Þjóðviljinn - 08.07.1983, Side 7

Þjóðviljinn - 08.07.1983, Side 7
Fösttídágur 8> júlí .1983 . .ÞJÓÐVIIlJINN -*- SÍt>X‘7 <* Sönghátíð ’83: Frábærir hljómleikar ísland er land vertíöa í sjósókn, sem og áöörum sviðum. Stundum er ekki bein aö hafa úr sjó, en svo eru uppgrip og verða menn þá aö hafa sig alla viö ef gangan á ekki aö renna þeim úr greipum. Svo er einnig um menninguna. Hún ertekin inn í stórskömmtum og kallast hátíöir. Þekktareru listahátíðir annaö hvert ár og blessaöar kvikmyndahátíðirnar í febrúar. Þar verður fólk að halda vel á spöðunum en lítt um pyngjuna, til aö vinna gegn brælunni og aflaleysinu sem hrjáir kvikmyndahúsin í þessu landi. Áhugafólk um tónlist er vel sett ef miðað er við þá sem unna góðum kvikmyndum. Hér er enginn hörg- ull á hljómleikum af hvers konar tagi, enda sjá innlendir kraftar um að halda úti þróttmiklu tónlistarlífi allt árið um kring. Þó eru vertíðir í tónlistinni og fór ein hrotan hjá í síðustu viku. Þá var sönghátíð, skipulögð af Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarfélaginu. Hlupu auk þess ýmsir aðiljar undir bagga með þessu fyrirtæki, enda heppnaðist jjað með eindæmum vel. Tónleikar og námskeið Þessi sönghátíð hlaut auðvitað heitið Sönghátíð ’83 og var hún til- einkuð ljóðasöng. Hingað komu fjórir valinkunnir listamenn á sviði ljóðasöngs og héldu námskeið fyrir söngnema og píanóleikara í Haga- skólanum vestur á Melum. Það voru söngvararnir Gérard Souzay, Glenda Maurice, Elly Ameling og píanóleikarinn Dalton Baldwin. Slíkir listamenn sópa til sín nem- endum úr öllum áttum, enda voru hingað komnir nokkrir frá fjar- lægum löndum. Sýnir það mögu- leikana sem bjóðast hér til alþjóð- legs námskeiðahalds af þessum toga, þegar vel er á málum haldið. Væri slíkt ekki dónaleg lyftistöng fyrir tónlistarkennslu og listalíf hérna. Þetta námskeið mun hafa verið hið gagnlegasta eftir því sem heyrst hefur, enda mátti kenna á hljóm- leikunum þremur sem haldnir voru í Austurbæjarbíói, að hér voru meistarar í túlkun á ferð. Reyndar voru hljómleikarnir nokkurs konar kennslustund í áheyrn, einkum vegna þess hve þessir listamenn voru ólíkir. Gérard Souzay Það er óþarft að kynna franska ljóðasöngvarann Gérard Souzay fyrir lesendum. Hann hefur komið hingað oftar en einu sinni. Þá er hann einn þekktasti ljóðasöngvari heims, frægur fyrir breitt svið túlk- unar. Hann virtist vera jafn vel heima í öllu sem hann söng, hvort heldur var á ítölsku, þýsku, frönsku, rússnesku, ensku eða portúgölsku. Souzay ræður yfir undurfagurri barítón-röddu sem hann beitir af fádæma smekkvísi. Vega þar salt tækni og tilfinning, í þeim mæli sem aðeins þekkist hjá gáfuðustu og næmustu flytjendum ljóða og lags. Sönnuðust hér kjörorð hans, að söngvarinn skuli vera sú skuggsjá sem endurspegli þá tónlist sem hann flytur. Efnisskrá hans var valin af kost- gæfni og kunnáttu. Hún hófst á ít- ölskum söngvum frá síðendurreisn og barokk, fremur tileinkun til feðra óperunnar en ljóðasöngsins. „Ó, mínir hverfulu dagar“, eftir föður hinnar flórentínsku óperu, Jacopo Peri, var fyrsta lagið sem Souzay söng. Síðasta ítalska lagið var svo „Sólin yfir Ganges", eftir Scarlatti eldri, höfund hinnar nap- ólítönsku óperu. Smám saman fikraði söngvarinn sig til hinnar klassísku efnisskrár, Schuberts og Strauss, en „Til- einkun" hins síðarnefnda túlkaði Souzay eftirminnanlega. En seinni hluti tónleikanna var enn glæsi- legri, hófst á fjórum lögum eftir Gabriel Fauré, sungnum af stakri innlifun. Ekki var síðra að hlýða á þrjá söngva Tsjaikovskys við ljóð eftir þá Tolstoy og Lermontov. Efnisskránni lauk svo með jafn- mörgum lögum eftir franska tón- skáldið Henri Duparc, en Frakkar telja þann ólánsama snilling eitt sitt fremsta ljóðatónskáld. Lag hans við hið fræga ljóð Baudelaires, „Boðið til ferðar", er ef til vill skýr- asta dæmið um náttúrulegan sam- runa ljóðs og lags. Og flutningur Souzays var jafnsterkt dæmi um það hvernig slíkur samruni verður best túlkaður. Dalton Baldwin, þessi „hægláti Ameríkumaður“, lék svo fimlega á hljóðfærið að stundum lá við að stæli senunni. Það voru einkum sönglög Tsjaikovskys sem leiddu í ljós snilld þessa mikla undir- leikara, en einnig meðferð hans á Duparc. Mun ég fjalla síðar í greininni um framlag hans í heild. Glenda Maurice Bandaríska söngkonan Glenda Maurice hefur á undanförnum árum verið að leggja undir sig heimaland sitt. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá hélt hún sína fyrstu ein- söngshljómleika fyrir aðeins tveimur árum. Hún er gædd breiðri og djúpri röddu sem er einstaklega vel fallin til að túlka þróttmikinn ljóðasöng. Þess vegna tókst henni best upp í flutningi sínum á Brahms, Mahler og Rachmani- noff, betur en í viðkvæmari söngv- um Duparc og Poulenc. Hið gullfallega lag Brahms, „Ég blunda æ léttar“, söng Maurice með miklum glæsibrag, jafnvel harmrænni tilfinningu. Þá kom hún Mahler til skila á óviðjafnanlegan hátt, hvort heldur var hinum þjóð- lega blæ „Töfrahornsins“, eða dul- úðugum og tregafullum hljómum Rúckert-ljóðsins. Ætla ég að þessi fjögur sönglög eftir Mahler hafi verið hápunktur þessara hljóm- leika. Að loknu hléi söng Maurice ljóðabálk um „Vinnu málarans", eftir franska tónskáldið Poulenc. Þótt gaman væri að heyra þetta sungið í heild sinni, er þetta heldur þreytandi langhundur: Prógram- matísk tónlist við ljóð sem ekki verða talin í hópi þeirra bestu eftir Éluard. Miklu sterkari voru söngvar Rachmaninoffs, fullir af síðróm- antískum söknuði. Hér kom aftur í ljós fullur styrkur söngkonunnar, enda var þetta góður endir á erfiðri en merkilegri efnisskrá. Elly Ameling Eftirvæntingin var mikil meðal áheyrenda, þegar Ameling steig fram á sviðið. Þessi hollenska söng- kona stendur nú á hátindi frægðar- innar, jafnvíg á ljóðasöng hinna ýmsu tíma og landa, sem og kantötu- og passíusöng barokks- ins. Repertoríum hennar þekkir fá landamæri. Söngkonan hefur til að bera þann þokka og innileik sem gerir allt eðlilegt og tært þegar hún túlk- ar það. Efnisskrá hennar sýndi ljóslega hið makalausa túlkunar- svið, frá enska barokktónskáldinu John Weldon, til Reynaldo Hahn og Schönbergs. Strax í „Kvöldúð" Mozarts átti Ameling hug og hjörtu áheyrenda. Schubert söng hún betur en ég hef áður heyrt og endaði á „Sælu“, einhverri feg- urstu perlu ljóðasöngsins. A eftir fylgdu Wolf, Brahms, Schumann og Strauss, með slíkum glæsibrag að líkast var að aldrei hefði maður heyrt það fyrr hvað þessi sönglög eru fögur. Eftir hlé tók við franskur ljóða- söngur og var það slíkt úrval, að ég hika ekki við að segja að þar hafi verið „creme de la creme“ kvölds- ins. Debussy, Fauré, Poulenc, Chousson og Duparc hljómuðu undurblítt frá nótnaborði Baldwins og söngurinn fyllti hvern krók og kima, náttúrulegur og af ofur- mannlegu áreynsluleysi. Bæði söng- lög Faurés, gjöróíík og „Trega- söngur" Duparcs hittu beint í hjart- astað. Eftir fylgdi spænskur söngur, lög eftir Rodrigo og Guastavino. Am- eling lauk svo efnisskrá sinni með dæmigerðri aldamótatónlist, kaffihalla- og kabarettsöngvum eftir Satie, Hahn og Schönberg. Yfir þeim hvfldi léttleiki óperett- unnar, enda var söngkonan í essinu sínu og lék á als oddi. Hvílík stemmning! Dalton Baldwin Allir nutu söngvararnir þess besta sem gerist í undirleik og svo gerðu áhorfendur einnig. Baldwin er í flokki þeirra píanóleikara sem lengst hafa náð á sviði undirleiks. Það er erfitt og óeigingjarnt starf að dansa slíkan línudas milli þarfa Ameling Souzay söngvarans og tryggðar við nótn- askrift tónskáldsins. Til þess þarf bæði óvenjumikið næmi og þekk- ingu á flytjanda og verki. Baldwin virðist öllum þessum hnútum kunnugur. Aldrei yfirspil- aði hann flytjandann né hlekktist honum á í flóknustu trillum. Allt var það gert af æðruleysi og kunn- áttu. Þó gat maður ekki varist því að veita frábærum undirleik hans meiri athygli en söngnum og þar með stal hann oft senunni. En sá veikleiki verður að skrifast á kostn- að neytandans og getur vart talist listamanninum til minnkunar. Þannig átti Baldwin ekki hvað sístan þátt í þessari velheppnuðu sönghátíð, enda mæddi konsert- haldið mest á honum. Vonandi er að við fáum að sjá og heyra meira frá fingrum þessa manns, ef slíkri hátíð verður fram haldið á kom- andi árum. Það er greinilegt að áhugafólk um tónlist kann að meta svona fra- mtak, enda voru listamennirnir hylltir ákaft og þeim ekki sleppt fyrr en að loknum nokkrum auka- lögum. Er mér ekki örgrannt um að íslendingum falli ljóðasöngur betur í geð en flest önnur tegund klassískrar tónlistar. Merki ég það af því hátíðarskapi sem ríkti þá daga sem þessir hljómleikar voru haldnir, fyrir og eftir hvern kons- ert. Um leið og ég þakka aðstand- endum fyrir frábæra hátíð, vona ég að hún verði ekki sú síðasta. HBR AUGLYSING um frest á greiðslum verðtryggðra i ■ ■ a \ ■ / lifeynssjoðslana 1. Auglýsing þessi gildix um lántakendur lifeyrissjóða innan Sambands almennra lífeyrissjóða, SAL. Auglýsingin er birt með fyrirvara um samþykki einstakra lifeyrissjóðsstjóma. 2. Fresturinn nær til greiðslu afborgana og verðbóta þeirra, er falla í gjalddaga á 12 mánuðum frá 1. september 1983 til 31. ágúst 1984. 3. Fresturinnfelurþað í sér, að sú fjárhæð, semkemur til greiðslu átímabilinu, verður 75% þess, sem annars hefði orðið. 4. Sú upphæð, sem fresturinn nær til, greiðist á fyrsta ári eftir áð áður umsömdumlánstíma lýkur. 5. Umþau 25%, semfrestað verður, gilda sömulánskjör og um upphaflegtlán. Þar á meðal em þau bundin lánskjaravísitölu og samningsvöxtum. 6. Frestur fæst ekki á greiðslur af lánum, sem tekin verða eftir 1. september 1983. 7. Gjald fyrir breytingu láns verður reiknað samkvæmt gjaldskrá fyrir innlánsstofnanir. 8. Þeir lántakendur, sem óska eftir fresti, skulu afhenda skriflega beiðni á þar til gerðu eyðublaði, sem liggur frammi hjá lífeyrissjóðunum. 9. Umsóknarfrestur er til 19. ágúst n.k. Lsj.ASBogBSFI Lsj. byggingamanna Lsj. Dagsbninar og Framsóknar Lsj. Félags garðyrkjumanna Lsj. framreiðslumanna Lsj. Landssambands vörubifreiðastjóra Lsj. málm- og skipasmiða Lsj. matreiðslumanna Lsj. Nótar, félags netagerðarfólks Lsj. rafiðnaðarmanna Lsj. Sóknar Lsj. verksmiðjufólks Lsj. Vesturlands Lsj. Bolungarvíkur Reykjavík, 8. júli 1983 Lsj. Vestfirðinga Lsj. verkamanna, Hvammstanga Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði Lsj. Iðju á Akureyri Lsj. Sameining, Akureyri Lsj. trésmiða á Akureyri Lsj. Björg, Húsavík Lsj. Austurlands Lsj. Vestmanneyinga Lsj. Rangæinga Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Lsj. verkafólks í Grindavík Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar SAMBAND ALMENNRA LIFEYRISSJOÐA Samræmd lífeyrisheild

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.