Þjóðviljinn - 08.07.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.07.1983, Blaðsíða 1
DJÚÐVIUINN Bush var hinn ánægðasti með Steingrím, herstöðina og ástandið í Nató. Frásögn af biaða- mannafundi. Sjá 6. 8júli 1983 föstudagur 149. tölublað 48. árgangur • Niðurskurður í heilbrigðis Svavar Gestsson í tilefni heimsóknar Bush: Menn gáfu til pólitíska æru kerfinu? Verksmiöja Alusuisse í Straumsvík Tryggingastofnunin og Ríkisspítalar undir hnífinn Matthías Bjarnason heilbrigðismálaráðherra hefur gefíð stjórnum Ríkisspítalanna og Tryggingastofnunar- innar skipun um að kanna allar leiðir til sparnaðar og hagræðingar. í bréfí hans til Ríkisspítala er stungið upp á að ýmsir þættir í starfí spítalanna verði boðnir einka- aðilum og starfsfólk þeirra sett í ákvæðisvinnu. Trygg- ingastofnun á að kanna öll útgjöld sín af gaumgæfni með sparnað í huga, og er með óbeinum orðum farið fram á tillögur stofnunarinnar um niðurskurð bóta og aðstoðar. í fréttatilkynningu sem heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið sendi frá sér í gær segir að ráðherra hafi skrifað annarsvegar Tryggingaráði og ,y4lit VSÍ byggir einfaldlega á þeirri hagfræði að iaunamenn skuli taka á sig öll áföll þjóðarbúsins bótalaust“, segir hagfræðingur ASÍ. Fyrsti mánudagur í ágúst Frí fyrir alla Alþýðusamband íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem at- hygli launamanna og atvinnurek- enda er vakin á því að fyrsti mánu- dagur í ágúst er nú lögskipaður frí- dagur fyrir alla launþega. Lögin sem sett voru í lok síðasta árs um lengingu orlofs kveða svo á um að frá og með þessu ári skuli fyrsti mánudagur í ágúst vera al- mennur frídagur, það er hinn svo- kallaði Frídagur verslunarmanna. forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, hinsvegar forstjóra Ríkisspítalanna og stjórn- arnefnd og beðið um að tillögur þessara aðila um hagræðingu og sparnað bærust honum fyrir 1. nóvember nk. Rekstrarkostnaður ríkis- spítalanna á að lækka, og á stjórn þeirra að kanna „hag- kvæmni þess að bjóða út ein- staka verkþætti í starfsemi spítalanna svo sem rekstur eld- húss og mötuneyta, rekstur þvottahúss, ræstingu, viðhald fasteigna og fleira." Ennfremur á að athuga breytingar á sam- komulagi við sérfræðinga og einföldun á vaktkerfum, og upptöku ákvæðisvinnu á sjúkradeildum og stoðdeildum. Tryggingastofnun er falið að athuga skipulagsbreytingar hjá sér og sjúkrasamlögunum og að kanna „af gaumgæfni öll út- gjöld almannatrygginga“. I fréttatilkynningu ráðun- eytisins er lögð áhersla á að „til- lögur þessarra aðila miðist við að bætur og aðstoð við þá sem ekki hafa aðrar tekjur en bætur almannatrygginga skerðist ekki frá því sem nú er“. Virðist því ætlast til að tillögur Tryggingar- stofnunar og Ríkisspítalanna miðist við að bætur og aðstoð við þá sem hafa aðrar tekjur en bætur almannatrygginga verði skertar. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra var ekki til við- tals í gær. -m Watergate-bygging íslenskra aðalverktaka, þarsem hags- munir margra af hermanginu fara saman. í blaðinu í dag er sagt frá hermangi, samsteypum, mönnum og hermangs- flokkunum stærstu (Ljósmynd-Leifur). Uppsagnir voru dregnar til baka Uppsagnir fastráðinna starfsmanna I álverinu í Straumsvík hafa verið afturkallaðar og hefur verið undirritað samkomulag á milli trúnaðarráðs, verka- lýðsfélaganna og fyrirtækisins um að setja niður deilur þær sem þar hafa verið uppi undanfarna mánuði. í frétt frá þessum aðilum segir þó að þrátt fyrir þessar lyktir nú sé stefna fyrirtækisins enn sem fyrr að fækka starfs- mönnum. Sem kunnugt er af fréttum hefur um nokkurt skeið verið uppi deila í verksmiðju Alusuisse eftir að fyrir- tækið ákvað að auka framleiðni sína með því að segja upp 45 fast- ráðnum starfsmönnum á tímabil- inu frá lokum febrúar til 15. sept- ember í haust. Komu þær yfirlýs- ingar í kjölfar allmikilla uppsagna í Straumsvík síðustu misserin. Að undanförnu hafa farið fram viðræður á milli fulltrúa starfs- manna og fyrirtækisins um á hvern hátt samrýma megi markmið fyrir- tækisins um aukna framleiðni og verkalýðsfélaganna um atvinnuör- yggi starfsmanna. Segir í frétt beggja aðila að stefna fyrirtækisins um fækkun starfsmanna hafi þó ekki breyst en að fallist hafi verið á að ná þeim markmiðum á lengri tíma með starfslokum þeirra sem hætta af eigin ástæðum. Verður starfsfólki ísal gerð grein fyrir þeim tilfærslum og breytingum sem á- kveðnar hafa verið varðandi end- urskipulagningu vinnu og starf- sliðs. -v. „Það var háttur íslendinga fyrr- um er höfðingjar komu í heimsókn að taka vel á móti þeim. Það er enn ríkur þáttur í fari þjóðarinnar og er það vel. Hitt er fátítt að menn gefi pólitíska æru sína. Það virðist nú hafa gerst og er sorglegt til þess að vita“, segir Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins m.a. í grein er hann skrifar í dag í tilefni af hcimsókn varaforseta Banda- ríkjanna og móttökum þcim sem hann fékk á íslandi. „Það er brýnasta verkefni þjóðfrelsisbaráttunnar um þessar mundir að skapa víðtæka samstöðu til varnar sjálfstæði þjóðarinnar, menningu hennar og sögulegum arfi. Þessi samstaða má ekki tak- markast við stjórnmálin ein, þó vissulega sé mikilvægt að stjórn- málaflokkar standi saman. Hér verða að stíga fram verkalýðsfélög og starfsmannasamtök af ýmsu tagi, menntamenn og lista- menn.....“ segir Svavar og í greininni. Sjá 5. Er ekki fjölskrúðugt mannlíf sem þrífst við Höfnina? Það héldum við Þjóðviljamenn og fórum á staðinn í síðustu viku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.