Þjóðviljinn - 02.07.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 2. - 3. júlí 1983
Sterk tjáning einkennir Soykwa-leikflokkinn frá Suður-Afríku
Hátíð trúða og loddara
Til skamms tíma hefur
Kaupmannahöfn verið sama
marki brennd og Reykjavík í
menningarlegu tilliti - nánast
allt f ramboð á menningarlegri
skemmtan lagðist niður yfir
sumarmánuðina. Nú hefur
þetta hins vegar gerbreyst og
má segja að framboðið sé nú
meira og fjölbreyttara á sumrin
en veturna. Þetta gera fyrst og
fremst þær stóru listahátíðir
sem hafa sprottið upp hér að
undanförnu - Jasshátíð
Kaupmannahaf nar og
Alþjóölega leiklistarhátíðin í
Kaupmannahöfn, sem einnig
ber nafnið Festival of Fools,
Hátíð trúðanna.
Annars konar leikhús
Trúðahátíðin á upptök sín í Arn-
sterdam og var rekin þar um
margra ára skeið. Árið 1980 var
byrjað að starfrækja einskonar
anga af hátíðinni í Kaupmanna-
höfn, en nú er þetta orðin fullgild
hátíð í Höfn og stendur þar yfir í
heilan mánuð, að þessu sinni 17.
júní til 17. júlí. Trúðahátíðin er
vettvangur fyrir allar þær tegundir
leiklistar sem allajafna eiga ekki
innangengt í hin hefðbundnu stofn-
analeikhús - leiklist sem byggir á
látbragði, hreyfingu, dansi, trúð-
leik, tónlist og hvers konar samspili
þessara þátta. í stuttu máli, leiklist
sem byggir meira á sjónrænum
þáttum en hinu talaða orði.
Kaupmannahafnarhátíðin er af-
ar umfangsmikil að þessu sinni.
Um fjörtíu leikhópar frá fjölmörg-
um löndum og álfum bjóða upp á
sýningar, en auk þess eru á hverj-
um degi margar götusýningar og á
hverju kvöldi kabarett þar sem
leikhóparnir slá á léttari strengi og
frábærir trúðar (einkunr breskir)
sýna listir sínar. Þetta er hátíð sem
gefur leiklistarunnendum kost á að
sjá nýstárlegar sýningar víðsvegar
að úr heiminum en býður um leið
upp á létta skemmtun og upplyft-
ingu.
lnnhverfar
tilhneigingar
Eftir að hafa séð um tug sýninga
á þessari hátíð er kannski ekki ó-
maksins vert að reyna að átta sig á
hvort þær sýna einhverja ákveðna
tilhneigingu, gefa til kynna hvert'
framverðir leiklistarinnar séu að
stefna á níunda áratugnum. Fljótt á
litið virðast sýningarnar skiptast í
tvo hópa, annars vegar sýningar
sem hafa pólitíska eða félagslega
skírskotun (og er sá hópurinn
minni), hins vegar sýningar sem
eru innhverfar, fjalla eiginlega
mest um sjálfar sig, rækta leikræna
tjáningu hennar sjálfrar vegna.
Fyrrnefndu hóparnir korna frá
Suður Afríku og Austur Evrópu,
hinir frá Vesturlöndum og Japan.
Hreinræktuðust var hin inn-
hverfa hneigð í sýningu George Co-
ates frá Bandaríkjunum, sem var
eins konar músikgerningur. Þrír
Calck Hook - amerískur nútímadans með súrrealísku ívafi
Teatr 77, brúðkaupsharmatölur. Falski brúðguminn (lengst til vinstri) leiðir brúðina,
prestinn og gestina út í afskræmdan polonaise.