Þjóðviljinn - 30.07.1983, Síða 7

Þjóðviljinn - 30.07.1983, Síða 7
Víða liggja gullskipin Það er víðar en á Skeiðarár- sandi sem forn gullskip liggja. Nú í sumar er fransk-egypskur leiðangur að störfum á Abukir- flóanum undan ströndum Eg- yptalands en þar á hafsbotni liggur Miðjarðarhafsfloti Napó- leons Bonaparte sem Englend- ingar undir stjórn Nelsons flot- aforingja sökktu eina dimma ágústnótt árið 1798. Um borð í skipunum eru miklir fjársjóðir m.a. sem rænt hafði verið á eynni Möltu. Þeim er ætlunin að ná upp. Og á franska tundur- spillinum Vinh Long sem tekur þátt í björgunarleiðangrinum í sumar stendur enginn annar en Napóleonsjálfuríbrúnni. Það er að vísu ekki Napóleon mikli heldur Loðvík Prins Napóleon, 69 ára gamall, en langalangafi hansvarbróðirkeisarans. Þar sem hann stendur og virðirfyrir sér egypsku ströndina segir hann um tilfinningar sínar: „Persónulegaerégmjög hrærður að fá að taka þátt í þessu". Abukir-flóinn liggur fyrir austan Alexandríu og sex kílómetra undan ströndinni hafa leifar hins mikla flota verið uppgötvaðar af sérfræðingum. Það er svo fransk- egypskur rannsóknarleiðangur undir stjórn djúpkafarans og kvik- myndagerðarmannsins Jacques Dumas sem vinnur nú að því að ná upp því sem heillegt er í skipunum. Og það kann að verða ómaksins vert því að auk yfir 2000 ára gamals rómversks íláts, sem þegar hefur komið upp úr sjónum, hafa komið munir sem örugglega eru úr flagg- skipinu L’Orient. Má þar nefna fallbyssur, vopnakistur, ankeri, skipshluta og jafnvel eldhúsáhöld. Upphaf hins franska flotaleið- angurs var það að Bonaparte hers- höfðingi, þá 29 ára gamall, safnaði saman miklum flota og herafla í Toulon. í flotanum voru m.a. um 300 flutningaskip, 13 herskip og 7 freigátur. Og um borð í þessum skipum voru 55 þúsund manns, þar af 30 þúsund hermenn. Þar voru þúsund stórskotaliðsfallbyssur og 700 hestar. Þessum mikla flota var stefnt til Egyptalands og var ætlun- in að hernema það til þess að loka leið Breta til hins ríka Indlands. Á leiðinni til Egyptalands var Malta hernumin en þar hafði svo- kölluð Jóhannesarregla ráðið ríkj- um síðan 1530 og safnað að sér miklum fjársjóðum. Voru látnar greipar sópa á eynni og ránsfengur- inn fluttur um borð í flotann. Breski flotinn undir stjórn Hor- atio Nelsons leitaði hins vegar uppi þennan mikla franska flota og að Helgin 30.-31. júlf 1983 ÞJÓÐVÍLJggN - SÍÐA 7 Sjóorrustan á Abukir-flóa. Arið 1798 var miklum frönskum flota sökkt undan strönd Egypta- lands og nú er verið að bjarga fjársjóðum sem sukku með skipunum kvöldi 1. ágúst 1798 fann Nelson hann þar sem hann lá fyrir akker- um undan ströndum Egyptalands. Mikill hluti af her Napóleons var þá genginn á land til að hernema Kairó en samt sem áður var fjöldi hermanna enn um borð. Flotafor- ingi Frakka, Bruey aðmíráll, taldi víst að Bretar mundu fyrst gera á- rás í morgunsárið en þar skjátlaðist honum. Nelson laumaðist í næt- urmyrkrinu með nokkur skip milli franska flotans og lands og gerði síðan umsvifalaust árás úr tveimur áttum. Þetta kom Frökkum í opna | skjöldu og flestum fallbyssunum var stillt upp á þeirri hlið skipanna sem sneri frá landi. L’Orient, flaggskip franska flotans, var þá stærsta skip í heimi og stolt Frakka. Það var búið 120 fallbyssum og hafði þúsund manna áhöfn. Það varð þegar í upphafi fyrir skoti svo að eldur kom upp í því og síðan sprakk það í loft upp og sökk. Áður en eldaði af degi voru öll frönsku herskipin sokkin eða mikið löskuð. Með skipunum sukku fjársjóðimir frá Möltu og að því er talið er her- sjóður með þremur miljónum gull- peninga. Kafararnir telja að flagg- skipið L’Orient liggi á hafsbotni í tveimur hlutum. Franski leiðangursstjórinn, Dumas, neitar því að það sé fyrst og fremst gullið sem leitarmennirn- ir sækist eftir en það er þó skýrt tekið fram af egypskum yfirvöldum ! að ekkert það gull, sem finnast kann, megi flytja úr landi. Talið er að björgun verðmæta úr hinum mikla franska flota sem byrjar fyrir alvöru nú í ágúst geti tekið nokkur ár og muni kosta á ' annað hundrað miljón íslenskra króna. Skipin liggja að meðaltali á um 12 metra dýpi en það sem gerir i köfurunum sérstaklega erfítt fyrir er það að framburður úr Níl hefur grafið þau niður svo að þau eru umlukin leðju sem er á sífelldri hreyfingu vegna strauma. (GFr - þýtt úr Spiegel). 10.ÁGÚST I stafni: Kjartan Ragnarsson og Guðrún Ásmundsdóttir Siglt með ms. Eddu á miðvikudagskvöldi frá Reykjavík til Newcastle. Ekið á laugardegi um sögusvið stór- myndarinnar: „Fýkur yfir hæðir“, til hinnar fornu og fögru borgar York (Jórvíkur). Borgarmúrinn frá 13. og 14. öld umlykur borgina enn í dag. Shambles hverfið er frá því fyrir daga Normanna. Smíð höfuðkirkjunnar York Minster hófst þegar á sjöundu öld, þótt hún hafi aðallega verið reist þegar Sturlungaöld ríkti hér. Á landnámsöld okkar var Jórvík ein helsta bækistöð víkinga. Heil hús og verkstæði þeirra frá árunum 867 tii 1066 hafa verið grafin upp og eru nú til sýnis ásamt búshlutum, verkfærum og vopnum forfeðranna frá þeim tíma. í York verður gist í tvær nætur á afbragðs hótelum og ekið á mánudagsmorgni til hins góða skips Eddu í Newcastle. Komið heim 17. ágúst. 9.500 kr. Fyrir einnar viku ferð, gistingu, allar ferðir og fararstjórn. FJÖR UM BORÐ MEÐ SKIPINU VERÐA í ÞESSARI FÖR: Edda Björgvins Helga Thorberg Kjartan Ragnarsson Guðrún Ásmundsdóttir Garðar Cortes Jónas Þórir Þórisson Bergþóra Árnadóttir og hópur hennar: Pálmi Gunnarsson, Tryggvi Húbner Gísli Helgason Gengi 26.7'83 EIWREMUR: Við minnum á að auk þessa auglýsa eftirtaldar ferða- skrifstofur margs konar ferðir tengdar áætlunarferðum ms. Eddu: Ferðaskrifstofa F.Í.B. Ferðaskrifstofa stúdenta. Ferðaskrifstofan Atlantic. Samvinnuferðir, Landsýn. Æbragðsgóð greiðslukjör FARSKIP AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166 GYLMIR

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.