Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.06.1983, Blaðsíða 1
DJÚÐVILJINN Perú,-land fátæktar og þjóðfélagsátaka. Einar Hjörleifsson heldur áfram ferðafrásögn sinni. Sjá8 júní 1983 miðvikudagur 135. tölublað 48. árgangur \ Seðlabankastjóri áfram formaður Landsvirkjunar Fullkomlega óeðlilegt segir Sigurjón Pétursson, sem greiddi atkvæði gegn því í borgarráði í gær I stað beinna og breiðra akreina munu krókóttir stíg ar, gróður og torg koma á Þórsgötunni þcgar viðgerðum á lögnum er iokið. Ljósm. -Leifur. „Ég tel það fullkomlega óeðlilegt að skipa aðalbankastjóra Seðla- bankans formann stjórnar Lands- virkjunar og því greiddi ég atkvæði gegn því í borgarráði“, sagði Sigur- jón Pétursson í gær. Á borgarráðs- fundi í gær var afgreidd tillaga borgarstjóra þess efnis að leitað yrði samkomulags við aðra eignar- aðila í Landsvirkjun um að Jó- hannes Nordal verði formaður stjórnar sem tekur við samkvæmt nýjum lögum um Landsvirkjun 1. júlí n.k. Tillaga borgarstjóra var samþykkt mcð 4 atkvæðum gegn atkvæði Sigurjóns. Sigurjón benti á í bókun sem hann geröi á fundinum að hér væri um að ræða tvö áhrifamestu fyrir- tæki og stofnanir í landinu og það væri fullkomlega óeðlilegt að þau tvinnuðust saman með þessum hætti. Samkvæmt nýju lögunum skipa eignaraðilarnir fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar, ríkið 4 menn, Reykjavíkurborg 3 og Ak- ureyri 1 en samkomulag verður að vera um 9. manninn sem er for- maður stjórnarinnar, ella sker Hæstiréttur úr. Landsvirkjun og Seðlabanki áberandi í stóriðjunefndum Samtvinnun sú sem Sigurjón kallaði svo, er einnig mjög áber- andi í þeim nefndarskipunum Sverris Hermannssonar, iðnaðar- ráðherra, sem nýlega voru kunn- gjörðar. í stóriðjunefnd og samn- inganefnd við Alusuisse eru full- trúar beggja þessara fyrirtækja Seðlabankans og Landsvirkjunar áberandi. Jóhannes Nordal Seðla- bankastjóri leiðir samninganefnd- ina og aðstoðarbankastjóri Seðla- bankans Sigurgeir Jónsson á sæti í stóriðjunefndinni. Formaður stór- iðjunefndarinnar er aftur Birgir fs- leifur Gunnarsson, stjórnarmaður Reykvíkinga í Landsvirkjun, og stjórnarmaður Akureyringa Valur Arnþórsson á einnig sæti í stór- iðjunefndinni. Ýmsir telja hæpið að orkufram- leiðandinn og orkusalinn, þ.e. Landsvirkjun skuli eiga svo sterk ítök í stóriðjunefndinni og samn- inganefndinni við Alusuisse og höfðu menn jafnvel talið for- mennsku Jóhannesar Nordal í samninganefndinni tákn um að hann yrði ekki tilnefndurformaður í stjórn Landsvirkjunar. Benti einn viðmælandi Þjóðviljans á lög um bankastarfsemi þessari skoðun til áréttingar. Taldi hann óverjandi að bankastjóri væri jafnframt forystu- maður í fyrirtæki sem skuldar bankanum gífurlegar fjárhæðir, en Landsvirkjun er stærsti skuldari landsins og nærri lætur að skuldir hennar nemi um 40% af erlendum skuldum landsmanna. Tillaga borgarstjóra í gær tekur þó af allan vafa um þetta atriði: Það er ætlunin að hafa sama mann- inn í forystu fyrir samninga- mönnum við Alusuisse, í forystu fyrir Landsvirkjun sem selur ork- una og í forystu fyrir ábyrgðar- stofnun Landsvirkjunar, Seðla- bankanum. Ritstjórnarskrifstofur Þjóðviljans: Lokað kl. 13—15.30 Borgarráð samþykkti einróma í gær að Þórs- götu verði breytt í vistgötu en ákveðin ósk hafði komið þar um frá íbúum við götuna, sem nú er öll í sárum vegna viðgerða á lögnum. Skipulagsnefnd, umferðarnefnd og umhverfis- málaráð hafa fjallað um þetta erindi íbúanna og mæltu eindregið með því að götunni verði breytt þannig að um hana fari aðeins hæg umferð íbúa og þeirra sem erindi eiga, og upp verði komið litlum torgum, gróðri og leiktækjum í stað beinna og breiðra akreina. Borgarverkfræðingur mælti hins vegar gegn þessari breytingu í bókun í umferöar- nefnd og taldi hana ekki tímabæra fyrir en úttekt hefði verið gerð á umferðarmálum hverfisins alls. Undir þá bókun tók Óskar Ólason,yfirlögreglu- þjónn. Sem fyrr segir hefur götunni verið umturnað vegna viðgerða á lögnum og upplýsti Guttormur Þormar, yfirverkfræðingur umferðardeildar, í gær að þrátt fyrir að gatan hefði verið lokuð í heilan mánuð hafi engin kvörtun borist. -ÁI Frumrannsókn fiskmatskærunnar á Vestfjörðum lokið Send ríkissaksóknara „Mér þótti kæruefnið mjög óljóst og okkar rannsókn fólst í því að fá fram hjá kærendum hvað þeir væru að kæra í raun og veru svo við gætum áttað okkur á því að hverju rannsóknin ætti að beinast ef slík rannsókn ætti að fara fram sem sakamálarannsókn“, sagði Pétur Hafstein bæjarfógeti á ísafirði í samtali við Þjóðviljann í gær. Fyrr í mánuðinum kærðu 4 skip- stjórar á Súgandafirði til lögreglu- embættisins á ísafirði það sem þeir telja vera mjög mismunandi gæða- mat einkum á steinbít milli ein- stakra staða á Vestfjörðum. Bæjarfógetinn á ísafirði sagði að auk frekari skýringa kærenda á kærumálinu hefði honum þótt rétt að taka skýrslu af matsmönnum sem tilnefndir eru í kæru skipstjór- anna og yfirmatsmanni á Vest- fjörðum. Verið væri að ganga frá þessum skýrslum og að öllum lík- indum yrði ríkissaksóknara sent málið til frekari ákvörðunar í dag. Aðspurður hvort eitthvað lægi ljósara fyrir um málið eftir þessa fyrstu rannsókn sagðist fógetí ekkí geta sagt að svo væri. „Kærendur halda því fram að það sé fram- kvæmt mismunandi mat í hinum einstöku frystihúsum á svipuðum afla sem kemur af sömu miðum. Þetta hefur aðeins verið frumrann- sókn til að átta sig á því um hvað málið snýst og hvernig á þá að taka það til fullnaðarrannsóknar, ef það þykir ástæða til“, sagði Pétur Haf- stein. -•g- vegna útfarar Olafs R. Einarssonar Ritstjórnarskrifstofur Þjóðviljans verða lokaðar í dag, miðvikudag, kl. 13 -15.30 vegna útfarar Ólafs R. Einarssonar, sagnfræðings. „Hlíðin mín fríða“ sungu Aust- ur-Barðstrendingar þegar þeir fögnuðu forseta sínum á Reykhól- um í gær, en Vigdís gróðursetti þrjár trjáplöntur í Barmahlíð, sem sungið var um, eina fyrir drengina, aðra fyrir stúlkurnar og þá þriðju fyrir ókomna kynslóð. Ljósm. - EÞ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.