Þjóðviljinn - 08.07.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.07.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. júlí 1983 íslenskir aðalverktakar íslenska ríkið á 25% í íslenskum aðalverktökum stjórn íslenskra aðalverktaka eiga nú sæti Vil- hf. Reginn hf. á einnig 25% en Sameinaðir verk- hjálmur Árnason, Ingólfur Finnbogason, Halldór takar hf. eiga 50%. Fyrirtækið var stofnað 1954. í H. Jónasson og Þórhallur Björnsson. íslenska auðvaldið og hermangið Víða liggja þræðir Steingrímur Hermannson for- sætisráöherra var: „I varnarmála- nefnd og verkfræðilegur ráðunaut- ur utanríkisráðherra varðandi Keflavíkurflugvöll 1954“, segir í Verkfræðingatali. Tómas Árnason alþingismaður, forstjóri Framkvæmdastofnunar og fyrrverandi ráðherra: „ráðinn fulltrúi í utanrikisráðuneytið 15. sept. 1953 og forstöðumaður varn- armáladeildar þess frá stofnun hennar 10. nóv. 1953; skipaður fulltrúi þar 15. mars 1954“ segir í lögfræðingatali. Enn fremur: „for- maður varnarmálanefndar frá nóv. 1953 til 25. sept. 1959; formað- ur samninganefnda við verk- fræðingadeild Bandaríkjahers 1954, 1955 og 1957.“ Bróðir Tómasar Vilhjálmur Árnason er stjórnarformaður ís- lenskra aðalverktaka sem fulltrúi ríkisins (skipaður af utanríkisráð- herrá). I Lögfræðingatali segir: „í stjórn íslenskra aðalverktaka 1954 og síðan“. Ragnar S. Ilalldórsson forstjóri dótturfyrirtækis Alusuisse hér á landi og formaður Verslunarráðs- ins var samkvæmt Verkfræðinga- tali: „Verkfræðingur hjá flugher Bandaríkjanna á Keflavíkurflug- velli 1956-59, yfirverkfræðingur 1959-61, framkvæmdastjóri verk- fræðideildar sjóhers Bandaríkj- anna 1961-66“. Enn fremur er hon- um talið þar til tekna: „I stjórn Is- landsdeildar Félags bandarískra herverkfræðinga 1959-66“. Og í eldri útgáfu er sagt frá miklu af- reksverki: „Dómkvaddur mats- maður á frárcnnslislögn Grænás- húsa á Keflavíkurflugvelli 1960“. Forstjóri íslands Einn stjórnarmanna í fslenskum aðalverktökum er Haildór H. Jóns- son. Hann hefur verið stjórnar- formaður Sameinaðra verktaka frá stofnun. Hann er og hefur verið í stjórnum flestra stórfyrirtækja í landinu, gjarnan stjórnarformaður slíkra fyrirtækja. Víða skarast þessi fyrirtæki við samsteypur. Geir Hallgrímsson kemur einnig við sögu. Halldór H. Jónsson hefur og teiknað fjölmörg stórhýsi opinber og óopinber. Ferskast í minni er Watergate-byggingin á Ártúns- höfða sem íslenskir aðalverktakar eiga. Hvað segir ekki ma. í Verk- fræðingatali, og er þá hvergi nær upp talið: „stjórnarformaður ís- lenska álfélagsins (Alusuisse) frá stofnun 1966, stjórnarform. hf. Eimskipafélags Islands frá 1974, stjórnarform. Eimskipafélags Reykjavíkur frá 1974, stjórnar- formaður skipafélagsins Bifrastar frá 1980, stjórnarformaður ís- lenskra kaupskipa hf frá 1980, stjórnarformaður Borgarvirkis hf, stjórnarformaður Byggingarmiðstöðvarinnar hf. Þá er Halldór eða hefur verið í stjórnum Garðars Gíslasonar hf, Áburðarverksmiðju ríkisins, Ol- íufélagsins Skeljungs (H. Ben.,), Flugleiða og margra fleiri. Það fer ekki mikið fyrir þessum táknræna fulltrúa auðhringaveldisins á ís- landi í opinberu lífi en af upptaln- ingunni má sjá að víða liggja þræðirnir saman við hermang, Alusuisse og Framsóknar og Sjálf- stæðisflokk. Sonur Halldórs H. Jónssonar heitir Garðar Halldórs- son og er húsameistari ríkisins. Geir Hallgrímsson sem einnig hefur starfað í þjónustu Sam- einaðra verktaka (stjórnarfor- maður Halldór H. Jónsson), skip- aði Garðar Halldórsson húsa- meistara ríkisins á síðustu dögum stjórnartíðar sinnar 1978. Garðar Halldórsson er arkitekt flug- stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. -óg. Thor O. Thors forstjóri Islenskra aðalverktaka 28 miljón dollara velta í fyrra - Veltan hjá okkur í fyrra var 28 miljónir dollara og verður ekki minni í ár, sagði Thor O. Thors forstjóri íslenskra aðalverktaka hf, í viðtali við Þjóðviljann í gær en það fyrirtæki hefur haft með flest stórverkefni á vegum bandaríska hersins að gera hér á landi. Thor O. Thors sagði að engar viðræður hefðu farið fram um að íslenskir aðalverktakar yrðu með flugstöðvarframkvæmdir á sínum snærum og ekki væri ljóst hvort samsteypan byði í jarðvegsfram- kvæmdir sem þegar hafa verið boðnar út. Venjan væri sú að ís- lenskir aðalverktakar fengju út- boðsgögn og byðu í framkvæmdir og semdu síðan við verkfræðideild flotans um þær. En að þessu sinni hefðu flugstöðvarbyggingin og framkvæmdir við hana enn ekki komið til umræðu. - óg. Varnar- mála- deíld Varnarmáldeild utanríkisráðu- neytisins sér um samskipti ríkis- stjórnarinnar við herinn. Þar starfa þrír, Helgi Ágústssón, deildarstjóri, helstur viðmæl- andi yfirmanna hersins, Hannes Guðmundsson sem sinnir toll- amálum, fríhöfn og lögreglu- málum, og Inga Cleaver skrif- stofumaður. Varnarmálanefnd er skipuð af utanríkisráðherra til viðræðna við herliðið. í henni sitja Helgi Ágústsson, formaður nefndar- innar, Hannes Guðmundsson, Hallgrímur Dalberg ráðuneyt- isstjóri félagsmálaráðuneytis- ins, Höskuldur Ólafsson banka- stjóri og Valtýr Guðjónsson úti- bússtjóri í Keflavík. Helgi Ágústsson er einnig formað- ur Byggingarnéfndar flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli. ^ - m. Hermangið samtryggt á þingi Framsóknarmenn og Sjálfstœðismenn sameinuðust á þingi í fyrra um íslenska aðalverktaka. Samtrygging Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins kom vel í Ijós þegar greiða átti at- kvæði um þingsályktunartil- lögu Vilmundar Gylfasonar og fleiri í nóvember á síðasta ári, um úttekt á verktaka- starfsemi við Keflavíkurflug- völl. Flutningsmaður lagði til að úttektin yrði gerð af alls- herjarnefnd þingsins, en þá- verandi utanríkisráðherra lagði til að málið færi fyrir ut- anríkisnefnd. Sú varð og raunin á: 30 atkvæði gegn 19. Meirihlutinn samanstóð af Sjálfstæðis- og Framsóknar- mönnum. Það var einmitt ríkisstjórn þessara tveggja flokka sem lagði grundvöll að þessari fyrirtækja- samsteypu í byrjun sjötta áratug- arins. Fyrirtækjasamsteypa með miljónaveltu Þegar Vilmundur Gylfason mælti fyrir tillögu sinni í fyrra, minnti hann á hliðstæða tillögu frá Magnúsi Kjartanssyni á þing- inu 1977. f umræðunum (fyrra var minnt á að íslenskir aðalverktakar hf samanstanda af þremur aðiljum: Sameinuðum verktökum hf. (fjölskyldur Thorsara og Geirs Hallgrímssonar), Reginn hf (dótturfyrirtæki SÍS) og af ríkinu. Sögðu þingmenn í umræðun- um að fyrirtækið hefði haft ein- okunaraðstöðu við framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, enda næmi velta þess óheyrilegum upp- hæðum. Ólafur Ragnar minnti á að Alþýðuflokksmenn hefðu orðið afbrýðissamir á sínum tíma útí þessa einokun og heimtað sinn skerf af hermanginu. Þess vegna hefðu verið stofnuð fleiri fyrirtæki um þetta. En auk ís- lenskra aðalverktaka fá verktak- afyrirtækin Keflavíkurverktakar hf og Suðurnesjaverktakar hf smærri viðhaldsverkefni suður við herstöðina. Árni Gunnarsson sagði í um- ræðunum að byggingin á Ártúns- höfða sem íslenskir aðalverk- takar væru að reisa væri 24 þús- und fermetrar að stærð. Nokkrir þingmenn þ.á.m. Matthías Bjarnason (!) sögðu grun leika á því að Reginn hf (SÍS) notaði fjármagn úr þessari samsteypu til að kaupa upp smærri fyrirtæki úti á lands- byggðinni, svosem frystihús. Þingmenn kvörtuðu sáran undan leynd og pukri sem fylgt hefði þessari starfsemi - og til- lögumenn ásamt Alþýðubanda- lagsmönnum lýstu sig harðlega andvíga uppástungu Ólafs Jó- hannessonar utanríkisráðherra um að málið færi til utanríkis- nefndar sem einnig hefði leynd- ina sem vinnureglu. Við at- kvæðagreiðsluna kom fram blokk Framsóknar- og Sjálfstæð- ismanna sem neyttu meirihluta til að koma málinu til utanríkis- nefndar. Við þá eftirminnilegu atkvæðagreiðslu varð mörgum þingmanna að orði að þetta væri forleikur þess sem koma myndi og endurtekning frá válegum tím- um í byrjun kalda stríðsins. -óg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.