Þjóðviljinn - 02.07.1983, Blaðsíða 7
Helgin 2. - 3. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Talið frá vinstri: Torfi Jónsson, Valgerður Bergsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Stephen Fairbain og Sigrún Guðjónsdóttir. - (Ljósm. -eik).
„Heimsþing myndlistarmanna
frá 48 löndum allra heimsálfa
gerir sér grein fyrir þeirri miklu
ógnun fyrir mannkyniö, sem
hugsanlegt kjarnorkustríö er.
Því skorar þingiö á allar þjóöir
aö afnema öll kjarnorkuvopn.
Fyrstu skrefin skulu vera:
Alþjóðasamþykkt um aö hætt
skuli nú þegar allri framleiöslu
kjarnorkuvopna; aö tilraunum
meö kjarnorkuvopn skuli hætt;
aö uppsetning slíkra vopna
skulistöövuð."
Þannig hljóðar samþykkt, sem
Japanir báru upp á 10. heimsþingi
Alþjóðasambands myndlistar-
manna, sem haldið var á Hana-
holmen í Helsinki í maí sl. og var
ályktunin samþykkt einum rómi. f
Alþjóðasambandi myndlistar-
manna eru 48 lönd og þingið sóttu
hátt á annað hundrað fulltrúar.
Alþjóðasambandið var stofnað af
UNESCO árið 1954, sem ráðgjafi í
málum, er varða menningu á sviði
myndlistar. Heimsþingin eru hald-
in þriðja hvert ár og var yfirskrift
þess að þessu sinni: „Myndlistin í
leit að nýju heimsskipulagi."
ísland hefur verið aðili að Al-
þjóðasambandi myndlistarmanna
frá árinu 1979 og í íslandsnefnd
Alþjóðasambandsins eiga nú sæti:
Sigríður Björnsdóttir, formaður,
Stephen Fairbain, FÍM, ritari,
Valgerður Bergsdóttir, FÍM, Torfi
Jónsson, skólastjóri Myndlista- og
handíðaskóla íslands, og Richard
Valtingojer Jóhannesson, Hags-
munafélagi myndlistarmanna. Við
hittum fjögur fyrsttöldu að máli til
að spjalla um þingið ásamt Sigrúnu
Guðjónsdóttur, formanni Sam-
ANGLO
CONTINENTAL EDUCATIONAL GROUP
ENSKUNAM
í ENGLANDI
Vikulega - næst 24. júlí.
Lágmarksdvöl 3 vikur.
20 - 26 - 32 tímar á viku
fyrir fólk á öllum aldri.
Sérherbergi á einka-
heimilum - fæöi innifalið.
Verð frá 25.000 kr.
Örfá sæti laus.
Bæklingar sendir.
FERÐASKRIFSTOFA
KJARTANS
Gnoðarvogur 44
sími 91-86255
Heimsþing Alþjóðasambands myndlistarmanna:
Friðarmálin eru
ofarlega á baugi
bands íslenskra myndlistarfélaga,
en Sigrún sótti 10. heimsþing Al-
þjóðasambandsins ásamt þeim Sig-
ríði og Valgerði.
Samvinna
Norðurlandanna
Þau kváðu allan undirbúning og
ábyrgð á dagskrá þingsins hafa ver-
ið unna í samvinnu Norðurland-
anna fimm í tengslum við aðalskrif-
stofu bandalagsins í UNESCO Ho-
use í París. Sigríður Björnsdóttir,
málari, var fulltrúi Alþjóðasam-
bandsnefndarinnar á Islandi í
undirbúningsnefndinni og sagði
hún, að undirbúningur hefði hafist
á árinu 1980. Sú hugmynd hefði
fæðst eftir heimsþingið 1979 að
Norðurlöndin yrðu sameiginlegur
gestgjafi næsta heimsþings og
Norðurlöndin ynnu þannig að sam-
norrænu framíagi til kynningar á
sínum löndum. Þessi hugmynd
varð að veruleika og var þetta í
fyrsta sinn, sem fleiri en eitt land
standa að heimsþingi, og vakti
mikla athygli hversu vel tókst til.
Finnar hefðu verið mjög rausnar-
legir - finnska deildin hafði allan
veg og vanda að undirbúningnum
og fjárframlag Finna til þingshalds-
ins var langmest. Þau sögðu raun-
ar, að mikla athygli hefði vakið
hversu vel finnsk stjórnvöld gerðu
við sína listamenn - þeir fjárfestu
beinlínis í menningunni, og útkom-
una þarf víst ekki að ræða mikið:
finnsk hönnun þykir með hinni
bestu í heimi. Þannig fær ríkið í
raun margfalt til baka það sem það
kostar til menningarmála.
Myndlist í leit
að nýju
heimsskipulagi
Á heimsþinginu var fjallað um
menningarlega þjóðarvitund og
möguleika myndlistarmannsins til
þess að hafa áhrif á alþjóðlega
menningu og velferðarmál á al-
þjóðlegum vettvangi.
Til framsögu um málið voru
fengnir prófessor Johann Galtung,
heimskunnur þjóðfélagsfræðingur
og friðarsinni norskur, og friðar-
sinninn og heimspekingurinn Jos-
eph Ki-Zerba frá Efri-Voltu. Fjöll-
uðu þeir báðir um hlutverk mynd-
listar í nútímaþjóðfélagi og
friðarmálin. Johann Galtung lét í
ljós það álit sitt, að myndlistarfólk
bæri þá ábyrgð að segja til um hið
ókomna, einmitt vegna hæfni þess
til sköpunar.
Friðarmálin
mikUvæg
A þinginu voru miklar umræður
um frið og afnám kjarnorkuvopna í
framhaldi af framsöguerindunum.
Þingið samþykkti að koma á sam-
starfi myndlistarmanna og gagn-
rýnenda með alþjóðlegri myndlist-
arsýningu á vegum UNESCO í
þágu heimsfriðar. Margar þjóðar-
deildir þingsins greindu frá friðar-
hreyfingu myndlistarmanna í við-
komandi löndum. Þarna kom m.a.
fram, að bandarískir myndlistar-
menn hafa nú myndað samtök sem
berjast fyrir kjarnorkuvopna-
lausum heimi. Samtökin, sem eru
mjög virk í starfi sínu, opna mynd-
listarsýningu í Vermont á
Hiroshima-deginum 1983, þ.e. 6.
ágúst n.k.
Auk ályktunarinnar frá Japön-
um, sem greindi frá í upphafi, lá
einnig fyrir undirskriftarsöfnun
rúmlega tvöþúsund japanskra
myndlistarmanna með svipaðri
áskorun og kom fram í ályktuninni.
Valgerður Bergsdóttir, formað-
ur FÍM, kvað það hafa verið rætt á
stjórnarfundi FÍM að undirskrifta-
söfnun færi fram innan félagsins
fyrir næstu Listahátíð, þannig að
viðfangsefni myndlistarmanna á
þeirri hátíð yrði lielgað friðnum.
Endanleg ákvörðun hefur þó ekki
verið tekin. Það kom fram í máli
þeirra Sigríðar Björnsdóttur og
Sigrúnar Guðjónsdóttur, að með
þessu þingi hefðu opnast miklir
samstarfsmöguleikar til að vinna
að þessu máli - „þýðingarmesta
máli mannkynsins", eins og Sigríð-
ur orðaði það.
Tillaga
íslandsdeildarinnar
Á 10. heimsþingi Al-!
þjóðasambands myndlistarmanna
var samþykkt svohljóðandi tillaga
frá íslandsdeildinni:
„Með tilliti til hins skapandi afls
mannsins, sem eins af hornsteinum
persónuþroska hans, gæti framlag
myndlistarmannsins til hins nýja
heimsskipulags verið fólgið í því að
blása lífi í glæður sköpunargleðinn-
ar og hinnar mannlegu virkni. Á
þann hátt gæti myndlistarmaður-
inn örvað fjóra hugsun, virkni og
vináttusambönd manna og þjóða í
milli. Þetta mætti gera með „skap-
andi verkstæðum'".
Til þess að byggja upp nýtt
heimsskipulag og tryggja frið á
jörð nægja ekki kenningar og töl-
ur, heldur þarf að leysa úr læðingi
grundvallarmegindir einstaklings-
ins og þar með almennings. Það að
almenningur taki höndum saman í
öllum löndum um allan heim í
kröfu um frið, er sennilega eina afl-
ið í dag, sem getur forðað mann-
kyninu frá því að tortíma sjálfu sér
af völdum eigin aðgerðarleysis og
sinnuleysis.
Þess vegna er það krafa
heimsþingsins, að UNESCO og
Alþjóðlega myndlistarsambandið
hefjist handa og gefi almenningi
tækifæri til þess að vera virkari og
ábyrgari.
Tíunda heimsþing myndlistar-
manna biður UNESCO að halda
námsstefnur og fundi í samvinnu
við bandalagið á hinum ýmsu
menningarsvæðum, undir yfir-
skriftinni: „Skapandi afl mannsins
og friður á jörð“.
Auk þeirra Sigrúnar, Sigríðarog
Valgerðar sótti Guðbjörg Krist-
jánsdóttir, listfræðingur, alþjóð-
legt þing myndlistargagnrýnenda,
en það var haldið samtímis
heimsþingi myndlistarmanna.
Guðbjörg flutti þar erindi sem ís-
lenskur þátttakandi, og einnig
flutti hún erindi um stöðu íslenskr-
ar myndlistar á sameiginlegum
fundi myndlistarmanna og gagn-
rýnenda um minnihlutahópa frá
listfræðilegu sjónarmiði.
íslandsdeildin stóð að útgáfu
bæklingsins „Creative Work
Shops" í tilefni árs fatlaðra 1979,
en bæklingurinn byggðist á nám-
skeiðum Sigríðar Björnsdóttur,
þar sem fatlaðir og ófatlaðir unnu
saman að skapandi list. Vakti þetta
framlag Islandsdeildarinnar mikla
athygli og var dreift um öll aðildar-
lönd Alþjóðasambands myndlist-
armanna. ast.
Útboð
Landsbanki íslands óskar eftir tilboðum í að
klæða að utan eldra hús bankans á Höfn í
Hornafirði.
Útboðsgagna sé vitjað til skipulagsdeildar
Landsbankans, Álfabakka 10, eða til útibús
Landsbankans, Höfn, Hornafirði, gegn skila-
tryggingu að upphæð kr. 5.000,-
Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 14. júlí
1983 kl. 11.00 á skrifstofu skipulagsdeildar
bankans og jafnframt í útibúi bankans, Höfn,
Hornafirði.
Kjarnorkuvopnaiaus
Norfturlönd
Keflavíkur-
gangan verður
6. ágúst, helg-
ina eftir
verslunar-
mannahelgi!