Þjóðviljinn - 30.07.1983, Page 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. júlí 1983
ÞJOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastióri: Guörún Guðmundsdóttir
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafssen.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sígurðsson.
Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, G.uðión Sveinbiörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.'
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og áuglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
ritstjernargrein
ur almanakinu
Kissinger
kominn á ról
• Reagan Bandaríkjaforseti sendir herskip og her-
menn í stórum stíl til Mið-Ameríku og ætlar bersýnilega
að steypa vinstristjórn Sandinista í Nicaragua. Banda-
menn jafnt sem andstæðingar Bandaríkjanna fylgjast
með þessum stríðsleik með skelfingu, enda getur orðið
stutt í mikið blóðbað. Bandaríska stórblaðið New York
Times tekur allt leiðarapláss sitt í að rifja upp mistök og
afbrot bandarískra stjórna í Rómönsku Ameríku í nær
heila öld og lýsir þá meginhugmynd Reagans, að
heimurinn sé að fara undir marxíska snjóskriðu hættu-
lega ranghugmynd - rétt eins og þá Monroekenningu,
sem lengi hefur flækt Bandaríkin í hernaðarævintýri í
álfunni.
• Enn er ekki víst að bandarískum her verði beitt gegn
Nicaragua. En í því sambandi er rétt að minna á það, að
Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra, hefur nýlega ver-
ið settur yfir sérstaka Mið-Ameríkunefnd Reagans
forseta. Og Kissinger hefur reynslu sem vekur sérstak-
an ugg við núverandi aðstæður. Það var hann sem var
höfundur þeirrar stefnu gagnvart Chile, sem leiddi til
þess að herforingjar réðu af dögum forseta Chile, sósí-
alistann Allende, og hrifsuðu völdin. Og það var hann
sem réttlætti slíkar aðgerðir með því að „við getum ekki
staðið hjá ef eitthvert land verður kommúnískt vegna
ábyrgðarleysis eigin þjóðar“.
• Chilebúar höfðu sýnt það „ábyrgðarleysi“, að kjósa
sósíalista til forseta og Kissinger gerði sitt besta til að
eyða niðurstöðum þeirra kosninga. CIA og auðhring-
urinn ITT gerðu hvað þau gátu til að reyna að fá Chile -
þingtil að viðurkenna ekki niðurstöður kosninganna
1970 og það var þá þegar reynt að koma af stað valda-
ráni - var þá myrtur yfirmaður hersins, Schneider, sem
þótti lýðræðisvinur. Pegar þetta tókst ekki var tekið til
við að grafa undan starfsmöguleikum Allendestjórnar-
innar á allan hátt. Stöðvaðar voru allar lánveitingar og
öll bandarísk aðstoð við Chile (nema til hersins), áhrif
Bandaríkjanna í Alþjóðabankanum og hjá Alþjóða
gjaldeyrissjóðnum voru notuð til að stöðva einnig lán-
afyrirgreiðslu þaðan. CIA studdi stjórnarandstöðuna
með ráðum og fé og bar m.a. kostnaðinn af langvinnu
verkfalli vörubílstjóra, sem olli miklum erfiðleikum.
Um leið var þess gætt að láta sem fæst uppi um þennan
hernað, hylja hann í reykskýi kaldranalegs hlutleysis og
gera Allendestjórninni þeim mun erfiðara fyrir um að
virkja almenningsálitið í heiminum sér til stuðnings.
• Þessi stefna ýtti mjög undir valdarán Pinochets 1973
- Það hefur ekki reynst mögulegt að sanna beina aðild
Bandaríkjanna að því (eins og látið er að liggja í mynd
Costa Gavras, Týndur) - en það kemur út á eitt: niður-
staðan var sú sama.
• Það eru margar hliðstæður við það sem nú var nefnt í
stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Nicaragua. Og
vandræði þeirra í E1 Salvador sýnast hafa freistað Reag-
anstjórnar til enn opinskárri valdbeitingar. Kissinger,
sá sem hóf leynilegan lofthernað gegn Kampútseu,
mun ekki hafa mikið samviskubit af því, svo mikið er
víst.
• Um þessar mundir er siðferðislegt og efnahagslegt
gjaldþrot Pinochets í Chile deginum ljósara - og ekki
tæki betra við ef byltingunni í Nicaragua yrði nú drekkt
í blóði. Sá sigur kynni að reynast skammgóður vermir
Reaganstjórninni, en það mun lítt stoða þá sem féllu
fyrir hefndarþyrstum málaliðum sem áður þjónuðu
Somoza einræðisherra. Slík þróun mála væri einnig
mikið áfall fyrir lýðræðisöfl í Bandaríkjunum sjálfum.
• Og nú keppast flestir við að gagnrýna Reagan og
hans íið eða vara hann við. Nema hvað Morgunblaðið
hefur ekki fengið málið enn. -AB.
Jón og Gunna
kaupa íbúð
Jón og Gunna eru tæplega þrí-
tug og eiga eina litla dóttur, hana
Stínu sem er bara þriggja ára. Þau
eru oröin þreytt á að leigja sér
húsnæði, bæði vegna þess hve
það er dýrt og einnig vegna óviss-
unnar með að halda því. Þau hafa
flutt þrisvar á 5 árum. Nú langar
þau til að festa kaup á íbúð eins
og gengur og gerist í þessu þjóð-
félagi. Því ættu þau ekki að geta
það eins og aðrir? Þar að auki
telja þau sér trú um að þau séu í
sæmilega vel borgaðri launa-
vinnu (sem er þó kannski mis-
skilningur).
Þeir sem vit hafa á fasteigna-
markaðnum segja að verð á íbúð-
um sé í lágmarki um þessar
mundir og það sé jafnvel orðið
ódýrara að kaupa gamla íbúð en
að byggja sjálfur. Jón og Gunna
trúa þessu enda vilja þau helst
búa í gamla hverfinu sínu áfram.
Þau komast fljótt að raun um
það að verð á sæmilegum litlum
íbúðum á jarðhæð, í kjallara eða
risi, kannski 70-80 fermetra, er
svona um 1200 þúsund krónur.
Venjuleg greiðslukjör eru með
þessu móti:
Við undirskrift samnings eru
oftast borgaðar um 200 þúsund
krónur miðað við ofangreint
verð. Fyrstu 6 mánuðina verður
að reiða af hendi um helming
heildarverðsins eða 400 þúsund
til viðbótar. Næstu sex mánuði
eða seinni helming ársins verður
síðan að leggja fram 300 þúsund
krónur og er þá búið að borga
75% af heildarverðinu. Það er
kallað útborgun. Afgangurinn er
síðan greiddur á 2-3 árum.
Jón og Gunna fara nú að at-
huga lánsmöguleika. Þau komast
að því að hámarkslán frá hús-
næðismálastjórn miðað við þess-
ar aðstæður er 150 þúsund krón-
ur, að sjálfsögðu verðtryggt. Það
er fjórðungur af því sem leggja
verður fram fyrstu 6 mánuðina en
1/6 af útborgun fyrsta árið. Upp-
hæðin er 1/8 af heildarkaupverði
litlu íbúðarinnar sem þau hugsa
sér að kaupa. Hvernig á þá að
fjármagna 7/8 hluta?
Nú eru hjónkornin svo stál-
heppin að eiga bæði aðgang að
lífeyrissjóðslánum þó að þau séu
ekki gömul að árum. Hann getur
fengið 150 þúsund krónur en hún
200 þúsund krónur, allt að sjálf-
sögðu verðtryggt. Þá eru þau
með húsnæðismálastjórnar-
láninu búin að öngla saman 500
þúsund krónum og finnst dágott
við fyrstu sýn. Aðeins vantar 100
þúsund krónur til að hafa fyrir
útborguninni fyrstu 6 mánuðina
og e.t.v. er bara hægt að leggja
fyrir 16.666 krónur á mánuði af
laununum þetta hálfa ár til þess
að endar nái saman. Þau geta
jafnvel lagt helmingi lægri upp-
hæð inn á IB-reikning í 6 mánuði
og fengið svo lánað það sem upp
á vantar. Þar fylgir að vísu sá
böggull skammrifi að þau verða
að borga lánið síðari helming árs-
ins og skerðist þá greiðslugeta
þeirra þá sem því nemur.
Útborguð laun Jóns eru nú
með yfirvinnu 20 þúsund krónur
á mánuði og er þá búið að draga
frá skatta og önnur gjöld en laun
Gunnu eru samsvarandi 15 þús-
und krónur. Það þykir þeim bara
gott, eins og áður sagði, a.m.k.
miðað við ýmsa jafnaldra sína
sem þau þekkja. Þau eiga gamlan
bílskrjóð sem þeim finnst nauð-
synlegt að hafa til að keyra Stínu
litlu til dagmömmunnar. Launin
sem þau hafa til að kaupa mat,
bensín, rafmagn, hita, síma, föt,
dagmömmugjöldin, húsaleiguna
og annað eru sem sagt 35 þúsund
krónur. Að taka af þeim 16.666
krónur er því töluverður biti að
kyngja. Að vísu losna þau við að
borga húsaleigu þegar þau eru
flutt í nýju íbúðina og um það
munar nokkuð. Hins vegar
þurftu þau að borga ár fyrirfram í
húsaleigu á sínum tíma og eru
ekki enn búin að borga upp
vaxtaaukalán sem þau tóku til
þess. En þetta er hægt með
sparnaði.
Svo kemur að seinni hluta árs-
ins og þá vandast málið. Þau
þurfa þá að punga út 300 þúsund
krónum á 6 mánuðum eða 50 þús-
Guðjón
Friðriksson
skrifar
und krónum á mánuði. Þá er hætt
við að 35 þúsund krónurnar fari
fyrir lítið og ekki er útlit fyrir
miklar launahækkanir ef fyrirætl-
anir ríkisstjórnarinnar ná fram að
ganga. Hvað ber að gera? Taka
skammtímalán í bönkum og
steypa sér út í skuldafen? Taka að
sér aukavinnu á kvöldin og um
helgar? Þau gætu kannski aukið
launin með því móti um 10-15
þúsund krónur en það dygði
skammt. Og hvað þá um Stínu
litlu og heimilislífið? Selja bílinn?
Fyrir hann fengjust í besta falli 25
þúsund krónur. Jón og Gunna
standa eiginlega ráðþrota frammi
fyrir þessu dæmi. Og það gera
fleiri.
Hvað gerist næst hjá Jóni og
Gunnu? Það kemur í ljós í næsta
þætti er þing kemur saman í
haust. Verða húsnæðislán hækk-
uð og þá á annan hátt en að færa
aðeins til fé frá verkamannabú-
stöðum til almennra húsnæðis-
lána? Margir halda að slík gervi-
hækkun verði einu úrræði ríkis-
stjórnarinnar þrátt fyrir fögur
fyrirheit um allt að 80% lán.
Hækkar verð á húsnæði eða held-
ur það áfram að lækka? Sumir
segja að verðbólgan muni
minnka og þá verði boðin betri
kjör með lægri útborgun heldur
en hingað til hefur tíðkast. Munu
versnandi lífskjör almennings
minnka eftirspurn á húsnæði og
hafa áhrif á verð þess? Kannski
kemur þá tækifæri hinna ríku til
að verða enn ríkari. Ein kenning-
in gengur út á það að verði hús-
næðislánin hækkuð verulega
muni það strax segja til sín í
hækkuðu verði á íbúðum þannig
að Jón og Gunna sitji í sömu súp-
unni áfram.
Hvað sem þessum vangavelt-
um líður bíðum við öll, sem ekki
eigum þak yfir höfuðið, eftir betri
húsnæðislánum. Og það gera Jón
og Gunna með hana Stínu sína.
Við bíðum eftir 80% húsnæðis -
lánunum hans Gunnars Schram.