Þjóðviljinn - 08.07.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.07.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Hagfræðingur ASÍ um álit vinnu- veitenda Hagfræðingur Vinnuveitendasambandsins: Ný gengisfelllng er óhjákvæmileg! „Það er rétt að ég lýsti þeirri skoðun á sam- ráðsfundinum að gengi krónunnar væri ekki rétt skráð og óhjákvæmilegt væri að lækka það sem allra fyrst án þess að áhrifín yrðu bætt upp í kaupi“, sagði dr. Vilhjálmur Egilsson hag- ífræðingur' við getum ekkt safnað meiri skuldum á þjóðarbúið. Ekki er nein von á aflaaukningu og ekkert er reynt til þess að draga úr halla á rikissjóði. Af þessu samanlögðu fæ ég ekki séð að gengi fái staðist, og auðvitað er spurningin í mínum huga um að breytaihiutföllum milli Halli ríkis- sjóðs verður meiri en í stefndi þegar ríkisstjórnin tók við Hagfræðingur VSÍ sagði í gær að stjórnin hefði byrjað á því „aö slaka út peningum", og jafnvel þó Tiðurskurðaráforn Kemur ekki á óvart Byggif á þeirri hagfrœði að launamenn eigi að taka á sig öll ytri áföll þjóðarbúsins „Þessi yfirlýsing hag- fræðings Vinnuveitendasam- bands íslands um að fella þurfi gengið án þess að bæta launamönnum það í kaupi kemur auðvitað ekkert á óvart. Hún byggir á þeirri hagfræði, að launafólk skuli taka á sig öll ytri áföll sem þjóðarbúið verður fyrir en atvinnurekendur hafí allt sitt á þurru“, sagði Björn Björns- son hagfræðingur Alþýðu- sambands íslands í samtali í gær. Við spurðum Björn hvort hann teldi þörf á því að fella gengið á næstunni; hvort það væri of hátt skráð: „Mín skoðun er sú að gengið sé lægra nú en það hefur verið síð- ustu 10-15 árin og því sé ekki nokkur þörf á því að fella það. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar lýsti svipaðri skoðun á síðasta aðal- fundi Vinnuveitendasambands- ins í maímánuði og þar kom fram að gengisskráningin væri afar hagstæð útflutningsatvinnuveg- unum um þessar mundir“. - v. Forstjórí Þjóðhagsstofnunar: yy Gengið ekki rangt skráð“ „Nei, ég er alls ekki sammála hagfræðingi Vinnuveitenda- sambandsins um að gengið sé of hátt skráð og tel því ekki á- stæðu til að fella gengið af þeim sökum á næstunni“, sagði Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhags- stofnunar í samtali við blaðið í gær. Hagfræðingur Vinnuveitenda- sambandsins, dr. Vilhjálmur Egilsson lýsti því yfir á svoköll- uðum samráðsfundi ríkisstjórnar- innar og aðila vinnumarkaðarins að gengið væri ranglega skráð um þessar mundir og að gengisfelling væri nauðsynleg en þó með því skilyrði að hún yrði ekki bætt í kaupi launamanna. Hann sagði einnig á fyrrnefndum fundi að nú benti allt til þess að halli ríkissjóðs yrði meiri en gert var ráð fyrir er fráfarandi ríkisstjóm lagði niður völd. Við spurðum forstjóra Þjóð- hagsstofnunar álits á þeirri ful- yrðingu. „Ég er nú fyrst og fremst kunn- ugur tekjuhlið fjárlaganna og ég fæ ekki séð að neitt bendi til tekju- brests umfram það sem menn gerðu ráð fyrir þegar núverandi ríkisstjóm tók við“. Video-myndasýning í Norræna húsinu: Barátta kvenna gegn kjarnorku- stefnunni Video-myndasýning á vegum ný- stofnaðra samtaka, Friðarhreyf- ingar íslenskra kvenna, verður í Norræna húsinu á morgun, laugar- dag og hefst kl. 14. Sýndar verða tvær myndir sem fjalla báðar um ógnir kjarnorkustyrjaldar. Fyrri myndin er sænsk að gerð og ber nafnið Berjumst fyrir lífi. Leik- stjóri myndarinnar er Marianne Wásterstam. Fjallar myndin um baráttu breskra kvenna við Green- ham Common gegn staðsetningu nýrra kjarnorkueldflauga í Bret- landi. Síðari myndin er bandarísk að gerð og verða í henni raktar niður- stöður könnunar sem gerð var í Bandaríkjunum meðal skólabarna um hugmyndir þeirra um eigin framtíð. Eftir sýningu myndanna gefst tækifæri til umræðna um efni þeirra. Aðgangur að dagskrá þess- ari er ókeypis og eru allir vel- komnir. Sumarmótið í Hrísey Aukaferð á laugardagskvöld Undirbúningur sumarmótsins í Hrísey gengur vel sagði talsmaður Alþýðubandalagsmanna á Norður- landi við Þjóðviljann í gær. Fólk sem hefur áhuga á að vera einungis á laugardag í eynni á möguleika á að komast með ferjunni aftur til lands um kvöldið. Veðurútlit er gott fyrir sumarmótsmenn í Hrísey nú um helgina. Blár litur á SVR- bún- ingana „Nei, nei. Málið er einfaldlega það að gamla efnið fékkst ekki og því afréðum við að láta saurna búningana upp úr bláu efni, en ekki grænu svo sem venja er. Það verður engin breyting á öðru en lit á þessum búningum og við erum ekícert að aðskilja okkur frá stöðumælavörðum enda er þeirra úniform allt öðruvísi en úniform strætisvagnastjóra“, sagði Karl Gunnarsson eftirlitsmaður hjá SVR þegar hann var spurður um hina ný- ju búninga strætisvagnastjóra hjá SVR sem vakið hafa nokkra athygli. Strætisvagnastjórar fá nýjan bún- ing á ári hverju, en þegar átti að fara að sauma þá upp á nýtt var efnið ekki fyrir hendi og valinn blár litur. Breytingar verða ekki aðrar á bún- ingnum. - hól. Nú fá strætisvagnabflstjórarnir bráðum nýja og bláa búninga í stað þeirra grænu. (Ljósm. -Leifur). Friðarhópur kvenna á Selfossi: Vígbúnaðar- kapphlaupið Friðarhópur kvenna á Selfossi og nágrenni, efnir til kynningarfund- ar um friðarmál í Tryggvaskála nk. mánudag, 11. júií, kl. 21. Meðal efnis á fundinum er erindi sem Margrét Heinreksdóttir frétta- maður flytur um vígbúnaðarkapp- hlaupið og stöðuna í viðræðum stórveldanna. Einnig verður upplestur úr bókinni Blómin í ánni, eftir Edith Morris en sú bók kom út hjá Máli og menningu 1964 og er nú ófáanleg. Þegar Friðarhreyfing íslenskra kvenna var stofnuð í Norræna hús- inu í lok maí sl. mættu þar ellefu konur úr Árnessýslu. Er heim kom fengu þær fleiri konur til liðs við málstaðinn og hefur verið stofn- aður friðarhópur á Selfossi af kon- um þaðan ásamt konum frá Stokkseyri og Hveragerði og í Gnúpver j ahreppi stóð Katrín Árnadóttir í Hlíð, sem komin er á áttræðisaldur, fyrir kynningarfundi um friðarmál. Mættu á hann þrját- íu konur úr hreppnum. Gerir aðrir betur! Að sögn Hansínu Stefánsdóttur á Selfossi, stefnir friðarhópurinn að því að vekja umræðú um friðarmálin á sem flestum sviðum og eru þær þegar byrjaðar að skrifa um þau í héraðsfréttablöð á Suður- landi. Hvatti Hansína sem flestar kon- ur á Suðurlandi til að fjölmenna á fundinn í Tryggvaskála á mánudag- inn og leggja málefninu lið. E.Þ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.