör viö gátum
•BUIROU ntSÁJS Q31U BS '01
luinjeiuox '6
íuuiiu njjot>) i -g
nujQjotj b njojsujBÁ
pom itjq j;já jnSuoS uios jnQBjv 'L
uBjæuuEj^ -9
•jJ|Jj3 J3BJ§ QE(j
JB§3Cj So jæj§ QBCj JB§3Cj }Q3Bq ‘Bf g
•EUinBS
QB j^jJjO UUBJj UBJjÁg QB SSOCj BU§3A 'p
BUjuSOcJ ■£
'jnj|OJ>iJEQnES •£
QjJOS
jjjjjs jnjaS unq qb ssocj buSoa 'I