Þjóðviljinn - 08.07.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.07.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÍJÓÐVIÚINN Föst'ud’aguf 8. 'júlí' 1983 MÚOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýöshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson, Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Óiafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson. Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent Prentun: Blaðaprent h.f. Sýningar hafnar í brúðuleikhúsinu • Tjaldið hefur verið dregið frá í brúðuleikhúsi Brem- ents sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Sýningar hafa legið niðri síðustu ár af óviðráðanlegum orsökum, en þrotlausar æfingar hafa samt sem áður staðið yfir í utan- ríkisráðuneytinu og á síöum Morgunblaðsins. Verkið sem nú er tekið til sýningar er skúffumatur úr Hvíta húsinu og Pentagon, en leikbúnaður er nýr og Ieikstjóranum hefur tekist vel upp með strengjabrúðurnar þó að þær séu hálf- gerðir spýtukarlar miðað við það sem best gerist í alvöru- leikhúsum. • Flugstöðvarþátturinn hefur þegar verið leikinn við mikinn fögnuð allra aðstandenda. Hann hefur verið í samningu og æfingu allt frá 1974 að Framsókn reyndi að bjarga andlitinu, eftir að hafa verið í ríkisstjórn sem vildi herinn burt, með því að semja um aðskilnað herflugs og almenns flugs á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkjastjórn tók að sér að kosta ytri umbúnað þessa aðskilnaðar en ætlaði íslendingum að reisa sína flugstöð sjálfum. Síðan upphóf- ust vandræði er íslenskir ráðherrar hófu að suða um bandarískt fé í flugstöðvarbygginguna og stóðu þau árum saman þar til Bandaríkjastjórn lét loks tilleiðast gegn því að hún væri reist í hernaðarlegum tilgangi. Og nú sitja Islendingar uppi með of stóra og of dýra flugstöð, sem mun bætast í taphít ríkisins og verða flækt í hernaðarnet Bandaríkjanna. Sérstakt atriði innan þessa leikþáttar er vanvirða núverandi ríkisstjórnar við Alþingi. Án þess að teikningar, kostnaðaráætlanir eða heimildir til erlendrar lántöku á aðhaldstímum liggi fyrir skuldbindur stjórnin þingið til þess að hefja þessa miklu framkvæmd. Lýðræðislegur réttur nýrra þingflokka til þess að fjalla um málið er virtur að vettugi. Hvað skyldi Morgunblaðið segja um leikreglur lýðræðisins af þessu tilefni? • Helgurvíkurþátturinn er næstur. Á æfingartímanum hefur verið látið í veðri vaka að hann fjallaði um mengun- arvarnir byggðanna á Suðurnesjum. Pegar svo kemur að frumsýningu tilkynnir aðstoðarleikstjórinn, aðmírállinn á Keflavíkurflugvelli, að um sé að ræða aukningu á birgða- rými fyrir eldsneyti til þess að svara auknum umsvifum hersins. Og einn helsti brúðuleikarinn, sjálfur forsætis- ráðherrann, segir í sjónvarpi að sjálfsagt sé að láta kanann byggja íslendingum höfn í Helguvík sem herinn fái svo að nota í viðlögum. Engum kom þessi stefnubreyting í þáttargerðinni á óvart, því að Þjóðviljinn hafði rækilega ljóstrað upp um leikfléttuna fyrir löngu. • Ratsjárþátturinn er enn á umræðustigi að sögn for- sætisráðherra. Á Bandaríkjaþingi hefur margoft verið spurt hvað liði úrbótum á „ratsjárvandanum norður í rassi“. Svörin hafa verið þau að sviðssetningu hafi verið frestað vegna þátttöku „komma“ í ríkisstjórn. Þá var brugðið á það ráð að hafa foræfingar í Sjálfstæðisflokkn- um og á utanríkisráðstefnu þess flokks komu fram kröfur um nýjar ratstjárstöðvar norðan og vestan og herflugvöll á Sauðárkróki. Aðmírállinn á Vellinum tilkynnti fyrir skömmu að þetta væri nú komið á verkefnaskrá í brúðu- leikhúsinu og utanríkisráðherra kvaðst taka að sér hlut- verkið með mikilli ánægju í Varðarferð á dögunum. Enda þótt ratstjárþátturinn, sem fjölga mun herstöðvum á ís- landi sé þegar kominn á verkefnaskrána hefur handritið hvergi verið sýnt, Alþingi, utanríkismálanefnd, eða öðr- um sem ætlað er að hafa afskipti af verkefnavali í utan- ríkismálum, er vendilega haldið utanvið sviðið. • Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú tekið við utanríkis- málum í ríkisstjórn eftir 30 ára hlé. Hann verður í aðal- hlutverki í brúðuleikhúsi Brements og margir fleiri leikþættir munu vera í bígerð. Framsóknarflokkurinn fær einnig burðarhlutverk þó veigaminni séu, og þegar nýi textinn vefst honum um tungu, segir bandaríski sendiher- rann: Þið skulið bara hugsa ykkur að þið séuð að fara með gamla textann. Og Steingrímur segir í sjónvarpi að það hafi ekkert breyst, allt sé eins og venjulega. -ekh klippt Brautin rudd Brautin hefur verið rudd fyrir auknum hernaðarumsvifum Bandaríkjamanna á íslandi. Ráðamenn keppast við að gefa yfirlýsingar um efnahagsssam- vinnu til viðbótar við loforð um aukin umsvif hersins. Hingað til hefur Alþýðubandalagið staðið í vegi fyrir þessari ógnvænlegu þróun að smáþjóð ofurselji sig stórveldi. Geir Hallgrímsson var ekkert að skafa utan af þessu sögulega hlutverki Alþýðu- bandalagsins í ræðu sinni í Varðarferðinni á dögunum. Þar segir Geir m.a.: „Tímamót“ „Þótt sjálfstæðismenn hafi ekki farið með forræði utanríkismála síðustu 30 árin fyrr en nú, þá hafa sjálfstæðismenn mótað utanríkis- stefnu íslands í höfuðdráttum frá byrjun seinni heimsstyrjaldar- innar og síðan allan lýðveldistím- ann með örfáum undantekning- um sem reynst hafa víti til varn- aðar. Dæmi um slíkt víti til varn- aðar voru því miður einnig til staðar síðustu 5 vinstristjórnar árin. Ýmsar framkvæmdir í ör- yggismálum þjóðarinnar hafa verið bundnar neitunarvaldi Al- þýðubandalagsins. Það eru því tímamót þegar slíku neitunarv- aldi er ekki lengur til að dreifa.“ Margt framundan Margir hafa óttast að ísland verði flækt enn frekar inní víg- búnaðarnet Bandaríkjanna og þar með í vígbúnaðaræði stór- veldanna. Greinilegt er af um- mælum Geirs Hallgrímssonar að sá óttí er rökstuddur: „Ljóst er að nú verður hafin bygging flugstöðvar og skilið verður á milli athafnasvæðis varnarliðsins og almennrar flug- umferðar og borgaralegrar starf- semi. Það er ennfremur í þágu ís- lendinga að þannig sé almennt búið að varnarliðinu og starfsemi þess að það geti gegnt hlutverki sínu í þágu Islendinga. Bygging eldsneytisgeyma í Helguvík, flug- skýla og radarstöðva eru allt slík- ar framkvæmdir“. „Þjóðlegt metn- aðarmál“ Formaður Sjálfstæðisflokksins er hér búinn að lýsa þeirri skoðun sinni að aðskilja beri starfsemi „varnarliðsins" og borgaralega starfsemi íslendinga. Sem sagt að einangra beri starfsemi banda- ríska hersins hér á landi. Það er eins og fyrri daginn að samkvæmnin í málflutningi er ekki meiri heldur en í athöfnun- um: „Þurfum við einnig að taka sjálfir virkari þátt í öryggisgæslu landsins og starfi varnarliðsins, en við höfum gert hingað til, bæði með aukinni löggæslu, landhelg- isgæslu og með öðrum hætti“. Og þetta finnst formanni flokksins ekki nóg til að sannfæra Varðarfélaga um hina hlið rök- semdanna fyrir „aðskilnaðinum" í flugstöðvarmálinu, svo hann bætir um betur: „Það ætti engu að síður vera okkur þjóðlegt metn- aðarmál að taka meiri þátt í öryggis- og varnarmálum en við höfum gert til þessa“. Pukur - eða pokur- inn sjálfur? Geir Hallgrímsson sagði í Varðarræðu sinni að nauðsynlegt væri að ríkisstjórninni tækist að koma upplýsingum á framfæri um það sem hún væri að gera. Og það er auðvitað eins og Geir og Mogginn veit grundvallaratriði í nútímalýðræðisþjóðfélagi að stjórnvöld miðli upplýsingum um hvað eina. Sjálfsagt er það í þeim anda upplýsingar að formaðurinn og utanríkisráðherrann lenda í hár saman: formaðurinn heimtar upplýsingar sem utanríkisráðher- rann getur ekki gefið. Þannig hafa teikningar og fjárhagsáætl- anir flugstöðvarbyggingarinnar ekki verið birtar við undiritun samkomulagsins né á fundi utan- ríkismálanefndar alþingis, hvað þá í fjölmiðlum. Þannig getur formaðurinn talað um óskýr- greindar „radarstöðvar", og utanríkisráðherrann hefur ekki upplýst formanninn frekar held- ur en alþjóð um það hvaða radar- stöðvar þetta eru. Hvaða tilgangi eiga þær að þjóna? Þeir sem eru mikið með „frelsi einstaklingsins" í munninum sem og minni afskipti ríkisvaldsins, eru hins vegar sífellt sífrandi um að efla þurfi löggæsluna. Hvers vegna? Er almenningur á íslandi á kafi í afbrotum - og hvaða tengsl eru á milli ameríska hers- ins á íslandi og þarfarinnar á aukinni löggæslu? Það eru engin líkindi til að hið upplýsta Morgunblað eða utan- ríkisráðherra þess svari svona spurningum í bráð. Yfirlýsingum formanns Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra fylgja svo yfirlýsingar hæstvirts forsætiráð- herra skeleggar að vanda. Ríkis- stjórnin? Hún fylgir sömu stefnu og síðasta ríkisstjórn. Radar- stöðvar? Það á ekki að byggja neina radarstöð og ég hef ekkert talað við Bush um það mál - að vísu höfum við talað um radar- stöðvar. Flugstöð? Það er brýnna að byggja upp flugsamgöngur úti á landsbyggðinni heldur en flug- stöð á Keflavíkurflugvelli, - en við höfum nú samt ákveðið að byggja flugstöð. Það er ekki nema von að svona menn gleðjist að hjartarótum þegar þeir veiða lax. - Ekki var nú lakara að ég veiddi líka lax, sagði forsætisráðherrann. Og er nú orðið álitamál hvaða stórlax veiddi hvern. En verði þeim að því. ocj skorið Þúsund eða miljón Þegar málefni E1 Salvador bar á góma á blaðamannafundi með Bush varaforseta í gær, kvaðst Bush hafa átt skilið fjölmennari mótmælaaðgerðir heldur en raun varð á í fyrradag. Það er vissulega rétt hjá þessum fyrrverandi yfir- manni CIA. En hitt má og hafa í huga, að eitt þúsund manns eins og þarna voru, samsvara einni miljón í Bandaríkjunum. Ætli varaforsetinn hefði ekki talið sig fullsæmdan af þeim fjölda? „Frjáls heimur“ Reisn hinna íslensku ráða- manna er við brugðið. f teitinu sem Steingrímur hélt fyrrverandi yfirmanni CÍA á dögunum, sagði forsætisráðherra: „Hinn frjálsi heimur væntir forystu Bandaríkj- anna“. Forsætisráðherrann hefur væntanlega átt við Mið- og Suðurameríkuríki þegar hann mælti þessi spaklegu orð. Skyldi alþýða manna í löndum eins og Nicaragua og E1 Salvador taka undir með íslenska forsætisráð- herranum, sem á von á fóðurbæti frá Bandaríkjunum Kommúnistar Rétt er að vekja sérstaka at- hygli á því, að Morgunblaðið fjallar nú ekki öðruvísi um Al- þýðubandalagsfólk, heldur en kalla það kommúnista í öllum greinum og dálkum. Spurning hvort að á Mogganum sé um al- menn áhrif hægri bylgjunnar í heiminum að ræða, hvort þetta eiga að vera þjónkun við Reagan- stjórnina eða bara venjuleg heimska? _ ó„

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.