Þjóðviljinn - 02.07.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.07.1983, Blaðsíða 9
Helgin 2. - 3. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 . ..... ...... - - • í-i • Jg2J[ ^A^jtBBBBm^sBBBBBBBBsBBBBBBBBSSSSSBBBBBBBBBBSBBBBBBSBBBBBBBBBBBBBBBBH^^^^^^H ■hiiiiiui^ : 1 / i / «H| MMB MM MM| MMM MMMM M> K ■ _ W_ MíiIImB -IULímI » ■■ IH m ■■» ■■■ !■, ■ ■Ulgai SBmIýM Nýtískuleg verksmiðja í Suður-Wales eftir Richard Rogers. Fínlegur funkisarkitektúr. Funkis- stíllinn Hafinn til vegs og virðingar á ný Á 3. áratugnum sló svokallaður Funkisstíll eða modernismi í byggingarlist í gegn, einfaldur, knappurog hagkvæmur. Frægirarkitektareins og WalterGropius, Miesvarnder Rohe og Le Corbusier gáfu fyrir heit, meðtilkomu nýrrartækni um ódýr, hagkvæm og smekkleg húsfyrirallan fjöldann. Draumurinn varðekki að veruleika en þess í stað risu risastórir kassar úr gleri og stáli ílöngum röðumfyrir stórfyrirtækin. Hugsjónin um einföld form og hrein efni var ekki lengurfersk. Og ásíðasta áratug var fólk algerlega búið að fánógaf þessu. „Einfaldleikinner hundleiðinlegur", sagði arkitektinn Robert Venturi. Og það var eins og við manninn mælt. Upp reis ný alda sem fordæmdi hugsjónir modernistanna og hóf upp til skýja það sem þeir höfðu hafnað: liti og íburðarmikið skraut. Modernisminn virtist dauður. En nú virðist líkið vera að lifna við aftur. í smíðum eru hér og hvar um heiminn byggingar sem kalla má nýmodernisma. Þar má nefna straumlínulaga bankamiðstöð í Hong Kong, sem reist er úr stáli og gleri og teiknuð af hinum umdeilda arkitekt Norman Foster. Einnig koma við sögu bandarísku arkit- ektarnir Charles Gwatmey og Ro- bert Siegel sem m.a. hafa teiknað merkilegt einbýlishús á Long Is- land. Það er glæsileg rómantísk út- færsla á modernismanum þar sem línurnar eru ekki eins harðar og stundum áður. Nýmodernisminn brýst líka fram í dýrkun á húsgögn- um sem meistarar á fyrri hluta ald- arinnar, svo sem eins og Mackint- osh, Hoffmann og Grey teiknuðu. Þeim er nú safnað eins og dýrgrip- um, gerðar eftirlíkingar af þeim og ný framleidd. Jafnvel í nýjustu klæðatískunni má sjá áhrif mod- ernistanna frá 3. áratugnum. Tákn- rænt fyrir hina nýju bylgju er það að Pritzker verðlaunin í ár - þau eru eins konar Nobelsverðlaun arkitekta og nema 100 þúsund doll- urum, voru veitt til I.M. Pei sem er mikill modernisti. Hann sagði í ræðu sem hann hélt við afhendingu verðlaunanna að modernisminn væri síður en svo genginn sér til húðar heldur lifandi afl. Nýmodernisminn er samt dálítið ólíkur gamla modernismanum. Dýrkun á hörðum efnum og kassa- laga formum er ekki eins mikill og þó að nýmodernistarnir hafi hrifist af hinum glæsilega stíl funktional- ismans eru þeir mjúkir og rómant- ískir jafnframt því að vera „töff“. Þeir eru ekki fastir í nostalgíunni heldur sækja hugmyndir sínar til fleiri skeiða í sögunni. Það er engin tilviljun í þessu and- rúmslofti að fullkominn framúr- stefnumaður í innanhússarkitektúr eins og Joe D’Urso fyllti nýjan og -■'v Menil-húsið á Long Island, teiknað af Gwathmey Siegel: Rómantísk og mjúk útfærsla á hörðum funkisstíl. Módel af nýju bankamiðstöðinni í Hong Kong sem breski arkitektinn Foster hefur teiknað Stólar teiknaðir af Hoffmann, og Meier. glæsilegan næturklúbb í Hong Kong nýlega af endurgerðum funk- ishúsgögnum þ.á.m. nokkrum sem teiknuð voru af Le Corbusier, Hoffmann og Mackintosh. ttalskir framleiðendur svo sem Cassina í Mílanó og Dario Del Mestri í Udine byrjuðu þegar fyrir nokkr- um árum að framleiða húsgögn eftir gömlu meistarana og eru þau nú í tísku í stað ódýru fjöldafram- leiddu og margnota húsgagnana sem voru í tísku á 7. áratugnum. Þar á meðal voru hrúgaldastólarnir sem flestir kannast við. Ýmsir gleymdir húsgagnaarki- tektar frá 3. og 4. áratug aldarinnar hafa nú verið endurreistir. Þar má nefna austurríkismanninn Hoff- mann. Þó að stólar hans séu í gund- vallaratriðum í funkisstíl má samt einnig sjá í þeim rococo-línur og ntilda liti. Hinir hörðu stálstólar Marcel Breuers eru hins vegar ekki í eins miklum metum nú. Þá eru einnig kornnir nú fram í dagsljósið arkitektar sem teikna ný húsgögn í funkisstíl. Þar má nefna Banda- ríkjamanninn Richard Meier sem teiknar húsgögn sem þrátt fyrir ein- faldleika sinn eru mjög fínleg og með gott handverk. Stólar hans eru einungis gerðir af viði og í þeim eru ntildar bogalínur eins og í stólum Hoffmanns fyrr á öldinni. (GFr- lauslcga endursagt úr News- week)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.