Þjóðviljinn - 02.07.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 2. - 3. julí 1983
f
Viðeyjarferð ABR
4. sunnudag
eftir trinitatis 1983
Úr Viðey. Kirkjan og Viðeyjarstofa. Ljósm.: Leifur.
Björn Th. Bjömsson listfrœðingur:
Ræða á Skrauthóli
Björn Th. Björnsson.
Góðir félagar!
Vegna undangenginnar ónátt-
úru í veðurfræðinni byrjaði ég á því
að setja saman Rigningarræðu,
þurra og snögga, undir mottóinu:
Illu er bezt af Iokið - fyrir
áheyrendur. En í fyrradag var rétt
eins og lægðarskrattinn ætlaði sér
að beygja fyrir horn hjá Jóa P., og
setti ég þá saman nýja, þ.e. Dumb-
ungsrollu, í þeirri trú að þeir lifi
það af sem eigi það skilið. En þá
i gerðist það, að einn veðurguðinn
braus lítillega í sjónvarpinu, og
breytti ég því enn um stíl og setti nú
saman Uppstyttusermón, kompón-
eraðan fyrir blauta rassa og raka í
rót. En hvað nú? Ekki skýjahnoðri
á lofti og Viðeyjartún orðið þurrt í
sólarbreyskjunni, og engin viðeig-
andi ræða! Svo hvað má nú til varn-
ar verða...?
En þá kemur mér hér í sól-
1 skininu og eyjafegurðinni í hug er
ég sat eitt sinn með Alberti vini
mínum í Gróttu. í Gróttu var hann
fæddur og uppalinn; faðir hans var
þar vitavörður alla tíð og svo sjálf-
ur hann, þar til Faxaflóinn kallaði
\ hann til sín. Og þá spyr ég Albert:
* Hefurðu alla tíð verið hér? Já, allt-
- af. Fórstu aldrei í sveit þegar þú
* varst ungur? í sveit? Jú, ég fór í
| sveit! Og hvert í sveit? Nú, ég var í
* sveit í Engey!
Eyjarnar í Kollafirðinum voru
allt annar heimur, sumarheimur,
með eggversín, dúntekju, lunda og
sel, Engey, Viðey, Þerney, með
gögnum í Lundey og Akurey. Og
enn má sjá af þessari sumarferð að
þær éru ennþá nokkurt ævintýr
okkur fastlandsbúum.
Þótt Viðey eigi sér mikla sögu,
þá kemur hún samt fyrst við hana
með heldur svo ótignarlegum
hætti, þ.e. með músaplágu. Þessar
mýs lögðust bókstaflega á allt, átu
upp korn, nöguðu matföng og
hræddu griðkonur upp úr pilsum.
Þá var enginn meindýraeyðir nær
en Þorlákur biskup í Skálholti, sem
farinn var að gera allslags kúnstir á
beljum og rollum, og er af því
skemmst að segja. að hann kemur
hér.smalar öllum músunum.méð þvi
að steinka á þær vígðu vatni, og
rekur þær allar fram á lítið nes sem
er hér fyrir neðan hólinn og skipar
þeim halda sér þar kurteislega í ró
og mag. En þegar þær sjá kallinn
ferjaðan yfirí Vatnagarða, brjótast
þær íir kvínni og voru síðan aldrei
verri.
í bók sinni um Viðeyjarklaustur
eyðir Árni Óla allmiklum bolla-
leggingum í það, hvernig nú Þor-
lákur helgihafigetaðsmalað öllum
músunum fram í þetta litla nes, og
þó einkum hvernig hann hafi getað
steinkað alla þessa stóru eyju með
vígðu vatni (sem mýs hræðast mest
af öllu), - og segi menn svo að við
séum ekki söguþjóð!
Þar sem mýs hræðast fátt meir en
vígt vatn, svo ekki sé talað um
messusöng, þótti Viðey að sjálf-
sögðu hinn ákjósanlegasti staður
þegar þeir Þorvaldur í Hruna og
mr. Sturluson í Reykholti (en
Þorvaldur þessi var pabbi Gizurar
sem síðar drap mr. Sturluson) létu
sér detta í hug að stofna munklífi
hér í hrjóstrum Gullbringu- og
Kjósarsýslu árið 1224. Þeim kump-
ánum fannst alveg ómögulegt að
láta bændahelvítin hér leika laus og
liðug öllu lengur, og því var þessari
ógnarlegu lífskjaraskerðingu,
Viðeyjarklaustri, komið á. Trúar-
brögðin eru ópíum fólksins, sagði
Karl heitinn Nlarx, og í slíkum ópí-
umrús láta menn flestu frá sér
stela.
Svo sem þá pg enn er vandi til,
byrjuðu þeirísmáu. Maggi biskupí
Skálholti, bróðir Valda þessa prí-
ors, barði það í gegn í Lögréttu, að
hver bær milli Reykjaness og
Botnsár í Hvalfirði skyldi greiða
klaustrinu einn osthleif að hausti,
svo hér var étinn mikill ostur í eina
tíð, enda gerðust klausturbræður
nú hinir sællegustu ístrubelgir.
Þessi osttollur var þó - rétt eins
og nú - ekki nema örlítil prófun á
það, hvort alþýðan væri reiðubúin
til að láta meiru frá sér stela. Og
þegar það var sýnt - í nafni Máríu,
Jóa skírara, Péturs og Páls - byrj-
aði auðsöfnunarballið fyrst í al-
vöru. Svipan var kaleikurinn og
bannsöngurinn, tugthúsið sjálft
vítið í neðra, og mönnum var kennt
að grufla ekki út í afkomu sína í
þessu, heldur öðru lífi. Það væru
ekki nema höfðingjar sem hefðu
vit á hvorutveggju!
Það væri synd að segja að smjör-
ið drjúpi af stráunum á búand-
jörðum á Reykjanesskaga, né á
kuldakröngunum út um Kjalarnes
eða inn um Hvalfjörð. Óvíða eru
landgæði rýrari og því fátt aflögu
þegar Viðeyjarklaustur fór að setja
þungu pressuna á. Því var ekki
annað fyrir en taka af mönnum
jarðirnar og láta þá borga afgjöldin
af eigin túnum með fiski, sveita og
tárum. Rúmri öld eftir að sak-
Ieysislegum osttollinum var komið
á, var klaustrið búið að pína undir
eign sína 89 jarðir í Gullbringu- og
Kjósarsýslu einni, en sú tala hækk-
aði stöðugt, og undir siðaskiptin
voru þær orðnar 116. Leigugjöldin
námu árið 1550 10.832-tíu þúsund
átta hundruð þrjátíu og tveim -
fiskum, og sé gert ráð fyrir sæmi-
legum þorski, eru það 66 smálestir
af fiski! Og þetta auk allra þeirra
kvaða sem á leiguliðana voru
lagðar: mannslán í ver, fóðrun
klausturkúgilda, mó- og hrístekja,
hvalskurður, hestlán og ókeypis
ferjun. Sjálft á klaustrið samkvæmt
máldaga árið 1367 650 geldinga, 75
veturgamlar ær, 145 ásauði - eða
870 fjár, - 111 naut, 50 kýr, 37
hesta, og 108 kúgildi að auk á
kvaðafóðrum hjá bændum.
Nokkru síðar á klaustrið 16 skip,
þar af tvær ferjur, en 14 útróðrar-
skip, sem voru samtals mönnuð
120 leiguliðum, sem sjálfir báru
varla annað upp en rétt í leigú-
gjöldintil klaustursins.Og allur sá
fískur bættist við það sem áður er
talið, og markaðir erlendis góðir.
Svo var pápisku föstunum fyrir að
þakka!
Það gengur og eftir, að nóg var
um dýrðir hjá sjálfum múkunum í
Viðey. í klausturkirkjunnierufyrr-
nefnt ár, 1367, 25 höklar og 15
manna messuklæði, 21 kórkápa,
yfir 20 útsaumuð klæði um ölturu
og útskorinn ábótabagall. Ölturu í
kirkjunni eru fimm, klukkur og
bjöllur 13, síðan útskorin altaris-
brík, líkneski, málverk, helgiskrín
og krossar.
Það var engin furða þótt menn
vildu heldur eignast leg undir slíkri
dýrð en við kirkjukranga sína á
harðbölunum suður með sjó. Enda
óvíst hvort þangað heyrðist í
lúðrunum á efsta degi fyrir roki.
Menn keyptu sér því leg og guldu
fyrir það litla sem þeir áttu eftir.
Því heitir hér handan við sundið
Líkavarða og Líkabrekka, en
Þvotthóll og Líkaflöt hér rétt við
Bæjarvörina, þar sem þessir frómu
lúsaskrokkar voru spúlaðir áður en
þeir voru dregnir upp í dýrðina.
Og hér var elliheimili þess tíma,
en aðeins þeirra sem gátu keypt sér
próventu, í jörðum, reka eða silfri.
Þeir tágu hér ull og börðu harðan
fisk fram í andlátið og fengu fyrir
vikið pinkulítinn tíðasöng í nesti.
Því hvílir hér undir grónum tún-
sverðinum, rétt norðaustan við
okkur, margur maðurinn sem fór
sína hinztu reisu yfir þetta sund,
dauður bæði og tæplega tórandi.
En múkarnir gátu ekki alltaf
staðið í því að vera að jarða og éta.
Þegar maðurinn hefur orðið lausa
stund fram yfir brauðstritið, sagði
Karl okkar Marx, þá uppbyrjast
menningin. Krossgátur voru enn
ekki fundnar upp, og þótt múkarn-
ir hér sem erlendis hafi kastað ten-
ingum og spilað á spil, kunnu þeir
ekki enn að leggja kapal: svo þeir
fóru út úr leiðindum sínum að
skrifa, og jafnvel að reikna. Styrm-
ir fróði Kárason setti saman Ólafs-
sögu helga, Landnámu, og til þess
að hafa ofan af fyrir meðbræðrum
sínum í klaustrinu bjó hann til
framhaldsreyfarann af Herði,
Helgu fögru og Hólmverjum. En
fyrr miklu er líka talið að hér hafi
Stjörnu-Oddi Helgason legið uppí-
loft í haustfölu grasinu og spekúler-
að í stjörnum, en Oddi þessi laug
aldrei ef hann vissi annað sannara,
þótt enginn tryði honum þegar
hann hófst upp og lýsti því yfir að
jörðin væri eigi flöt, heldur böllótt!
Þannig hafði hver sitt að sýsla til að
drepa tímann.
Sagt er að ræningjar sé aðallega
tvennslags: í fyrsta lagi kerfisræn-
ingjar, sem stela frá þeim mörgu og
fátæku, en eigi þeir ekkert lengur
til, þá þrælka þeir þá í líf og blóð.
En í annan stað eru það einka- eða
framtaksræningjar, sem stela jafn-
an þar sem mest er að fá. Árið 1539
sat á Bessastöðum danskur glæfra-
flokkur og drakk með Þiðreki
nokkrum frá Mynden, dönskum
þýzkara sem hingað hafði verið
sendur af kóngi. Og þar sem hann
og þjórfélagar hans voru af síðari
flokknum og höfðu uppdrukkið
allt á Bessastöðum laugardags-
kvöldið fyrir hvítasunnu, fannst
þeim ráð að draga sig þangað sem
meira væri til og gera einn dægi-
legan usla. Og rétt um blámorgun-
inn á hvítasunnudag, meira að
segja áður en múkarnir voru
komnir í föðurlandið, veður þessi
timbraði skari með ópum hérna
neðan úrBrekkuvörinni, tekur hús
á mönnum, lemur fólk og bindur,
gerir sér gagn af konum og lætur
greipar sópa um allt fémætt, en
rekur síðan allt fólk í land. Eftir að