Þjóðviljinn - 02.07.1983, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 02.07.1983, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJÍNN Helgin 2. - 3. júlí 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Tilkynning frá skrifstofu Alþýðubandalagsins Frá og með mánudeginum 13. júní til 1. september verða skrifstofur okkar að Hverfisgötu 105 opnar frá kl. 8 árdegis til kl. 4 síðdegis mánudag til - föstudags. Fastur viðtals- og símatími framkvæmdastjóra flokksins er frá kl. 9-11 árdegis. Egilsstaðir Almennur stjórnmálafundur Almennur stjórnmálafundur með Svavari Gestssyni formanni Alþýðubanda- lagsins verður haldinn í Valaskjálf, mánudaginn 4. júlí kl. 21.00. Einnig verða á fundinum alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Gutt- ormsson. Fundurinn er öllum opinn. Alþýðubandalagið. Sumarmot AB - Norðurlandskjördæmi eystra Sumarmót AB í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið í Hrísey dagana 8.-10. júlí. Gist verður í tjöldum. Fólk hafi með sér grilltól. Fastar ferðir frá Árskógsströnd föstudag og laugardag. Dagskráin í stórum dráttum: Útsýnis- ferð um eyjuna, kvöldvaka á laugardag með tónlistaleikverki (musikteater) „Aðeins eitt skref" með Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara og Jóhönnu Þórhalls- dóttur söngkonu. Fleira verður sér til gamans gjört. Varðeldur og fjöldasöngur með mararorganundirspili. Upplýsingar gefa Steinar í 21740, Erlingur í 25520 og Hilmir í 22264. Áætlun Hríseyjarferjunnar: Alla daga frá Hrísey kl. 9.00-13.00-17.30. Frá Árskógssandi kl. 9.30-13.30-18.00. Miðnæturferðir þriðjudaga-föstudaga-sunnudaga frá Hrísey kl. 23.30 og frá Litla Árskógssandi kl. 24.00. í athugun er að láta ferjuna fara aukaferðir m.a. til Grenivíkur á föstudag. - Nefndin Norðurlandi eystra. Neskaupstaður Atmennur stjórnmálafundur Almennur stjórnmálafundur verður haldinn með Svavari Gestssyni formanni Alþýðubandalagsins í Egilsbúð þriðjudaginn 5.júlí 20.30. Einnig verða á fundinum alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttorms- son. Fundurinn er öllum oþinn. - Alþýðubandalagið. Sumarfrí og samvera á Laugarvatni Enn pláss 4.-10. júlí Enn er hægt að fá þláss í sumarfrí og samveru Alþýðubandalagsins á Laugar- vatni vikuna 4. til 10. júlí næstkomandi, en ekki er ráðlegt að draga pantanir lengur. Uppselt er síðustu tvær vikurnar í júlí. Þeir sem hug hafa á að panta dvöl á Laugarvatni vikuna 4. til 10. júlí eru vinsamlega beðnir að snúa sér til flokksmiðstöðvar Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105, Reykjavík, sími 17500, persónulega eða í síma, og festa sér pláss. Dvalarkostnaður fyrir fullorðna er kr. 2800, kr. kr. 1600 fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára og kr. 300 fyrir börn fyrir börn að sex ára aldri. Innifalið í verðinu er fullt fæði, gisting í 2-3ja manna herbergjum (með rúmföt- um), leiðsögn í ferðum, barnagæslu, miðar í sund og gufubað, og margskonar skemmtan og fræösla. Laugarvatn og umhverfi þess er kjörið til sumarleyfisdvalar og útivistar. I sumarfríi og samveru Alþýðubandalagsins verður farið í sameiginlegar göngu- ferðir undir leiðsögn heimamanna, farið í skoðunarferð um uppsveitir Suöur- lands, efnt til fræðslufunda um staðinn og til spilakvölda og skemmtikvölda, þar sem þátttakendur og góðir gestir munu standa fyrir dagskránni. Á Laugarvatni er báta- og hestaleiga, og aðgangur að íþróttamannvirkjum. Síðast en ekki síst er það samveran með góðum félögum sem gerir Laugarvatnsdvöl ánægjulega og rómað atlæti hjá Rúnari Jökli Hjartarsyni bryta og starfsfólki hans í Héraðs- skólanum. Svavar - Gísli B. Birgir Þorbjörg Alþýöubandalagið Austurlandi Ráðstefna á Hallormsstað 2. - 3. júlí Efni: Alþýðubandalagið - störf, stefna, skiþulag. Ráðstefnan hefst á laugardagsmorgun kl. 9 og meðal dagskrárliða eftir hádeg- ið er framsöguerindi Svavars Gestssonar formanns Alþýðubandalagsins og nokkrar ábendingar Gísla B. Björnssonar um kosningastarf. Þá ræðir Birgir Stefánsson um ný viðhorf og skipulagsbreytingar. Þá mun Þorbjörg Arnórs- dóttir fjalla um uppeldi, skóla og jafnrétti. Ráðstefnunni lýkur kl. 16 á sunnudag. Þátttaka tilkynnist til Einars Más Neskaupstað, s. 7468, Jórunnar Bjarnadóttur Eskifirði, s. 6298 eða Kristins Árnasonar Egilsstöðum s. 1286. Ýtarleg dagskrá ráðstefnunnar hefur birst í Austurlandi. Stjórn Kjördæmisráðs. Útboð Sjóefnavinnslan h.f. óskar eftir tilboöum í gerð raforkuvirkja og uppsetningu stjórn- tækja fyrir verksmiðju sína á Reykjanesi. Útboðsgögn eru afgreidd á Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar, Höfðabakka 9, Reykjavík og á skrifstofu Sjóefnavinnslunnar h.f. Vatnsnesvegi 14, Keflavík, frá mánudeg- inum 4. júlí 1983. Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 14. júlí kl. 14.00 á skrifstofu Sjóefnavinnslunnar h.f. Vatnsnesvegi 14, 3. h. Keflavík. Bókagerðarmen n: Segja upp samningum Félag bókagerðarmanna ákvað einróma á félagsfundi sem haldinn var í vikunni, að segja upp gildandi samningum frá og með 1. sept- ember. Sem fyrri sumur er nú í gildi aukavinnubann hjá félags- mönnum, þannig að engin vinna er heimil hjá bókagerðarmönnum á laugar- og sunnudögum í júní, júlí og ágústmánuði. - lg- Dæmdur í 13 ára fangelsi Þórður Jóhann Eyþórsson var dæmdur í 13 ára fangelsi í Saka- dómi Reykjavíkur í fyrradag fyrir að hafa orðið Óskari Árna Blom- sterberg að bana aðfrarnótt 1. jan- úar sl. Brotið er heimfært undir 211. grein hegningarlaganna um mann- dráp að yfirlögðu ráði og refsilækk- unarástæður voru ekki taldar vera fyrir hendi. Var dæmdi sakfelldur samkvæmt játningu sinni, fram- burði vitna og öðrum gögnum sem allt var talið sanna að um ásetningsverk hafi verið að ræða. Birgir Þormar sakadómari kvað upp dóminn. Málinu er sjálfkrafa áfrýjað til Hæstaréttar og verður tekið þar fyrir innan árs. áþj- Úr Hornvtk - maður á eintali við náttúruna Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum 8.-10. júlí Farið verður á Hornstrandir Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður að þessu sinni farin norður í Hornvík í Sléttuhreppi. Lagt verður af stað með Djúp- bátnum Fagranesinu frá ísafirði, föstudaginn 8. júlí klukkan 2 eftir hádegi og komið til baka á sunnudagskvöld, 10. júlí. Farið verður á Hornbjarg og í gönguferðir um nágrennið undir leiðsögn kunnugra manna. Dvalið verður i tjöldum, og þurfa menn að leggja sér til allan viðleguútbúnað og nesti. Munið að vera vel klædd. Kvöldvaka og kynning á Hornströndum. Verð fyrir fullorðna kr. 980.- hálft gjald fyrir 12 til 15 ára unglinga og frítt fyrir börn innan 12 ára aldurs. í verðinu er innifalin ferð til ísafjarðar frá öllum þorpum á Vestfjörðum og heim aftur. Öllum heimil þátttaka. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst einhverjum eftirtalinna manna: ísafjörður: Þuríður Pétursdóttir, sími 4082, Hallur Páll sími 3920, Elín Magnfreðsdóttir, sími 3938. Bolungarvík: Kristinn H. Gunnarsson, sími 7437. Inndjúpshreppar: Elínborg Baldvinsdóttir, Múla Nauteyrarhreppi. Súðavik: Ingibjörg Björnsdóttir, sími 6957. Súgandafjörður: Þóra Þórðardóttir, sími 6167. Önundarfjörður: Jón Guðjónsson, frá Veðrará, sími 7764. Dýrafjörður: Davíð H. Kristjánsson, Þingeyri, sími 8117. Arnarfjörður: Halldór Jónsson, Bíldudal, sími 2212. Tálknafjörður: Steindór Halldórsson, sími 2586. Patreksfjörður: Bolli Ólafsson, sími 1433. Austur-Barðastrandarsýsla: Gisela Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhóla- sveit, sími 4745. Strandasýsla: Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Pálmi Sig- urðsson, Klúku, Bjarnarfirði, SigmundurSigurðarson, Steinadal, Kollafirði, sími 3343, Hörður Ásgeirsson, Hólmavík, sími 3123. Reykjavík: Guðrún Guðvarðardóttir, símar 81333 og 20679. Sumarfrí 4. júlí-5. ágúst Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður lokuð vegna sumarleyfa frá 4. júlí til 5. ágúst. Skrifstofa flokksins verður oþin þennan sama tíma daglega kl 8-16 Stjórn ABR ÚTIFUNDUR vegna komu George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, til íslands, á Lækjartorgi þriðjudaginn 5. júlí kl. 17:30 • Stutt ávörp flytja: Bjarnfríður Leósdóttir Sigurbjörg Árnadóttir Pétur Tyrfingsson Ólafur Ragnar Grímsson • Baráttusöngvar: Sif Ragnhildardóttir. • Gengið að bandaríska sendiráðinu með ályktun fundarins. • Fundarstjóri: Þorlákur Kristinsson. Bjarnfrfður Slgurbjörg Pétur Ólafur Ragnar ísland úr Nató — herinn burt. Kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Viðurkennum þjóðfrelsísöflin í El Salvador, FNLN og FDR. Gegn hernaðaríhlutun Bandaríkjastjórnar í Mið-Ameríku. Þorlákur Aiþýðubandalagið í Reykjavík Samtök herstöðvaandstæðinga El Salvador-nefndin á íslandi Æskulýðsfylking Fylkingin Alþýðubandalagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.