Þjóðviljinn - 02.07.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.07.1983, Blaðsíða 3
Um og eftir helgina: Svavar Gestsson á ferð um Austurland Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins verður á ferð um Austurland nú um og eftir helg- ina til funda með flokksmönnum þar. Alþýðubandalagið á Austur- landi gengst fyrir ráðstefnu á Hall- ormsstað 2.-3. júlí og þar er Svavar á meðal ræðumanna og mun m.a. spjalla um Alþýðubandalagið, störf þess, stefnu og skipulag. Mánudaginn 4. júlí heldur Alþýðu- bandalagið á Egilsstöðum al- Svavar Gestsson. mennan stjórnmálafund, sem hefst í Valaskjálf kl. 21.00 og hefur Svavari verið boðið að ræða þar stjórnmálaviðhorfið, en auk hans munu þar verða alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Gutt- ormsson. Þá verður almennur stjórnmálafundur í Neskaupstað þriðjudaginn 5. júlí með formanni Alþýðubandalagsins. Hefst hann kl. 20.30. Þar mæta einnig til leiks þingmenn Alþýðubandalagsins á Austurlandi. -v. Alusuisse: Ber sig ekki eftir björginni Fé það er safnaðist til handa AIu- suisse á vegum samtaka Nýrra sjón- armiða í maí s.l. hefur ekki verið vitjað ennþá, að því er Þjóðviljinn hefur fregnað. Við slógum á þráðinn til Jóns Oddssonar lög- fræðings, eins af aðstandendum söfnunarinnar, og staðfesti hann að svo væri. Jón sagði að féð hefði verið að upphæð 5.000,92 kr. eða andvirði 38.468 kílóvattstunda og hefði Alusuisse verið tilkynnt formlega með bréfi dagsettu 10. júní sl. að þess mætti vitja á skrifstofu sinni. Samtökin hefðu átt von á því að þeir dr. Muller og dr. Ernst, sem voru í samningaviðræðum hér á landi um daginn, kæmu til að sækja féð en þeir hefðu ekkert gert vart við sig. Væru nú söfnunarmenn komnir með nokkurn bakþanka út af þessu máli og teldu að annað- hvort væri þörfin ekki jafn brýn eins og Alusuisse hefði látið í veðri vaka eða þá hitt að félagið væri svo vanmegnugt að það gæti ekki sótt peningana. -GFr Banaslys í Grímsey í fyrradag varð banaslys í Grímsey. Sex ára drengur, Konráð Gylfason, einn þríburanna í eynni, féll ofan fyrir bakka þar sem hann var að leik með öðrum börnum og fékk höfuðáverka. Hann var fluttur til Akureyrar en siðan til Reykjavíkur og lést þar. ÍÖJ IS | ffl BORGARSPÍTALINN ifl | | \|f LAUSAR STÖDUR \|/ | löjuþjálfi 13 óskast til starfa við lyflækningadeild Borgarspítalans Í3 frá 1. sept. n.k. eða eftir samkomulagi. ÍS Umsokmr asamt upplýsingum um namsferil og fyrri Jnl störf sendist yfirlækni lyflækningadeildar (sími 81200) ia ía ía ÍS ra la ra ra ra ra ra sem gefur upplýsingar um stöðuna ásamt yfiriðju- þjálfa Borgarspítalans (sími 85177) >CJ m ra ra rs ra Reykjavík 1. júlí 1983 BORGARSPlTALINN Q 81-200 bIeIbIbIbIeIeIeIbIeIbIeIbIbIgIbIbIeIbIe] b! Blaðberi óskast strax Nesbali - Lindarbraut Bollagarðar DJOÐVIUINN Sími: 81333 Helgin 2. - 3. júlí 1983 ÞJÓBVILJINN SÍSA 3 Nýr togari til Seyðis- fjarðar 1 næsta mánuði - Við erum þessa stundina að vinna karfa, sem meiningin er að senda út með ferjunni núna á mið- vikudaginn, sagði Sigríður Friðriksdóttir hjá Fiskvinnslunni á Seyðisfirði, er blaðamaður náði tali af henni í gær. Sigríður sagði Seyðfirðinga reka einn togara en annar mundi bætast við nú í næsta mánuði. Togarinn hefur aflað alveg sæmilega en þó nokkru lakar upp á síðkastið. - Og hefur þá vinna verið næg? - Já, hún hefur verið það en þó minni síðasta hálfa mánuðinn og kemur þar til minni afli. Fólkið hef- ur þó fengið sína 8 klt. en áður var töluverð yfirvinna. - Svo ykkur vantar þá kannski ekki fólk? - Jú, okkur vantar raunar kven- fólk, það er víst víða sama sagan með það. Dálítið er samt hér af aðkomufólki, einkum skólafólki en útlendingar eru hér engir. -mhg f CD I 3. ct co 0) ^ ' 3' 95 0) ^CQ Co CO 0) 3 § O § ^ CD Q CQ 3 CO | ^ Ol Ql On 3 3 Í Co ct> 3 co ,0) «5 Co & q> 5 3 3 3“ <9 Ctk 5* ct> 0) c: ö- ^ $ ■ Sí s > I o V 3* Co 5. 85, | o § ? 3 Q- CQ 5 Q CO i Ox cT O, O 3 3 3 c: O bi _ O §* q> 9> ía Q) - ^ Cl> 3' cþ> ct> 9 Pt o> r* 3 §1 Q* Co r f s 3. 3 cS § 3 5 o ð co 3 aj Co ^ 0) o 3 5> Q 3 30 » o ^ Go Q>» O'fr 5 & Q> O Qs a> t> 5T I c: 1 £ "H

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.