Þjóðviljinn - 08.07.1983, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN
Föstudagur 8. júlí 1983
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum slmum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins I sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
»CUCUMBER
THOUSAND ISLANDj
og /iskrétíum
Tónlistarkennarar óánœgðir
Niðurskurður?
Svavar Gestsson á fundi í Neskaupstað
Mikil óánægja er meðal tónlist-
arkennara í landinu útaf bréfi sem
margir hverjir hafa fengið frá
Menntamálaráðuneytinu um nið-
urskurð á kennslutímum á kom-
andi skólaári frá því sem var á síð-
asta ári. Kemur þetta mjög hastar-
lega við þá skóla sem þarna eiga
hlut að máli því aðsóknin að tónlist-
arskólum almennt hefur farið vax-
andi með hverju ári og skólarnir
ekki náð að anna eftirspurn.
Agúst Armann Þorláksson,
skólastjóri Tónlistarskóla Nes-
kaupstaðar sagði í viðtali við Þjóð-
viljann að þeir hefðu áður fengið
bréf af svipuðu tagi frá
Menntamálaráðuneytinu en ekki
jafn harkalegt og þetta. Hvað þá
varðaði væri um að ræða 29 tíma
niðurskurð á viku, úr 94 tímum í
65. Endar bréf Menntamálaráðun-
Svavar Gestsson
meginverkefni Alþýðubandalags-
ins á næstu mánuðum að berjast
gegn ríkisstjórninni og fyrir sam-
fylkingu gegn framsókn hægri
aflanna, jafnframt því sem sköpuð
verði forsenda fyrir víðtæku sam-
starfi þannig að sundrung vinstri
manna verði aldrei framar vatn á
myllu afturhaldsins á íslandi. Þá
yrði kvíði þessa kalda vors til þess
að kalla fram jákvæða niðurstöðu:
Samfylking allra vinstrimanna sem
hefur kjörfylgi svo mikið að vegi
fyllilega á móti íhaldinu. Það er
mesta og brýnasta verk íslenskra
stjórnmála um þessar mundir."
Svavar Gestsson fer í dag, föstu-
dag, norður um land á fundi eftir
sumarmót Alþýðubandalagsins á
Norðurlandi eystra sem hefst í
Hrísey á morgun. Verður fyrsti
fundur Svavars á Húsavík á mánu-
daginn.
- Það er sjálfstætt pólitískt keppikefli að halda þessum
flokkum ríkisstjórnarinnar sundur. Það sýnir stefna þeirra
síðustu vikurnar, sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðu-
bandalagsins, í ræðu sem hann hélt á fundi Alþýðubanda-
lagsins í Neskaupstað í fyrrakvöld. Svavar hefur verið á ferð
um Austurland og hefur haldið ræður á þremur fundum - á
ráðstefnu í Hallormsstað og á almennum fundum á Egils-
stöðum og í Neskaupstað. Þá heimsótti Svavar marga vinnu-
staði á þessum stöðum og á Reyðarfirði og á Eskifirði.
1. Jöfnuður í lífskjörum og aðstöðu
þrátt fyrir mismunandi búsetu,
jafnari tekjuskipting og jafn-
rétti kynjanna.
2. Lýðræði þannig að settar verði
skýrari reglur í stjórnarskrá
meðal annars um starfsheimild-
- í lok ræðu sinnar í Nes-
kaupstað lagði Svavar áherslu á
samstarf vinstri aflanna í landinu.
Ríkisstjórnin hefði komist til valda
í skjóli sundrungar vinstri manna.
Það má aldrei aftur gerast, sagði
hann. Hann minnti á að andstaðan
við ríkisstjórnina sameinaði
vinstrimenn úr stjórnarandstöðu-
flokkunum, en það ætti einnig við
um verkalýðsfélögin sem hefðu
sent frá sér ályktanir að undan-
förnu. Þessar ályktanir voru sam-
þykktar samhljóða með atkvæðum
einstaklinga úr öllum stjórnmála-
flokkum. Meðal annars hafa mörg
féiög tekið ákvörðun um að segja
upp kjarasamningum og þar með
verða lög forsætisráðherra að engu
höfð í raun þrátt fyrir hótanir hans
um lögregluaðgerðir gegn verka-
lýðshreyfingunni.
Þá sagði Svavar:
„En þó andstaðan sameini þessa
hópa og flokka kemur fleira til: í
ljósi fenginnar reynslu af köldu
vori munu þessir aðilar flestir einn-
ig geta átt samleið um jákvæða
uppbyggingu og mótun pólitískrar
stefnu sem byggist á félagshyggju,
jafnrétti, lýðræði og á þjóðfreísi.
Áhersluatriði slíkrar stefnumótun-
ar ætti að mínu mati að vera þessi:
ir alþingis og ríkisstjórna og lög-
festar reglur um atvinnulýð-
ræði.
3. Þjóðfrelsi sem reisi á íslenskri
atvinnustefnu og varðveislu
siálfstæðis þjóðarinnar.
Hér hefur verið vikið að stóru
máli í fáeinum setningum. En um
þeSsi áhersluatriði ætti að vera góð
samstaða þeirra sem nú berjast
gegn núverandi ríkisstjórn. Það er
eytisins á þessum orðum: „Verði
farið fram úr þessu álítur Mennta-
málaráðuneytið sér það óviðkom-
andi“. Sagði Ágúst að þetta væru
ansi harkaleg ummæli og væri því
heldur þungt í skólamönnum þar
fyrir austan. Þetta þýddi í raun og
veru að þeir gætu ekki haldið úti
sambærilegri kennslu og var á síð-
asta ári ef breyting fengist ekki á.
„Þetta mál hefur ekki verið til
umfjöllunar hjá mér“, sagði Ragn-
hildur Helgadóttir menntamála-
ráðherra er Þjóðviljinn leitaði álits
hennar í gær. „Það er ómögulegt
fyrir mig að tjá mig um það sérstak-
lega. Ég vil að tónlistarmenntun sé
sem mest og best í landinu eftir því
sem peningar leyfa“, sagði Ragn-
hildur. Sagðist hún ætla að ganga í
málið og kanna hvað hér væri að
gerast. -áþj
■h.
Svo s
ómótstæði
súrmjólk eftir smekk.
Tvœr dýrindissósur úr sýrðum
Aðeins 27 hitaeiningar í mati
Um bragðið ættirðu ekki að efast —þú
hIö Míólkursams;
Lögreglan
á Hvolsvelli:
Þyrlan er
/ 1 • r
til gæslu í
óbyggðum
Ölvun fer vaxandi í
Landmannalaugum
„Við höfum mikinn hug á að
komast fleiri ferðir inn á ó-
byggðir með þyrlu. Þyrlur
henta mjög vel til slíkra starfa
og þessi fyrsta ferð okkar í sum-
ar gaf góða raun. Það er Land-
hclgisgæslan sem á þyrluna, og
við vonumst til að komast fleiri
ferðir í sumar, því í okkar um-
dæmi eru nokkrir viðkvæmustu
staðirnir á landinu'*, sagði Val-
geir Guðmundsson, lögreglum-
aður á Hvolsvelli, en lögreglan á
Hvolsvelli fór í sumar með þyrlu
til að kanna náttúruspjöll, ak-
stur utan vega og ferðir almennt
um hálendið.
Við spurðum Valgeir hvað
gert væri við menn sem uppvísir
verða að gróðurspjöllum:
„Við höfum nú þann hátt á
inni í Þórsmörk að skylda menn
til að koma strax aftur og gera
við þær skemmdir sem þeir
valda' með akstri utan vega.
Þetta gefur góða raun og menn
koma oftast næstu helgi á eftir
með hrífur, grasfræ og annað
sem til þarf. En um alvarleg
náttúruspjöll gefum við skýrslu
og sendum yfirvöldum og eru
mennirnir þá kærðir."
„Er eitthvað um eggjaþjófa í
ykkar umdæmi?“
„Nei, hér hjá okkur er ekki
mikið um þá fugla sem eggja-
þjöfar sækjast mest eftir og við
teljum ekki að eggjaþjóíar leiti
í þennan landshluta."
„Nú eru Þórsmörk, Land-
mannalaugar og Veiðivötn í
ykkar umdæmi. - Hvernig er
umgengnin þar núna?“
„Það fer nú ýmsum sögum af
því. Við höfum nokkrar áhyggj-
ur af Landmannalaugum núna,
því þar virðist ölvun fara ört
vaxandi. - Við munum reyna að
herða eftirlitið þar eftir getu,“
sagði Valgeir.
Þs
Brýnast að samfylkja
gegn ríkisstjóminni