Þjóðviljinn - 08.07.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.07.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN- Föstudagur 8, júlí 1983 Bush varaforseti á blaðamannafundi: Anægður, ánægður, ánægður... Georg Bush varaforseti Bandaríkjanna var á blaðamannafundi í gær ánægður með ástandið í Nató, ánægður með frammistöðu forseta síns og ánægður með viðræður við íslenska ráðherra. Evrópureisa hans hefði ekki síst verið farin til að sannfæra ráðamenn og almenning um einlægan áhuga Reaganstjórnará afvopnun. Og varaforsetinn staðhæfði að í Mið-Ameríku væru Bandaríkjamenn önnum kafnir við það fyrst og síðast að stuðla að lýðræðislegri þróun í ríkjum. Varaforsetinn hóf máls á því að lýsa ánægju sinni með heimsóknina til íslands sem hann kvað hafa haft mikil áhrif á sig. Viðræðurnar við íslenska ráðamenn hefðu verið ánægjulegar og nytsamlegar, enda væru samskipti þjóðanna byggð á „gagnkvæmri virðingu og trausti", sem og aðild að Nató, sem væri traustara bandalag en nokkru sinni fyrr... „Má ég beina athygli yðar“ Varaforsetinn svaraði síðan spurningum blaðamanna í um það bil tuttugu mínútur. ísland kom þar heldur lítið við sögu. Reyndar kvaðst Björn Bjarnason frá Morg- unblaðinu vilja leyfa sér að „beina athygli" forsetans að hernaðar- stöðunni á Atlantshafi norðan- verðu og fá mat hans á „hernaðar- samvinnu ríkjanna“. Bush kvaðst vilja vera stuttorður um þetta, samvinnan væri ágæt, Bandaríkja- menn virtu ýmsa íslenska fyrirvara um hana. Að öðru leyti kvaðst hann vera á leiðinni suðurí Kefla- vík og myndi þá fá greinargerð um herstöðina þar. Meira var ekki um þau mál sagt, nema hvað síðar tók Bush það fram að hann skildi vel að íslendingar vildu ekki kjarnorku- vopn á landinu sínu. Um ferðalag sitt í Evrópu nú sagði Bush á þá leið, að öll Íöndin sem hann kom við í væru „vin- samleg“ - einnig hin hlutlausu. Vígbúnaðarmál Hann kvaðst hafa fengið gott tæki- færi til að útskýra afstöðu Banda- ríkjamanna m.a. til afvopnunar- mála og vonaði að viðmælendur hans, einnig þeir sem koma úr röðum stjórnarandstöðuflokka, hefðu nú betri skilning á vilja Bandaríkjanna og svo því að nú væri röðin komin að Sovét- mönnum að sýna lit í þessum efn- um. Það væri að sönnu rétt, sagði varaforsetinn að í Evrópu væri nokkur fjöldi fólks sem teldi stjórn Reagans harðskeytta og herskáa. „En ég hef“, sagði Bush, „reynt að sannfæra menn um að Reagan for- seti hefur áhuga á alvarlegum niðurskurði vígbúnaðar og að hann hefur betri möguleika til þess að ná árangri en margir aðrir forsetar“. Reagan áfram Bush taldi þá gagnrýni á Reagan forseta óréttmæta sem stundum sæist í bandarískum blöðum - gagnrýni í þá veru að hann væri lítill starfsmaður. Kvaðst þekkja forsetann betur en þeir sem gagn- rýndu hann. Hann kvaðst gera ráð fyrir því að Reagan mundi bjóða sig aftur fram til forseta á næsta ári þegar kjörtímabil hans er út runn- ið. Hann taldi að Reagan hefði tek- ist að rétta víð bandarískt efna- hagslíf og rökstuddi þá staðhæf- ingu með tilvísun til þess, að and- stæðingar forsetans væru hættir að kalla stefnu hans í efnahagsmálum „Reaganomics“. Bush kvað Reagan reiðubúinn til að hitta Andropof Sovétleiðtoga Það eru ekki allir sem skilja hvað við erum að gera í Mið-Ameríku að máli á „vel undirbúnum fundi æðstu manna“ en það mundi aðeins valda vonbrigðum ef þeir hittust án þess að geta samið um neitt það sem máli skiptir. El Salvador Blaðamannafundir af þessu tagi eru annars í furðu föstum skorðum og sýnist erfitt að fá eitthvað nýtt eða óvænt fram á þeim. Varafor- seti var til dæmis spurður um E1 Salvador: íhlutun Bandaríkjanna þar væri í hróplegu ósamræmi við yfirlýstan áhuga þeirra á lýðræði og mannréttindum. Svar Bushs var nákvæmlega hið sama og svör sem hann hafði gefið um Mið-Ameríku í þeim löndum sem hann síðast heim- sótti. Bandaríkin vildu ekki fleiri Ví- etnamdæmi, sagði hann,-hvorki með því að senda her á vettvang né heldur í þeim skilningi að marxistabylting færi með sigur af hólmi. Hann gerði mikið úr því að mikil þátttaka hefði verið í kosningum sem fram fóru í E1 Salvador í fyrra og stað- hæfði að þær kosningar hefðu farið vel fram. Hann gerði og mikið úr því, að þrír fjórðu af bandarískri aðstoð við stjórnina í E1 Salvador færi til efnahagsaðstoðar og um- bótamála, en aðeins einn fjórði til hersins. Um leið hélt hann því fram að Sandinistar í Nicaragua hefðu svikið sína byltingu og lagði þá á það höfuðáherslu að þeir hefðu ekki haldið kosningar í landinu enn. Samkvæmt rítúalinu var þá kom- ið að því næst að minna varaforset- ann á það, að ekki hefðu Banda- ríkjamenn haft ýkja miklar á- hyggjur af kosningum í Nicaraguam- eðan vinir þeirra í Somozafjöl- skyldunni réðu fyrir landi. En nú var tíminn búinn og varaforsetinn ók með fylgdarliði sínu til Kefla- víkur. ÁB. Samtök herstöðvaandstæðinga Mótmæla samningi um flugstöðina Framkvæmdanefnd Samtaka herstöðvaandstæöinga mótmælir samningi um flugstöð á Keflavíkurflugvelli sem gerður hefur verið milli íslands og Bandaríkjanna. (tilefni af undirritun þessa samnings vill framkvæmdanefnd SHA taka eftirfarandi fram: Flugstöðin er alltof stór ef geng- ið er út frá þörfum íslendinga um ókomna framtíð. Auk þess mun hún verða mjög dýr í rekstri vegna stærðar sinnar. Flugstöðin er hönnuð sem hern- aðarmannvirki, það er því rangt að halda því fram að hér sé verið að skilja farþegaflug frá herstöð. Flug- stöðin er fyrst og fremst komin til vegna þarfa Bandaríkjahers fyrir stjórnstöð á N-Atlantshafi sem nota á í styrjöld. í hvert sinn sem fólk gengur um flugstöðina þrammarþað ofan á hernaðar- mannvirki. Besta tryggingin fyrir þvf að Bandaríkjamenn þurfi ekki að nota flugstöðina í „neyðartilfell- um“ er sú að leggja niður her- stöðvarnar hér á landi. Stöðin er að verulegu leyti byggð fyrir bandarískt fé sem ánetjar Is- lendinga enn frekar í hernaðarneti Bandaríkjanna og NATO. íslend- ingar munu fá erlend lán til að standa straum af sínum kostnaði sem ekki mun bæta erfiða fjárhags- stöðu þjóðarinnar um þessar mundir. Framkvæmdanefnd SHA varar eindregið við að hafnar verði nokkrar frekari framkvæmdir á vegum Bandaríkjahers hér á landi. Ástæður eru til að ætla að Banda- ríkjastjórn ætii að stórauka vígbún- aðarframkvæmdir hér. Má þar nefna fleiri sprengjuheld flugskýli, ennþá stærri eldsneytisbirgðastöð í Helguvík en nú er fyrirhuguð, fleiri og stærri herþotur og ratsjár- og fjarskiptakerfi sem munu verða sett upp víða um land. Víða um heim hefur fólk vaxandi áhyggjur af vígbúnaðarkapphlaupi risaveldanna - vígbúnaðarkapp- hlaupi er færir okkur æ nær því hengiflugi þar sem gjöreyðingin ein blasir við. Því skýtur skökku við sú barnslega einfeldni og trún- aðartraust sem ýmsir núverandi ráðherrar hafa 'sýnt í samskiptum við Bandaríkjastjórn. Er ekki kominn tími til þess að við íslend- ingar sjáum hvert sé eina raunhæfa framlag okkar til þess að draga úr spennu og vígbúnaði í heiminum? Það er með því að leggja niður herstöðvar hér á landi og hætta þátttöku í hernaðarbandalögum. Stöndum saman gegn helstefn- unni. (Fréttatilkynning)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.