Þjóðviljinn - 02.07.1983, Blaðsíða 6
6 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 2. - 3. júlí 1983
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans.
; Framkvæmdastióri: Guörún Guömundsdóttir
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafssen.
ritstjórnargrei n
Feluleikur
• Kostulegurvarsáatburðursemgerðistáfundi í stjórn Lands-
virkjunar í vikunni. Þar lét Jóhannes Nordal, formaður Lands-
virkjunar vísafrá tillögu umaðstjórn Landsvirkjunar hefði ætíð
greiðan aðgang að öllum upplýsingum er snerta þá samninga um
orkuverðið til Alusuisse, sem nú eru framundan.
• Svo sem kunnugt er þá er Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri
bæði formaður Landsvirkjunarstjórnar og formaður samninga-
nefndarinnar, sem Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra hefur
falið að annast samninga við Alusuisse. Munurinn er hins vegar sá,
að í samninganefndinni eiga stjórnarandstöðuflokkarnir enga full-
trúa, en í stjórn Landsvirkjunar sitja hins vegar bæði fulltrúar
stjórnar og stjórnarandstöðu.
• Vert er að hafa í huga, að í samninganefndinni við Alusuisse, þá
er Jóhannes Nordal ekki fulltrúi stjórnar Landsvirkjunar heldur
ríkisstjórnarinnar, og því eingöngu skuldbundinn gagnvart henni.
Hin furðulega frávísunartillaga Jóhannesar Nordal í stjórn Lands-
virkjunar bendir óneitanlega til þess, að ætlunin sé að takmarka
upplýsingastreymi til fulltrúa stjórnarandstöðunnaríLandsvirkj-
unarstjórn eins og annars staðar. A.m.k. kemur þarna greini-
lega fram annað viðhorf en fólst í þeim samþykktum, sem Jóhann-
es Nordal beitti sér fyrir innan stjórnar Landsvirkjunar á valda-
tíma ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen, en þá samþykkti stjórn
Landsvirkjunar ítrekað tillögur um að fá beina aðild að öllum
samningaviðræðum við Alusuisse um raforkuverðið.
• Nú er það svo, að lögum samkvæmt er það stjórn Landsvirkjun-
ar sem er hinn formlegi aðili að samningum við Alusuisse um
raforkuverð, og hlýtur því að koma til hennar kasta á lokastigi.
Spurningin er sú, hvort stjórn Landsvirkjunar, og þar með fulltrú-
ar stjórnarandstöðunnar eigi að fá allar upplýsingar í hendur jafn-
óðum til jafns við þá sem skipa samninganefnd ríkisstjórnarinnar.
Sú krafa sýnist eðlileg og sjálfsögð.
• I bréfi iðnaðarráðuneytisins til stjórnar Landsvirkjunar frá 23.
júní sl. er talað um nauðsyn náinnar samvinnu milli samninga-
nefndar ríkisstjórnarinnar og stjórnar Landsvirkjunar. Þeim mun
undarlegra er að Jóhannes Nordal skuli sjá ástæðu til að beita sér
fyrir frávísun á tillögu sem aðeins gerði ráð fyrir því að stjórnar-
menn í Landsvirkjun hefðu jafnan greiðan aðgang að öllum upp-
lýsingum er snerta samninga við Alusuisse um orkuverðið.
• Um „nána samvinnu" getur a.m.k. vart orðið að ræða, nema
allir sitji við sama borð hvað upplýsingar varðar.
• Með því mun verða vandlega fylgst, hvort samninganefnd ríkis-
stjórnarinnar miðlar þeim upplýsingum sem máli skipta til allra
stjórnarmanna í Landsvirkjunarstjórn jafnóðum eða ekki.
k.
Uppboð Alberts
• Albert Guðmundsson fj ármálaráðherra keppist við að telj a upp
þau ríkisfyrirtæki, og hluti ríkisins í fyrirtækjum, sem hann segist
vilja selja til að „afsósíalisera“ þjóðfélagið, eins og ráðherrann
nefnir það.
• í mjög mörgum tilvikum er hlutdeild ríkisins í þeim fyrirtækjum
sem Albert vill losna við tilkomin í því skyni að bjarga viðkomandi
fyrirtækjum frá hruni, eða forðast stóráföll í atvinnulífi viðkom-
andi byggðarlaga, þegar einkaframtakið var að falli komið eða
hafði gefist upp. Þannig er það t.d. með þátttöku ríkisins í Siglósíld
og Þormóði ramma, einnig í Slippstöðinni á Akureyri og í Álafossi
svo fáein dæmi af mörgum séu nefnd. Og hver man ekki eymdar-
væl stórlaxanna hjá Flugleiðum, sem fyrir örfáum árum töldu sig
með engu móti geta haldið uppi eðlilegum samgöngum, nema það
opinbera hlypi undir bagga og legði fram stórfé.
• Albert Guðmundsson segist vilja selja Skipaútgerð ríkisins. -
Hver á að kaupa? - Máske Hafskip þar sem ráðherrann var sjálfur
stjórnarformaður, þar til hann settist í ráðherrastól? Sannleikur-
inn er sá að Skipaútgerð ríkisins hefur veitt byggðarlögunum úti
um land ákaflega mikilvæga þjónustu á undanförnum árum, og sú
þjónusta hefur víða farið batnandi nú hin síðari ár. Einkaaðilar,
sem aðeins hugsa um eigin gróða eru ekki líklegir til að veita
afskekktum byggðarlögum betri þjónustu en Skipaútgerðin hefur
gert, enda hafa skipafélög einkaaðila ekki viljað sinna þessu mikil-
væga verkefni. Albert Guðmundsson, ráðherra og heildsali kvart-
ar líka yfir því í ríkisútvarpinu í fyrrakvöld, að þessir flutningar séu
greiddir niður. Hann vill sem sagt hækka þann flutningskostnað,
sem leggst á almennt vöruverð úti um landið, og gera þessa opin-
beru þjónustu að gróðalind einkabraskara.
k.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sígurbjömsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
iþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur P. Jónsson.
úr almanakínu
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Saeunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: (
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Um atvinnurekendastjórnir
og baráttuhug verkafólks
Síðastliðinn miðvikudag las ég
afar athyglisverða grein í stærsta
blaði landsins eftir Hannes minn
Hólmstein. Nú er Hannes í út-
landinu að mennta sig en hann
lætur okkur öðru hvoru njóta
góðs af veru sinni þar og af borði
hans hrjóta yndislegir fróðleiks-
molar annað slagið
Greinin ber heitið; „Eru
atvinnurekendur óvinir atvinn-
ufrelsisins?" og hún fjallar um
bækling eftir nóbelsverðlauna-
hafann í hagfræði árið 1982, Ge-
org Stigler og heitir bæklingurinn
„The Problems and Pains of Mo-
dern Capitalism“. Hannes segir
Georg koma með þá skýringu á
aukningu ríkisafskipta, að
atvinnurekendur hafi í verki ver-
ið óvinir atvinnufrelsisins;
atvinnufrelsið sé umfram allt
neytendum í hag og því sé ekki að
vænta frá þeim margra tillagna
um takmörkun þess. Fram-
leiðendur, stjórnendur fyrirtækja
og atvinnurekendurséu mjögofl-
ugur og skipulagður hópur og
ekki væri líklegt að þróunin til
aukinna ríkisafskipta hefði orðið
svo víðtæk ef þessi hagsmuna-
hópur hefði barist gegn henni af
öllu sínu afli.
Það er svo sannarlega ekki á
hverjum degi, sem við sjáum
frjálshyggjupostula af nýja skól-
anum skamma atvinnurekendur
fyrir of mikla Iinkind. Hingað til
hafa þeir kennt Ríkinu og verka-
lýðshreyfingunni um allt. En nú
er loksins farið að örla á viti í
umræðunni. Atvinnurekendur
og hin öflugu hagsmunasamtök
þeirra, eins og þeir Hannes og
Georg orða það, skulu teknir á
beinið.
Hvort greining þeirra um hlut
atvinnurekenda í aukningu ríkis-
afskipta er rétt, skal hér látið
liggja á milli hluta, þótt óneitan-
lega væri gaman að þróa hana dá-
lítið áfram. En það er framtíðar-
skemmtiverkefni. Það sem er
hins vegar ekki skemmtiverkefni,
þótt framtíðarinnar sé, er hvernig
bregðast skuli við rikisstjórn
hinna öflugu hagsmunasamtaka
framleiðenda, stjórnenda fyrir-
tækja og atvinnurekenda, sem nú
situr við stjórnvölinn. „Flokkur
allra stétta", eins og Sjálfstæðis-
flokkurinn kallar sig, er nefnilega
flokkur einnar stéttar umfram
annarra -j atvinnurekenda, og
Framsóknarflokkurinn er flokk-
ur framleiðenda til sveita - eða
öllu heldur var, því nú síðustu
vikur og mánuði virðist allt benda
til þess, að flokkurinn sé kominn í
hendur stjórnenda fyrirtækja og
atvinnurekenda, þ.e. SÍS og úti-
búa þess. Um bráðabirgðalög
ríkisstjórnar þessara flokka þarf
vart að fara mörgum orðum: þau
ganga út á það eitt að færa fjár-
Auður
Styrkársd.
skrifar
magn í stórum stíl frá launafólki
til atvinnurekenda. Nú reynir á
afl verkalýðshreyfingar landsins
- kannski meira en nokkru sinni
fyrr.
Nú er sem sé við stjórnvölinn
öflugur og vel skipulagður hópur
framleiðenda, stjórnenda fyrir-
tækja og atvinnurekenda, skv.
skilgreiningu Hannesar og nóbel-
sverðlaunahafans. Og af slíkri
ríkisstjórn var auðvitað ekki við
góðu að búast. f ritstjórnargrein í
Þjóðviljanum 1. maí sl. var amast
dálítið við ávarpi Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaga fyrir það, að þar
væri lítið talað um atvinnurek-
endur en þeim mun meira um
ríkisvaldið. Svo sannarlega voru
áhyggjur þær, sem í ávarpinu
birtust, ekki ástæðulausar, eða
svo er að sjá eftir á. Og það leiðir
hugann að ríkisstjórnum al-
mennt, einkum þeim sem öflug
og vel skipulögð hagsmuna-
samtök atvinnurekenda hafa
veitt forystu, og hvaða aðgerðum
slíkar ríkisstjórnir hafa beitt.
Fyrst kemur í hugann árið 1942
og bráðabirgðalög ríkisstjórnar
sem mynduð var af Sjálfstæðis-
flokki og Framsóknarflokki
ásamt Alþýðuflokki, sem gekk úr
stjórninni við setningu laganna.
Þá brást verkalýður Iandsins hart
við, hóf skæruverkföll og hafði
sitt fram í trássi við lögin. Atvinn-
uástand var þá mjög gott, barist
um hverja hönd, og góðæri al-
mennt ríkjandi. Þótt ekki megi
vanmeta baráttu verkalýðs-
hreyfingarinnar það árið, má
heldur ekki gleyma að geta hins,
að ástandið í atvinnumálum
hjálpaði óneitanlega mikið til við
að stytta lífdaga laganna.
Árið 1959 kemur næst í hug-
ann. Þá tók Viðreisnarstjórnin
við, stjórn Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks. Eitt af hennar
fyrstu verkum var að kippa
kaupgjaldsvísitölunni úr sam-
bandi. Það tók verkalýðs-
hreyfinguna eitt og hálft ár að
setja hana í samband aftur. Eitt
og hálft ár, þrátt fyrir þrotlaus
mótmæli og baráttuhug. Þá var
atvinnuástandið kannski svipað
og nú - ótryggt, þótt atvinnuleysi
væri ekki áberandi. Slíkt ástand
veikir baráttuhug fólks og gerir
það tregara en ella í aðgerðir.
Ekki vil ég spá því, að svo langan
tíma taki að rétta aftur við hlut
launafólks nú, þótt óneitanlega
geri samanburðurinn menn ekki
bjartsýna á að fólk fýsi í harðar
aðgerðir. Því það er sama hver
vilji forystumanna verkalýðs-
hreyfingarinnar er: fólkið er salt
hennar og án saltsiná verða
aðgerðir harla bragðdaufar.
En það er annað en atvinnuá-
standið, sem dregur úr baráttu-
þrekinu, og það á sterkari hátt.
Löngum hafa menn velt því fyrir
sér, hvað fylli mælinn hjá fólki,
þannig að það rís upp til baráttu.
Slík barátta hefur átt sér stað
jafnt í bágbornu efnahagsástandi
sem góðærum. Efnahagsástandið
eitt getur því ekki verið aðalskýr-
ingin og raunar má halda því
fram, að ástandið á því sviði komi
málinu lítið við. Dagsbrún gerði
t.d. sína glæstustu samninga í
góðærinu 1942, ekki á kreppuár-
unum. Með sterkum rökum má
halda því fram, að væntingar
fólks ráði þarna úrslitum: geri
fólk sér einhverjar vonir um
batnandi tíð með blóm í haga,
sem síðan uppfyllast ekki, er upp-
risu von. Þannig var málum akk-
úrat háttað 1942.
Öðru máli gegnir um þetta ár.
Undanfarin fjögur ár, og jafnvel
lengur, hefur það dunið á fólki í
öllum fjölmiðlum, Þjóðviljinn
ekki undanskilinn, að kreppan
væri í aðsigi, efnahagsástandið
bágborið, atvinnuleysisvofan
biði við landsteinana og aðrar
hremmingar við húsdyrnar.
Þjóðhagsspár hafa stutt þetta
dyggilega (þær hafa alltaf reynst
svartari en ástæða var til). Þessi
tugga hefur gengið á milli manna
uns hver hefur óhjákvæmilega
rennt einhverju niður. Og nú er
svo komið að fólkið segir einfald-
lega, og það í góðri trú: Eitthvað
varð að gera. Hvað annað á það
að segja?
Ég vona, að þessi útlistun sé of
svört - en nokkuð er ég hrædd um
að svo sé ekki. Við sjáum til.