Þjóðviljinn - 08.07.1983, Page 8

Þjóðviljinn - 08.07.1983, Page 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. júlí 1983 Föstudagur 8. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 < ..‘II Sæmundur Magnússon hefur starfað við höfnina í 16 ár Steindór Finnbogason: Búið að eyða öllu í vitleysu. Steindór Finnbogason ómyrkur í máli Bara jarðarförin eftir ,Já það er bara jarðarförin eftir. Það virðist alveg vera dautt yfir verkalýðshreyíingunni. Aðeins jarðarförin eftir", sagði hann og húkkaði vírinn upp á krókinn. Steindór Finnbogason var ómyrkur í máli þegar við spurðum hann um álit hans á stöðu kjaramálanna. „Það var búið að eyða þessu öllu í vitieysu. Tómt ráðaleysi eins og alltaf. Það er ekki furða þótt íhaldið hafi komist af. Menn gátu ekki búist við góðu. Þetta er eins og að vakna af fylleríi etir vondan draum." Hvað er til ráða? „Ég veit ekki hvað þið getið gert á Þjóðviljanum. Þetta snýst allt um skák og íþróttir orðið í blaðinu. Ég vil fá fréttir en ekki það sem ekkert er. Fréttir af landsbyggðinni. Það hlýtur að vera hægt að fá einhverja til að semja fréttir." Hvaða fréttir eru af höfninni? Er að dragast saman vinnan hér á eyrinni? „Það eru litlar fréttir héðan. Menn verða að gera sér grein fyrir því að það er ekki að búast við öðru en eitthvað dragist saman. Við getum ekki eytt sömu krónunni tvisvar," sagði Steindór og sneri sér að verki sínu. Ekkí erfítt en lýjandi Hörður Guðmunds- son bílstjóri Of mikil yfir- vinna „Það hefur verið nóg að gera hjá okkur á tækjunum. Annars hefur þetta verið mjög misjafnt. Skipskomum hefur víst eitthvað fækkað upp á síðkastið", sagði Hörður Guðmundsson bílstjóri sem beið eftir að losaður yrði stór timburstafli sem bíll hans var með á dráttarvagni. „Hvernig þetta verður í vetur? Ég veit ekki. Það getur vel verið að eitthvað dragist frekar saman. Annars er mikil yfirvinna hérna. Eiginlega allt of mikil. Kaupið er ekki upp á marga fiska, svo að menn verða að stunda alla þessa aukavinnu ef þeir ætla að hafa nóg fyrir sig. Og það þurfa flestir að vera í þessari aukavinnu." Er þetta erfið vinna? „Þetta eru alltaf að verða stærri og stærri tæki. Öll vinna er orðin miklu einfaldari. Ég kann þokka- lega við þessa vinnu, búinn að vera hérna í 5 ár." Þurfið þið mikið að bíða eftir lestun og losun hér á bryggjunni? „Það er mjög misjafnt. Suma daga þarf að bíða mikið, aðra lítið", sagði Hörður og beið enn drykklanga stund áður en kom að honum við losun. -Ig fss— Hörður Guðmundsson: Kaupið ekki upp á marga fiska. „Þetta er allt upp og niður með kjaramálin. Mér heyrist menn vera frekar svartsýnir með þetta eins og ástandið er núna. Ég held að haustið geti orðið erfitt. Já það verður dálítið erfitt." Hvar er samdrátturinn mestur hjá ykkur? „Það hefur dregið úr skipa- komum hingað, lítið um siglingar til og frá Bandaríkjunum. Alveg sértaklega lítið núna í vor og sum- ar. Svo hafa þeir líka verið að selja skip og minnka flotann. Það er full lítið um eftirvinnu hjá okk- ur núna. Aðeins sárasjaldan næt- urvinna." Er þetta ekki erfið og hættuleg vinna hérna við höfnina? „Tæknin hefur hjálpað til og létt undir með okkur. Streðið með höndunum minnkað. Slysa- hætta er mikil og það voru tíð slys hér, en sem betur fer hefur stór- lega dregið úr þeini. Þetta er kannski ekki beint erfið vinna, en lýjandi. Þetta eru oft miklar stöð- ur,“ sagði Sæmundur. - Ig- VIÐ HOFNINA í kjölfar minnkandi kaupmáttar og samdráttar á flestum sviðum þjóðlífsins hefur dregið nokkuð úr innflutingi til landsins. Það hefur aftur komið niður á minnkandi tollatekjum ríkissjóðs og um leið minni aukavinnu við höfnina þar sem skipin eru losuð og lestuð. Þrátt fyrir að ekjuskipin taki nú yfir æ stærri hluta farskipaflutninga, er þó enn víða unnið eftir gamla laginu þar sem gámar koma hvergi nærri. Svo varvarðandi lestun á Helgey sem átti fyrir höndum siglingu i Reykhólasveitina þegar Þjóðviljamenn litu við í Sundahöfn á dögun- um og heyrðu hljóðið í mönnum. - Ig/ myndir - Leifur. „Já það hefur aðcins verið að dragast saman hjá okkur. Minni vinna framcftir cn vcrið hcfur. Veturinn? Það er allt í óvissu. Ég rcikna með því að þá vcrði eitthvað minna um að vera cn verið hefur. Það kemur óncitan- lega illa við pyngjuna ef það minnkar mikið vinnan úr þessu", sagði Sæmundur Magnússon hafnarverkamaður hjá Eimskip í Sundahöfn, þegar við spjölluðum við hann á dögunum. Sæmundur hefur starfað í 16 ár við höfnina. Sæmundur Magnússon: Dregið nokkuð úr vinnu. Myndir - Leifur. Hérbirtist annarhluti afmælisspjalls okkar við Hallstein Sveinsson lífskúnstner og smið frá Kolstöðum í Miðdal, en fyrsti hlutinn birtist á afmælisdaginn í gær. Þriðji hluti afmælisviðtalsins birtist í Sunnudagsblaði. Reykjarbragð - Hvenær fluttuð þið frá Kol- stöðum? - Árið 1925 og ég þá rúmlega tvítugur. Fluttum suður að Eski- holti á Mýrum og þar hófu bræður mínir búskap, Finnur og Bjarni. Þar var nýuppgert íbúðarhús, nokkuð gott, en seinna var svo byggt nýtt hús. Móðir mín var ætt- uð úr Borgarfirðinum, en það réði engu um það, að við tókum okkur upp. Mamma átti tvær systur, sem fluttust á unga aldri til Ameríku og þær höfðu bréfasamband alla tíð. Eftir að við vorum flutt í Eskiholt, þá var það eitt sinn, er ég hafði verið í göngum í sólarhring, að ég kom að bæ einum. Það var eldri maður með mér og húsfreyjan bar okkur skyr og rjóma. Ég sagði eitthvað á þá leið við manninn, að mér fyndist skrítið bragð að matn- um. „Hvað er þetta maður! Það er reykjarbragð," sagði aumingja karlinn. Ég var þá búinn að gleyma því, en hef ekki fundið það síðan. - Þú hefur auðvitað stundað smíðar í Eskiholti? - Ég var vinnumaður hjá bræðrunum, em mér leiddust alltaf rollurassar, hafði einna helst gam- an af heyskap. Þrátt fyrir þetta er ég fyrst og síðast sveitamaður og hefði aldrei farið, ef ekki hefði komið til heilsubrestur. Ég hafði mikla tilfinningu fyrir skepnunum þótt mér fyndist drepleiðinlegt að hirða þær. En hundarnir voru mikl- ir vinir mínir, augún í þeim sýndu trúnaðartraust. Svo fóru karlarnir í sveitinni að fá mig í húsbyggingar, en þá fékk ég magasár og fór suður að leita mér lækninga. Fyrst voru þetta matarkúrar, sem enduðu auðvitað með uppskurði og hef ég eiginlega aldrei náð mér síðan. Þó má heilsan teljast sæmileg, það er bara elli kerling sem stríðir manni og ég er heldur þróttlítill. Viðbjóður Á þessum ferðum mínum til Reykjavíkur, þá hélt ég til hjá Sig- urði bróður mínum. Með því fyrsta sem ég sá, er ég leit út um glugga hjá honum, var sá mesti and- skotans viðbjóður sem ég hef nokkru sinni augum litið. Það voru vaðandi hermenn um allar götur með byssustingi reidda um öxl. Frá þeirri stundu hef ég verið á móti öllu herdrasli og er eitur í mínum beinum. Svo vill íhaldið og Fram- sóknaríhaldið aukin umsvif á þess- um óþverra og kallar varnir. Ja, þvílíkt djöfuls brjálæði! Áttavilltur í Reykjavík - Þú hefur þá flust hingað suður á stríðsárunum? - Jahá. Við byggðum saman hús í Hvassaleitinu, Þorgerður systir mín og maður hennar, Sveinn Jónsson. Þar hafði ég tvö herbergi og annað var vinnuskonsa. Ég fór að dunda við þessa innrömmun, en þá smaug auðvitað ryk inn um allt, sem var grábölvað. I kringum 1950 bauðst mér svo Uppland til kaups. Það var smá kofaskratti. Ég lag- færði hann og byggði svo vinnu- stofu með stórum höllum glugga, sem sneri til vesturs. Ég leigði svo út frá mér og hafði tvö herbergi sjálfur. Ég var auðvitað peninga- laus, hef aldrei átt peninga, en er óttalegur grútur! - Fórstu þá að safna málverk- um? - Jahá. Þeir komu til Ásmundar bróður þessir listamenn og ég komst í tæri við þá þar til að byrja með. Ég sá sýningu hjá Snorra Ar- inbjarnar og fékk strax áhuga á verkum hans, en var peningalaus. Hann sagði þá við mig: „Geturðu ekki fengið litla styttu hjá Ásmundi og þú færð málverk í staðinn". Ég gerði það og eignaðist þá Gömlu hlöðuna. Og svo kom þetta svona Hallsteinn Sveinsson. Lífið er abstrakt Afmœlisspjall við Hallstein Sveinsson áttræðan. II. hluti Gamla íbúðarhúsið í Eskiholti. Á Upplandi vorið 1962. Þegar textahöfundur þessa spjails hafði lokið við gerð myndverksins, varð Hallsteini að orði: „Við nefnum það TAUGA- STRÍÐIÐ". af sjálfu sér, ég fékk málverkin upp í vinnulaun hjá listamönnunum. - Hvers vegna hafðirðu meiri áhuga fyrir yngri listamönnum? - Ég kynntist ekkert þeim gömlu. Annars hef ég alltaf haft meiri áhuga fyrir höggmyndum. - Eru það áhrif frá Ásmundi? - Nei, það er komið frá spýt- unni. En þetta var svo skemmtilegt tímabil og ég var allur í abstrakt- sjóninni. Það er allt abstrakt í kringum okkur og andstæðurnar eiga við mig. Lífið er abstrakt og gömlu mennirnir skildu þetta en ' nútímafólk ekki. Heimurinn er svo andskoti spírhyrndur og vitlaus! En ég var alltaf áttavilltur í Reykja- vík, passaði ekki inn í þennan ramma, þar sem efniviðurinn var að rnestu vertshúsahjóm, en var forvitinn og þekkti þetta ekki. Það komu vitaskuld margar altillegar manneskjur að Upplandi, en sum- ar voru þannig, að ég hefði aldrei trúað því, að slíkt fyrirfyndist. Það sagði við mig einu sinni nraður, sem lá nteð mér á spítala. að mitt góða skap dygði mér best og held ég að þetta hafi verið rétt. Ég þagði alltaf ef einhverjir ribbaldar voru að abbast upp á mig, en gat skammast út af smántunum og svo er ég ögn stríðinn! Á annarri linu Einsog þegar er kornið fram,þá var einn bræðra Hallsteins, Ás- mundur myndhöggvari, sem lést fyrir unt hállu ári. Laugardaginn fyrir hvítasunnu var safn hans við Sigtún opnað nteð viðhöfn, sem borgarsafn af borgarstjóranum í Reykjavík, Davíð Oddssyni. Þá voru 90 ár liðin frá fæðingu listam- annsins. Safnvörður er Gunnar B. Kvaran listfræðingur. - Voru ekki fleiri systkinin list- hneigð? - Við vorum öll lagtæk og ég hef alltaf sagt, að Finnur hafi verið mesti smiðurinn af okkur. En Ás- mundur var á annarri línu en við og einn um listamennskuna. - Var þetta arfur frá foreldrun- um? - Já, tvíllaust. Annars var Ásdís dóttir Ásmundar að spyrja mig hvort pabbi hafi verið mikill sntiöur. En ég álpaðist til þess að segja, að svo hafi ekki verið, sem var vitanlega vitleysa. Pabbi gamli var flinkur ntaöur, en eldri strák- arnir voru teknir við þegar ég fór að muna eitthvað. Móðir mín var listfeng og gerði líka alla hluti, enda eigum við að trúa á kraft kon- unnar. Hún las nokkuð, en pabbi lítið sem ekkert. - Hver var kveikjan hjá Ás- mundi? - Þegar hann sat yfir kvíánum fram í Geldingadal, bjó hann til bát úr lyngi og gróðurtægjum, sent var lengi til á Kolstöðum. Svo bjó hann til kerlingu úr tálgusteini, en strák- ur á næsta bæ narraði hann út úr okkur. Síðan ég fór að eldast hef ég séð mikið eftir að hafa látið steininn. Annars smíðaði hann allt mögulegt og var alltaf einn að dunda sér, enda fáskiptinn og feiminn. - Mér kemur í hug ntynd hans Heybandið. Var það algengt í Döl- unum að tveir byndu? - Ekki var það nú, en þótti þægi- legra. í Borgarfirði sá ég þetta ekki. Annars er húmor í þessari mynd og spaugsemi Ásmundar kemur þarna skýrt fram. Fyrir- myndin er karl, sem var á næsta bæ við Kolstaði, dugnaðarforkur og stelpa sem var þarna líka. Herðarnar á karlinum eru t.a.m. alveg eins. Annars var Ásmundur alvörumaður í list sinni og fremur sjaldgæft að hann léti gáska og spaugsemi koma þar fram, en hafði auðvitað gaman af að skamma íhaldið! Ásmundi þótti einna sárast, að ráðamenn borgarinnar skyldu ekki vilja mynd hans: Trúarbrögðin, sem merki Reykjavíkur. Það skyggði nokkuð á annars ágæta at- höfn 21. maí sl., þegar borgin tók við safninu hans, að horfa á þetta náttúrulausa sápumerki á ræðup- últinu, sem er merki Reykjavíkur. En Ásmundur sagði einhverntíma við mig: „Ég er ekki skammaður nógu mikið". Þó var íhaldið alltaf að skamma hann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.