Þjóðviljinn - 02.07.1983, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 02.07.1983, Blaðsíða 28
UWDVIUINN Helgin 2. - 3. júlí 1983 Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til töstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöid. 81333 81348 81663 Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna Góð stemmning á Melgerðismelum Landskunnir hestamenn hvíla lúin bein í einni áhorfendabrekkunni á Melgerðismelum Góð stcmmning ríkti á fjórð- ungsmóti norðlenskra hestamanna á Melgerðismelum í gær. Yfir 2000 manns voru mættir á svæðið og undu sér hið besta við hestaspjall og hrossakaup. Veður var þokka- legt fyrir norðan, þoka en úrkomu- laust og sæmilega hlýtt. í gær fóru fram undanúrslit í A- flokki gæðinga, og varð Kristall Gylfa Gunnarssonar á Akureyri í fyrsta sæti. Annar varð Aron Arn- dísar Björnsdóttur frá Akureyri og þriðja sætið hlaut Léttir Gunnlaugs Þráinssonar, einnig frá Akureyri. Mikill undirbúningur hefur verið lagður í þetta mót og hafa verk- legar framkvæmdir verið undir stjórn JónasarVigfússonar.Nýjung í sambandi við framkvæmd þessa móts eru sérstök dómshús þar sem dómarar og skrifarar sitja og birt- ast niðurstöður þeirra jafnharðan á tölvuskermum í brekkunum við keppnisvellina. Þjónustavið móts- gesti er til fyrirmyndar. Tvennar tjaldbúðir eru á svæðinu, einar fjölskyldutjaldbúðir þar sem ríkir kyrrð og friður og aðrar fyrir þá sem lifa vilja hærra, en hesta- mannamót eru ekki beiniínis þekkt að því að vera neinar bindindis- samkomur.Nýlenduvöruverslun er opin á svæðinu eftirþörfum móts- gesta og einnig er sjoppurekstur í fullum blóma og hefur heyrst að þar sé lágmarksáætlun að selja 5000 pylsur meðan á mótinu stend- ur. Mótsstjóri á Melgerðismelum er Rafn Arinbjörnsson frá Dalvík. -áþj. ■ - » v' * ■' .■: _ X ™ „F agnaðarfundur.“ Það er gaman að fá að fara á hestbak og ennþá skemmtilegra þegar birtist mynd af manni í blöðunum. Myndir: ESE

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.