Þjóðviljinn - 08.07.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.07.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Svavar Gestsson skrifar um heimsókn bandaríska varaforsetans: Sorglegt er til þess að Síðustu dagana hefur þjóðin fengið að kynnast næsta óhugnanlegum þætti í samtímasögunni þar sem eru samskipti Steingríms Hermannssonarog Geirs Hallgrímssonarvið varaforseta Bandaríkjanna. Vissulegakom þessi framkomasumum okkar ekki á óvart - en ég hef hitt fjölda fólks sem undraðist afstöðu þeirra félaga og framgöngu alla í þessari opinberu heimsókn. Það sem kom á óvart voru ekki almennar móttökur sem kallaðareru „mannasiðir" heldur hitt þar sem var frágangur flugstöðvarmálsins og yfirlýsingar Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra. Það sem liggur fyrir eftir heim- sókn bandaríska varaforsetans er þetta: 1. Flugstöð verður reist að veru- legu leyti fyrir bandaríska fjár- muni. Samt á flugstöin að þjóna íslenskum samgönguþörfum. Þannig er stigið inn á braut „aronsk- unnar“ sem svo hefur verið nefnd: Að Bandaríkjamenn greiði fyrir herstöðina og aðstöðu hennar hér á landi. Bandaríkjamenn eru að greiða fyrir aðstöðuna með því að gefa íslendingum flugstöð. Hef- ur enginn þingmanna Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins verið nægilega hreinskilinn til þe^s að viðurkenna þetta nema Eggert Haukdal. 2. Framkvæmdir hefjast nú í Helgu- vík en fráfarandi ríkisstjórn hafði ekki tekið ákvörðun um þær fram- kvæmdir. Hér er um að ræða bygg- ingu eldsneytisgeyma og hafnar- gerð. Geymarnir eru reistir á hern- aðarforsendum en ekki þeim fors- endum að losa þurfi Keflvíkinga og Njarðvíkinga við mengun frá olíu- geymum bandaríska hersins. Þá er það ætlun forsætisráðherra að höfnin verði rekin á vegum sam- gönguráðuneytisins. Þannig eiga Bandaríkjamenn ekki einasta að gefa íslendingum flugstöð, þeir eiga líka að gera hér höfn. Hefði það þótt ofstæki að spá slíku fyrir aðeins þremur mánuðum eða svo. Er þá skammt í að draumsýn Egg- erts Haukdals rætist en hann gerði sem kunnugt er ráð fyrir að NATO borgaði hér hafnir og flugstöð, flug- velli og vegi. Með hernaðarum- svifum um allt landið - sem komið verður að síðar - ér augljóslega verið að búa íslendinga undir það að Bandaríkjamenn kosti þjónustu- mannvirki um land allt. Er enda vandséð hvar á að draga mörkin eftir að fiskveiðiþjóðin er farin að taka við ókeypis höfnum frá út- lendu herveldi. 3. Gert er ráð fyrir því að hér verði reist ný flugskýli fyrir herinn, ekki þrjú eins og Ólafur Jóhannesson áformaði, heldur þrisvar sinnum þrjú. Þegar mótmæli Alþýðu- bandalagsins vegna flugskýlanna Bush varaforseti var ánægður með móttökurnar og ríkisstjórnina. lágu fyrir stöðvuðust framkvæmdir við þau. Nú mótmælir enginn innan ríkisstjórnarinnar fram- kvæmdum í herstöðinni eða á veg- um hersins annars staðar í landinu. Þegar Bandaríkjamenn leggja fram kröfur gagnvart núverandi ríkisstjórn er ekki staldrað við heldur kvakað og þakkað og sagt: „Verði þinn vilji“. 4. Gert er ráð fyrir því að banda- ríski herinn komi hér upp nýjum ratsjárstöðvum. Forsætisráðherra hefur gefið í skyn að þessar stöðvar verði ekki í Keflavík heldur einnig víðsvegar um land - Langanes, Aðalvík og fleiri staðir munu vera þar á óskalistanum. Það er því ljóst að Steingrímur Hermannsson ætlar að bera ábyrgð á útfærslu hernáms- ins langt umfram það sem nokkru sinni hefur verið um að ræða hér á landi. 5. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hann muni beita sér fyrir því að auka efnahagssamvinnu land- anna. Ekki hefur komið fram með hvaða hætti það verður, en þó hef- ur hann látið í það skína að til greina geti komið að lækka tolla af bandarískum innflutningi hingað til lands. í sama útvarpsviðtali gaf forsætisráðherra í skyni að hann gæti hugsað sér að taka við bandarísku korni upp í greiðann úr þeim haugum bandarískrar of- framleiðslu sem iðulega verður eldinum að bráð þar í landi, en nú á að nota til að kaupa íslenska vel- vild. Enginn fyrirrennara Stein- Svavar Gestsson: Yfirlýsingar for- sætisráðherra, sem var eins og um- ræðuþáttur í einni persónu, hafa komið á óvart. gríms Hermannssonar hefur geng- ið jafnlangt í þessu efni og verður þessum yfirlýsingum ekki einu sinni jafnað til Marsjall- aðgerðanna á sínum tíma. Þar var um að ræða alþjóðlega aðgerð bandaríska auðvaldsins, nú er aðgerðin takmörkuð við íslend- inga eina. 6. Komið hefur fram að rætt hafi verið um það að Bandaríkjamenn kaupi lambakjöt af íslendingum. Einkum mun þá gert ráð fyrir því að hermennirnir í heiðinni verði látnir maula í sig hnúturnar af of- framleiðslu sauðfjár á komandi árum. Þannig hefur Steingrímur Hermannsson séð að „verndarinn" gat gegnt hér tvöföldu hlutverki: Annars vegar að verjast fyrir Rúss- um, hins vegar að éta offramleiðsl- una. Ekki liggur fyrir hvernig vara- forseti Bandaríkjanna tók í þesar málaleitanir. 7. Framkoman við utanríkismála- nefnd er kafli út af fyrir sig: Hún er kölluð saman af varaformanni hennar, Kjartani Jóhannssyni, for- manni Alþýðuflokksins. Það styðst við hefðir að hann kalli nefndina saman. Hitt er athyglisvert að í nefndinni eru nú aðeins tveir þeirra manna sem skipuðu síðustu nefnd, hinir eru ýmist ráðherrar eða utan þings, nema hvort tveggja sé, eins og Geir Hallgrímsson. Hinir nýju þingflokkar eru ekki kallaðir til og eiga þeir þó, að minnsta kosti samanlagt rétt á sjö- unda manni í utanríkismálanefnd. Með þessum fundi utanríkismála- nefndarinnar sýnir ríkisstjómin al- þingi og hinum nýju þingflokkum sérstaklega, fyrirlitningu, sem á engan sinn líka. Einnig á þesu sviði er ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar, brauðryðjandi. Hér hafa nokkur dæmi verið sýnd sem sanna að núverandi ríkis- stjórn gengur lengra í þjónslund sinni við Bandaríkjastjórn en nokkur önnur stjórn hér á landi fyrr og síðar. I þetta safn um brautryðj endastarf ríkisstj órnar- innar mætti síðan bæta dæmum um afnám samningsréttar i landinu með bráðabirgðalögum og á- kvörðun um skipun nefndar til þess að tala við útlendinga án þess að stjórnarandstaðan fái þar að sitja á áheyrendabekkjum hvað þá heldur meira. Ennfremur mætti bæta þar inn í ábendingum um framkomu ríkisstjórnarinnar gagnvart meiri- hluta alþingis sem vildi að þing kæmi saman. Þessari málaleitan var hafnað, enda þótt þar með sé al- þingi að engu haft lengur en nokk- ur dæmi eru til um áður. Forseti Sameinaðs þings, þriðjungur hand- hafa forsetavalds, er nú ráðherra og gefur út sína eigin bráðabirgða- lög ef þörf krefur. Og það heyrir enn til nýjunga að málgögn ríkis- stjórnar, Morgunblaðið og Tím- inn, eru notuð til sérstakra árása á forsetaembættið. Þannig hefur nú- verandi ríkisstjórn brotið nýjar brautir inn á ný svið. En þar er myrkur og þangað vill enginn fylgja henni. Hins vegar þýðir ekki að spyrja forsætisráðherra um þessi málefni í fjölmiðlum. Hann er sjálfur eins og umræðuþáttur í einni persónu. Hann skiptir um skoðanir hraðar en auga fær á fest. Hann hefur á- kveðna skoðun á málefni í byrjun setningar en tekur hana aftur í lok „Þannig fylgir ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar utanríkisstefnu Eggerts Haukdal sem vill að Nato gefi okkur höfn, vegi og flugstöð“. vita sömu setningar. Hann slær um sig með mótmælum við kjarnorku- vopnum framan af málsgrein, en samþykkir þau í lok sömu máls- greinar. í aðalsetningunni vill hann beita lögreglunni á launafólk, en í aukasetningunni vill hann samráð við samtök þess. Til þess að finna allar skoðanir á öllum málum er yfirleitt nóg að lesa eins og eina grein eftir forsætisráðherra lands- ins. Á þennan hátt dæmir hann sig úr leik alvarlegra umræðna, en hann er hins vegar afar þægilegur fyrir íhaldið. Fólk er svo upptekið við að reyna að henda skoðanir hans á lofti að í skjóli þeirra getur íhaldið unnið verri óhæfuverk en ef Geir Hallgrímsson væri í fyrirsvari ríkisstjórnarinnar. Dagblaðið Vísir lýsti því líka yfir þegar ríkisstjórnin var mynduð að meginhlutverk Steingríms væri að tala fyrir hana því Geir væri ekki eins liðugt um málbeinið. Það var háttur Islendinga fyrrum er höfðingjar komu í heimsókn að taka vel á móti þeim. Það er enn ríkur þáttur í fari þjóðarinnar og er það vel. Hitt er fátítt að menn gefi pólitíska æru sína. Það sýnist nú hafa gerst og er sorglegt til þess að vita. En okkar er að safna liði og treysta fylkingar þeirra sem enn eiga í brjósti sér vott af þeirri glóð sem forðum brann í brjósti þess fólks sem endurheimti sjálfstæði lands og þjóðar eftir sjö aldir. Það er brýnasta verkefni þjóðfrelsis- baráttunnar um þessar mundir að skapa víðtæka samstöðu til varnar sjálfstæði þjóðarinnar, menningu hennar og sögulegum arfi. Þessi samstaða má ekki takmarkast við stjórnmálin ein þó vissulega sé mikilvægt að stjórnmálaflokkar standi samanj. Hér verða að stíga fram verkaiýðsfélög og starfs- mannasamtök af ýmsu tagi, menntamenn og listamenn. Hér þarf að verða til víðtæk samfylking um íslenskt þjóðfrelsi og þessi sam- fylking þarf að skapa hér víglínu sem heldur svo þétt að aldrei fram- ar komist skriðdrekar hins erlenda herveldis upp með að spilla ís- lensku vori framar. Alþýðubanda- lagið er reiðubúið til þess að beita sínu afli. Þó forsætisráðherra hóti þjóðinni lögreglunni nú um leið og hann lokar löggjafarsamkomunni ber að safna liði og kveðja til fjöld- ann, lýðræðið beint og milliliða- laust. FLUG - BÍLL ORLOFSHUS i ymsum löndum eins og hver vill Frjálst, ódýrt og þægilegt ferðalag eins og hver óskar eftir. Sumarbústaðir - Norður- löndum - Vestur-Evrópu - Bretlandseyjum. Afsláttarkort á járnbrautum - bílar á flugvöllum Verð ákjósanlegt. Sjáum um að skipuleggja og panta fyrir farþega. Fljúgum með Flugleiðum á næstu flughöfn. Allt öruggt og tryggt. FERÐASKRIFSTOFA KJARTANS Gnoöarvogur 44 sími 91-86255

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.